Alþýðublaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 4
5 • V í » f i : SVO er að sjá af fréttum, sem uppreisnin í Angola hafi þ. styrkzt mjög í siðustu viku í þann mund, er Öryggisráð Sam 4 éinuðu þjóðanna tók að ræða . ástandið þar. Uppreisnarmenn f rjúfa nú samgönguleiðir hvar : sem færi gefst í norðurhéruð unum, og uppreisnin virðist nú ekki lengur eins fálmkennd og hún var í fyrstu. Virðist sem ■ uppreisnarmenn leggi nú höf tiðáherlzu á að tryggja þá að- stöðu, sem þeir hafa náð með fram landamærum Kongó. Annað atriði, sem verulegu máli skiptir, er tilkynning frá Kongóstjórn nýlega, þar sem ;• stjórnin hvetur portúgölsku !' stjórnina til að hætta að halda Angola í viðjum nýlendustefnu og telur, að eitt takmark skuli | vera ríkjandi meðal uppreisn- . armanna, þ. e. a. s. frelsun lands þeirra. Þegar tekið er tillit til þess, að lítill vafi virð- istdeika á því, að uppreisninni í Angola sé stjórnað yfir ianda- mærin frá Kongó, virðist megH slá því föstu, að kalla megi á- standið í Angola nú mikiu frem ur frelsisstríð en uppreisn. — Stuðningur Kongómanm við uppreisnarmenn í Angola kern ur enn betur í ljós, þegar það er haft í huga, að Kongóstjórn hef ur rftað tveim samningum er stjórn Belgíumanna í Kongó hafði gert við hin portúgölsku yfirvöld í Angola Annar þess- ara samninga, sem undirritað ur var 1951, gerði ráð fyrir sameiginlegum vörnum ósa Kongófljóts. Hinn samningur- inn var gerður 1956 og kvað á um leyfi herja þessara 2ja Evrópuþjóða inn á landssvæði hvorrar annarrar. Uppreisnarmenn eru, eins og fyrr getur, langsterkastir í norðurhéruðum lan'dsins, á svæðinu frá Sao Salvador til árósanna, á svæðinu fyrir norðan og norð-austan N’Gage og í Cabinda „pokanum“, sem er alveg aðskilinn frá Angola sjáifu fyrir norðan fljótið. — Hversu uppreisnarmö'mum kemur til með að ganga þarna áfram er augljóslega komið undir því hvernig þeim gengur að fá vopn og skotfæri Þeir hafa þarna þá ákjósanlegu að- stöðu, að eiga landamæri að Kongó, svo að ekkert ætti að vera til fyrirstöðu, ef Kongó- stjórn heldur áfram að styðja þá, og ef hún er þá aflögufær. Svo er að sjá sem Portúgai- ar séu albúnir undir langvar- andi átök og hafi ekki í hvggju að gera neinar tilslakanir í Angola, hversu mjög sem al- menningsálitið í heiminum snýst gegn þeim og hversu mjög sem þeir koma banda- mönnum sí.num, t. d. í NATO, í bobba. Erfiðleikar Portúgala við að kveða niður uppreisn- ina stafa ef til vill mest af þvf, að þeir hafa aldrei haft eins örugga fótfestu inni í landinu og út við ströndina. ÍÞó að þeir kæmu til landsins fyrir 500 ár- um, eins og þeir taka gjar.nan fram sjálfir, þá var það ekki fyrr en á árunum 1860 til 1870, að þeir fóru að gera alvarlegt átak í að nýta landið upp af ströndinni Það gekk engan veginn harmkvælalaust fyrir Portúgala að ná tökum á innri hluta landsins og það er síður en svo, að átökin nú séu hin fyrstu, sem þeir hafa þurft að fást við þar. Erfiðleikarnir við að ná tökum á innlandinu juk- ust einnig við það, að erfitt hef Frh. á 14. síðu. MYNDIN hér til hliðar er af hinum fræga skeið velli Breta, þar sem konunglegir, eða öllu held ur drottningarlegir fákar spretta úr spori. Bret ar hafa mikið yndi af veðreiðum og óneitanlega geta þær oft og tíðum verið spennandi. Myndin hér að neðan sýnir eitt slíkt atvik. Hestamir eru á beygjunni, sem sést á efri myndinni og sá sem er fyrstur í mark við enda brautarinnar er merktur 1 og síðan röðin eins og hún kom í markið. Það athyglisverða er, að þama á mynd inni er númer eitt næst síðast og alls ekki lík legur til sigurs nema ef vera skyldi í kvikmynd. • 1 f Va -p 14. júní 1961 — AlþýðublaðiS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.