Alþýðublaðið - 14.08.1962, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 14.08.1962, Qupperneq 13
Góðmennið Frankel Framliald af 4. síðu. Hamborg dæmdi hann í tveggja ára fangelsi fyrir „kynþátta- skömm“. Verjandi hans sendi inn „ógildingarkæru" á þeirri forsendu, að afbrot Steingutts liefði verið að faðma — en ekki kyssa — konu, sem ekki var þýzk, qg töldu verjendur það vera „undirbúningsstarf, sem ekki bæri að hegna fyrir“. Meirihluti dómstólsins í Hamborg komst að þeirri niðurstöðu, að „verknað- urinn miðaði að því að koma í stað fiðlilegra kynmaka". Tveir aj' dómurunum vildu sýkna Stein gutt. Frankel fylgdi skýringum Giobkes og neitaði að endur- skoða dóminn. 1941 var 24 ára gamall gyðing- ur, Josef Cohen, dæmdur til dauða fyrir nauðgun á konu. sem ekki var Gyðingur, þó að allt benti til, að konan hefði venð með Cohen af fúsum vilja. Fimm vikum síðar kvað Frankel upp þann úrskurð, að „fyrst um sinn væri ekki talin óstæða til að gera neitt í málinu“. Viku síðar var Cohen tekinn af lífi. 1942 stóð einn af hinum pólsku nauðungarvinnumönnum í Þýzka landi, Stanislaw Drwonkowski, fyrir rétti, sakaður um að hafa sagt -við pólskan meðfanga sinn,, að „Englendingar væru ekki hræddir við Hitler og gætu hald- ið áfram í 20 ár. Ég kem til með að snúa heim aftur til frjáls Pól- lands . .. .“ Þýzki bóndinn, sem Pólverj- inn vann hjá, vitnaði með hon- um og kvað hann aldrei hafa gagnrýnt Þýzkaland og eitt sinn hefði Pólverjinn bjargað sér úr klóm villidýra. Vegna þessa vitn- isburðar ákvað rétturinn að kveða ekki upp dauðadóm heldur fangelsisdóm. Fimm dögum síðar var það Frankel, sem gerði „ógildingar- kröfu“ fyrir hæstarétti og krafð- ist dauðadóms. í mörgum tilfell- um fékk Fránkel fangelsisdóm- um, sem upp höfðu verið kveðn- ir af þýzkum dómstólum í Tékkó- NYLON STYRKT NANKIN BUXURNAR NYTT AMERISKT EFNI ANIERÍSKA SNIÐIÐ HEKLA • AKUREYRI IÐNAÐARDEILD SÍS SÖLUDEILD SÍMI 11971,17080 slóvakíu, breytt í dauðadóma. — Kvartaði hann oft yfir því, að þýzku dómararnir þar væru of linir. Þannig mætti lengi rekja mál, þar sem Fránkel ekki aðeins neit- aði að forðá fólki frá dauðarefs- ingu með því að fyrirskipa nýtt réttarhald, þó að honum væri það í lófa lagið, heidur krafðist dauðarefsingar yfir fólki, sem hafði fengið fangelsisdóma. Spurningin, sem nú skýtur upp kollinum, er þessi: Hvemig getur á því staðið, að dómsmála- ráðherra Vestur-Þýzkalands skip- aði á árinu 1962 Herr Frankel í embætti aðalsaksóknara ríkisins, eins og fortíð hans var? Af heillaóskaræðu Stammber- gers verður það helzt ráðið, að ekkert hafi verið vitað um fortíð Fránkels. Getur þetta raunveru- lega verið rétt? Þýzku blöðin hafa af eðlileg- um ástæðum rætt þetta jnál. — í „Siiddeutsche Zeitung“ lýsti Thomas Dehler, fyrirrennari Stammbergers á embætti dóms- málaráðherra og vara-forseti sambandsþingsins, að „dómsmála ráðuneytið hefði yitað“ um starf- semi Fráhkels á Hitlerstímanum. Háðuqeytinu hafi „verið Ijóst, hvað sú starfsemi þýddi. Fyrir skipun hans í saksóknaraembætt- ið (í Karlsruhe, ALÞBL) hafi þar að auki tvö ákveðin mál verið rædd við hann. Fránkel leyndi engu“. „Der Spiegel" segir, að þessi tvö mál, sem Dehler hafi átt við, hafi verið mál SA-foringja, sem stal á meðan stóð yfir loftárás á Berlín, og loftvarnavarðar í Aa- chen, sem hafi gerzt sekur um svipað afbrot. Viðurkenndi Frán- kel að hafa í báðum þessum til- fellum átt þátt í dauðadómi. Um þetta hefur blaðið eftir Stamrn- berger, að ekki hafi verið talin ástæða til að fordæma Fránkel fyrir þessa dóma, því öll lönd, sem eigi í stríði, refsi harðlega fvrir rán. Hins vegar hafi verið óskiljanlegt, að Fránkel skyldi aðeins ræða þessi tvö mál, en ekki öll liin. 143 DÖMARAR Það hefur kannski verið til of mikils mælst af Fránkel. Hann hafði séð, að dómarar, sem dæmdu eftir dauðadóma-kröfum hans, þéldu áfram störfum í rétt arfari Vestui'-Þýzkalands og að „kynþáttalaga-sérfræðingurinn" Hans Globke gat haldið stöðu sinni sem hægri hönd kanzlar- ans. Því skyldi Fránkel þá ekki reyna að hafa það eins? Því skal skotið inn hér, að 143 dómayar og saksóknarar í Vestur-Þýzkalandi höfðu fram til 1. júlí sl. tekið tilboði sambands-^ þingsins — sem samþykkt var þar í fyrra — að fgra á eftirlaun, ef þeir höfðu gegnt embættum sín- um á stríðstímanum, en sam- kvæmt lögum er ekki hægt að segja dómurum upp starfi. 143 sögðu sem sagt af sér af frjáls- um vilja, en ennþá eru þó all- margir eftir af þeim, sem kröfð- ust eða kváðu upp dauðadóma á Hitlerstímanum. Þeir verða líka að fara, áður en vestur-þýzkt réttarfar getur talizt laust við nazismann. IIINN EILÍFI GLOBKE Og Globke? Umræðurnar um Myndin er tekin við verðlaunaafhendingu langstökksins. Lengst t. v. er Einar Frímannsson, en hann varð þriðji með 7,12 og sigraði auk þess í 100 m. hlaupi. í miðið er Vilhjálmur Einarsson, sem sigraði í langstokki og þristökki og vann auk þess bezta afrek mótsins og loks er það Þorvaldur Jónasson, sem setti glæsilegt unglingamet í Iang- stökki. ÍÞRÓTTIR Framhald af 10. síðu. - Langstökk. Vilhjálmur Einarsson, ÍR, 7,27 Þorvaldur Jónasson, KR 7,16 Einar Frímannsson KR 7,12 Úlfar Teitsson KR 7,09 Björgvin Hólm ÍR 6,62 Ingvar Þorvaldsson HSÞ 6,49 Kúluvarp: Gunnar Huseby, KR, 15,75 m. Jón Pétursson, KR, 14,73 m. Guðm. Hermannss., KR, 14,71 m. Artbur Ólafsson, Á, 14,08 m. Hallgrímur Jónsson, Á, 13,55 m. Guðm. Hallgrímss., HSÞ 13,30 m. Spjótkast: Kristján Stefánss., FH, 62,22 m. Kjartan Guðjónss., KR, 57,70 m. Björgyin Hólm, ÍR, 57,42 m. Jóel Sigurðsson, ÍR, 56,31 m. Páll Eiríksson, FH, 48,38 m. Valbjörn Þorláksson, ÍR, 48,00 m. SÍÐARI DAGUR: 100 m. hlaup: Einar Frímannsson, KR, 10,9 Valbjörn Þorláksson, ÍR, 10,9 Skafti Þorgrímsson, ÍR, 11,3 Höskuldur Þráinsson, HSÞ,. 11,8 Birgir Ásgeirsson, ÍR, 12,5 Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, ÍR, 3,70 m Valgarður Sigurðsson, ÍR, 3,60 m Páll Eiríksson, FH, 3.60 m Sigurður Friðrikss., HSÞ, 3,50 m Kringlukast: Hallgrímur Jónsson, Á, 45,61 m Jón Pétursson, KR, 45,34 m Gunnar Huseby, KR, 45,07 m Friðrik Guðmundss., KR, 44,48 m Guðm. Hallgrímss., HSÞ, 42,36 m Bogi Sigurðsson, Á, 39,68 m 1500 m. hlaup: Kristl. Guðbjörnss., KR, 4:06,4 mín. Agnar Leví, KR, 4:08.9 mín. Halldór Jóhannesson, HSÞ, 4:10,8 mín. Tryggvi Óskarsson, HSÞ, 4:23,6 mín. 110 m. grindahlaup: ■Björgvin Hólm, ÍR, 15,5 sek. Sigurður Bjöi’nss., KR, 15,8 sek. Kjartan Guðjónss., KR, 16,6 sek. Þrístökk: Vilhjálmur Einarss., ÍR, 15,31 m. Þarvqldur Jónass., KR, 14,06 m. Ingvar^Þorvaldss., HSÞ, 13,84 m. Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 13,14 m. Sig. Sveinss., UMFS, 13,11 m. Kristján Eyjólfss., ÍR, 13,09 m. Sleggjukast: Þórður B. Sigurðss., KR, 49,45 m. Friðrik Guðmundss. KR, 45,41 m. Jón Ö. Þormóðsson, ÍR, 44,61 m. Gunnar Alfreðsson, ÍR. 43,88 m. Jón Pétursson, KR, 41,85 m. 400 m. hlaup: Grétar Þorsteinsson, Á, 51,9 Kristján Mikaelsson, ÍR, 52,5 Valbjörn Þorláksson, ÍR, 53,9 Valur Þorláksson, KR, 55,7 Gústaf Óskarsson, UMSB, 56,4 hann hafa blossað upp aftur. — Fjölda Vestur-Þjóðverja er það gjörsamlega óskiljanlegt, að A- denauer skuli telja sér nauðsyn- legt að hafa hann áfram i stöðu sinni. „Die Welt“ segir t. d., að á- framhaldandi vera hans í stöðu sinni hindri raunverulega hrein- gerningu og hann verði að fara. Einn þingmaður frjálsra demó- krata lxefur tilkynnt, að hann hyggist leggja fram fyrirspurn þess efnis að hve miklu leyti það sé rétt , að Fránkel hafi byggt nokkrar af kröfum sínum um dauðadóma á skýringum Globkes á kynþáttalögunum. ElPSPYTUR ERU EKKI BARNALEIKFÖN&! Höseigendafélag ReykjavlKur ALÞYÐUBLAÐIÐ - 14. ágúst 1962 f.3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.