Alþýðublaðið - 05.04.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.04.1921, Blaðsíða 4
4 A L h VÐU H I Al)li) ^armonitm- og ptano- Skólar. Baungarts-, Staphs-, Walt- hers, Hornemann-Schytte- Hansnótnr. Allskonar nýjungar. Srammo jónplðfur, Hálar - Fjaðrlr - Hljóðdósir. Allskonar varahlutar sem nefnast kunna. Fiðlubogar all- ár stærðir. Ennþá nokkuð eft- ir af ein-, tvö- og þreföldum ^armoniknm. ^ljóójærahns R-viknr. í heildsölu hjá Samb. ísl. Samvinnufél. Fermingar- og tætifærisBiaflr með niðursettu verði hjá Joh. Norðíjörð. Alþbl. er blað allrar alþýði. Albbl. kostar I Kr. a manuði. •» Bitstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentamifijan Gutenhersr. Jack London'. ÆUntJ’ri. „Klukkan ellefu — oe byrja aftur klukkan eitt". „Það er gott. Og hvar geymir þú lyklana að mat- birgðum þínum? Eg vildi gjarna fá mat handa mönn- llm mfnum". „Mönnum þfnum“, sagði hann lágt, „eiga þeir að fá uiðursoðinn mat? Nei, heyrðu nú, láttu þá éta með verkamönnunum hérna". Augu hennar leiftruðu, eins og daginn áður. „Eg ætti ekki annað eftir; menn mínir eru manneskjur. Eg hefi komið út að verkamanna-tbúðunum, og séð hvernig veslingarnir þar lifa. Sveil Kartöflur! Ekki snefill af öðru en kartöflum. Mér hefir kannske mis- heyrst, en eftir þvl sem eg komst næst, sögðust þeir aldrei tá annað. Tvær máltíðir á dag; alt af það sama á hverjum degi“. Hann kinkaði kolli. „Menn mfnir mundu ekki sætta sig við það í einn dag, hvað þá í heila viku. Jæja, hvar eru þá lyklarnir?" „Þeir hanga þarna á snaganum undir úrinu“. Hann andætði ekki lengur ósk hennar, en um leid qg hún tók lyklana, heyrði hön hann segja: „Hugsa sér svertingja, sem eru aldir á niðursuðu- vöruml" Þá reiddist hún alvarlega. Hún var kafrjóð í framan þegar hún snéri sér að honum. „Menn mfnir eru ekki svertingjar. Því fyr sem þú veist það, því betra, ef kunningsskapur okkar á að haldast. Og hvað vörunum viðvíkur, skal eg borga alt lem étið verður; þú skalt ekki gera þér grillur þess Ýegna. Þú hefir ekki gott af þvf að ergja þig, meðan jþú ert veikur. Annars skal eg lofa því, að eg skal ekki vera hér lengur, en nauðsyn krefur, til þess þú komisl £, lappir, ef eg get koraist héðan með þeirri vissu, að ttg hafi ekki svikið hvftan mann". »Ert þú ekki amerísk?« spurði hann rólega. Hún varð dálitið hissa á spurningunni, Júp það er eg“, mælti hún glaðlega. „Hvernig veistu -....................... . --------------------' „Eg veit ekki. Mér datt það svona í hug«. „Er annars nokkuð sérstakt — ?“ Hann hristi höfuðið. „Ne — ei, hvað áttu við?“ „Ekkert. Eg hélt þú ætlaðir að segja eitthvað skemti- legt“. „hig heiti Sheldon, Davíð Sheldon", sagði hann og rétti fram magra hendina. Ósjálfrátt rétti hún fram hendina, en kipti henni að sér. „Eg heiti Lackland, Jóhanna Lachland". Svo rétti hún honum hendina og bætti við: »Og við skulum vera vinir«. »Annað er ómögulegt«, sagði hann þreytulega. »Og eg má gefa mönnum mínuin eins mikið og eg vil af niðursuðuvörunum ?« hélt hún áfrara. „Já, þangað til kvikfénaðurinn kemur heim“, svaraði hann og reyndi að slá upp á gamni: „það er að segja héma á Beranda. Það er nefnilega ekkert kvikfé til á plantekrunni". Hún leit kuldalega á hann. »Á þetta að vera fyndið?« spurði hún. „Æ, það veit eg ekki — eg — það hélt eg, að það væri, en eg er veikur, mundu það". „Þú ert Breti, er það ekki?“ spurði hún. „Nei, eg þoli þetta ekki, einkum vegna þess, að eg éx veikur", hrópaði haun. „Þú veist vel, að eg er Breti", »Ójá«, sagði hún, »eg hélt, að svo væric. Það fór að síga í hann, hann klemdi samán vörun- um og fór að hlægja, og hún hló líka. sÞetta er mín eigin sök«, sagði hann. „Eg hefði ekki átt að eggja þig. En eg skal gæta snín betur eftirleiðis". „Haltu nú áfram að hlægja, þá skal eg búa til morg- unverð á meðan. Langar þig í nokkuð sérstaklega?". Hann hristi höfuðið. „Þú hefðir gott af því, að aeyta einhvers. Hitasóttin er liðin hjá, og þú ert bara máttlaus. Bíddu bara augna- bSikt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.