Alþýðublaðið - 14.08.1962, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 14.08.1962, Qupperneq 2
/sueosœDasöí) Altstjóiar: Gísli J. Astpórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — ASstoöarritstjóri: BJörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — AÖsetur: AlþýðuhúsiC. — Prentcmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 9—10. — Askriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. r,00 eint. Útgef- andi: Aiþýðuflokkurinn. -- Framkvæmdastjórl: Ásgoir Jóhannesson, * * Afvopnun SEGJUM SVO, að Bretar hefðu í landhelgisdeil- unni boðizt til að fallast á 12 mílna landhelgi okk- ar, svo framalega sem við hefðum enga landhelgis gæzlu. Hefðu íslendingar talið það raunhæfa af- stöðu? Hefðum við ekki grunað Breta um gæzku? Afstaða Sovétríkjanna til afvopnunarmála er svipuð þessu. Þau þykjast vera friðsömust allra ríkja og hrópa slagorð um afvopnun. Þegar komið er að samningaborði, þykjast rússnesku fulltrúarn ir-vilja afvopnun og eyðileggingu kjamorkuvopna —en það má ekkert eftirlit vera með framkvæmd- inni. Rússar mega ekki heyra alþjóðlegt eftirlit með afvopnun nefnt, og þess vegna hafa allir samn ingar strandað. Nú hafa Bandaríkjamenn boðizt til að slaka veru lega á kröfum sínum um eftirlit. Hefði þá mátt ætla, að hinar löngu viðræður í Genf færu að bera árgangur. En það er öðru nær. Rússar hafna hinum nýju tillögum Bandaríkjanna sem öllum fyrri. Þeir eru ekki til viðtals um þær. Kjarnorkukapphlaupið heldur áfram — en það er greinilega á ábyrgð Sovétríkjanna. Nýju lyfin ' VÍSINDIN eru að gerbreyta lífi mannsins, og er þáttur læknisfræðinnar, þar ekki síztur. Hins veg ar felast alvarlegar hættur í hröðum framförum, eins og komið hefur í ljós í sambandi við ýmis ný lyf. Mistökin í sambandi svéfnlyf, sem gert hafa böm hroðalega vansköpuð, eru einhver mesti harm leikur í sögu læknavísindanna. Mikillar varúðar er jafnan gætt, þegar ný lyf eru tekin í notkun. Þau eru margreynd og víðtækar til raunir gerðar, áður en þau eru sett á markað. Samt geta slík mistök komið fyrir. Þjóðverjar hafa að þessu sinni orðið fyrir verstu áfalli, og sum lönd eins og Bandaríkin, geta þakkað varkárni embætt ismanna sinna, að þau sleppa eins vel og raun ber vitni. Það er ánægjulegt, að lyfsölustjóri ríkisins, Krist x inn Stefánsson, skuli geta upplýst, að hér á landi «éu lyfsölureglur hinar ströngustu. í þessum efnum verþur að gæta ýtrustu varkárni. íslendingar hafa filhneygingu til að nota mikið af lyfjum, og sjúkra samlagskerfi, sem gerir öllum landsmönnum kleift að kaupa þau lyf, sem þörf er fyrir. Þess vegna hvíl ir mikil ábyrgð á viðkomapdi embættismönnum og læknunum. og þökkum við fyrir, að hér skyldu ekki gerast neinar þær hörmungar, sem aðrir hafa orðíð fyrir. i 1 Nokkrar lítið gallaðar sænskar stæður (brotið upp úr emalleringu) daga með miklum afslætti. sam- næstu Helgi Magnússon & co. HANNES Á HORNINU ★ Af sér gengnir skrjóðar í umferðinni. ★ Bannaðir alls staðar nema hér. ★ Bifreiðaeftirlit á götum úti. ★ Hættulegt götuhorn. Kr. Kr. SKRIFAR MÉR: „tg hef dvalið í rúmlega eitt ár erlend- is og starfaði þar Eitt ár er svo sem ekki langur tími og varla hægt að búast við miklum breytingum yfir- leitt á svo stuttum tíma. Á leið- inni heim, með skipi, fór ég að hugsa um það, 'hvað það mundi nú j vera, sem ég ræki fyrst og fremst i augun í við heimkomuna. Það varj svo sem margt, ekki sízt allar byggingarnar. an er farið með bílinn í kirkju- garðinn. BIFREIÐAREFTIRLIT þar fer þar fram á götum úti. Sérstakar deildir lögreglunnar stöðva farar tækin, athuga þau, prófa þau — og dæma síðan úr leik ef eitthvað er athugavert. Bíll er hættulegur í umferð af fleiri ástæðum en þó að stýrisendar séu orðnir viðsjár verðir, hemlar ekki í lagi og ljósa- útbúnaður ekki eins og hann á að vera. Hann er hættulegur «f „bodd íið“ er brotið, ef krómlisti er brot inn — og þar fram eftir götunum Ég held að taka ætti úr umferð mikinn fjölda bifreiða, sem nú er skrölt á um göturnar. Það mundi hvergi vera liðið nema hér, að gamall bílskrjóður vélvana og af sér genginn geti haldið umferð niðri á löngum köflum eins og hér á sér stað.“ J. G. SKRIFAR: „Kristín mín, góður er Guð, og víst er um það, en þó hefur Geir reynst mér bet- ur,“ sagði gamli maðurinn forðum. Það mætti víst segja það sama um borgarstjóránn okkar. En mikið hugsar hann illa um Lækjargötuna gimsteininn í kórónu sköpunar- verksins, okkar ágætu.höfuðborgar Það er orðinn hreinn sálarháski að fara yfir Skólabrú. Þar er stanzlaus straumur af bílum aust ur og vestur, enginn réttur eða afdrep fyrir gangandi fólk. Og það versnaði, er syðra hornið var ,,rúnnað“. Þar fara nú bílarnir á tveim hjólum, en áður á fjórum. AÐEINS TVEIR BÍLAR hafa stanzað og gefið mér umferðarrétt. Annar var íorkunnarfagur lúxus- bíll frá varnarliðinu, hinn var bara slarkbíll, þó ekki rússneskur. Ég held að bílstjórinn hljóti að hafa verið Húnvetningur. Þeir eru þekktir að manngæðum. En margir eiga nú leið um Lækjargötuna. Þar er Iðnaðarbankinn, framtíðar at- vinnu öryggi uppvaxandi æsku- fólks. Já. Mörg hornsílin hafa líka komið niður bröttubrekku, farið yfir Skólabrú, og þótzt verðmætir stórfiskar." EN ÞÓ AÐ undarlega megi virð ast, þá var það ekki þetta, sem ég tók fyrst eftir, heldur hvað mikið er af ónýtum bílum í umferð hér. Ég hef hvergi séð eins mikið af illa komnum farartækjum í um- ferð hér. Bezt þekki ég þetta í Svíþjóð. Ég fullyrði að lögreglan þar mundi taka fyrirvaralaust úr umferð mikinn fjölda bílskrjóða, sem hér eru í akstri. Það er bann- að að aka bílum, sem fallið hafa göt á, ef hurðirnar eru skakkar, erfitt að loka þeim, eða stuðarar eru ekki í lagi, svo að ég rétt nefni nokkur atriði, þá eru bif- reiðarnar stöðvaðar á götum úti, lögreglan kallar á aðstoð, og síð Smurt brauð, kaffi- og coktail snittur. Smurbrauðsstofan . Björninn Njálsgötu 49. — Sími 15105. Minningarorð: Þórður Jónsson Mófelisstöðum Þórður Jónsson, blindi á Mó- felistöðum í Skorradal lézt að lieimili sínu þann 6. þ.m. í hárri elli og fer jarðarför hans fram í dag frá Hvanneyrarkirkju. Þórður var fæddur 29. júní 1874 að Mófellsstöðum og þar dvaldi hann all.a sína æfi. Þórður var landskunnur þjóðhagasmiður og naut mikillar virðingar meðal þeirra, sem af honum höfðu kynni en þeir voru fjölmargir um dag- ana. Var oft og tíðum gestkvæmt á Mófellsstöðum, því marga fýsti að sjá og heyra þennan blinda hagleiksmann, sem var hrókur alls fagnaðar, söngvinn og ræðinn, og prýðilega greindur og fróður um marga hluti. Þórður heitinn missti sjónina, er hann var nokk- urra vikna gainall, en þrátt fyrir þann mikla missi var hann á- vallt hress og kátur og æðraðist aldrei Á unga aldri var Þórður hinn mesti fjörkálfur og tók ó- spart þátt í leikjum jafnaldra sinna og svo góður reiðmaður var þessi blindi æringi, að eng- inn ótemja setti hann ofan. f samreið vildi Þórður helzt sitja galsafenginn og sprettharðan reið- skjóta og það var unun hans að ríða í fararbroddi á mannamót, Þetta er ótrúlegt en satt. Nú er þessi ágæti maður fall- inn frá og víst er um það, að margir munu sakna hans, en minn- ingin um góðan og mætan mann geymist ávallt. E. M. G. 2 ii. ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.