Alþýðublaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 5
ARNBJÖRN KRISTINSSON bókaútgefandi (Setberg s.f.) er nýkominn heim frá Þýzka- landi, en þar sótti hann al- þjóðlega bókasýningu, sem haldin var í Frankfurt am Main. Þessi sýning er haldin árlega og er hún stærsta bóka- sýning, sem haldin er í heim- inum, enda flykkjast á hana bókaútgefendur víða að. — Al- þýðublaðið ræddi v.ð Arn- björn Kristinsson um sýning- una og bókaútgáfu almennt hér og erlendis. 1800 BOKAFORLOG FRÁ 31 LANDI. „Sýningin nefnist Frankfurt er Muchmesse“, segir Arn- björn, „og er hún haldin ár- lega og alltaf á haustin. Þangað koma bóksalar og bókaútgef- endur víðast hvar að úr heim- inum, enda er alltaf búist við nýjungum í bókagerð. Sýning- ín er haldin í sýningahöllum, sem standa í hvirfingu og er um að ræða heilt hverfi bygg- inga, sem er á'líka stórt og Miðbærinn hér í Reykjavík. Ég hef ekki sótt þessa sýmngu áður og má því segja, að hún Jiafði mikil áhr.f á mig. Þarna voru bækur frá 1800 bókafor- lögum í 31 landi og á sýning- una komu heimskunnir bóka- útgefendur þar á meðal hitti ég Sir Stanley Unwin hinn brezka, sem íslendingum er að góðu kunnur. Frá þessum 1800 bókaforlögum voru á sýning- unni um hálf milljón bóka. — Sýningunni var mjög skipu- lega fyrir komið, enda eru Þjóðverjar snillingar í allri skiptilagn'ngu. Hún var í deildum eftir efni bóka. — í einni voru e'ngöngu listaverka bækur, annarri barnabækur, hinni þriðju bækurtrúarbragða legs efn's o.. s. frv. Þá var sér- stök deild fyirr fallegustu bæk urnar frá hverju landi og höfðu dómnefndir í löndunum valið bækurnar í deild na. Þar gat að líta margan fagran grip“. — Engin íslenzk bók? „Nei, því miður. íslending- ar hafa enn ekki gerst þátt- takendur í þessarj alþjóðasýn- ^ ingu og er það ekki vansalaust af svo bókríkri þjóð sern við' ^ erum. Hér er heldur ekki nein nefnd starfandi, sem leggur dóma á bókagerð, en slíka nefnd þutfum við að eignast og við verðum fyrr eða síoor að taka þátt í sýningunni". SA31VINNA UM ÚTGÁFU DÝRRA BÓKA. — Slíkar sýningar hl]óta að hafa mikil áhrif á bókagerð? „Já, vafalaust. Tilgangur sýningarinnar er aðallega þrennskonar: 1. Bóksalar sækja hana til þess að kynna sér útgáfur og hitta bókaút- gefendur. Þeir panta síðan bækur á sýningunni. 2* Útgef- endur leita fyr'r sér um út- gáfuréttindi. 3. Fólk kemur til þess að kynna sér bækurnar og gerð þeirra. Það er eftirtektarvert hvað samvinna um útgáfu dýrra bóka fer í vöxt milli útgef- enda. Hér er sérstaklega um að ræða myndskreyttar bæk- ur álíka bækur og Fjölfræði- bókin, sem Setberg gaf út fyr- ir nokkrum árum og náði mikl um vinsældum. Útgáfa slíkra bóka er miklu auðveldari þeg ar mörg útgáfufélög vinna sam an, og því aðeins fær fyrir útgefendur í löndum, þar sem markaður er mjög takmarkað- ur e ns og til dæmis hér á landi, að hægt sé-að hafa sláka samvinnu“. — Gerði Setberg samninga um slíka samvinnu7 ' „Já. Ég gerði samn nge við útgáfufélag í Bandaríkjunurn um útgáfu á bókaflokki fyrir börn og unglinga Hér er um að ræða útgáfu, sem ex- nokk- urskonar framhald af Fjöl- fræðibókinni. Fyrsta bindið fjallar um kjarnorkuna, ann- að um mannslíkamann þriðja um uppfinningar o. s. frv. — Þetta er mikil og vegleg út- gáfa, að miklu leyti í myndum, aðallega litmyndum. Svipur bókanna er eins eg Fjölfræði- bókarinnar: fræðsla og skemmtun í senn. — Þá gerði ég samninga við þýzkt útgáfu- félag um útgáfu á ævisögum he.mskunnra manna. Fyrstu tvær bækurnar eru ævisögur tveggja nýlátinna manna: — Ernst Hemmingways og Dags Hammarskjölds". ÍSLENDINGAR STANDA AÐ BAKI í BÓKAGERÐ. . — Hefur bókaútgáfu farið fram að þínu áliti? „Já, erlendis. Þarna voru fjölmargar stórfallegar bækur, sumar hreint og beint lista- verk. Annars eru breytlngarn- ar til dæmis í uppsetnlngu eg bandi ekki stévægilegar, en heldur sýnst mér, að lögð sé æ ríkari áherzla á það, að gera bækur einíaloar í baridi en s*erkar og lttvrfletj h'reina og bjarta, ef svo má að orði kom- a->t. Þarna var mikiU. fjöldi bóka eins og ég hef áður sagt og erf.tt að gera sér grem fyr- ir því frá hvaða landi bezt gerðu bækurnar koma“. — En hér? „V.ð stöndun; áreiðanlega ARNBJÖRN KRISTINSSON, prentsmiðjustjóri. ekki framarlega í bókagerð. Við erum enn að glíma við þann draug, sem skaut upp kollinum á stríðsárunum. Við gerðum bækur vel úr garði fyrir þremur áratugum en svo kom lægðin yfir okkur á styrj- aldarárunum. Síðasta áratug- inn hefur þetta þó batnað mjög og við megum ekk; aftur slaka á klónni. Hér er um að ræða hlutverk, veglegt hlutverk, sem við bókaútgefendur eigum að leysa hver fyrir sig og all.r í sameiningu". — Geturðu sagt mér hvað mkið er gefið út af bókum í hinum ýmsu löndum? „Það yrði of löng upptaln- ing. En ég hef skrá yfir útgefn- ar bækur í nokkrum löndum og gefur það nokkru hug- mynd. Árið 1959 voru gefnar út bækur eins og hér segir: Rússland 40 þús. bókatltlar. Japan 24' ” —”— Bretland 20 ” Þýzkaland 16 ” —”— Bandaríkin 15 ” —”— Svíþjóð gaf út 6 þúsund, Nor- egur 3,5 þúsund og Danhmtjrk 3,5 þúsund“. — En ísland? „Um 300“. UPPLÖG BÓKA OG VAL BÓKA. — Hvað eru upplög bóka há hér á lanji? „Upplög bóka hafa minnkað á síðustu 6-7 arum. Upplög góðra bóka hafa minnkað um 500 eintök. Meðalupplag bók- ar álít ég að muni vera um 1800 eintök, en upplag getur lika farið niður í 500 eintök og upp í 6000“. — Bókaútgáfa er þvi mjög áhættusamur atvinnuvegur? „Já. Hann er það. Það er auðvelt að tapa 100 þúsund krónum á einni bók þó að hún sé ekkj stór. Tap á einni ein- ustu bók getur gleypt í sig á- góða af sölu tveggja til þriggja bóka, En um stórgróða getur aldrei verið að ræða á neinni bók. Þannig er bókaútgáfa vandasöm aðeins frá fram- leiðslu- og kaupsýslu-sjónar miði“. — Það er því vandasamt að velja bók til útgáfu? „O. já, maður hefur ýmis mið að fara eftir: Efni bókar og erindj þess við almenning. Höfundur bókar og vinsældir hans. Stíllinn og áferðin, ef taka má svo til orða. Stærð n og verðlagningin, þannig, að bókin þoli það verð, sem nsuð- synlegt er að setja á hana. Það er nauðsynlegt að þekkja ná- iðalla íslenzka höfunda, einnig fremstu höfunda, erlenda. Ég les gaumgæfilega allar bækur, sem mér leikur hugur á að gefa út, en ég læt það ekki nægja, heldur fæ ég tvo til þrjá menn, sem hafa góðan smekk til að lesa bækurnar og svo ræðum v.'ð um möguleik- ana. Þannig leitar maður lausn arinnar“. — Hvers konar bækur kaupa íslendingar fyrst og fremst? „Við kaupum endurminn- ingabækur og ævisögur ihn- lendra manna. og erlendra. —* Einnig kaupa íslendingar mjög bækur um þjóðlegan fróðleik. Bækur margra íslenzkra höf- unda seljast vel, þar á meðal skáldsögur þekktra, íslezjtikra höfunda". — Hefur Setberg f(>ngi(J'- þungan skell af útgáfu bókar? „Já_ því er ekkj að neifa. Enda er það eðlilegt. Ég er bú- inn að gefa út á annað hundr að bækur. Ég vil bæta því vijfr það sem ég sagði áðan, a3F kaupsýsiusjónarm.ðið er ekki* e m att, alls eki:I S'undum hlýtur bókaútgefandi að gefa út bók, þó að allar líkur beðdi til þess að tap verðj á útgáf- unni. Þá gefur maður út bók- ina aðeins vegna bókarinnae sjálfrar“. 30 MILLJÓNIR FYRIR BÆKUR. — Hvernig ]ýst þér á bðka- markaðinn nú? „Mér lýst vel á hann. Fólk hefur áhuga á bókum Það vill fá bók að gjöf og það v.Il gefa bók. Fólk fær góð'a bók handa barni eða ungiingi fyrir 40 til 80 krónur og handa fullorðn- um fyrir 150 t.l 250 krónur. —. Ég sagðj áðan, aö hér kæmu út um 300 bókatitlar. Það þýð- ir, að hér koma út um 500 þús~ und eintök af bókum árlega, eða 3 bækur á hvert manns- barn á landinu eða 15 bækuv á hverja 5 manna fjölskyldu'^ — Ekk; selst þetta allt? „Nei. Sennilega seljast þríp fimrntu hlutar af bókunum“. — Hvað eyða þá íslendingait árlega til bókakaupa? „Lauslega áætlað mun þay vera 25-30 mllljónir króna en. það er sama sem að hvert mannsbarn í landinu kaupi bækur fyrir 155 krónur, eða hver 5 manna fjólskylda tæp- lega 800 krónur. Til sam- anburðar má geta þess, að Dan- ir kaupa árlega bækur fyr'r 50 danskar krónur á hverja 5 manna. fjölskyldu. — Safna bókaútgefendLU’ bókum? „Bókaútgefendur hljóta aö þekkja verk allra íslenzkra höfunda. Ég á mikið af bckum en ég safna málverkum og hljómplötum“. BÓKIN UM JÓN ENGILBERTS — Ég hef orðið var við, a3 Framhald a 14 síðu. ★ V. S. V. ræðir við Arnbjörn Kristins- son, békaútgefanda, um bækur og bókaútgáfu. ★ Aljþjóðabókasýning í Þýzkalandi. — 1800 bókaforlög frá 31 landi. Hvernig eru bækur valdar til útgáfu? ViS stöndum enn að baki öðrum þjóð um í bókagerÖ. ★ Safna bókaútgefendur bókum? Alþýðublað'ð 12. nóv. 1961 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.