Alþýðublaðið - 14.08.1962, Side 10

Alþýðublaðið - 14.08.1962, Side 10
i i I Frá Meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum: GOTT MÓT OG ALL GÓDUR ÁRANGUR Sett voru 2 unglingamet AÐALHLUTI Meistaramóts Is- lands fór fram á Laugardalsvell- inum um síðustu helgi í allgóðu veðri, norðan golu og sólskini. Lárus Halldórsson, formaður Frjálsíþróttasambandsins setti mótið með stuttri ræðu. ★ VALBJÖRN VAR SIGURSÆLL. Keppnin á Iaugardaginn var mjög skemmtilleg, árangur góður og úrslit komu mjög á óvart, í ýmsum greinum. Valbjöm Þor- láksson, okkar kunni stangar- stökkvari var sigursæll á mótinu, Færeyska lands- liðið og Keflavík a morgun FÆREYSKA landsliðið Ieikur síð'asta leik sinn hér á landi í þetta sinn á morg- * un. Mæta Færeyingar liði ÍBK á grasvellinum í Njarð- vík. Hefst leikurinn kl. 3,30, en á undan leika 3. flokkur HB, sem hér er í boði Vfk- ings við 3. flokk ÍBK. Hefst sá leikur kl. 7,30. Akureyri vann Keflavík 3:2 Á LAUGARDAG var háð bæjarkeppni í knatt- spyrnu á Akureyri milli Keflvíkinga og Akureyringa. Var þetta í 7. sinn, sem þessir bæir mætast í knatt- spyTnu. Leikar fóru þannig, að Akureyri sigraði með 3:2 í frekar jöfnum leik. Nokkrá leikmenn vantaði í bæði liðin. IWWHWltWWWWWWWWMWI hann sigraði í tveim greinum fyrri daginn, 200 m. hlaupi og 400 m. grindahlaupi, en hann hefur aldrei reynt þá grein áður. Valbirni gekk aftur á móti illa í spjót- kastinu, enda slæmur í öxl. Hann kastaði aðeins 48 metra og varð fimmti. ★ TVÖ UNGLINGAMET.. Það var Hafnfirðingurinn i Kristján Stefánsson, sem er þekkt- I ari, sem handknattleiksmaður, sem J sigraði öllum á óvænt og þó. Kristj I án setti nýtt unglingamet — 62,22 m. í þessu kasti fékk hann lánað forláta kastspjót hjá Val- birni og ágætt spjót, sem Jóel á. Langstökkið var mjög gott, Vil- hjálmur sigraði, stökk 7,27m., sem er bezti árangur hér á landi í ár og aðeins 19 sm. lakara en metið. Það var ekki aðeins Vil- hjálmur, sem stökk yfir 7 metra, Þorvaldur Jónasson varð annar með 7,16 m., sem er nýtt ungl- lingamet. Einar Frímannssón þriðji með 7,12 m. og Úlfar Teits- son fjórði með 7,09 m. Mun það vera einsdæmi hér, að 7,09 m. skuli ekki nægja til verðlauna. Til gamans má geta þess, að sænski meistarinn (sænska mótið, fór fram um helgina) stökk 7,08 m. ★ ÓVÆNTUR SIGUR. Keppnin I 800 m. hlaupinu var geysispennandi og úrslit komu mjög á óvart. Halldór Jóhannes- son, HSÞ tók strax forystu og fór mjög geyst, en millitími á 400 m. var 55,5 sek. Þegar Halldór átti eftir 200 m. í mark fór mjög að draga af honum og aðrir keppend- ur nálguðust hann mjög, sérstak- Iega ÍR-ingurinn Kristján Mik- aelsson, sem haldið hafði sig aft- arlcga í upphafi hlaupsins. Hann fór fram úr Halldóri er 50 — 60 m. voru í mark og vann örugglega á bezta tíma íslendings á árinu — 2:01,3 mín. Þetta er einnig bezti tími Kristjáns, því að þetta er í fyrsta sinn, sem hann hljóp vega- lengdina. ★ JÓN OG HUSEBY HÖFÐU YFIRBURÐI. Þeir Jón Þ. og Huseby sigruðu með yfirburðum I hástökki og kúluvarpi. Jón fór fallega yfir 1,96, en 2,01 m. var of hátt í þetta sinn. Huseby hafði mikla yfirburði, varpaði rúmum metra lengra en Jón Pétursson, sem varð annar. ★ SEINNI DAGUR DAUFARI. Síðari dagur Meistaramótsins var ekki eins skemmtilegur og sá fyrri. í fyrstu greininni, 110 m. grindahlaupi sigraði Björgvin Hólm örugglega á sínum bezta tíma í ár., 15,5. Keppnin í 100 m. hlaupinu var geysihörð og lauk með sigri Einars sem hljóp á 10,9 sek en Valbjörn fékk sama tíma. Skafti Þorgríms- son varð þriðji á 11,3 sek., sem er hans bezti tími. ★ STAN GARSTÖKKIÐ MISHEPPNAÐ Stangarstökkið var lélegt, sem stafaði aðallega af því, að Val- björn var meiddur f öxl og hefur ekki enn náð fullkomnu valdi á hinum nýju trefjastöngum, sem hann fékk frá Bandaríkjunum. — Vilhjálmur var ekki heldur í essinu sínu, en stökk þó 15,31 m. Það var bezti árangur mótsins skv. alþjóðastigatöflunni. Næst kom hindrunarhlaup Kristleifs og síðan hástökk Jóns. Þ. Valbjörn hlaut 6 meistarapeninga á mótinu, á myndinni er liann að sigra í 400 m. grindahl. Næstur honum varð Björgvin Hólm. ★ ÍR HLAUT FLESTA | Steinar Erlendsson FH, 2:09,1 MEISTARA. j Gústaf Óskarsson UMSB 2:10,4 Keppni félaganna um meistara- titla iauk þannig, að ÍR hlaut 1500 m. hlaup. flesta eða 11, KR 8, Ármann 2 og Kristleifur Guðbjörnss. KR 15:24,2 Grétar örugglega í annar varð sínum bezta björn varð B. sigraði í burðum og bk.upi. Þorsteinsson sigraði 400 m. hlaupinu, en Kristján Mikaelsson á tíma — 52,5 sek. Val- aðeins þriðji. Þórður sleggjukasti með yfir- Kristleifur í 1500 m. FH 1. Fyrri dagur: 200 m. hlaup. Valbjörn Þorláksson, ÍR, 22,7 Skafti Þorgrímsson, ÍR, 23,0 Þórhallur Sigtryggsson, KR, 23,2 Höskuldur Þráinsson HSÞ, 24,0 800 m. hlaup. Kristján Mikaelsson ÍR, 2:01,3 Halldór Jóhannesson HSÞ 2:03,6 Valur Guðmundsson KR 2:05,7 Tryggvi Óskarsson, HSÞ, 2:07,4 Agnar Leví KR 15:43,2 400 m. grindahlaup. Valbjörn Þorláksson, ÍR, 58,6 Björgvin Hólm ÍR, 59,6 IIjörleifur Bergsteinsson Á, 61,9 Hástökk. Jón Þ. Ólafsson ÍR, 1,96 Ingólfur Bárðarson UMFS 1,80 Valbjörn Þorláksson, ÍR, 1,75 Halldór Jónasson ÍR 1,75 Sigurður Ingólfsson Á, 1,75 Framh. á 13. síðu KiístjórL ORN EIÐSSQN Hér óskar þjálfarinn Gabor Kristjáni Mikaelssyni til hamingju með sigurinn í 800 m. hlaupinu. 10 14. ágúst 1962 iLt ■ ci I- ’L •'■ * - ALÞÝÐUBLAÐJÐ ih{:í\ láyíi / 4 iA

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.