Alþýðublaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 11
<§> MELAVÖLLUR Reykjavíkurmót: í kvöld (sunnudag) kl. 8,30 keppa Frarn - Víkingur Dómari: Guðbjörn Jónsson. Á morgun (mánudag) kl. 8,30 keppa KR - Þróttur Dómari: Jörundur Þorsteinsson. Aðalfundur Kaupfélags Hafnfirðinga verður mánud. 14. maí n.k. og hefst kl. 8,30 síðdegis í Alþýðuhúsinu. Dagskrá: Samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin. í hverri viku: 10 daga ferðir með IT-kjörum. Brottför alla mánudaga. Verð: kr. 8.700,— (Innifalið: flug fram og aftur, gisting, mál- tíðir og ferðalög). F erðaskrifstof an LÖND & LEIÐIR Tjarnargötu 4 sími 20800 (opið 9—19, laugardaga 9—16). Knattspyrna Framhald af 10. síðu. jafnari, einkum framan af. Vals- menn áttu nú skárri leik, voru heldur baráttufúsari og hreyfan- legri. Örn Steinsen skoraði 3. mark KR-inga á 16. min. hálfleiksins. Höfðu Sigþór og Sveinn undirbú- ið gegnumbrot vinstra megin, — komst Sveinn í gegn og gaf prýð- is vel fyrir til Arnar, er spyrnti svo til viðstöðulaust að marki Vals. Björvin varði en hélt ekki knettinum og hrökk hann aftur til Arnar, er skaut nu öðru sinni og enn tókst Biörgvin að verja en knötturinn hrökk ennþá til Arnar og þá tókst Erni loks að skora óverjandi í þirðiu tilraun. Mátti þá sannarlega segia, að allt er þá þrennt er. Sigur KR var fyllilega verð- skuldaður, þeir voru oftast alls- ráðandi á vellinum og mark þeirra komst svo til aldrei í neina verulega hættu. Aftasta vörn þeirra er sterk, vafalitið sterk- ust meðal Reykiavíkurliða. Bak- verðirnir, Hreiðar og Bjarni eru sterkir og ákveðnir og áttu alls- kostar við andstæðinga sína. Mið- framvörðurinn, Hörður, er dálítið þungur enn, en styrkist vafa- lítið er á líður keppnistímabilið. voru vel virkir allan tímann. .— Fi'amverðirnir, Garðar og Sveinn Garðar byggir oft mjög vel upp, það er eins og hann hafi góð á- hrif á samheria sína í þá átt að fá þá til samleiks. Sveinn er nú að því er virðist í góðri æfingu, er harður og fylginn sér og er stöðugt að ná betri tökum á fram varðarstöðunni. Framlínan sannaði nú, að mik- ils má af henni vær.ta, átti hún oft ágæta samleikskafla. Þó er einn ljóður á henni, sem sé sá, að þeir eru ekki djarfir til skota frá vítateig, sem er þó sjálfsagt að reyna og ekki sizt undan vindk — Útherjarnir Sigþór og Halldór léku sem reyndir menn væru í faginu og áttu þeir mik- inn þátt í því,.að vel tókst til um samleikinn, því þeir liggja úti við hliðarlínu. þegar það á við og reyna stöðugt að losna frá bak- verðinum. Við þetta fæst meiri breidd í spilið, sem gerir vörn andstæðinganna erfitt fyrir. Mið- i tríóið, þeir Örn, Jón og Ellert, var miög vel virkt, einkum er athyglisvert, hversu miög þeir leggja sig fram um að hlaupa í eyðurnar, skapa sér stöðu án þess að vera valdaður af andstæð- ingi, en það er einmitt galdurinn við allt sóknarspil. Lið Vals var miög sviplítið i þessum leik. Vörnin fálmkennd, enda verður vart sagt, að Sigur- Jón eigi heima í miðframvarðar- stöðunni. Bakverðirnir, Árni og Þorsteinn eru duglegir, en skort- ir þó talsvert á til þess að ná því, sem þeir ásýndu í fyrra. Fram- verðirnir eru báðir seigir varn- armenn, en sem uppbyggjendur sóknarleiks misstu þeir alveg marks. Framlínu Vals í þessum leik mætti líkja við 5 leikara í leit að leikstióra, því þar vann liver fyrir sig án nokkurs sameig- inlegs markmiðs, þá vantaði sem sagt sameiningartáknið. Einkum var þó miðjutríóið sekt í þessu tilliti og átti Matthías þar mesta sök, því að í hvert skipti, sem hann fékk knöttinn, endurtók sama sagan sig, hann reyndi að Ingólfs-Café gömlu mmm í im ki. 9. Söngvari: Siguröur Ólafsson. Dansstjóri: Sigurður Runólfsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8 — sími 12826. INGÓLFS-CAFÉ BINGÓ i dag kl. 3 Meðal vinninga: Eldhúsborð og fjórir stólar — Svefnpoki — Bakpoki — Ferðaprímus o. fl. Borðpantanir í síma 12826. Uppboð Eftir kröfu Árna Gunnlaugssonar hdl. og fleiri verðllí - Leyland diesel bifreiðin G-1361 eign Ægisands h.f. seldjíl nauðungaruppboði sem fram fer í Sandnámunni í Hraiwjs vík í Grindavík þriðjudaginn 15. þ. m. kl. 4 s. d. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. EIDSPÝTUR ERU EKKI BARNALEIKEÖNG! Húseigendafélag Rpykjavíkur leika á andstæðing ogoft tókst honum að leika á einn KR-ing, en það brást heldur ekki, að hann reyndi við þann næsta og þá var draumurinn búinn, því hann missti knöttinn til andstæðings- ins. Þetta er því raunalegra þeg- ar þess er gætt, að Matthías hef- ur ágæta hæfileika til að bera og gæti notað þá til hags fyrir lið sitt sem heild. — Nýliðinn, Þorsteinn Sívei'tsen, er kom inn í stað Björgvins Daníelssonar í fyrri hálfleik lofar góðu en hættir til einleiks. Vafalítið geta Valsmenn marg'. lært af þessum ósigri, ef þeú' erti menn til að krefja þau mis- tök, sem þar- áttu sér stað af þeirra hálfu, til mergjar. Dómari var Grétar Norðfjörð og gætti nokkkkurs óöryggis og misræmis í dómum hans. V. Li^tabókstafir s Atþýðuflokksins 4 AKRANES: A-listi, AKUREYRI: A-listi, DALVÍK: A-listi, ESKIFJÖRÐUR: A-listi, EYRARBAKKI: A-Iisti, FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: J-3ist% GRINDAVÍK: A-listi HAFNARFJÖRÐUR: A-Iisti, HELLISSANDUR: A-listi HNÍFSDALUR: A-listi, HÚSAVÍK: A-Iisti ] HVERAGERÐI: H-listi, ÍSAFJÖRÐUR: H-listi, KEFLAVÍK: A-listi, KÓPAVOGUR: A-listi, NESKAUPSTAÐUR: A-listi, NJARÐVÍKUR: A-Iisti, ÓLAFSFJÖRÐUR: A-listi, ÓLAFSVÍK: A-listi, PATEKSFJÖRÐUR: A-Iisti, REYÐARFJÖRÐUR: I-listi, REYKJAVÍK: A-listi, SANDGERÐI: A-listi, SAUÐÁRKRÓKUR: I-listi, SELFOSS: H-listl, SELTJARNARNES: A-Iisti, SEYÐISFJÖRÐUR: A-Iisti, SIGLUFJ ÖRÐUR: A-listi, SKAGASTRÖND: A-listi, STOKKSEYRI: A-listi, STYKKISHÓLMUR: A-listi, SUÐUREYRI: A-listi, VESTMANNAEYJAR: A-listL Á eftirtöldum stöðum kemnr ekki fram nema einn listi: BoL ungavík, Bíldudalur, Hofsós, Qff Djúpivogur. wi J-.tn rl -. .■): i :(.>!• - || ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. maí 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.