Alþýðublaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 2
■J Sfci&iílörar: Glsll J. Astþórssoa (ób.) og Benedikt uröndal. — Fulltrúar rlt- I WjOmar: Sigvaldi Hjálmars.;on og IndriSi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri. | BJÖrgvin GuSmund a. — Símar: 14S00 — 14 902 — 14 903. AuglýsingasímJ j U 9ö6. — ASsetur: AlþýSuhúsið. — Prentsmiðja AlþýSublaSsins Hveríis- ; iBtu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuSi. í lausasölu kr. 3,00 eint j ítfiaiancL: AlþýSuilok urinn. — Framkvæmdastjórl: Sverrlr Kjartansaon >4ð rífa - og varðveita ! ÞEIR ERU dug'legir að rífa hús hjá Reykjavík urbæ um þessar mund'iír. í gær sáust berir raftar Hótel Heklu, þess gamalfræga húss, og lítið hús með kopartöflu um sögugildi verður flutt inn fyrir bæ. Þannig hverfa gömlu hú^in í miðbæn um hvert af öðru. Bæjarbúar treysta, að þetta sé gert samkvæmt ó'kveðinni skipulagsáætlun og verði til að rýma fyrir framtíðarmiðbæ höfuðborgarlnnar. Ekki má ' miðbærinn allur verða eitt bílastæði umhverfis Morgunblaðshöllina. Jafnframt því, sem rifið er niður til að rýma fyrir hagkvæmari byggingum, fá betri nýtingu dýrra lóða og koma hinni hraðvaxandi umferð í ibetra horf, verður söguþjóð að hugsa um varð veizlu þess, sem henni er einhvers virði af mann virkjum fyrri ára. Reykjavík er ung borg og á sér fátt gamalla húsa. Þó hefur verið byggt heiflt tímabii í sérstökum stíl, er einu sinni setti svip á bæinn. Það eru bárujárnshúsin með gafla og ris, útskorið tréverk og fagra glugga. Þau eru tákn tímabils, sem er eldri kynslóðum kært, en hin , uppvaxandi æska þekkir varla. Reykjavík ber að varðveita á einum eða fleiri stöðum smáhverfi eða götubúta, þar sem öll hús in eru frá þessu tímabijli. Þar á að banna nýbygg ingar, hindra að gráir og Ijótir steinkumbaldar skyggi á litlu garðana og fögru bustimar. í slfk um hverfum á fólk að búa áfram, en hið opinbera að annast viðhald húsanna í hinum gamla stíl og tryggja góða umigengni. ! Verði slíkiír smóblettir varðveittir inni í Reykja vík, munu þeir verða fjölfarnir staðir, komandi ikynslóðum til ánægju. Það er ekki síður fram sýni að varðveita slífca staði en ryðja til fyrir nýj j um stórhýsum. Stóriðja UNDANFARIN ÁR hafa ýms stórfyrirtæki úti í heilmi sýnt áhuga á íslandi sem hentugum stað fyrir alúmínum eða magnesíumverksmiðjur, Til slíkrar framleiðslu þarf aðallega orku, og foss afl eigum við nægilegt. Brezk-kanadiski alúmín umhringurinn athugaði aðstæður vel, og banda ríska Reynolds Metals fyrirtækið kannaði að stöðu á Norðurlandi. En þessi fyrirtæki fóru ann að — vegna óstöðugs efnahagslífs, kapphlaups kaupgjalds og verðlags og verðbólgu. Festa í efnahagslífi. er frumskilyrði þess, að unnt verði að koma upp stóriðju í samvihnu við erlenda að ila. Þess vegna er ánægjulegt, að áhugi skuli hafa vaknað hjá nýjum aðilum — og er sjálfsagt a-ð kanna það mál vandlega — en þó af gætni. 2 27. maí 1961 — Alþýðublaðið ' r* « , Utvarpið og hlutleysið BLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi ályktun, samþykkta einróma á fundi Starfsmanna- félags Ríkisútvarpsins 21. maí 1961. „Að undanförnu hefur iðu- lega verið veitzt í blöðum að starfsfólki Ríkisútvarpsins og stofnuninni sjálfri með órök- studdum dyigjum, aðallega um kommúnisma. Að vísu hafa þar verið fremst í fiokki alls ó- merk blöð, sern ekki eru svara verð, en þessum aðdróttunum hefur einnig skotið upp í dag- blöðum Reykjavíkur. Gagn rýni er góð, eu dylgjur rætnar. Útvarpsstarfsmenn hafa ef til vill verið tómlátir um of að svara þessu aðkasti. Hinn 19. maí s 1. birt.ir eitt af biöðum stjórnmálaflokkanna, Alþýðu- blaðið, forsíðugrein, og segir þar meðal annars; „Innan Ríkisútvarpsins og utan þess sitja kommúmstar á svikráðum við þá stofnun tih að misnota hana í þágu flokks- ins“. Þetta verður naumast skilið á annan veg en þann, að sveigt sé að starfsliði útvarpsins, Og þar sem ekki er tekio fram, hverjir þeir menn séu, eða a hvern hátt þessir ónefndu menn stundi svikræði, þá er ásökun þessari varpað á starfs- mannahópinn í heild. Ummæli blaðsins telur íund urinn enn alvarlegri fyrir þá sök, að annar aðalritstjóri þess er formaður útvarpsráðs, sem ætti að vera nákunnugur stofn uninni og starfsháttum henn- ar. Þess vegna krefst fundur- inn þess, að Alþýðublaðið nafngreir.i þá starfsmenn Rík- isútvarpsins, sem blaðið telur sitja á svikráðum við þá stofn un, svo að þeir, sem vændir eru um slík óheilindi, geti kom- ið fyrir sig vörnum, og starfs- fólk Ríkisútvarpsins í heiidi verði firrt slíku ámæli“, ATHUGASEMD BLAÐSINS: Ummæli Alþýðubiaðsins, sem tilgreind eru í ályktuninni, eru eingöngu , um „kommún- ista“ og verður því ekki sagt, að þau sveigi að öllu starfsliði útvarpsins Með ummæiumun voru tilgreind tvö ákveðin. dæmi, og við það mua sitja a£ Alþýðublaðsms háliu. Starfslið útvarpsins skipar margt ógært og fært fólk, eins og heildardagskráin ber vott um. Strangar reglur gilda um hlutleysi útvarpsins einkuna pólitískt hluileysi, og er ógern ingur að komast hjá, að mis- brestir á því sviði verði að póli- tískum deilumálum. Það er varla af rætni, að svo víðtæk gagnrýni sprettur upp, sem verið hefur undanfarið um þessi mál. Aðalatriðið er að gefa ekki tilefni tii slíkrap gagnrýni, svo að útvarpið geti starfað í sem mestum friði. Hannes á h o r n i n u dönskum send eintökin. íslend- ingar hafa sýnt festu og þolin- mæði í þessari baráttu, sem vænta má, að nú sé að ná loka- marki, ef til vill stærsta sigura okkar, sem samtaka þjóð, síðan lýðveldi var stofnað. Þar hafa margir lagt lóð á vogarskál. Unglingar spurðir um handritamálið. Bjarni M. Gíslason — Rithöfundalaun. ■fc Eigi skal höggva“ Handritin í Reykjavík ÁRNI ÚR DAL skrifar: „Það er sjálfsagt að bera í bakkafull- an lækinn að pára nokkrar lín- ur um handritamálið.. En málið er ekki að fullu leyst, svo að fært mun þykja að leggja orð í belg. Á prófi í barnaskóla var að því spurt, hvers vegna blöðin skrifuðu þessa dagana um hand- ritamálið. Svörin voru á ýmsa luntl, sum stutt og laggóð, nokk- ur ýtarleg. E'inn lætur í það skína, að hann óttist, að þjóðin væri ekki spennt í að lesa bæk- ur, sem f jalli um liðna tíma. — Eiginlega vill hún helzt af öllu lesa æsandi og spennandi leyni- lögreglusögur, sögur af geimför um og æsandi bækur af mönnum sem lenda á refilstigum. Seg ir svo að lokum, og er kotrosk- in: En hverri þjóð er, hin mesta nauðsyn að kynnast lífinu fyrr á tímum. — Þar hafið þiö svar og vilja tólf ára borgara. SKELEGGIR dómarar um rit- störf og skáldskap hafa útdeilt til ísleiizkra rithöfunda árlegri viðurkenningu. Hvað kemur það handritamálinu við? Jú, manni finnst, að rithöfundurinn Bjarni M. Gíslason eigi að vera í þeirri fríðu fylkingu, en nafn hans fyrirfinnst eigi. Telja verður þó, að slíkt innlegg hafi hann lagt tii þessara mála, að þjóð 'hans megi sjá af nokkrum krónum, og skiptir litlu máli, þótt Bjarni skrifi á danska tungu, íslenzk- ur er hann, og hefur lagt það að mörkum á ritvellinuni í sam bandi við lausn handritamálsins, að telja verði hann launaverðan. Að minnsta kosti hefur Júlíana Sveinsdóttir verið talin hæf til launa. „EIGI SKAL HÖGGVA“, er mælt að Snorr hafi sagt. Hann var samt höggvinn. Enga skal höggva þótt mönnum eigi líki stefna, sem tekin er, aldrei nema þó í viðkvæmu hitamáli sé. fs- lenzk alþýða les í gömlum bók- um frásögur um Það, hvernig farið var með þá, sem reyndust erfiðir Ijáir í viðskiptum við aflið. Skáld okkar mega eigi beita svo fák sínum, að tröllríða andstæðing sinn. Og hverju máli skiptir, þótt einn sé sagður deigur til fylgis, sé fjöldinn traustur. Þá er -bezt að hinn eini hafi einróið. „Eigi skal höggva“. MARGIR hafa unnið vel, að framgangi lausnar handritamáls ins. Danskir fræði- og skóla- menn -gnæfa hátt. Frjálslyndir leiðtogar danskrar alþýðu sýna manndóm og víðsýni. Ég íegg til, að Elateyjarbók verði þýdd á danska tungu og lýðháskólum HANDRITIN eiga hvergi ann- ars staðar að vera en í Reykja- vík. Velkist menn enn í vafa um, hvað gera skal við ættaróðal ísleifs, þá skal á það minnt, að svo kvað Gissur ísleifsson að orði, að þar skyldi ávallt vera HANNES — 2. biskupsstóll meðan ísland byggð ist og kristni héldist í landinu. í Skálholti skal biskup vera, og þangað verða ávallt að veljast menn, sem Jónar allra tíma geti sagt hið sama um, og Jón Ög- mundsson á að hafa mælt um fóstra sinn og læriföður, ísleii Gissurarson: að hann kæmi sér jafnan í hug er hann heyrði góðs manns getið. GÆTI SÚ draumsýn eigi orðið að veruleika, að í Skálholti risi hið hæsta menntasetur, sem þjóð okkar yrði hár viti og aðals- merki sannrar kristni víða um lönd, staður, sem stjórnað væri af mannviti og göfgi, og þar væri meðal annars uppeldisstöð fyrir þau íslenzk ungmenni, sem 'villst af veginum, en hlytu í I Skálholti nokkurn þroska? Hannes á horninu. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.