Alþýðublaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 7
f HERSHÖFÐINGJARNIR fyrrverandi, Challe og Zeller, voru dæmdir 31. maí eftir réttarhöld, sem stóðu aðeins þrjá daga, og hafði saksókn- ari ríkisins ekki krafizt dauðadóms yfir þeim, þó að lögin leyfðu hann. Lét hann sér nægja að heimta lífstíðar fangelsi. Dómstóllinn var sér stakur æðsti herréttur, skip- aður af de Gaulle, forseta, samkvæmt heimild í -hinum sérstöku bráðabirgða einræð- islögum. Challe og Zeller voru fundnir sekir um for- ustu fyrir uppreisnarhreyf- ingu, en hins vegar var tekið tillit til mildandi aðstæðna. Dómurinn var 15 ár, en þar eð Challe er 56 ára og Zeller 63 ára þýðir hann í raun og veru lífstíðar fangelsi. Réttarhöldin vöktu geysi- lega athygli í Frakklandi og mátti sjá menn lesa frásagn- ir af þeim á hverju götuhorni. Fyrir mörgum Frökkum var það, sem fram kom við réttar höldin, næsta ótrúlegt. Því al- mennt hafa Frakkar ekki gert sér grein fyrir því að hve miklu leyti her landsins hef- ur breytzt yfir í að vera eins konar pólitískur málfunda- félagsskapur, þar sem hver liðsforingi hefur sína eig- in skoðun á Frakklandi og heiminum og þeirri sljórn- stjórnmálastefnu, sem beri að fylgja. Fyrst og fremst er það ein kennilegt, að hinir ákærðu skyldu ekki dæmdir til dauða í landi, þar sem menn eru dæmdir til dauða fyrir miklu minni sakir og þar sem hegn ingarlögin eru svo ströng að því er varðar uppreisnir. Þær mildandi aðstæður, sem hinn opinberi ákærandi tók tillit til í sambandi við Challe, eru þær, að hann hefði gert það, sem mögulegt var til að Ijúka uppreisninni án blóðsút hellinga, er hann sá, að hún var töpuð. Að því er Zeller við kom voru þær, að hann hefði leikið þarna lítið hlutverk, því að áfallið af raunveru- leikanum hefði yfirbugað hann. Það var sem sagt kom ið fram við þessa tvo menn sem afvegaleidda föðurlands- vini, en föðurlandsvini þó. Það, sem einik kom fram í ákærunni, dómnum og raunar öllum réttarhöldunum var, að hve miklu leyti Frakkland vildi vera mannúðlegt, já vildi skilja þau siðferðislegu átök, sem hinir ákærðu hefðu átt í. Öll vandræði franska hersins voru metin þannig. Og franska ríkið hefur þann- ig ekki viljað vera grimmt, þó að her þess rísi gegn því með vopn í höndum. Challe er athyglisverðari. 'Vörn hans var einföld. Hann áleit, að hann gæti unnið stríðið, ef París vildi aðeins leyfa honum það. Hann kvað þrjá mánuði mundu hafa ver- ið nóg. Þetta hljómar ein- kennilega, þegar tekið er til lit til þess, að honum hafði ekki tekizt það á þeim 18 mánuðum (1959—60), sem hann var yfirmaður hersins í CHALLE, hershöfðingi. Algier með algjörlega frjáls- ar hendur gagnvart París. Að vinna stríðð þýddi fyrir hann að halda Algier frönsku. E það þýddi einnig að halda loforð, sem hann og þúsund- ir annarra liðsforingja höfðu gefið þúsundum múhameðs- trúarmanna, sem börðust með þeim eða höfðu tekið upp stefnu þeirra. Þessir múha- meðstrúarmenn höfðu um ald ur og ævi gerzt sekir í augum þjóðernissinna. Fyrir Challe þýddi það því að senda þá í dauðann að rjúfa loforðið. Það var því hin pólitíska þróun í Algier, sem leiddi þá út í uppreisnina. Það var sú þróun, sem gerir ráð fyrir sjálfstæðu Algier undir for- ustu þjóðernissinna, er æsti þá upp. Þetta verður að skoðast í ljósi þess, að de Gaulle hefur síðan hann kom til valda (með hjálp þessara sömu hershöfð- ingja) breytt stefnunni smám saman frá því að vera goð- sögn um „franskt Algier“ í að opna möguleika á fullu sjálfstæði, svo framarlega, sem hinum evrópska minni- hluta eru tryggð tilverurétt- indi. í ræðum hinna ákærðu kom í ljós, að þeir höfðu al- drei fallizt á eða jafnvel sklið þessa þróun. Þeir afneituðu henni innra með sér og túlk- unin á stefnu de Gaulles var ávallt sú, að reyna að sanna, að hún þýddi í rauninni franskt Algier. En það kom annað til. Þeg ar þeir báðu hina borgara- legu yfirmenn sína um fyrir- mæli til að fylgja eftir hern- aðaraðgerðum, fengu þeir „róandi tölur“ um, að “ekkert væri breytt" Þeir gátu því með nokkrum rétti skilið mál ið svo sem “franskt Algier” væri enn stefna stjórnarinn- ar. Hinir borgaralegu yfir- menn í París, sem eru stjórn in og hinar mörgu stofnanir hennar, gáfu sem sagt þá hug mynd, að þær hefðu sjálfar ekki skilið eða fallizt á stefnu de Gaulles. Þetta er a.m.k. sú tilfinning, sem eftir situr. Og ákæruvaldið gerði ekkert til að bera á móti þessu, á- kærandinn lét nánast sem hann vissi ekki af þessari hlið málsins. Maður hefur þá sem sagt á tilfinningunni, að de Gaulle njóti eltki stuðnings hinna borgaralegu stofnana ríkis- valdsins. Hins vegar finnst manni einnig, að ef til vill hafi franska ríkið viljað vera mannúðlegt gagnvart hernum, einmitt af því, að hann var á vissan hátt fórnarlamb þess, sem kallað er „æðri hagsmun ir ríkisins." Það má nefnilega vel ímynda sér, að það hefði verið ókleift frá pólitísku sjónarmiði að segja skyndi- lega við herinn og þjóðina, að Algier muni einn góðan veðurdag verða sjálfstætt. Menn hafa getað verið þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt væri, að bæði borgarar og her fynndu smám saman á sér, vegna atburðanna, hvert för- inni væri heitið. Þetta er skiljanlegt með tilliti til æs- ingsins, sem ríkti { Frakk- landi 1958. En nokkrir þeir, sem sátu á ákærubekk í Par- ís fyrir skemmstu, gátu ekki tileinkað sér þennan laardóm og gerðu upp reikningana. Þessir menn eru þá í raun- inni föðurlandsvinir, hverra föðurlandsvinátta hefur leitt til eins konar vitleysu. En í nafni hlutleysisins hljóta menn að hafa leyfi til að spyrja, hvort hægt sé að ætla Challe og Zeller og öll- um hinum háttsettu herfor- ingjum svo eðlan, sorglegan tilgang, sem herdómstóllinn gerir. Og maður hlýtur náttúr lega einnig að spyrja, hvort þeir fallizt nú á stefnu Frakk lands í Algiermálinu, eftir að þeir ættu að vera búnir að fá vissu um að hún er ekki aðeins nauðsynleg heldur er Frakklandi raunverulega í hag. Eg get enn ekki losað mig ZELLER, hershöfðingi. við þá tilfinningu, að Challe sé enn hættulegur maður. Hann reyndist mjög hroka- fullur fyrir rétti. Hann kom einnig upp um næstum ótrú lega pólitíska fávísi. Um Al- gier, um heiminn, um múha meðstrúarmenn í landinu og ef til vill ekki minnst um þá frönsku hermenn, sem þjónað hafa undir hann. Frökkum þeim, sem eru að gegna her- skyldu í Algier og áttu mikinn þátt í ósigri herforingjanna, lýsti hann með fyrirlitningu sem “kommúnistum.” Allt IGIDSKE ANDERSON, fréttaritari Arbeiderblaðsrns í j! Pans, hefur skrifað grein i blað sit/ um réttarhöldin <’ V’fir frönsku herforingjunum, þar sem hún m. a. dregur jj í efa, að tilgangur þeirra hafi verið eins göfugur og !> lierrétturinn hafi vrljað vera láta, og hún getur ekki j | losað sig við þá /ilfinningu, að samstarfsmenn þerrra !> eigi byltrngartilraunina enn eftir. Greinin birtist hér j; í samanþjöppuðu formi. jí WMWMMWWWMWHWMMWWUWWUMmWVWMW 'þetta gaf manna á tilfinningu^ þá tegund tæknilegs ofstækis, er byggist á hinum óljósustu hugmyndum um hvað það í rauninni er, sem fær menn til að bregða við, og finnast I flestum fasistískum hreyfing- um. Annars var Challe ótrúlega rólegur í réttinum. Það kann að hafa verið ró hins hug- prúða manns, sem öllu hefur hætt, tapað og lætur örlögin ráða í þeirri fullvissu, a3 hann hafi ekki getað annað. En það kann líka að vera, að Challe hafi verið svona róleg- ur vegna þess, að hann hafi I rauninni ekkert óttast. Ef til vill hefur hann hugsað sem svo, að þeir gætu talað cg tal- að, en mundu ekki þora að dæma hann til dauða, og hvacf fangelsun viðvék þá mundi henni aflétt af þeim, sem á eftir kæmu. Já, því að maður getur ekki losað sig við þá tilfinningu, að eitthvað eigi eftir að koma eftir Challe. Salan og Jouh- aud eru enn lausir og ekkert bendir til, að þeir hafi gefizfe upp. Allir ofurstarnir, sem árum saman hafa staðið á bak við öll samsæri, ganga lausir. Og allir hafa þessir rnenn horfið í Algier, sem bókstáf- lega er fullt af frönskum her? Þetta veldur manni óþægirid um. Og maður getur ekki los- að sig við þær grunsemdir, áð byltingartilraunin 22. apríB hafi verið stöðvuð svo snögg- lega til þess að koma í yeg fyrir , að allir þeir, sem Mufc áttu að máli, væru handtekn- teknir. Það er mjög vel hugs- anlegt, að byltingar „appar- atið” sé óskert, með cðrum orðum, að Frakkar búi enn\i» ógnun um nýjar óeirðir. Þutfa að gæta aura sinna Tokio (UPI). JAPANSKA stjórnin hefuc nýlega varað erlenda ferða menn við því að bera á sér mik ið fé þegar þeir fara út að skemmta sér á kvöidin í skemmtihverfi Tokioborgar. — Sumir skemmtistaðir í Tokio eru hinir dýrustu 4 heimi. —■ Þrír erlendir stúdentar fóru t. d. nýlega inn á dýrati skemmtistað og urðu að greiða 278 dollara fyrir tvær kók og glas af appelsíni. Hygla vinum s'mum Tokio (UPI). KOMMÚNXSTAKÍNA hefur ákveðið að senda 500 milljói* króna verðmæti af kornvöru og vélum til Albaníu. Albanao eru nánustu áhangendur Iífrv verja í Evrópu og hallast frem ur að Kínverjum en Riissum i utanríkisstefnu sinni. Alþýðublaðið — 14. júní 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.