Alþýðublaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 2
ttltstjórar: Gisu J. Ástþórsson (áb.) og Benedlkt Gröndal. — FuIJtrúi rit- ■tjómar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Blmar: 14 900 — - ' 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Askriftargjald kr. 55.00 i mánuðl. í iausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Erum v/ð spéhræddir ? EINN af virðulegustu og beztu borgurum íslands er látJnn. Hann þjáðist af næringarskorti og vesl- aðist upp á löngum tíma, án þess að honum væri nokkur læknishjálp veitt. Svo fékk hann hægt andlát í svefni og er nú horfinn- Enginn sat við dánarbeðið, enginn hugsaði um að tilkynna and- látið, engin jarðarför hefur farið fram. Þjóðinni ; Virðist standa á sama — en þó er hún mun fátæk- i arí eftir andlát þessa gamalkunna borgara. Hinn látni er SPEGILLINN, tímarit, sem var . ihelgað kímni og háði og kallaði sig samvizku þjóð ; arinnar. Hvernig stendur á því, að enginn hefur saknað Spegilsins? Hvers vegna hefur engin tilraun verið gerð til að bjarga lífi hans? Skyldi það stafa af því, að þessi nýríka tízkuþjóð sé því fegin, að rödd samvizku hennar hefur þagnað? Getur það stafað af því, að íslendingar séu að tapa þeirri litlu og : illkvittnu kímnigáfu, sem þeir hafa haft? Erum ' við orðnir svo hörundssárir gallagripir, að við ! þolum ekki lengur að brosa að sjálfum okkur? LíSfið getur verið enfitt, ekki síður fyrir nýríka og fína þjóð en bláfátæka og foragtaða. Guðsgjöf kímninnar hefur þó löngum létt róðurinn og vegið á móti þunglyndi og áhyggjum. Þess vegna eiga flestar þjóðir sína kímni og oft kímniblöð, sem íólkið hefur mikið dálæti á. Þannig lifa blöð eins og Punch, The Nevv Yorker, Slmplissimus og jafn vel Krokodil í Moskvu. Þannig lifði Spegillinn og gegndi ómetanlegu hlutverki fyrir þjóðina. Það er þjóðarskömm, að Spegillinn skuli látinn sálast úr hor á sama tíma sem kynbombu- og . glæparit blómstra, vikublöðin heyja stórbrotið milljónakapphlaup um fegurðardrottnihgar og 5 dagblöðin þrútna út af litprentuðu pappírsspiki. Hér er tækifæri fyrir frjálst einkaframtak að - grípa í taumana, þvi ekkert annað má ráða slíku þjóðþrifafyrirtæki sem kímniblaði. Hvar eru nú : folaðakóngar, smjörlíkisriddarar og prentsmiðju- furstar þessarar miklu menningarþjóðar? Getur : þjóð, sem stærilr sig af nóbelsskáldi, látið það : spyrjast, að hún sé svo spéhrædd að geta ekki i haldið úti skopblaði? Opinberir aðilar, pólitískir menn eða samtök mega ekki snerta á þessu máli. Hér verða aðrir . einstaklingar að koma til skjalanna og blása lífi í lík Spegilsins. Það hlýtur að vera hægt að endur- vekja blaðið og tryggja því nægi'legt fjármagn til að koma reglulega út án þess að vera nokkrum hagsmnuum háð. Það hljóta að vera til menn, sem - geta skrifað háð og spott og komið fólki til að fofosa með teiknipenna sínum. Látið nú hendur standa fram úr ermunum! ________FLJUGIÐ MEÐ HINUM NÝJU HRAÐFLEYGU FLUG VÉLUM LOFTLEIÐA DC-6B ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN 00 HEIM Sjötugur á morgun: ngimar Jóhannesson fulltrúi INGIMAR JÓHANNESSON, hinn kunni skólamaður og fé- lagsmálafrömuður, er sjötugur á morgun. Ingimar er Vestfirð- ingur. En á Vestfjörðum hefur vagga margra beztu og mikil- hæfustu sona þjóðar vorrar, staðið, og er Ingimar einn í þeirra hópi. Fæddur er Ingi mar að Meira-Gerði vlð Dýra- fjörð, en sá er fegurstur fjarða á landi hér. Slíkt umhverfi el- ur vart annað en góða drengi og gagnmerka. Er Ingimar nærtækt dæmi því til sönnun- ar. Snemma hneigðist hugur Ingimars að ræktun. Hann nam fyrst við hið þjóðkunna menntasetur Vestfirðinga, að Núpi. Þar var grundvöllurinn lagður að frekari þroska. Að því búnu var náminu fram- haldið í Hvanneyrarskóla og því lokið þar, loks var sezt í kennaraskólann og útskrifazt þaðan. Þannig varð Inglmar Jóhannesson fær um að sinna, á langri starfævi og með ágæt- um, tvíþættri ræktun, ræktun lands og lýðs. Þó lífsstarf Ingimars yrði á sviði skólamála og barna- fræðslu, — en hann hef- ur nær óslitið unnið að þeim málum^ frá því hann órið 1920 útskrifaðist úr Kennaraskólanum, ýmist sem kennari eða skólastjóri, austan fjalls eða í Reykjavík, hefur hann og lagt gjörva hönd og hug að mörgu öðru sem til heilla hefur horft í menning- arsókn æskunnar og þjóðar- innar í heild. En hin síðari ár hefur Ingimar verið fulltrúi á skrifstofu fræðslufulltrúa. Fé- lagsmálastörfin hafa verið snar þáttur í lífi Ingimars, bæði í sambandi við stétt hans og á öðrum sviðum, og þá ekki hvað sízt á sviði bind- indismálanna. Auðvitað gat maður, með hæfileikum skap. gerð og drenglyndi Ingimars, ekki annað en haslað sér völl undir merki þeirra samtaka. En árið 1906 gekk hann í Góð- templararegluna og hefur stað- ið þar óhvikull á verðinum síð- an. Innan bindindissamtak- anna hefur Ingimar gegnt Framhald á 13. síðu. 2 12. nóv. 1961 — Alþýðublað/ð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.