Alþýðublaðið - 13.04.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 13.04.1961, Blaðsíða 16
NFITAR AD HAFA VERID FYRIR INNAN MORKIN í GÆR klukkan fimm var tek 'fn fyrir í Sakadómi Reykjavíkur kæra landhelgisg:æzlunnar á hendur skipstjóranuín á brezka togaranum Kingston Andalusite frá Hull, fyrir meint landhelgis t»rot. Réttarhöldum mun ekki ltafa lokiö í gærkvöldi, og dómur þyí ekki genginn í málinu. * Flýrir hönd Landhelgisgæzl unnar var mættur í réttinum Bjarni Helgasón stýrimaöur, Bryan Holt, ræðismp.ður fyrir hönd brezka sendiráðsins og Geir Zöega fyrir hönd eigenda og útgerðar togarans. Verjandi skipstjórans var Gíslj ísleifsson, ihéráðsdómslögmaður. Dómtúlk iur Hilmar Foss. Strax í upphaf; réttarhald- anr.a ákvað dómurinn að láta fara fram athugun á ratsjá gæzluflug\'éiarinnar Rán og rat ,sjá brezka togarans. Til þessara verka voru fengnir þrír sérfróð ir menn, og var ráðgert að þeir aki’uðu áliti í dag. Síðan var kailaður fyrir réttinn sem vitni Lárus Þcrsteinsson, skipstjóri á Framhald a! 11. síðu. STEFNU ISLEHDINGAR greiddu at kvæði gtegn kynþáttastefnu Suó ur-Afrikustjórnar í stjórnmála nefnd ailsherjarþings Samein uðu þjóöanna, og fvlgdu þar til lögu Asíuríkja meö Indland í broddi fylkingar, sagði Thor Thors ambassador, er blaðið átti við hann símaviðtai í gær. Sagði ambassadorinn í ræðu í nefr.d inni, er hann greindi frá afstóóu íslenzku sendinefndarinnar, að ísiand hefði síðan 1947, er kyn þáttamál Suður-Afríku komu Enn sigur í Fulltrúaráðinu AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík var haldinn í fyrrakvöld. Urðu mjög spennandi atkvæðagreiðsl ur við stjórnarkjör, þar eð litlu raunar á fylgi lýðræðissinna og ! ommúnista. Lýðræðissinnar sigruðu og fara áfram með stjórn í Fulltrúaráðinu. Formaður er Jón Sigurðsson. í stjórn Fulltrúaráðsins eru þessir: Jón Sigurðsson, form., Guojón Sigurðsson varaform., Þcrunn Valdimarsdéttir, ritari, Guðmundur Hersir gjaldkeri og Pétur Guðmundsson meðstjórn andi. í varastjórn eru: Grétar Sig urðsson, Sigurður Eyjólfsson og Helga Þorgeirsdóttir. í 1. maí nefnd voru þessi kjörin: Jón Sig urðsson, Þorv. Áki Eiríksson, Guðmundur J. Guðmundsson, Benedikt Davíðsson og Guðjón Jónsson. Atkvæðatölur við stjórnarkjör voru þannig að lýð ræðissinnar fengu 73—74 atkv. en kommar 71—72. fyrst fyrir allsherjarþingið, á val.lt liaft ákveðna afstöðu með mannréttindum. Hafi minnsti skugg; fallið á mannréttindi, hafi ísland krafizt þess, að sá skuggi yrði fjarlægður. Fyrir nefndinni lágu tvær til lögur. Tillaga Asíuríkjanna, Indlands, Ceylon og Malaya var á þá lund, að kynþátta stefna Suður- . Afríkustjórn . ar (apartheid) var fordæmd og skorað á stjórnina að bæta.. ráð sitt, . látið liggja að möguleikum á refsiaðgerðum ef svo yrði ekki, enda yrði málið tekið upp á nýjan leik á næsta allsherjar- þingi. Þessi tillaga var samþykkt með 93 atkvæðum, en Portúgal greiddi eitt atkvæði á móti. Hin tillagan var frá allmörg um Afríkuhíkjum og gerði ráð fyrir refsiaðgerðum gegn Suður Afríku, algeru viðskipta og sigl ingabanni á landi. Þessi tillaga var samþykkt með 47 atkvæðum gegn 29, og hlýtUr því ekki sam þykki á allsherjarþinginu að ó breyttu, þar sem tvo þriðju at kvæða þarf til þess ísland sat hjá við afgreiðslu þessarar til lögu. í ræðu sinni sagði Thor Thors, að síðán fyrst korriu fram hjá SÞ tillögur1 um meðferð Ind verja í Suður-Afríku, hafi ís land haft ákveðna afstöðu með mannréttindum. Eftir að sjálft kymþáttamálið kom fyrst fyrir 11952, hafj ísland greitt atkvæði : með öllum tillögum gegn apart heid. Að þessu sinni er ísland ■eitt þeirra ríkja, sem fluttu til lögu um að taka málið á dagskrá á nýjan leik, Um Afríkutillöguna sagðj Thor, að ekki væri byggilegt að hefja nú refsiaðgerðir, enda væri slíkt í verkahring Öryggis ráðsins. Ef banna ættj siglingar skipa til Suður-Afríku, sagði hann, mundi það bitr.a á fólkinu Framhald á 14. síðu. í sambandr við réttar- «> höldin yfir skipstjóranum á brezka togaranum King ston Andalusite, var fram kvæmd athugun á radar- tækjum gæzluflugvélar- innar Rán f gærkvöldi. Dómurhin kvaddj til þrjá sérfróða menn, þá Ólaf Jónsson, útvarpsvirkja- meistara, Ríkharffi Sig-| mundsson rafvirkjameist-* ara og Ingólf Þórðarson, kennara við Stýrimanna- skólann. Myndrn var tek- in í gærkvöldi um borð í gæzluflugvélini Rán og sýnir hún hina dóm- kvöddu sérfræðinga við athuganir á rádar vélar- innar, (Ljósm. G. Gestss.) WMMMMWMMWWMWWiÍi TAL GAF TAL gaf viðskák sina við Bot vinnik úr 10, umferð án þess að tefla hana frekar. Hefur Botvinn ik þá hlotið 6 !4 vinning á móti 3 Vz vinningi Tals. 11. skákin var tefld í gær og hafði Botvinnik hvítt. KAPPRÆÐUFUNDI félaga ungra jafnaðarmanna í Reykja vík og Hafnarfirðf. sem vera átti á föstudagskvóld, verður frestað vegna veikinda ræðu- manna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.