Alþýðublaðið - 31.05.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 31.05.1962, Blaðsíða 13
Heigi Tómasson sýnir Hstdans á heimssýningunni ÍSLENZKUR listdansari, Helgi Tómasson, sýnir listdans með frægum dansflokki á lieims- sýningunni í Seattle. Helgi hóf að dansa 8 ára hjá Sif Þórs og Sigríði Ármann. Strax og Bid- sted kom hingað hóf Helgi dans- nám hjá lionum og naut hand- leiðslu hans í dansskóla Þjóðleik liússins til 14 ára aldurs. Síðan fór hann til Danmerkur og stundaði dansnám hjá kunn- um danskennara, Bertolon að nafni. Dansaði hann jafnframt náminu í Tivoli í Kaupmanna- höfn við stöðugt vaxandi vin- sældir. Var honum fljótlega fal- ið Harlekin-hlutverkið i Panor- ama Teatret. Helgi Tómasson kom oft fram í sjónvarpi í Danmörku og dans aði þar í My Fair Lady. Haustið 1959 kom hinn hcimskunni bandaríski dansflokkur Jerome Robbins hingað, og sá Robbins hann þá dansa á æfingu. Bauð hann Helga að koma vestur og dveljast ókeypis i skóla síntim. sem heitir „School of Amerjcan HELGI TÓMASSON Ballet.” Þáði Helgi boðið og tók miklum framförum. Næsta vetur fór hann aflur til Robbins -og síðar til samstarfs manns hans Robert Joffrey, eftir að hinn heimsfrægi danski list- dan.sari, Erik Bruun, hafði bent Joffrey á Helga, og tók hann í flokk sinn. Hóf Helgi síðan æf- ingar hjá honum í desember sl. Eftir að hafa æft með flokki Joffreys, var ákveðið að hann réðist í sýningarferðalag um Bandaríkin í febrúar-apríl eða 10 vikur. Sýndi flokkurinn alls nO sinnum og fékk alls staðar lof- samlega dóma. Helgi byrjaði með því að dansa í tveim ballettum, en er | ferðinni lauk dansaði liann í I sex ballettum. Er það óvenju- legt, því að algengast er að held ur dragi af mönnum í svona erf- iðu ferðalagi, og var þetta því talið einsdæmi. Stjórn heimssýningarinnar í Seattle fór fram á það við Joff- rey, að hann setti upp ballett í sambandi við sýninguna, og varo það að samkomulagi. Hann taldi þó að þar vestra væru ekki nógu góðir dansarar og varð samkomu- lag um, að hann veldi átta úr sínum flokki til að fara vestur. Var Helgi einn af þessum út- völdu. og fór flokkurinn þangað 19. maí. í dansflokki Joffreys eru 25 manns. Dansar þeir, sem Joffrey átti að setja upp á heimssýninRunni voru í sambandi við sýningu á óperunni Aida eftir Verdi. Er sá flokkur 25 manns og koma þar fram 4 sóló-dansarar, og var Helgi valinn til að fara þar með sóló-hlutverk. Helgi verður verður þarna um óákveðinn tíma, en hvað þá tekur við er ekki vitað. i Þér þurfið einnig að farj. m ■ ' ferðaiag ... O&ksíikMM: «'f'lr Jj'íSf . 01 I 1 Ij § i .B * 1 $ i 1 i» hinar nýtízkulegu og hraðfleygu Viscountflugvélar Flugfélagsins stytta flugtímann í aðeins 5 klukkustundir til Kaupmannahafnar. Það er bæði auðvelt og þægilegt að fljúga með Flugfélagi íslands. Viscountflugvélar felagsins fljúga hærra og hraðar en aðrar flugvélar I förum milli íslands og útlanda, og eru þær búnar beztu flugvélah.ayflum sem völ er á - hinum heimskunnu Rolls Royce Dart-hreyflum. Þér verðið þeirrar þjónustu aðnjótandi, sem átt hefir sinn þatt í vaxandi vinsældum félagsins undanfarin ár. I sumar fara Viscountskrúfuþotur Flugfélagsins 12 ferðir á viku frá Reykjayík til Kaupmannahafnar, Glasgow, Lundúna, Hamborgar, Os|ó og Björgvinjar. Ráðgizt um flugferðir við ferðaskrifstofu yðar eða Kramhald af 4. síðu. ómögulegt að fjarlægja rauðu stjörnurnar, því að þær eru þegar komnar upp í vana og hafa sér- staka merkingu íyrir hermenn okkar.“ Hann hélt við sína skoðun, án þess þó hð leggja mikla óherziu á hana, og snéri sér síðan -að annarri hiið sambandsins við hina vestrænu bandamenn. „Ef til vill haldið þér, að vegna þess að við erum bandamenn Englendinga,- höfum við gleymt hverjir þeir eru og hver Churchill er. Það er- ekki neitt, sem þeim þykir eins skemmtilegt og að leika á banda- menn sína. í fyrri heimsstyrjöld- inni voru þeir allan tímann að leika á Frakka og Rússa. Og Churchill? Churchill er maður, sem mundi’ stela kópeka úr vasa þínum, ef þú ekki gætir þín. Já, kópeka úr vasanum. Það er alveg satt, kópeka úr vasa þínum. Og Roosvelt? Roosvelt er exki þann- ig. Hann hefur augastað á stærri mynt. En Churchill? Churchill — jafnvel kópeka!" GÆTIÐ YKKAR Á BRETUM. Hann lagði hvað eftir annað áherzlu á, að við yrðum að gæta okkar á brezku leyniþjónustunni og tvöfeldni Breta, einkum þegar um líf Titos væri að tefla. „Það. voru þeir, sem drápu Sikorski hershöfðingja í flugvél' og skutu síðan flugvélina niður — engar sannanir, engin vitni. (Sikorski var pólskur hershöfðingi, sem myndaði útlagastjórn í London. Fórst í flugslysi). Djilas skýi'ir síðan frá því, að þessari aðvörun hafi verið komið til Titos og hafi hún haft miklö að segja. Er þeir gengu inn í matsalinn stönzuðu þeir við kort af heiminum, þar sem Sovétríkin voru rauð. Þá vísaði Stalín aftur til þess, sem hann hafði sagt um Breta og Bandaríkjamenn og hrópaði: „Þeir munu aldrei fallast á, að svo stórt svæði sé rautt, aldrei, aldrei.“ Djilas lét þá ein- hver orð falla um, að Sovétríkin hefðu aldrei getað háð slíkt stríð án iðnvæðingar. Stalín svaraði: „Það var ein- mitt það, sem við rifumst um Við Trotsky og Bukharin." Þetta var hið eina, sem ég heyrði þarna frammi fyrir kortinu, um þessa andstæðinga: þeir höfðu rifizt. Djilas lýsir síðan máltíðinni, sem stóð eins og aðrar slíkar í um sex tima, frá kl. 10 að kvöldi til 4 eða 5 að nóttu. Matur var mikill og góður og mikið drukkið með, en bæði étið gg drukkið hægt. Við þessa máltíð og aðrar slíkar var mikið talað og skipti Stalín um gesti eftir því hvaða mál hann vildi ræða. Segir Ðjil- as að örlög hins mikla ríkis hafi iðulega verið ráðin 1 slíkum veizl um, og ekki aðeins Rússlands, lieldur pinnig þeirra ríkja, sem það lagði undir sig, já, alls mann kyns. Mikið hafi verið drukkið,1 en aldrei hafi hann þó séð vín á Stalín. Hið sama hafi þó ekki verið hægt að segja um Molotov, og þaðan af síður um Bería, sem hafi nánast verið fyllibytta. — Ég nefni aðeins nokkur af þeim efnum, sem bar á góma í samtalinu. — Ég minntist á hin gömlu tengsl milli Rússa og Suður Slava og sagði: „En rússnesku keisararnir skildu ekki tilraunir Suður-Slava — þeir voru upp- teknir af heimsvalda-útþenslu af frelsun." Stalín samþykkti þetta, en á dálítið annan hátt: „Já, keis ararnir höfðu takmarkaðan sjón- deildarhring." Áhugi Stalíns á Júgóslavíu var öðru vísi en hinna sovétleiðtog- anna. Hann hugsaði. ekki svo mik ið um neyðina eða eyðilegginguna heldur um ástandið í innanríkis- málum.og hve aterk andspyrnu- hreyfingin væri Hann spurði ekki um þetta berum orðum, heldur skapaði sér skoðun á þessu með samtölum. UPPLAUSN KOMMINTERN. Um upplausn Komintern sigði Stalín: Vestui’veldin eru svo slungin, að þau hafa aldrei rætt þetta við okkur. Og við erum svo þráir, að við hefðum aldrei leyst það upp, ef þau hefðu sagt nokkuð. Staða Komintem varð stöðugt óeðlilegri. Hér sátum við Vyach- eslav Mikhailovich og brutu.n heilann, á meðan Komintem fór í allt aðra átt og andstæðumár jukust. Það var auðvelt að vinna með Ðimitrov, en erfiðara með hinum. En hið veigamesta var. að það var eitthvað óeðlilegt og ónáttúrulegt við slíka, kommún- istíska lireyfingu á þeim tíma. þegar kommúnistaflokkarnir áttu að finna sitt þjóðlega mál og berjast við þær aðstæður, sem við lýði vom í þeirra eigin höndum. Er Djilas kom heim, dró hann saman þau áhrif, sem hann hafði orðið fyrir í Moskva, þannig: Komintern er raunverulega leyst upp, og við Júgóslavar verðum að sjá um okkur sjálfir. Við verðum. aðallega að byggja æeigin-styrk. ALÞYÐUBLAÐIÐ - 31. maí 1962 |,3:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.