Alþýðublaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 5
I Tékkneskar prentanir - : SENDIHERRA Tékkóslóvakíu á íslandi, dr. M'iroslav Kadlec, sem jafnframt er sendiherra i Noregi, er staddur um þessar mundir hér á landi. í sambandi Við dvöl hans hér verður opnuð kl. 4 í dag sj ning á litprentunum tékkneskra málverka á 19. og 20. öld. Sýningin er að Freyju- götu 41, sýningaisal Ásmundar Sveinssonar Yfirlýsing frá ASV „í TILEFNI af frétt, sem birzt hefir í blöðum og útvarpi, þess efnis, að útvegsmenn um land allt, að Vestmannaeyjum og Ak ureyri undanskiidum, hafi sagt Upp samningum við sjómannafé Xögin um síldveiðar, tekur A1 þýðusamband Vestfjarða það íram, að útvegsmenn á sambands svæði þess, en þ. e ísafjarðar kaupstaður, ísafiwrðasýslur, Barðastrandarsýsla og Stranda fiýsla. hafa eKki sagt upp sild veiðisamningnum, að öðru 'eyti er. því. að Útvegsmannaféiag ís firðinga, ísafirði, hefir sagt samningnum upp, og nær sú Uppsögn aðeins til ísfirsku bát arma. Aðrir útvegsmeim á sam bandssvæði ASV hafa ekki sagt samningunum upp, s. m. k. hefir þá láðst að tilkynna réttum hlut aðeigendum um uppsögnina. ASV“. Kadlec sendiherra tók við e;n- bætti fyrir þrem mánuðum. Hann er kominn til að afhenda forseta íslands embættisskilriki sín Hann sagði blaðamönnum í gær, að þetta væri fyrsta heim- sókn hans til íslands, en áreið- anlega ekki sú síðasta. Dr. Kad lec gegndi áður störfum fyrir land sitt í ýmsum Asíulöndum. Á sýningunni að Freyjugctu 41 eru 66 eítirprentanir á verk- um þekktra 4ékkneskra má’.ara frá 19. og 20. öld. Sýningin er ekki heildaryfirlit yfir þróun tékkneskrar má.aralistar, t. d. vantar yngri málara, en hún gef- ur samt gott yfirlit yfir fjöl- breytni málaralistar landsins. Eftirprentanirnar eru mjög góðar og eru aliar gerðar í Prag. Þau eru ekki til sölu. en hægt verður að panta myntíir hafi mtun áhuga á, Verðið er mjög lágt, frá 50—'V0 krónur. Við opnun sýningarinnar í dag verður rn. a. viðstaddur forseti ísiands, herra Ásgeir Ásgeirs- son. Hún verður opm klukkan 4 til 10 síödcgis ti! 4. júní nk. Kjarnflðugar árin 1966-'67? Washington, 26. maí. Robert Kennedy, dóms málaráðherra flutti ræðu hér í dag um kynþátta- ofsóknirnar í Suðurríkj- unum. Minnti hann þar á að fyrir 40 árum. hefði íri nokkur flutt til Banda- ríkjanna. írar hefðu þá vægast sagt ekki verið vel séðir af Bandarískum mönnum, en samt væri nú einn afkomenda hans forseti Bandaríkjanna. Vel gæti svo farið, sagði ráðherrann svo, að eftir 40 ár verði bándarískur svertingi kjörinn forseti landsins. AMHMMMMMIMMMMMVMM Hefur selt tíu myndir SÝNING Sveins Björnssonar, listmálara, í Iðnskólanum i Hafn arfirði, verður, opin til sunnu- dagskvölds, frá klukkan 2 til 10 síðdegis. Þrjú hundruð manns hafa sótt sýninguna og tiu myndir selzt. Þetta er í fyrsta skiptið,. sem Sveinn sýnir vatnslitamyndir. Þær eru 40 talsins. Skozkir bændur til íslands í fyrrakvöld kom Iiópur skozkra bænda með Gull- faxa Flugfélags fslands til Reykjavíkur. Hér á landi munu þeir skoða búskap á nokkrum bæjum sunnan lands og norðían. — Mynd in er af nokkrum Skot- anna við komu þeirra til Reykjavíkur. Ljósm. S.S. Hitafundur Þrjár milljónir í Langholtskirkju STÚDENTAFÉLA G Reykja- víkur gekkst í gærkvöldi fyrir fyrirlestri Bandaríkjamarmsins Robert Buttons, og flutti hann ítarlegt og fróðleg erindi um skipulag og varnir Atlantshafs- bandalagsins. Tjarnarkaffi var þéttskipað á heyrendum. Et'cir erindið voru spurningar lagðar fyrir ræðu- mann. Risu kommúnistar þá upp hver á fætur öðrum, niótmæltu erindi hans, kölluðu hann stríðs mann og áróðursmann og báru fram ýmsar spúrningar. Varð úr þessu hinn f jörugasti spurningatími. retinn spil dönskum ne Einkaskeyti íil Alþýðublaðsins frá Kaupmannahöín: DANSKI sjávarútvegsmálaráð herrann fór í fyrradag til Hvide sande til viðræðna við sjómenn þar, en að undanförnu liafa þeir kvartað undan yfirgangi brezkra togarasjómanna. Danir hafa f jölgað eftirlitsskiþ um sínum í Norðursjó. Tvær kor vettur eru komnar þangað til hjálpar þeim sem fyrir voru. Á nú að herða á eftirliti þarna. Það er á þessum slóðum sem brezku togararnir hafa einkum haft sig í frammi. Er þess skemmst að mimiast að tveir tog arar sigldu yfir net tveggja danskra fiskibáta, hirtu úr þeim aflann, eyðilögö'i þau og sigldu á brott. Danskir sjómenn tolja, að síð- ustu „aðgerðir" togaramanna bendi til þess, að þeir vilji hrekja fiskibátana með öliu af hinum fengsæia Dogger-banka. AÐALFUNÐUR Langholts- safnaðar var haldinn 14. maí sl. í félagsheimili safnaðarins við Sólheima. Formaður safnaðar- nefndar, Helgi Þorláksson, setti fundinn og sijórnaði honum, í upphafi fundanns ávarpaði sókn arpresturinn, séra Ár.elíus Níeis son, söfnuðinn og' hvatti til á- framhaldandi átaka í kirkjubygg ingarframkvæmduni oS safnaðar starfi almennt. Formaðar gaf skýrslu um sfarf semi safnaðarins á liðnu starfs- ári og rakti gang hinna ýmsu mála safnaðarins. Gjaldkeri Örnólfur Valdimarsson, lagði fram endurskoðaða reikninga safnaöarins fyrir árið 1959 og 1960. Samtals munu nú 3 millj. og 91 þúsund kr. vera komnar í fyrri hluta lcirkjubyggingarinn- ar. Vilhjálmur Bjarnason, form. byggingarnefndar, rakti gang byggingarframkvæmdanna og sagði frá því, sem íramundan væri í þeim eírium. Kosnir voru 3 menn í safnsðarstjórn. Bárður Sveinsson, Örnólfur yaldimars- son og Helgi Elíasson voru end- urkjörnir. Tveir varamenn voru kosnir, Hafsteinn Guðmundsson og Kjartan Gíslason. Fundurinn þakkaði bæjaryíir völdum Reykjavíkur fjárfram- lög þau, sem veitt eru til kirkju- bygginga í Re/kjavíkurprófast dæmi Samþykktar voru tillög- ur, þar sem bess var farið á leit, að sóknargjöld í Rvik verði á- kveðin og innhe’mt samkvæmt hámarki, sem heimilt er í lögum og að eiga þátt: stofnun bindind issamtaká kristinna safnaða hér á landi. Safnaðarnefnd Langholtssókn ar er þantiig skipuð: Helgi Þor- láksson, formaúur, örnólfur I Valdimarsson, gjaldkeri, Helgi ÍElíasson, ritavi, Vilhjálmar Bjarnason og Bárður Sveinsson. Varamenn eru Bergþór Magn- ússon, Hafsteinn Guðmundsson og Kjartan Gísiason Safnaðar- fulltrúi er Magnús Jónsson. bankastjóri. IÓNLEIKAR A SIGLUFIRÐI Á ÞESSU ári er 100 ára af- mæli sr. Bjarna Þorsteinssonar tónskálds. Tónskóli Siglufjarð- ar, Söngfélag Siglufjarðar og Lúðrasveit Siglufjarðar héldu þrenns konar tónleika um síð- ustu mánaðamót í minningt* þessa ágæta menningarfrömu?! ar. Fjölmenni var á tónleik- unum og kór, einsöngvara og* lúðrasveit vel fagnað. Fyrstu tónleikarnir vortii Nemendatónleikar Tónskólan* 28. apríl. Þar lék lúðrasveit og stroksveit nemenda m. a. lög Bjarna Þorsteinssonar. Aðrir tónleikarnir voru fluttir í Siglufjarðarkirkju. Þar söng Einar Sturlusoa kirkjuverk eftir Caccini, Bach, Cesar Frank, Schubert og Scha mann, og Söngfélag Siglufjarð ar flutti verk eftir Bjarna Þcr steinsson. Þriðju tónleikarnir vom haldnir í Nýja Bíói af Lúðra- sveit Siglufjarðar og Söngfé- lagi Siglufjarðar 2. maí. ÞaP fluttu þessir aðilar eingöngu einsöngslög eftir Bjarna Þor- steinsson í búningi Sigursveina D. Kristinssonar. Undirleikari var Ásdís Ríkarðsdóttir, ein- söngvari Einar Sturluson og stjórnandi Sigursveinn D. Kristisson Alþýðublaðið 27. mai 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.