Alþýðublaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 5
Nýr bátur Ólafsvíkur Ólafsvík, 10. júni. í DAG kom hingað nýr bátur, eign Halldórs Jónssonar, úlger.ð armanns, og Leifs sonar hans. Báturinn heitir Halldór Jónsson SH 217, var smíðaður á A.kur- eyri í skipasmíðastöð KEA, — Halldór Jónsson Hann er 96 smálestir að stærð með 400—500 ha, Mannheim vél ©g í bátnum eru hin fullkomn- nstu s'iglingar og fiskileitartæki og frágangur allur á bátnum hinn viandaðasti. Þess má geta, að þetta er 5. báturi.nn. sem KEA smíðar fyrir Ólafsvík Halldór Jónsson, útgerðarmað ur, er 56 ára gamall. Hann reri til fiskjar með föður sínum þeg- ar á barnsaldri og hóf snemma formennsku, fyrst á árabát, sið- an á trillubát og loks á þilfars- bát, sem hann keypti þá og gerði út með Kristjáni Þórðar- syni, stöðvarstjóra, sem nú er látinn fyrir nokkru. Hann keypti hluta Kristjáns í útgerðinni eft ir nokkur ár, en gerði síðar út tvo báta í félagi við Guðlaug Guðmundsson, útgerðarmann hér í Ólafsvík. Halldór hætti formennsku er synir hans urðu fulltíð^ og gerð ust þeir formenn á bátum hans hver af öðrum Jón Steinn, Krist mundur og Leifur, sem eru ötul- ir aflamenn. Halldór á nú fimm báta, þrjá nýja báta, sem allir oru smíðað- ir fyrir hann á Akureyri og tvo eldri 36 tonna báta. Hann hef- ur annast svo um útgerð sína, að til fyrirmyndar rná teljast, enda hefur afiasæld -ona hans stutt mjög að gengi hans. Við Ólsarar fögnum hinum nýja farkosti og óskum Ilalidóri og fjölskyldu hans til hamingju með hið nýja myndarlega skip. Ottó. WWWHMIWMWMWMWMWWWWWWMWW WMMtWtWMtUWMiUmtKMMMWMMM Á SLÓÐUM JÓNS SIGURÐSSONÁR ÞAKKARSKEYTI FRÁ 60LDA MEIR Utanríkisráðherra ísraels, — frú Golda Meir, hefur sent for seta íslands þakkarskeyti fyrir alúðlegar móttökur á Islandi. Utanríkisráðherra íslands barst einnig skeyti, mjög svipað orð- að. í skeyti sínu til forseta ís- lands fórust utanríkisráðherra ísraels orð á þessa leið: „Ég vil hér með færa yður og forsetafrúnni alúðlegustu þakk ir mínar fyrir yðar einstæðu gestrisni. Mér þótti það sér- stakur heiður, að kynnast yður, og það var mér sönn ánægja að komast að raun um, hversu mikinn áhuga þér sýnduð landi minu og hve mikið þér vissuð um það að fornu og nýju. Ég mun aldrei gleyma heim- sókn minni til íslands, né held ur kyrmum mínum af þjóðinni, sem landið byggir, þjóð með hetjulund. Kærar þakkir. Golda Meir“. Washington, 13. iúuí (NTB—REUTER) BANDARÍKIN munu senni- lega birta skjal um samnings- viðræður þríveldanna um stöðvun tilrauna með kjarn- orkuvopn, segir talsmaður bandaríska utanríkisráðuneyt- isins. Hann sagði, að það væri kom ið undir árangrinum í samn- ingsviðræðunum í Genf, hvort slíkt skjal yrði birt opinberlega. Hins vegar neitaði hann að slíkt skjal þýddi sama og und- rbúningur á því að hefja á ný tilraunir með kjarorkuvopn eins og blað nokkurt í New York vill vera láta. f DAG kemur í bókaverzl- anir í Reykjavík mikið rit og vandaff: Á slóðum Jóns Sig- urðssonar, eftir Lúðvík Krist- jánsson rithöfund, Bókaútgáf an Skuggsjá gefur ritið út í til efni af 150 ára fæðingardegi Jóns. Bókin er mikið mynd- skreytt. Sérstaka athygli mun vekja myndir af ýmsum skjöl um og plöggum, sem snerta Jón. Þar má nefna arfleiðslu- skrá Ingibjargar konu ii’ans, sem hún gerði fimm dögum eftir lát hans — og fjórum dögum áður en hún lézt sjálf. Við bir.tum hér mynd af upp- hafi arfleiðsluskrárinnar en hér á eftir er skrá yfir bókar- kaflana: Margt er hárió i strengnum — Bókmenntafé- lag fyrir lærða og leika — Málgagn Jóns Sigurðssonar, — Mörg var bón landans — Fyrir og eftir Þjóðfund — Þ'ingvallafundur og Alþingi 1855 — Eftir Alþingi 1355 — Reykhólamenn og kveff jur að norðan — Viðmót og viðbrög l Dana — Vinur Swinburnes og LongfelBows — Háskóil'.hús eða sjóður handa íslending- um — „Hann vill frifflaust gjöra sig ódauðlegan þar nyrðra“ — Ásetningui- Pow- ells að fá skráð íslandssögu — Hvað fékk Jón Sigurðsson mikið fé frá George FoweSl? /. //</ /ýptst, reSPspst. eý/ir /aU, /ÚsOtg j trJJ /ý’r, apj/s’ /J? P’rtrrr trr-rr,’ ýJer ý. sy ýý? r,j/ c/// rp r,. r/ý./. s ' sY'rýr rs — Skuldir Jóns og hlúta- veðböndin leyst >nf safni Jóns bréfakaup — Fornfræðifélag — Loks var það menjagripur ið vili gefa út íslandslýsingu inn til Powells — Hulan yfir og fslandssögu — Powell og viðskiptum Jóns og PowcMs Jón skiptast á kveðjum — — Kvað rétti Powell að ís- Aþingi samþykkir kaup á Iendingum? — Vitnisburður > ) safni Jóns — Hvernig vovu samtíðarmanna. VELTA 1040 Fundur í nótt Sáttasemjari ríkisins boðaði. samninganefndir Dagsbrúnar, Hlífar og atvinnurekenda á ! fund í gærkvöldi klukkan 9. — Þegar blaðið fór í prentun hafði ekkert gerzt á fundinum og búizt var við að hann stæði fram eftir nóttu. AÐALFUNDUR Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga liófst að Bifröst í Borgarfirði í gær Er- lendur Einarsson forstjóri flutti yfirlit yfir heildarrekstur Saro- bandsins á árinu, Kom það fram í skýrslunni, að umsetning var meiri en nokkru sinni áður eða yfir 1000 milljónir. Tekjuafgang ur anm 5,9 milljón króna og heildarafkoma SÍS mjög svipuð og árið áður. Formaður Sambandsstjórn- ar, Jakob Frimannsson, kaupfé- lagsstjóri setti fundinn og minnt ist hann Egils Thorarensen, kaup félagsstjóra og Sambandsstjóm- armanns, en hann. lézt hinn 15. janúar s. 1. Fundarstjórar voru kjömir þeir Jömndur Brynjólfsson, fyrrum alþingismaður, og Þórir Steinþórsson, skólastjóri í Reýk- holti Ritarar fundarins voru kjörnir Ármann Dalmannsson og Ingimundur Ásgeirsson Formaður Sambandsins flutti skýrslu Sambandsstjórnar en Erlendur Einarsson, forstjóri, flutti yfirlit yfir heildarrekstur Sambandsins á árnu. Umsetning Sambandsins var meiri á s. 1. ári en nokkru sinni áður að krónutölu og komst hún yfir 1000 millj. króna í íyrsta skipti. Er umsetning helztu deil'da Sambandsins, þar með tal in umboðssala, sem hér segir: Búvörudeild Sjávarafurðadeild Innflutningsdeild Véladeild Skipadeild Iðnaðardeild 280 millj. 234 millj. 204,1 millj. 71,2millj. 71,3 millj. 118,6 millj. Að meðtöldum ýmsum smærri starfsgreinum varð heildarum- setningin 1,040 millj. Meira éi» helmingur af þessum umseth» ingartölum er umboðssala og það algengt að í mörgum tiIfelU um eigi sér stað sala á miíll ideilda og er umsetningia þanhg tví, þrí og jafnvel fjórtalin. Næst vék forstjóri að iekstr- arútgjöldum Sambandsins. -f-. Minntist hann á það, að á s'ðasí^ aðalfundi hefði gætt nokkurraip svartsýni hjá forráðamönnurr| Sambandsins um rekstrarafi komu ársins 1960 Kvað hanií það nú liggja fyrir, að ársupp- gjöri loknu, að nokkrir kostnaíl arliðir hefðu hækkað' gifurleg^ á árinu. í því sambandi bentt hann á, að vaxtagjöld hækkuð'J frá árinu áður um 8,472 mill}; útsvör hækkuðu um 3,055 milt| og gengistap fært á rekstr&i-j rekining nam 2.015 milij. Þessty Framhald á 14. síðu. ; Alþýðublaðið — 14. júní 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.