Alþýðublaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 1
ISMMÖ) 43. árg. — Sunnudagur 1. apríl 1962 — 77. tW. Drangajökull ekki í hættu eftir strand FLUTNINGASKIPIÐ Drangrajölt ull, eign Jökla h.f., strandaði í fyrrinótt kl. um tvö á Tálknafirði, austanverðum. Skipið var að fara til Sveinseyrar, en innsiglingin hangað er mjög þröng. Skipið „náði ekki beygjunni“ inn að hryggjunni og lenti upp í malar- fjöru. Ekki var skipið í neinni hættu eftir strandið, enda veður gott og sjólítið. Varðskipið Albert lagði þegar a£ stað á strandstaðinn og í gærdag var Óðinn væntanlegur þangað. í Drangajökli eru um 600 tonn af frystum fiski og var í gær unn- ið að því, að færa hann til í lest- inni. Voru fiskpakkarnir færðir aft ur i skipið, ef vera mætti að það lyftist þá að framan, og síðan á að gera tilraun í dag á flóði til að ná því út. Þá er ætlunin, að Vatnajökull, sem var í Reykjavík í gær, fari vest ur og taki fiskin núr Drangajökli ef ekki gengur að ná skipinu út. Eins og fyrr segir stendur Dranga jökull í malarfjöru og er talið lítil hætta á að hann hafi skemmzt, en ekki kom neinn leki að skipinu við strandið. Drangajökull er nýtt skip, en ,fyrirrennari” þess fórst eins og kunnugt er á -'ýsfirði í hitteð- fyrra. I UNDANURSLITUM ensku bik- arkcppninnar urðu úrslit þau, að Tottenham sigraði Manch. Utd. með 3:1, en Burnley og Fulham gerðu jafntefli 1:1. VID ÖLLU BÚIN KULDAVEÐUR hefur veriS í Reykjavík undanfarna daga, svo eins gott hefur veriS fyr- ir fólk aS klæSa sig vel. ÞaS hefur stúlkan á mynd- inni greinilega gert áSur en hún fór til aS gera innkaup í MiSbænum í gærmorgun. En til aS vera viS öllu búin í kuldakastinu hefur hún einn- ig tekiS meS sér - skíSi! JOMAOUR LOGREGLAN handtók í fyrri- uótt sjómann, sem grunaður var um að hafa smyglaö til landsins amfetamíntöflum, er maður nokk- ur var tekinn fyrir sölu á á Akra- nesi s. 1. sunnudagsmorgun. Við yfirheyrslu játaði maðurinn að hafa smyglað töflunum til landsins. Þá voru í fyrrakvöld teknir fjórir menn á veitingastofunni Vestur- höfn, en þeir voru með preludin og meprobamati-töflur, og höfðu neytt þefrra. Eins og kunnugt er af fréttum, handtók lögreglan á Akranesi s. I. sunnudagsmorgun, mann, sein grun aður var um að' selja amfetamín- töfiur. Fannst hjá honum gias, i sem upphaflega liöfðu verið í 1000 | töflur, en hann var búinn að selja j tæplega 400 af þeim. Við yfir-1 heyrslu kvaðst hann aðallega hafa' selt þær þrem mönnum. Sagðist hann hafa keypt töflurn- ar af sjómanni, sem var þá á tog-% ara. Var togari þessi í söluferð í] Engianui, en í fyrrinótt, er íogar- Keypti töflurnar af Grimsby-Harry inn kom til landsins, var maður inn tekinn, en ekki fundust hjá honum neinar töflur. Sveinn Sæmundsson, yfirlög- regluþjónn yfirheyrði síðan sjó- manninn í gærmorgun, og fer saga hans hér á eftir í stuttu máli: Þegar íslenzkir togarar koma tii Framhald á 3. síöu. Blaðið hefur hlerað Að Háskólabókasafnið í Moskvu hafi boðið 25 miiljónir króna í bókasafn Þorsteins heitins Þorsteinssonar sýslumanns. Að það geti komið til átaka á Alþingi út af endurnýjun bún- aðarsjóðsgjaldsins, sem renn- ur til bændahallarinnar. — Komnar eru um 40 milljónir í húsið og mun vanta annað eins eða vel það. St. Mirren vann 3:1 í GÆR sigraði St. Mirren Celtic í undanúrslitum skozkú bikar- keppninnar á Ibrox-leikvnginunj í Glasgow með 3:1. Þetta var- stór- kostlegur leikur — „fantasiic game“ sagði íþróttaþulur sközka útvarpsins í gær. Um miðjan fyrri hálfleik ruddust áhorfendur inn á leikvanginn í einhver jum æsingi og tók 16 mínútur að koma þeim til sæta sinna. Ekki nefndi þulurinn orsökina fyrir þessum æsingi. — Áhorfendur voru um 70 þúsund. St. Mirren skoraði öll sín mörk í fyrri hálfleik og Þórólfur skor- aði þriðja markið. Fernie skoráði það fyrsta og Kerrigan annað. Glasgow Rangers sigraði Mother well á Hampdcn Park með sömu markatölu 3 gegn 1 og St. Mirren mætir því Glasgow Rangers í ur- slitum bikarkeppninnar. ★ VIÐTAL VIÐ ÍSLENZKAN ÁHORFA!<íDA. Strax og leikurinn var búinn hringdum við til Galsgow og reyndum að ná í Þórólf, en það tókst ekki. Aftur á móti náðum við tali að Ólafi Jónssyni, sem vinnur hjá Flugfélagi íslands í Glasgow, en Þórólfur býr hjá honum og auk þess horfði Ólafur á leikinn. — Þetta var geysispennandi leik ur, sagði Ólafur og St. Mirren hafði yfirburði í fyrri hálfleik. Þór ólfur skoraði þriðja markið glæsi- lega og átti auk þess þátt í hinum báðum. Kerrigan skoraði t. d. sitt mark eftir fyrirsendingu Þórólfs. í síðari háifleik var Þórólfur haltr andi um völiinn, hann var búinn að svekkja Celtic-leikmenn mjög mð „sóló“-leik í fyrri hálfleik og hafði fengið mörg slæm spörk. Um miðjan fyrri hálfleik ruddust 600—700 Celtic áliangendur Inn á lcikvanginn til að reyna að koma öllu í uppnám, svo að leikurinn yrði dæmdur ógildur. Lögregla og starfsmenn réðu ekki við neitt og leikurinn var flautaður af. Það tók 16 til 17 mínútur að koma hinum æstu áhorfcndum út af leikvangin- um, en þeir beittu flöskum og ýms um bareflum og margir voru born ir á sjúkrabörum og fluttir í sjúkrahús. Þegar ró var komin á hófst Ieikurinn að nýju. Ólafur sagði okkur að Þórólfur væri stadd ur á hóteli í nágrennlnu í veizlu. en inikil gleði var í Paisley út af liinum óvænta sigri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.