Alþýðublaðið - 27.07.1962, Page 7

Alþýðublaðið - 27.07.1962, Page 7
MINNtNGARORÐ: Eggert J. Jónsson bæjarfógeti í Keflavík í DAG fer fram frá Dómkirk.; - unni í Reykjavík útför Eggerts Jónssonar bæjarfógeta í Kefla- vík, sem andaðist skyndilega á heimili sinu þann 18. þ.m., öllum harmdauði þeim þó mest, sem þekktu hann bezt. Eggert var kornungur maður, fæddur 22. maí 1919 að Ytri- Löngumýri í A-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans eru Jónína Ólafs dóttir og Jón Pálmason alþingis maður, landskunn ágætishjón. Eggert ólst upp hjá foreldrum sínum. Hann fór í Menntaskólann á Akureyri, er hann hafði aldur til og lauk þáðan stúdentsprófi árið 1942 en kandidatsprófi í lög fræði lauk hann árið 1948. Gerð ist hann þá ritstjóri íslendings á Akureyri um eins árs skeið og lög fræðungur Úvegsbankans þar. Réðist síðan til Landssambands ísl. Iðnaðarmanna og var fram- kvæmdastjóri þess iil ársins 1958 að hann var kosinn bæjarstjóri í Keflavík. Jafnframt störfum hjá Landssambandinu starfaði hann um skeið á vegum Reykjavíkur- borgar. Fyrir um það bil ári síðan varð Eggert bæjarfógeti í Keflavík og gegndi því starfi lil dauðadags Kvæntur var Eggert Sigríði Árnadóttur, sunnlenzkri ágætis konu og eiga þau 3 'börn. Þetta eru, í sem allra styztu máli höfuðatriðin í störfum og lífi Eggerts Jónssonar, sem féll í blóma lífsins rétt í þann mund er ævistarfið er að hefjast að eðlilegum hætti. Quem di dilieunt adolescens moritur — þ.e. ástmegir guðanna falla í blóma lífsins, — svo hljóð ar gamall rómverzkur orðskviður Mér datt þessi forna setning í hug, þegar ég frétti hið sviplega fráfall vinar míns Eggerts Jóns- sonar. Þó að 'iilvitnuð ummæli séu aðeins tilraun til að skýra hið óskiljanlega, er ungur maður og vaskur fellur skyndilega cins og gamall fauskur, þá má þau þó til sanns vegar færa. „Sloppinn við þulu um ævileið öfuga,“ segir Klettafjallaskáldið um Illuga Grettis bróður, og það er líka nokkurs virði fyrir þá, sem sakna að eiga minningarnar um stæltan dreng og hraustan, mildan og hvers manns hugljúfa, sem féll á hádegi lífs síns og þurfti ckki að bíða aftankaldans og kvöld- nepjunnar, eins og svo margir aðrir. Guðirnir og gæfan unnu honum þessa góða hlutskiptis þó að sviplegt sé fyrir vahdamenn og vini. Eggert Jónsson var ágætlega gáfaður maður vinafastur og tröll tryggur, eins og hann átti kvn til Hann átti marga vini en enga ó- vini. Hann hafði nokkur afskipti af pólitík og var ákveðinn flokks maður, var hann þó allra manna lausastur við pólitíska þröngsýni og átti vini jafnt í andstöðuflokk um, sem sínum eigin flokki. Egg- ert var réttsýnn maður og rétt- iátur. Ég sendi eiginkonu börnum og öldruðum foreldrum innilegustu samúðarkveðju mína. Friðfinnur Ólafsson Eggert Jónsson bæjarfógeti í Keflavík, lézt 18. júlí sl. Lát hans bar svo brátt að, að vinir og vandamenn sögðu eins og stund- um heíur áður vérið sagt, að þeir „tryðu ckki“. En í dag er hann til moldar bórinn, — og í dag Eggert J. Jónsson verður að trúa því að hann sé far inn fyrir fullt og allt. Ilann tek ur ekki lengur hlýtt í hendi Hann kemur ekki lengur inn úr dyrunum, glaður og góður. Eggert Jónsson var fæddur 22. maí 1919 að Ytri-Löngumýri í A.-Húnavatnssýslu, sonur hjén anna Jónínu Óiafsdóttur og Jóns Pálmasonar síðar bónda á Akri, alþingismanns, þingforsetu cg ráðherra. Að loknu lögfræði prófi árið 1948 gerðist Eggert rit stjóri íslendings á Akureyri, síð ar varð hann framkvæmdastjóri Útvegsbankans á Akureyri þar t'l árið 1951, að hann tók að sér framkvæmdastjórn Landssam- bands Iðnaðarmanna. Árið 1958 var hann kjörinn bæjarstjóri í Keflavík, en 1. júlí 1961 var hann skipaður bæjarfógeti. Eggert var af mörgum talinn iíkur móður sinni, — og kannski var hann eftirlæti hennar cg augasteinn, þótt hún geri sér al drei mannamun. Hann var jafn lyndur og glaðlyndur. Hanr, var hress í máii og höfðinglegur við gesti sína og vini, sem voru marg ir. Heima á Akri voru dyr föður hans og móður jafnan opnar fyr ir öllum — og allir gestir voru veikomnir. Þáð er ekki spurt um flokk eða stöðu við þröskulinn á Akri. Eggert spurði heldur ekk ert um slíkt. Mig langar til að votta ykkur foreldrunum, konu hans og börn um innilega samúð mína. Enginn fær neinu um þokað. En Ininrm ingin um góðan mann lifir í huga þeirra, er þekktu hann. Kannski er það hið eina, sem við getum skilið eftir í veröldinni. Og sum um tekst það ekki, þótt þeir iifi langan aldur. Það tók Eggert skamman tíma. Við vitum ekki hverju við eigum að trúa, en ef til vill er það satt, að sá, sem g íð irnir elska, deyr ungur. — H. I dag fer íram útför Eggerts Jónssonar, bæjarfógeta í Kefla- vík, og fer útförin fram xrá Dóm kirkjunni i Reykjavík. Það er stundum erfitt að átta sig og fá sig fil þess að trúa, þótt staðreyndirnar blasi við, þegar samferðamennirnir cru kallaðir burtu með svo skjótum hætti og fyrirvararlaust, sem hér hefur orðið. En þannig vai'ð mér.við, er ég frétti lát Eggerts bæjarfógeta þess manns, er fyrir nokkrum dögum var í hópi okkar, aö þvi er virtist heill heilsu, — giaður og léttur í lund, eins og hann jafnan var. Hann lézt eð heimili sínu í Keflavik 18. þ.m. Eggert Jóhann Jónsson, en svo hét hann fullu nafni, var fædd- að Ytri-Löngumýri i Au-Húna- vatnssýslu, 22. :naí 1919. Foreldrar hans voru þau iands kunnu merkishjón, Jón Pálma- son, alþingismaður og bóndi á Akri og Jónína Valgerður Ólafs dóttir. Hann ólst upp meó íoreldrum sinum á stórbrotnu islenzku höfðingssetri, sem mótaði skap- gerð hans og þroska. Eggert var bráðþroska og góð- um gáfum gæddur. Hann var því settur til mennta og lauk stú- dentsprófi við Menntaskólann á Akureyri 1942 og Jaganámi við Iláskóla íslands 1948. Að loknu háskólanámi stund- aði hann ýmiss störf. Var um skeið ritstjóri íslendings á Akur eyri og lögfræðingur útibvis Út vegsbanka íslands á Akureyri. Framkvæmdastjóri Lardssam- bands Iðnaðarmanna 19:'1-1958 og þá jafnfvamt lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg. En 1958 var Eggcrt ráðinn bæjarstjóri í Keflavík. Tók hann við því starfi á míðju áú og gegndi því þar til hann varð bæjarfógeti í Keflavik á síðast liðnu ári. Ég, sem þessar línur rita, var starfsmaður í skrifstofu Kefla- víkurbæjar meðan Eggert var bæjarstjóri. Ég minnist þess, er Eggert var að taka við því starfi, að við, starfsfólk skrifstofunnar hálfkviðum því að fá nú hús- bónda, sem við þekktum ckkert. Sá kvíði reyndist þó meff öllu ásæðulaus, því brátt kom í Ijós, að þar sem Eggert var, þar var maður réttsýnn og íraustur, ; em vann sér vinsemd allra, er hon um kynntust. Eggert var léttur Framhald á 14. síðu. MANNFJÖLDI Á ÍSLANDI 1. DESEMBER 1961 I stöðum: Reykjavík 73.338 Kópavogur 6.681 Ilafnarfjörður .... ...... 7.310 Keflavík 4.852 Akranes 3913 ísafjörður 2694 Sauðárkrókur . 1.249 Siglufjörður ...... 2.630 Ólafsfjörður 940 Akureyri 8.957 Húsavík 1584 Seyðisfjörður 742 Neskaupstaður .... 1.482 Vestmannaeyjar . . 1.482 Kaupstaðir alls . .. . 121.124 kaup- túnum: ■ íbúátala kauptúna 1. des. 1961 (Merkið * þýðir, að íbúatala kaup túnsins og hreppsins sé ein og hin sama.) Grindavík Grindavíkurhr.* 773 Hafnir Hafnarhrepp 190 Sandgerði, Miðneshrepp 751 Garður Gerðahrepp 170 Njarðvíkur, Njarðvíkurhr.* 1.318 Vogar, Vatnsleysustrandarhr. 224 Garðahreppskaupt, Garðahr. 767 Seltjarnarnes Seltj.neshr.* 1.434 Álafoss, Mosfellssveit 85 Borgarnes Borgarneshrepp* 893 Hellissandur, Neshrepp* 475 Ólafsvík, Ólafsvíkurhrepp* 826 Grafarn. í Grundarf. Eyrarsv. 389 Stykkishólmur, St.hólmshr.* 892 Búðardalur Laxárdalshrepp 96 Flatey á Breiðaf. Flateyjarhr. 35* Patreksfjörður, Patrekshr.* 957 Sveinseyri, Tálknafjarðarhr. 27 Tunguþorp, Tálknafjarðarhr. 130 Bíldudalur, Suðurfjarðarhr. 377 Þingeyri, Þingeyrarhrepp 350 Flateyri Flateyrarhrepp* 542 Suðureyri í Súg.f. Suðeyr.hr. 410 Bolungarvík, Hólshrepp 818 Hnifsdalur, Eyrarhrepþ 291 Súðavík í Álftaf. Súðav.hr. 185 Djúpavík, Árneshrepp 34 Drangsnes í Stein.f. Kald.n.hr.162 Gjögur, Árneshrepp 25 Hólmavík, Hólmavíkurhr.* 413 Borðeyri, Bæjarhrepp 33*) Hvammstangi, Hvammst hr.* 344 Blönduós, Blönduóshrepp* 599 Skagaströnd, Höfðahrepp* 633 Hofsós, Hofsóshrepp* 307 Dalvík, Dalvíkurhrepp* 929 Hrísey, Hríseyjarhrepp* 283 Árskógsströnd Árskógshrepp 195 Hjalteyri Arnarneshrepp 106 Svalbarðseyri Svalbarðsstr.hr. 67 Grenivík, Grýtubakkahrepp 142 Flatey á Skjálfanda F.eyjahr.* 56 Kópasker, Presthólahreppi v 83 Raufarhöfn, Raufarhafnarhr.* 483 Þórshöfh á Langan. Þórshhr.* 448 I Höfn í Bakkaf Skeggjast.hr. 63 i Vopnafjörður, Vopnafj.hr. 388 Bakkagerði í Borgarf. B.f.hr. 182 Egilsstaðir Egilsstaðarhrepp* 323 Eskifjörður, Eskifjarðarhr.* 781 Búðareyri í Reyðarf. R.f.nr. 440 Búðir í Fáskrúðsf. Búðahr.* 62-t Kirkjubólsþ. i Stöðvf. St.hr. 186 Þverhamarsþorp, Breiðdalshr. 93- • Djúpivogur, Búlandshrépp* 313- Höfn í Hornafirði Hafnarhr.* 655 Vík í Mýrdal Hvammshrepp 340 Hvolsvöllur, Hvolshrepp 169 Hella, Rangárvallahrepp 193" Stokkseyri, Stokkseyrarhr. 392 Eyrarbakki, Eyrarbakkahr.* 4Ö0 Selfoss, Selfosshrepp* 1.810 Hveragerði, Hveragerðishr.* 652. Laugarvatn, Laugardalshr. 106 Þorlákshöfn, Ölfushrepp 200 Kauptún alls 27.122 *) Samsvarandi ibúatala 1960: 3i í sýslum: Sýslur: Gullbringusýsla.....'.....5.536 Kjósarsýsla .............. 2.680 Borgarfjarðarsýsla.........1.4Ö5 Mýrasýsla ................ 1.8B7 Snæfellsnessýsla...........3.726 Dalasýsla .................. 1137 Au-Barðarstrandarsýsla .... 531 V-Barðarstrandarsýsla.....2.014 V-ísafjarðarsýsla..........1.847 N-ísafjarðarsýsla..........1.924 Strandasýsla ............. 1.550 V-Húnavatnssýsla...........1.395 Au-Húnavatnssýsla.........2.372 Skagafjarðarsýsla .........2.671 Eyjafjarðarsýsla...........3.861 S-Þingeyjarsýsla ......... 2.722 N-Þjngeyjarsýsla...........1.995 N-Múlasýsla................2.443 S-Múlasýsla................4.426 Au-Skaftafellssýsla........1.411 V-Skaftafellssýsla.........1.363 Rangárvallasýsla..........3.013- Árnessýsla.................6.985 Sýslur alls.............. 58.934 Állt landið............. 180.053 MÁLNING: GLUGGAMÁLNING ÞAKMÁLNING HÖRPUSILKI IIÖRPU-TEX PENSLAR POLYFILLA - SPARSL. MÁLNIN G AR-RÚLLUR Helgi Magnusson & Co. Hafnarstræti 19 Símar : 13-184 - 17-227. | ALÞÝpUBLAÐIÐ - 27. júlí 19p2

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.