Alþýðublaðið - 15.03.1962, Side 15

Alþýðublaðið - 15.03.1962, Side 15
vel. Ég skipti þá við yður með milligöngu Lenders”. Hann gekk til dyra og nam staðar frammi fyrir Ben og leit í augu hans. „Ég veit ekki hvað þér viljið, herra Forbes. Ef til vill eruð þér sjúkur maður. Ungfrú Brewer álítur það. En þér eruð ekki svo sjúkur að þér skiljið ekki það sem ég cr að reyna að segja yð- ur. Éf þér ónáðið Lorene frekar skal ég gera yður lífið heitt”. „Lorene”, sagði Ben grimmd- arlega. „Fari Lorene til helvít- is”. Hann ýtti Iíratich út um dyrn- ar og skellti þeim að baki hans. Að hundelta Lorene. Ekki nema það þó. Þessa kvensu. Það var of mikið fyrir hana að svara fá- einum spurningum en það skipti ekki máli hvað kom fyrir Caro- lyn. Og Kratich. Fari Kratich til helvítis. Ef hann stendur í vegi fyrir mér, hugsaði Ben, skal ég troða hann undir. Það skiptir engu máli. Kortið skiptir máli. , Hann hallaði sér yfir kortið, merkti, athugaði, reiknaði út. Listinn yfir fyrri bústaði A1 Guthries og vinnustaði hans var ekki jafn mikill og hann hafði álitið í fyrstu. Nokkur heimilis fanganna voru að vísu ekki við sömu götu en í nágrenni hvort við annað. EnWoodley var ekki stórborg og vinnustaðirnfr og verzlanirnar voru ekki mjög margar. Þegar hann hafði útilok- að öll þau svæði sem einhver þekkti A1 Guthrie átti Ben eftir svæði í norðausturhluta borgar- innar, allan vesturhlutann og South Flat. En ef A1 Guthrie hefði nú tekið hús á leigu — eða keypt sér hús? Leigt það — hann hlaut að hafa leigt það af einhverjum og þá hafði hann sennilega farið til fasteignamiðlara. Kannske gæti hann komist að því hver hefði leigt hús og hvar síðast- liðnar þrjár vikur ef hann aðeins færi til allra fasteignamiðlara borgarinnar. Sumstaðar unnu fasteignasal- ar aðallega á sunnudögum af því að þá gátu fjölskylduniar skoð- að húsin saman. Sumar skrifstof- urnar væru sennilega opnar. Og Ben mátti ekki einu sinni missa fáeina klukkutíma. Hann setti kortið í vasann og fór út. Vesturhlutinn var stærstur og þéttbýlastur. Hann byrjaði þar. Hann hóf starf siþt við norður- hluta svæðisins og fór í suður. Hann fór á margar skrifstofur. Enginn minntist þess að hafa leigt Guthrie hús. Þegar Ben ók aftur heim áleið hafði honum aðeins tekizt að útiloka fáeina fasteignamiðlara. En það var líka eitthvað. í fyrsta sinn í marga dag var liann hungraður. Hann nam stað ar við veitingarhús og fór inn. Hann var rétt búinn að segja stúlkunni hvað hann vildi fá þegar talað var til lians og hann leit við og sá Ernie MacGrath. Ernie hristi höfuðið til stúlk unnar og settist niður við hlið Ben. „Ég hélt að þetta væri bíllinn þinn“, sagði hann. Ben spurði? „Varstu að leita að mér?“ „Ég fór heim til þín“, sagði Ernie varkárnislega. „Það var ekkert ætilegt heima. Ég fór hingað". „Já“, sagði Ernie. „Ég skil yður ekki”. „Þér hringið um miðja nótt. Spyrjið um A1 Guthrie. Þér haf- ið gert hana mjög órólega herra Forbes. Ég vil fá að vita hvers- vegna“. , „Ég er búinn að segja yður það. Ég þarf að finna A1 Guth- rie”. „Ég veit að þér sögðuð mér það. Ég veit líka, að þér eruð lögfræðingur Lorene en ekki lögfræðingur hans og það er engin ástæða til fyrir því að þér þurfið að finna hann. Og þótt þér þyrftuð að finna hann eru betri leiðir til þess en að hringja klukkan þrjú að nóttu til að kom ast að því hvar hann bjó fyrir ári siðan”. „Ilerra Kratich”, sagði Ben hranalega”, látið þér mig um það, sem mér einum kemur við”. Hann t^k um húninn. Kratich liristi höfuðið. „Ver- ið þér ekki að reka á eftir mér. ég hef ekki lokið máli mínu. Þar sem Lorene er er ég líka. Hreint út sagt herra Forbes vil ég að þér hættið að hundelta hana”. „Hundelta hana”, sagði Ben biturt. „Þetta var vel mælt.” Hann opnaði dyrnar. „Ég lield að það sé bezt fyrir yður að fara lléðan”. Kratich neitaði að hreyfa sig. Hann tók upp veski sitt og tók fram ávísun. „Ég fékk að vita hjá Lorene hve mikla peninga hún skuldar yður. Hún á mikið eftir ólært herra Forbes og ef til vill skil ég- galla hennar manna bezt. Ég skil líka hvers vegna hún hefur þá í fyrsta sinn á ævi sinni hef- ur hún verið fær um að kaupa eitthvað af því, sem liana lang- aði til að eignast. „Hann rétti Ben ávísunina. „Ég held að þetta sé rétta upphæðin. Og ef þér þurfið eitthvað frekar að tala við Lorene getið þér leitað til lögfræðings míns Jacob Len- der. Hann mun sjá um það”. Ben leit á ávísunina. Svo leit liann á Kratieh. „Takið þér ávísunina og snaut- ið héðan”, sagði hann. Kratich leit á hana. Hann hik- aði, yppti svo öxlum og stakk ávísuninni í veskið. „Gott og „Hvað viltu?“ spurði Ben „Hefurðu frétt eitthvað af Car olyn?“. „Nei. Ég hef ekki frétt af Carolyn. Heyrðu nú Ben. Nei lilustaðu á mig og hugsaðu þig vel um áður en þú svarar mér. Ertu viss um að þú hafir sagt mér allt um hvarf hennar? Ertu viss um að þú segir ekki yfir einhverju af því að þú ótt ast að ég muni ekki skilja það Ben? Ég skal gera mitt bezta". Ben leit yfir bjartan veiting- arsalinn. Rokk og roll heyrðist í hátalaranum. Fólk sat um hverfis hann og borðaði. „Ég hef sagt þér allt“, sagði hann. „Ég vil að þú sért viss um það Ben“. „Ég er það. Alveg viss. Viltu ekki kaffi Ernie? Það er kalt „Nei“, sagði Ernie. „Ég vill ekki kaffi“. Hann opnaði dyrn ar og fór út. „Góða nótt Ben“. Hann hvarf á brott. Ben leit ekki við. Andlit lians var tekið en stvrkur hans var mikill. Ef Ernie verður á vegi mín- um, hugsaði hann, skal ég troða hann undir líka“. 74 Mánudagsmorgunin barði Mac Grath að dyrum hjá Packer og var sagt að koma inn. Packer lögregluforingi var horaður bit ur maður með árvökul augu og einstaka hæfileika til að trúa því að maðurinn sé fær um hvað sem er. Hvað sem er. Hann hlustaði á það sem Ernie hafði að segja um hvarf Carolyn. „Ég verð að játa að það hljóm ar einkennilega", sagði hann þegar Ernie hafði lokið máli sínu. „Það bendir allt til að hún hafi stungið af með ein- hverjum vininum og maður hennar skammist sín fyrir a5 segja það“. „Ég held ekki“, sagði Ernie. Ég þekkti Carolyn. Það væri ekki líkt henni“. Packer ygldi sig. „Ég þekkti Ben líka. Og þar liggur hundurinn grafinn. Hann er að Ijúga að mér, hylma yfir eitthvað. Ég sé það greinilega”. „Heldurðu að það sé honum að kenna að kona hans hvarf?” „Ég veit það ekki”, svaraði Ernie. „Ég veit það ekki. En und- anfama tvo daga hefur hann lieimsótt rauðhærða unga konu að minnsta kosti tvisvar sinn- um. Hún er . viðskiptavinur hans og hann útvegaði henni skilnað. Hann hefur verið henni mjög góður og hann vill ekki að ég viti neitt um hana. Hann neitar að fara út, þegar ég býð honum heim og segist vera hræddur um að með því móti missi hann af upphringingu frá konu sinni eða bara að hann langi ekki til þess. En hann heimsækir þá rauðhærðu og í gær var hann hjá mörgum fasteignamiðlurum“. „Eltir þú hann” spurði Paek- er. Ernie viðurkenndi að hann liefði gert það. „Ég fór heim til hans, þegar hann neitaði að heimsækja mig. Það leit út eins og hann ætlaði að gera eitthvað og ég vildi fá að vita hvað það væri”. Andlit Ernie var rjótt og reiði legt. „Kannske var ljótt að koma svona fram við vin sinn. En ég skal segja þér dálítið. Ben bað mig um að hjálpa sér, en hann vill ekki segja mér sannleikann. Ég bað hann um það í gærkvöldi. Ég gaf honum tækifæri til að segja mér allt af létta. Hann gerði það ekki. Hgnn þóttist meira að segja ekki hafa farið að heiman fyrr en um kvöldmat- arleytið. Það er eitt sem ég vil ekki leyfa vini mínum að gera. Ég vil ekki láta liafa mig að leik- soppi”. Packer sagði blíðlega: „Það liggja engin viðurlög við því að leita til fasteignamiðlara". „Vitanlega ekki. Það liggja heldur ekki nein viðurlög við því að hann heimsæki viðskipta- vini sína. Hversvegna laug hann þá? Og hvað vill hann eiginlega fasteignamiðlara? Hann á hús. Hann vantar hins vegar konuna sína”. „Hvað viltu að ég geri?’” spurði Packer. „Ég vil að þú skipir mér að rannsaka hvarf Carolyn”. Packer ygldi sig. „Ég veit ekkl hvernig mér líst á það”. „Af hverju veiztu það ekki?” „Þú lætur tilfinningarnar ráða. Þú ert reiður við Forbes. Það er ekki rétti grundvöllur- inn fyrir rannsókn”. „Ég er ekki það reiður”, sagðí Ernie, „að ég vildi ekki muii frekar hreinsa hann af öllum á- burði en hengja hann. Og ég get livorugt gert nema þú skipir mér að annast rannsóknina". Hann beið eitt augnablik og þegar Packer svaraði engu varð andlit Ernies hvítt sem snjór og mjög rólegt og hann Sagði: „Ég veit ekki til þess að það sé neitt á mínum starfsferli sem bendi til þess að ég sé líklegur annað hvort til að falsa sönnun- argögn eða að halda þeim eftir* hver svo sem í hlut á”. ■ „Nei”, sagði Packer. „Það held ég ekki. Hve langt er síðan þessi kona hvarf?” „Vika á morgun”. „Heldurðu að einhver, ef til1 maður hennar, hafi drepið hana og falið líkið?” ; Ég held að það geti verið. Ég> er er aðeins viss um eitt. Ben; lýgur. Ef ég kemst að ásta^ðunni' fyrir lyginni veit ég hvað hefur komið fyrir Carolyn. Hún var góð kona. Hún var líka skatt- greiðandi og hún á skilið að leitað sé að henni”. „Vertu rólegur”, sagði Packer., „Ég er á sama máli og þú. Hefur vferið leitað vel umhverfis hús; Forbess?” „Já.„Við vorum að leita að' konu en við héfðum séð ef ný-. lega hefði verið grafið þar”. 1 FRIÐUR I ALSIR. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - m 15. marz 1962 |,5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.