Alþýðublaðið - 22.07.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.07.1962, Blaðsíða 7
íiltiífltii? „. . . sagði hann, að hér (þ. er á íslandi) væri enga vinnu að fá, þótt þeir vildu gjarnan koma heim“. ÞESSI orð standa á forsíðu Al- þýðublaðsins föstudaginn 29, júní s. 1. og eru höfð eftir íslenzk- um lækni, sem vinnur úti í Sví- þjóð, ásamt þeim upplýsingum, að þar í landi séu hvorki meira né minna en 60 starfandi íslenzk- ir læknar! HvaS á læknirinn við? Ég verð að játa að eftir lestur fréttarinnar, sem hin tilfærðu orð standa i, ér mér ekki fyllilega ljóst, hvað læknirinn á við með orðinu „vinna“. Ég hefði haldið að lækn- ir hefði fyrst og fremst hug á þvi Að búa í læknislausu héraði. Lækna- vandamál sveitahéraðanna og kauptúnanna er mikið mál. Það verður ekki annað sagt en mikil ábyrgð sé á herðum þess íólks er situr um kyrrt þar sem erfitt er að ná til læknis. Sú ábyrgð er svo niikii, að það jaðrar við glæp þegar t. d. uarnafólk og hoilsu- veilir menn búa á stöðum, sem eru óraveg frá næsta lækni. Sé eitthvað til á tslandi í dag, sem heitið getur að setja á guð og gaddinn þá er það slíkt athæfi. Hvf flytur fólkið ekki í burtu? — Já, þv' fer fólkið ekki burt úr læknis- lausu héruðunum fyrst slík á- byrgð fylgir búsetu þar? Við, sem ennþá þrjóskumst við og búum i Jífin til fjár í þeim Iæknishéruð- um, sem verst gengur að fá lækna í. Ekki trúi ég að slíkt þyki fínt á íslandi á okkar dögum. Læknar tii útflutnings! — Viðílytj- um lækna úr landi. 60 íslenzkir læknar eru nú starfandi í Sví- þjóð. Ég spyr: Hefur íslenzka þjóðin efni á að mennta lækna í stórum stíl handa öðrum þjóðum? Ég efast ekkert um að læknar búa við góð kjör í Svíþjóð, en það er bara. ekki aðalatriðið í þessu sambandi. Við íslendingar viljum að visu vera • höfðinglegir í okkur og er ekki nema gott eitt að segja um það út af fyrir sig, en þegar höfð- ingskapurinn fer langt fram úr getunni, hættir hann að vera höfð ingsskapur. festing góð, að hún komi þeim, sem festir féð að einhverjum notum. Ég get ekki séð að það sé góð fjárfesting að hamast við að mennta lækna handa Svíum, jafnvel þó Svíar séu eins og allir vita mesta ágætis þjéð og góðs maklegir. Hvað myndum við segja, ef ís- lenzk stjórnarvöld rykju til og byggðu stærðar orkuver úti 1 Sví- þjóð fyrir of fjár og gæfu Svíum það af stórlæti sínu og höfðing- skap? En hvað erum við ekki að gera? Sennilega hafa fnargir eða flest ir þessara 60 lækna stundað fram- haldsnám í Svíþjóð og sezt þar svo að, að því lokhu. En hinn ís- lenzki skattborgari sleppti ékki af þeim hendinni, meðan þeir námu hjá Svenskum. Úr hans vasa fengu þeir lán og styrki til að verða að því, sem þeir óskuðu. að fá sér vinnu við að lækna sjúka, eða þá á hinn bóginn að hjálpa mönnum íil að íorðast sjúkdóma! Af þessum sökum kem ur mér það undarlega fyrir sjón- ir að sjá það haft eftir lækni, að lækna vanti vinnu í landi, þar sem mörg læknishéruð eru lækn- islaus og fjöldi fólks býr við ör- yggisleysi af þeim ásæðum, sem er langt frá því sem mannsæm- andi getur talist á okkar dögum, þótt viðunanlegt hefði þótt fyrir 100 árum. Getiff í eyðu. Það er ef til vill ljótt að geta í eyðurnar, en ég ætla samt að gerast svo djarf- ur að gera það hér. Ég hygg, að lækr.irinn hafi átt við, að enga vinnu væri að fá í Reykjavík eða öðrum stærstu kaupstöðum landsins. Á annan liátt verða orð hans ekki gerð skiljanleg venjulegu fólki. Hitt mun rétt að farið sé að snugga að hjá læknum í Reykjavík enda liggur við að þar éti þeir hver úr annars vasa Þeir eiga þakkir skildar. Ég vil strax taka það fram, svo ég verði ekki sakaður um kala í garð þess arar lífsnauðsynlegu stéttar, að þeir læknar, sem enn sitja hjá okkur sveitamönnum og hjálpj okkur til.að lifa þrátt íyrir erf- iðar aðstæður, eiga skylið virð- ingu og þökk allra góðra manna, og betri áðbúnað og haírri laun en þeir hafa nú. sveitum þgssa lands trúum þvi, að. þær eigi sinn íilverurétt og meira en það. Við ölum } brjósti tilfinningu, sem stundum er köll- uð átthagatryggð. Og við fáum það ekki inn í okkar ferkantaða haus að ekki skuli þróast mann- líf á öðrum stöðum á þessu landi en á suðvestur horninu. Það er oft rætt um fólksflutn- ingana frá sveitum og sjávar- þorpum og allir vita að afkomu- skilyrðin eiga þar drjúgan þátt í. þótt fleira komi til greina. Ég fúllyrði að læknisleysi og það öryggisleysi í heilbrigðismálum, er því fylgir á stærri þátt í þess- um íólksflutningum, en margan grunar. Þennan hlut verða ráða- menn þjóðarinnar að gera sér ijósan. Við sveitamenn viljum ógjarn- an fá sömu eftirmæli og Halldór Kiljan Laxness lætur Jón Hregg- viðsson gefa löndum sínum, er kona Arnæusar spyr hanr. hvern- ig þeim íslenzku liði eftir að vor herra hafi sent þeim náðuga og velsignaða pest — og Jón svarar: „Og þeir hafa drepist líkasem nokkrir horgemlingar og farið til andskotans". Hva5 er til ráffa? — Ég álít, að það sé hægt að búa þannig að lækn- um út um land, að það sé fremur hvetjandi fyrir þá, en teliandi að setjast þar að. Það þarí að búa þeim góð vinnuskilyrði og veita þeim hærri laun en þeir fá ann- ars staðar. Ef við íslendingar horf um í þann kostnaff, sem þetta hef- ur í för með sér, erum við hrein- lega sagt, farnir að meta manns- Ég fæ ekki séð, hvérnig við get- um staðið i þvi að rétta Svíum þjóð, sem ér miklu ríkaij en við og býr við miklu meira heilbrigð- isöryggi en við, hverja kippuna á fætur annarri af útlærðum lækn- um yfir pollinn, svona rétt eins og sjómaðurinn rét-tir grannanum fiskspyrðu í soðið og fá ekki e:nu sinni þakklæti í staðinn. Hvað segir hinn íslenzki skatt- borgari ? — Það verður vart annað sagt en hinn almenni skattborgari sé sæmilega örlátui á fé til að mennta æsku þessa lands og það virðis metnaður hans að mennta hana sem bezt. Það hefur líka verið uppi sú kenn ing, að menntunin sé bezta íiár- festingin og er sú kenning vafa- laust rétt. En því aðeins er fjár- Er slíkum mönnum það sæmandi að finna ekki til neinnar skyldu gagnvart sinni þjóð? Við flytjum út fleiri menn en lækna. — Læknar og verkfræðingar eru þeir mennn- menn, sem þjóðin hefur veitt hvað alþjóðlegasta menntun. — Margt islenzkra verkfræðinga starfar erlendis og eru undir sömu sök seldir og læknarnir. Ég held það þurfi engan speking til að sjá að hér verður að spyrna við fótum. Hvað á að gera? — Við eigum að halda áfram að mennta unga menn heima og erlendis, en við. eigum ekki að gera það skilyrðis- iaust. Þá unga menn ,srm ætla a& vinna þjóð sinr.i að nárai lokm* eigum við að styrkja rikulega tíí framhaldsnáms. Gegn loforði un> þjónustu við þjóð sina í visst óra bil á að greiða götu þeúra, sen> bezt svo þeir geti helgað sig nána inu án frátafa. Hinir, sem he’duv kjósa að þjóna öðrum þjóðum, þeir skulu- fá þeirra hjálfy sem þeir ætla að þjóna. Einhver kann að segja, að þetta séu tjílögur um skert persónufrelsl. Éá spyr: Hvar er persónuírelsi skattborg- arans, sem lagt heíur íram úr vasa sínum f járhæðir til að mennta 60 lækna handa Svíum en fær svo að deyja í „friffi“, aí- því að enginn læknir er til aðk bjarga lífi hans? Vantar skipulag. — Einbverjum kann að þykja þetta harðir kost- ir, sem ég hef sett hér fram, en nauðsynin er líka stundum harður húsbóndi. Við verðum að hætta að mennta fólk handa öðrum þjóð um. Við þurfum á hverjum ein- staklingi að halda. Við getum ekki þvingað neinn, en viS get- um búið svo í haginn að fýsi’.eg- ast sé hverjum og einum'þegni þjóðarinnar að þjóna henrf' Það vantar meira skipulag á mennta- málin, meiri yfirsýn yfir þafe, sem framundan er. Unga menutafólk- ið þarf að vita hvar þörfin er mest, hverskonar menntafóik vantar lielzt og í hvaða stéttum er fuJlskipað hverju sinni. 'Þanr.- ig myndi menntunin nýtast bezt. Það er ekki óvild í garð neinn- ar: um ur, að vera þjóð, að hugsa fyrir sír.u. Nauðsynin er stundum barður húsbóndi en húsbóndavaldi h inn - ar verðum við að lúta. Hitt er svo annað mál, að þeg- ar við verðum orðnir ríkir ísiend- ingar ’og böfum séð bverjum þegni fyrir efnahagslegu, andlegu og líkamlegu öryggi, bá getum við kannski gefið Svíum lækna Bandaríkjamönnum heildsala og Dönum fjósamenn. Að lokum. — Þjóðin' heíur lagt metnað sinn í að ir.ennta börn sín sem bezt. — Hún á líka þá kröfu, að þeir, sem húni hefur menntað mest, hafi öðlast það hjartalag og þann metnafi, sem þarf til að sýna henni ai sér nokkra dáð. Sigurffur Ó. Rái^fon. Sigurður Ó. Pálsson, kennari skriícr' blaðinu opið bréf um læknaskorfinn á landsbyggðinni og hvað helzt má- verða til úrbóta. ALÞÝÐUELABIÐ - 22. júlí 1362 J ’i:L V'-UA - • Úr?e. \.l\ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.