Alþýðublaðið - 10.01.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 10.01.1962, Blaðsíða 9
• spörfugl- gelsisgarð- uglamann- en honum ;að inn og iðugt. STÖÐUGT er unnið að því í vísindastofnunum um allan heim að. reyna að finna einhver ráð gegn hin um hræðilega sjúkdómi krabbameininu. Hin nýj- asta tilraunin á því sviði, fer nú fram á aðalsjúkra- húsinu í Newcastle í Eng- landi og maðurinn, sem gefið hefur læknum sjúkra hússins hugmyndina heit- ir Dr. Alfred Piper. A starfsferli sínum hefur hann tekið eftir því, að sjúklingar, sem þjást af Multiple Sklerose fá aldrei krabba. Fleiri læknar hafa síðan staðfest það sama og því er nú hafin rannsókn fyrir þeirra tilstilli á sjúkrahúsinu í Newcastle. Ætlunin er að sjúklingar, sem á sjúkrahúsinu dvelj- ast og eru sýktir af krabba meini fái blóðgjafir frá sjúklingum, sem eru haldn ir Multiple skierosa. Ekki ætti að þurfa að taka það fram, að þeir sjúklingar, sem tilraun- irnar verða gerðar á eru allir sjálfboðaliðar. Það, sem læknavís:ndin hyggjast komast fyrir með þessum tilraunum, er, hvort blóð úr multiple skle rosa sjúklingum inniheld- ur móteitur gegn krabba, reynist svo, getur það þýtt ófyrirsjáanlega sókn gegn bölvaldinum mikla, krabbanum. Að svo komnu máli er auðvitað ekkert hægt að segja um úrslitin, meira að segja getur svo farið að krabbameinssjúklingarnir ' sýkist af mult:ple sklerose, í stað þess að fá lækningu af sjúkdómi sínum. En engu að síður mun til- rauninni verða haldið á- fram, því að þrátt fyrir allt er multiple sklerose ekki eins lífshættulegur sjúk- dómur og krabbamein. >ía lífsííðarfangans Strouds. Eitt sinn, inn drýgstan þátt í því að hún er er kastað á glæ. Multiple sklerose reynist yfirleitt hættulegri fólki í norðlægum löndum en þeim suðrænni. Venjulega sýkist fólk á aldrinum 20 —30 ára, margir fatlast al- varlega, sumir svo þeir geta ekki haft fótaferð. Or sök sjúkdómsins er enn ó- þekktur. Ymsar hugmyndir hafa þó komið fram meðal ann- ars þær, að um virus sýk- ingu sé að ræða, aðrir telja að sjúkdómurinn stafi af blóðtappanmyndun í hár- æðum miðtaugakerfisins. Engar lækningaaðferðir eru þekktar, sem að veru- legu gagni koma við sjúk dóminn, vegna þess hve or- sakir hans eru lítt þekktar. Þannig er þá sjúkdómur inn, sem sjúkiingarnir á sjúkrahúsinu í Newcastle eiga á hættu að sýkjast af í óeigingjarnri baráttu sinni við vágestinn mikla, sem herjar allt mannkyn- ið. Milljónir um heim allan mega vera þeim innilega þakklátar, ef til vill þýðir fórn þeirra björgun millj- óna. dk ÞAÐ er stundum talinn kostur, þegar leikarar gera hlutverkum sínum svo góð skil, að haft er við orð, að þeir leiki þau ekki, heldur lifi þau. En stundum geta þeir kostir leikarans haft vafasamar afleiðingar að minnsta kosti fyrir móíleikarann. Á Italíu er fólk blóð- heitt og kraftmikið eins og allir vita. Þaðan hafa líka komið margir leik- arar, sem þótt hafa af- bragð annarra slíkra, og þar á meðal ýmsir, sem fengið hafa það orð á sig, að þeir lifðu hlutverk sín. Nú er enn upprisin starna, sem ómótmælan- anlega gerir það og það sem um munar. Sú stjarna heitir Lea Padovani, og nú er það eitt helzta vandamál leikstjóranna, sem ráða hana til starfa, að ráða karlmenn til að leika á móti henni, — að minnsta kosti, þegar um hlutverk er að ræða, þar sem beita þarf skapsmun- unum að ráði. Sjálf segist leikkonan ekki vera skapmikil, ég vil bara lifa hlu,tverkin' mín, segir hún. Nú sem stendur er hún að leika í kvikmynd, sem heitlr: Giuseppe Dessa. Þar leikur hún móður á 17. öld, mótleikari henn- ar, Max Schell að nafni, leikur þar son hennar, sem hún er heldur óvægin við. Mama mia, segir leik- konan, ég hefi ekki skemmt mér líkt þessu nokkru sinni á ævinni, Astæðan fyrir þessari upp hrópum er sú, að í hvert sinn, sem ,,sonur“ hennar birtist á sviðinu, tekur hún á móti honum með löðrungi. Hugsið ykkur bara, seg- ir hún. Einu sinni urðum við að taka slíkt atriði upp 27 sinnum, það var dásam legt, ég lagði mig fram í hvert einasta skipti. Uppáhaldssenan mín er sú, að ég elti Max fram og aftur um hlöðuna með sófl í hendinni. I fyrsta skipti, sem ég sló, gerði ég það svo harkalega, að haus inn á sóflinum brotnaði af og það munaði minnstu, að ég afhausaði stjórnand- ann, sem stóð heldur ná- lægt. Lea Padovani hafði ný- lega blaðaviðtal og þar komu þessi ósköp fram. — Ennfremur sagði hún að það væri skemmtilegast af öllu að bölsótast á ensku, því að enskan hefði svo mörg skemmtileg orðatil- tæki til þeirra nota, og svo sannaði hún mál sitt með því að tvinna saman blóts yrðum og formælngum á ensku, þangað til jafnvel forhertum blaðamönnum þótti nóg um. En hvað segir mótleik- arinn um valkyrjuna; — Guð minn góður, — þetta er voðalegt, ég er alls ekki viss um, að mér takist að ljúka við mynd- ina án þess að fá lauga- áfall. BLAÐAMAÐUR nokkur var sendur af stað til að hafa viðtal við hljómsveit arstjóra, sem hafði stjórn að hljómsveitum á yfir 2 þúsund dansleikjum og samkvæmum. Blaðamaðurinn var í hálfgerðum vandræðum með hv.ernig hann ætlaði að byrja samtalið, en sagði að lokum; „Svona fræg hljómsveit eins og yðar hlýtur að fá aragrúa af beiðnum. |Seg?ð mér, hvað er það, sem þér eruð oftast beðinn um?“ — Þér gelið víst ekki sagt mér, hvar salernið er? sagði hljómsveitarstjórinn án þess að brosa. S Útsala Vefrarútsalan hefsf í dag ' Úrval: Vetrarkápur Poplínkápur Dragtir Kjólpr Blússur Hatíar MIKIL VERÐLÆKKUN BERNHARD LAXDAL Kjörgarði — Laugavegi 59 ÚTSALA Okkar vinsæla útsala hefst í dag. Mikið úrval af fallegum vörum. Mikill afsláttur. HJÁ BÁRU Austurstrætil 14. Vélstjórafélag jslands ©g Kvenfélagið Keðjan Árshátíðin verður haldin í Þjóðleikhúskjallaranum föstu daginn 12. jan. n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19. Miðasala á skrifstofunni. Mætið vel og stundvíslega. Skemmtineíndin. Skreiðarframleiðendur Utfiytjendur Við erum meðal stærstu inríflytjenda oíangreindr ar vöru í Nígeríu. Ágætustu meðmæli fúslega veitt áreiðanlegum útflytjendum. Algjör heiðai’- leiki í viðskiptum í 20 ár. MÖRUR YÐAR ERU ÖRUGGAR HJÁ OKKUR. Snúið yður til Messrs. A.A. Momson & Company, 22a Lewis Street, P. O. BOX 270, Lagos, Nigeria. West Africa. Símnefni: „MOMSON“ — Lagos. Alþýðublaðið — 10. jan. 1962 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.