Alþýðublaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 4
UPPGJÖR Vestur-Þjóðverja við ýmsa seka nazista frá dögum Þriðja ríkisins er sérdeilislega þyrnum stráð braut og þeim, sem utan^við standa, finnst oft erfitt að átta sig á því hverjir hafa orðið verst úti, gömlu nazistarnir í tojlpstöðunum eða þau yfirvöld, sem ábyrgð bera á hraða og víð- tæki uppgjörsins. Nafnið Fran- kel táknar síðasta hneykslið í Bonn. Fréttastofur hafa skýrt frá því, að í marz í ár var saksóknarinn i Karlsruhe, Wolfgang Immer- wehr Frankel, gerður að saksókn- ara Vestur-þýzka Sambandslýð- veldisins. Er hann vaf'settur inn í embættið, talaði vestur-þýzki dómsmálaráðiierrann, Wolfgang Stammberger, til hans sérlega hjartnæmum orðum: „Þér urðuð fyrir vali mínu, kæri herra Fran- kel, þegar ég í fyrstu heimsókn minni í Karlsruhe í janúar í ár, kynntist yður persónulega og átti nákvæmt samtal við yður Og fyrstu áhrif mín af yður fengu staðfestingu, er ég síðar aflaði mér nánari upplýsinga um yður .... Hér er um að ræða injög færan lögfræðing ... dauðadómum yfir 34 manneskj- um með störfum sínum í réttar fari Þriðja ríkisins. Því miður fyrir vestur-þýzku stjórnina — og vestur-þýzkt lýð- ræði — kom þetta ekki í ljós fyrr en austur-þýzku kommún- istastjórninni fannst tíminn rétt- ur til að birta skjöl þau, sem hún hefur vafalaust haft ípeð hönd- um árum saman. ARÍSKUR STOFN Meðal þessara skjala eru m. a. skjöl handskrifuð og undirrituð af Fránkel og virðist rannsókn- arnefnd Bonnstjórnarinnar ekki hafa séð ástæðu til að draga í efa, að skjöl þessi væru ófölsuð. Eftir stendur Fránkel sem met orðagjarn lögfræðingur, sem ósk- aði ekki að láta fall Hitlers hafa nein áhrif á starfsferil sinn. — Hann gekk í nazistaflokkinn 1. maí 1933 og í umsókn ríkissak- sóknaraembætti einu ári síðar leggur hann tvisvar áherzlu á sinn ariska stofn og bætir síðan við: „Ég get fullvissað um, að kona mín er einnig af arískum stofni“. Wolfgang Innnerwalir Frankel — ríkissaksóknari í tæpa f jóra mánuði. Wolfgang Stammberger herra Fránkel. ég valdi yður, kærl „HATAR DAUÐAREFSINÍIU“ ■ Blaðið „Welt am Sonntag" hélt þvi fram í frásögn sinni af hin- um nýja ríkissaksóknara m. a„ að „hann (væri) ósveigjanlegur and- stæðingur dauðarefsingar" óg að „Fránkel hefði svo mikinn við- bjóð á einræði sem stjórnar- formi, að hann hefði til þessa ekki getað fengið sig til að hafa 1 Spán; með í árlegum námsferð- 1 um sínum í listasögu“. Og hér gat blaðið vitnað til eigin orða 1 Fránkels um, að „ég fer ekki af ' frjálsum vilja til lands sem býr við einræðisstjóm .... “ Eins og í ljós kom síðar, hefur Fránkel ekki alltaf verið sömu skoðunar með tilliti til dauða- refsingar og einræðis. Það mætti segja, að hið gagnstæða væri rétt. í dag liggur það Ijóst fyrir, eftir að vestur-þýzka stjómin hefur orðið að víkja saksóknara sínum •ór embætti eftir minna en fjóra mánuði í starfi, að hann var •meira eða minna ábyrgur fyrir Til þess að útiloka allan vafa handskrifaði hann ættartölu sína, er sannar „kynþáttalegan hrein- leika“ hans allt aftur til langa langa-langa langafa síns og ömmu. Hann var líka skipaður ríkis mönnum (og fjölskyldum þeirra), sem stóðu að baki hinu misheppn aða banatilræði við Hitler, tók eftir hinum nytsamlega Frá.nkel og fékk hann fluttan yfir til skrif GÓÐMENNIÐ saksóknari í Kassel. Freisler, sem síðar varð ógnadómari við hinn fræga „alþýðudómstól“ Hitlers og kvað m. a. upp dauða- dóma „á færibandi" yfir þeim stofu ríkissaksóknarans í Berlínarborg. 1938 fékk Frán- kel vitnisburð frá yfirboður- um sínum, sem kallar fram minn inguna um hvernig Reichsicher- heitsamt mat Adolf Eiehmann. mann. Um Fránkel var sagt, að hann hefði á skömmum tíma „þró azt i að verða fyrsta flokks starfs maður. Hann hefur, auk skýrrar Við þetta síðasta atriði er tengdur sá forvitnilegi hlutur, að Fránkel hefur, í sumum ákvörð- unum sínum, getað stuðzt við skýringar þær, sem samdar voru ., Vesíur-þýzka vikublaðið Simplicissimus bjrti nýlega þessa teikningu með textanum: „Slarfsmannadeild- in hefur af mikilli skarpsyggni skoðað Frankel-skjölin. Við þau er ekkert áð athuga. Við visum sérstak- lega til upplýsinga Fránkels sjálfs og svo nafns hans Immerwahr (alltaf sannleikur). réttartilfinningar og öruggrar dómgreindar skilyrðislausa til- finningu fyrir praktískum hlut- um og áreiðanleiki hans og ná- kvæmni við meðferð mála er til fyrirmyndar. Allir þessir eigin- leikar .... hafa gert hann að sér- Jega verðmætum starfsmanni í glæpamáladeild hæstaréttar. — Hin pólitíska afstaða hans er ó- pðfinnanleg .... “ FYLGDI GLOBKE Það var vegna þessa, að Frán- jkel fékk það mikla trúnaðar- gtarf á stríðsárunum að taka á- kvarðanir með tilliti til hinna svokölluðu „Nichtigkeitsbe- pchwerden“ (orðrétt: ógildingar- kærud/eifdar). Öllum hegningar- . (dómum frá undirrétti og ekki sízt frá „sérdómst." mátti stefna til ógildingar" til hæstaréttar í Leipzig, þar sem Frankel hafði það m. a. á sínu valdi annað- hvort að láta málið fara beint fyrir hæsta rétt eða senda það til nýrrar rannsóknar á lægri dómstigum. í öllum málum, sem skjöl aust- vir-þýzku stjórnarinnar ná til á- kvað Fránkel með sinni „skýru réttlætiskennd", að hinn ákærði skyldi tekinn af lífi. í flestum til- fellum var um að ræða smáþjófn aði, ummæli fjandsamleg nazist- um og brot á Niirnberg-kynþátta- lögunum af þáverandi ráðuneytisstjóra Hans Globke — núverandi ráðu- neytisstjóra hjá Adenauer kanzl ara. Blutschiutzgesetz Hitlers — kynþáttalög hans „til verndar þýzku blóði” ákvað allt að dauða dómi fyrir „kynþáttaskömm", er skilgreind var sem „mök utan hjónabands milli Gyðinga og borg ara af þýzku eða skyldu blóði“. Lögfræðilegir sérfræðingar Hitl- ersríkisins túlkuðu i fyrstu „mök“ sem „algjörlega kynferð- isleg mök, þ. e. a. s. samfarir". En skýringar Hans Globke þýddu lierðingu á túlkuninni: auk beinna samfara skyldu „ó- eðlileg kynmök, einkum athafn- ir er líkjast samförum" koma undir ákvæði laganna. „SKAL TAKAST AF LÍFI“ Þegar þessar skýringar voru birtar í hinu opinbera lögfræði- tímariti nazistatímans og fengu þar með „réttargildi" sló Glob- ke þyi föstu, að „taka bæri þess- ari ákvörðun með ánægju, þar eð liún mundi bæði gera erfið- ara fyrir um óæskileg kynmök Gyðinga og þýzkra borgara og hindra brot á blóðverndarlögun- uin“. Þessi túlkun olli því, að gyð- ingurinn Jakob Steingutt var sendur í fangelsi. Rétturinn í Framkald á 13. síðu. 14« ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.