Alþýðublaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 2
HRitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 44 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu —10. — Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði. í lausásölu kr. 3,00 eint. Útgéf- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Lækkun byggingarkostnaðar UPPLÝSINGAR innlendra og erlendra sérfræð inga um það að byggingarkostnaður hér á landi sé tmun hærri en í flestum öðrum löndum hefur orð- ið til þess að mikil áherzla hefur verið lögð á það undanfarin ár að finna leiðir til lækkunar bygg- ingarkostnaðar. Það hefur verið bent á það að ein : aðalorsök hins háa byggingarkostnaðar hér sé sú : hversu framkvæmdaaðilarnir í byggingariðnaðin um séu smáir. Stærri framkvæmdaaðilar mundu geta byggt ódýrara. Alþýðuflokkurinn hefur varp að fram þeirri tillögu í tilefni af borgarstjórnar Ikosningunum að borgarstjórn gæti beitt sér fyrir stofnun stórs byggingafyrirtækis, sem byggt gæti í stórum stíl og mun ódýrara en aðrir. Það skiptir ekki höfuðmáli hvort slíkt fyrirtæki væri hluta- j íélag eða bæjarfyrirtæki en aðalatriðið er að slíkt fyrirtæki komist á fót. Morgunblaðið ræðst hatrammlega gegn þessari tillögu Alþýðuflokksins í gær og segir, að nú eigi að setja allar byggingaframkvæmdir í hendur hins opinbera. Þetta er alrangt. í fyrsta lagi mundu iðn aðarmenn í höfuðstaðnum að sjálfsögðu verða að ilar að hinu nýja fyrirtæki og í öðru lagi mundi slíkt fyrirtæki þó stórt væri aldrei byggja nema á- bveðinn hluta af byggingum í borginni þannig, að tmikið yrði um aðra byggingarstarfsemi áfram að ræða. Það er því óþarfi fyrir Morunblaðið að gera tillögu Alþýðuflokksin tortryggilega. Það þýðir ekki fyrir Sjálfstæðisflokkinn að stinga höfðinu í sandinn og láta eins og allt sé í 'lagi með byggingaframkvæmdir okkar eftir að komið hefur í Ijós að þær eru mun dýrari hér en í öðrum löndum. Nær væri fyrir Sjálfstæðisflokk- inn að beita sér fyrir því að borgarstjórn gerði ein hverjar ráðstafanir til lækkunar byggingarkostn- aðar. Engurn er það ljósara en iðnaðarmönnum að nauðsynlegt er að gera átak til lækkunar á bygg- . íngarkostnaði. Því hefur verið kennt um að há 'laun iðnaðarmanna ættu sök á hinum háa bygging larkostnaði'. En sannleikurinn er sá, að orsökin , liggur í slæmri skipulagningu fyrst og fremst og þess vegna þarf borgarstjórn Reykjavíkur að beita sér fyrir betri skipulagningu þessara mála. n ' Hafnarfjörður Hafnarfjöröur Gamanleikurínn Bör Börson verður sýndur í Bæjarbíói, Hafnarfirði, þriðjudaginn 15. j maí kl. 20,30. fl Aðgöngumiðasala frá kl. 5 á mánudag. LEIKFÉLAGIÐ STAKKUB. 2 13. mar 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ já okkur er stærsta og fallegasta úrvaliö Glæsilegt úrval jakkar TWEED LAMBS-ULL ÖRLON-ULL Kvikmyndir Tónabíó: — Nazistaböðullinn Adolf Eichmann, mynd, er styðst við sanna atburði, en er færð í stílinn all veru- lega. HINN dæmigerði böðull, Adolf Eichmann, hefur mikið komið við. sögu frá því er Ísraelítar náðu honum á sitt vald eftir mik- inn eltingarleik. Hann hefur vak ið ýmsa til umhugsunar um hug- tökin réttlæti og hefnd og þann- ig óbeint orðið til þess, að menn hafa farið að velta fyrir sér spurningum, sem heill heims- byggðarinnar veltur á að meira eða minna leyti. Um efnið Eichmann hafá Am- eríkumenn gert kvikmynd, sem höfðar meira til ímyndunarafls en staðreynda. l>að skal að vísu ósagt látið hversu djúpt hefur verið lagzt í því að aíla nákvæmra upplýs- inga um gang málsins, en nitt má öllum vera ljóst, ,að myndm leggur meiri áherzlu á þær hlið- ar þess, sem geta orðið augu ftk- inna kvikmyndahúsgesta æsandi sjónarspil en hinar, sem orðið gætu mönnum umhugsunarefni og raunveruleg hugvekja. Sumir munu segja, að tnenn fái nóg af hugvekjum og djúp- stæðri hugsuðu, en mér finnst það vægast sagt ömurlegt, þeg- ar menn gera vísvitandi? létt- vægan skrípaleik úr því, sem er þyngra en tárum taki. Mannkynið er samt nógu fljótt að gleyma sinni eigin svívirð- ingu. H. E. Sneri aftur Framhild á 3. síðu, beitt, í hvaða mynd, sem það birtist. Ég samþykkti að skipa eitt sætið á lista Alþýðuflokksins við í hönd farandi borgarstjórnar- kosningar vegna þess að ég vil vera trúr æskuhugsiónum mín- um, að starfa með alþýðufólk- inu og launþegunum eins og mér er unnt og álít vera líkleg- ast til þess að tryggja afkomu alþýðustéttanna og bæta lífsklör þeirra. Ég er líka sannfærður um það, og byggist sú skoðun ÁRSÞING Lionsklúbba á íslandi var haldið nú á laugardaginn á Akureyri. Til þingsins komu full- trúar frá öllum Lionsklúbbum á íslandi, en þeir eru alls 22. Þing« ið var haldið í samkomuhúsi Akur* eyrara og endaði með hófi á hótet KEA í gærkvöldi. Umdæmisstjórl Lionshreyfingarinnar á íslandi er Haraldur Á. Sigurðsson leikari. mín á dýrkeyptri lífsreynslu, að það var rétt sem Jón Baldvins- son sagði á Dagsbrúnarfundin- um fræga, að barátta verkalýðs- ins bcr ekki árangur ef beitt er upplhaupum og ævintýrum, aff- eins þrotlaust starf ber í skauti sínu þau verðmæti, sem viff viljum afla lianda heimilum fólksins. — Mér þykir líka sem sagan af baráttu Alþýffuflokks- ins sýni þetta og sanni. Sumum kann á stundum aff finnast, sem nokkuff scint gangi, en þegar litiff er til baka sézt bezt hver árangurinn hefur orðið. Þaff er einlæg ósk mín, aff liinir mörgu vinir mínir og fé- lagar frá fyrri árum, komist aff sömu niðurstöðu og ég“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.