Alþýðublaðið - 26.09.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.09.1962, Blaðsíða 7
Aðalfundur skóla- stjórafélags Islands NEITÁÐI Í>ARNA situr snillingurinn Picasso og horfir á stjúpdótt- ur sína, sem heitir Cathari- ne, og son sinn, sem heitir Claude og er 15 ára, dansa tvist. Gamli maðurinn horfði á meff mikium áhuga og sló jafnvel taktinn með stafnum sínum, en þegar hann var beðinn að reyna að leika þessar listir eftir, sagði hann þvert nei. MMVMVVUVmtHWMV Verkamenn! Öðlist full réttindi i Dagsbrún ÞEIR verkamenn í Reykja- vík, sem ekki eru taldir full- gildir mcðlimir Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar, ættu að athuga það, að meðan þeir eru aðeins aukameðlimir eru þeir sviftir mjög miklum félagslegum og fjárhagsleg- um réttindum, þótt þeir greiði sama ársgjald og full- gildir félagsmenn Dagsbrún ar. Aukameðlimir hafa ekki forgangsrétt að vinnu, full- gildir meðlimir Dagsbrúnar hafa forgangsréttinn, en aukameðlimir næst á eftir fullgildum félögum. Auka- meðlimir fá ekki atvinnuleys isstyrki, aukameðlimir eiga ekki rétt á styrkjum úr sjúkrasjóði Dagsbrúnar og aukameðlimir eiga ekki rétt á styrkjum úr verkfallssjóð- um. Aukameðlimir hafa hvorki kjörgengi né kosn- ingarétt í Dagsbrún. Verka- menn, sem ekki eru fullgildir meðlimir Dagsbrúnar, aflið ykkur fullra félagsréttinda, farið í skrifstofu Dagsbrún- ar og undirritið inntöku- beiðni og leysið út skírtein- in og þið fáið samstundis full félagsréttindi. PRENCJAN ISKABLEG VÍSINDANEFND SÞ hefur birt aðra skýrslu sína um áhrif kjarna- geislunar. Þar segir að þar sem menn þekki engin ráð til þess að hindra skaðleg áhrif geislunar í andrúmsloftinu vegna kjarnorku- vopnasprenginga, þ" muni það gagna bæði núlifandi kyns’.óðum og komandi kynslóðum heimsins, að hætt verði öllurn kjarnorku- vopnatilraunum I niðurstöðum nefndarinnar segir að fullsannað sé nú, að geislun haí'i margvísleg skaðleg áhrif, jafnvel þótt ekki sé um að ræða nema líuð magn, og í því sambandi nefna visindamcnn- imir m. a. krabbamoin, hvítblæði og arfgenga eiginleika, en stund- um sé erfitt að greina afleiðingar geislunar frá öðrum orsökum. Vís- indanefndin segir að af dæmum, sem kunn séu af rannsóknum, sé rétt að álykta að jafnvol lítilfjör- leg geislun geti haft sicaðleg á- hrif á arfgenga eiginieika. Mað- urinn hefur alltaf búið við tiltekið magn geislunar í náttúrunni og viðbótargeislun af manna völöum sé minni, enn sem komið er. Hins vegar beri að fylgjast með þessari viðbótargeislun af hian; mestu nákvæmni. Hún stafi m. a. af því að andrúmsloft alls heimsins haii verið megnað mismunandi langlíf- um geislavirkum ögnum frá kjavn- orkuvopnatilraunum. Serstaklega ber að gefa þessu máli gaum, segja vísindamenn, vegna þess að áhrif sérhverrar minnstu geisla- aukningar koma ekki í ljós áratúg- um saman þegar um sjúkdóma er að ræða, og ekki í mavgar kyn- slóðir, þegar um ræðir skaðleg áhrif á arfgenga eiginleika. Þessi skýrsla vísindanefndarinn- ar er 442 bls., eða helmingi lengri en hin fyrri, sem birt var 195ÍÍ. Allsherjarþingið skipaði nefndina 1955 og í henni eru fulltrúar 15 landa. Svíþjóð er eitt Norðurlanda sem á fulltrúa í nefndinni. AÐALFUNDUR Skólastjórafé- Iags Islands var haldinn laugardag 15. sept., 1962 í Mýrarhúsa skóla á Seltjarnarnesi. Mættir voru skólastjórar víðs- vegar að af landinu. Fundurinn ræddi m. a. launamál skólastjóra erindisbréf og ýmiss félagsmál. Gerð var eftirfarandi ályktun um launamál; Aðalfundur Skólastjórafélags ís- haldinn 15, sept. 1962 te'ur launakjör skólastjóra almennt i landinu algerlega óviðunandi. Bendir fundurinn á, að launakjór íslenzkra skólastjóra séu meira en helmingi lægra en starfsbræðra þeirra á Norðurlöndum og miklu mun lakari en í flestum öðrum menningarlöndum heims. VænÞr fundurinn þess eindregið, að leið- rétting á þessu fáist þegar ný launalög verða sett, en jafnframt felur fundurinn stjórn félagsins að vinna að því, að skólastjórar fái sanngjarnar launauppbætur nú þegar. Fundurinn vill í þessu sambandi minna á, að þá sjaldan sem kenn- arar hafa fengið einhverjar launa- bætur, hafa skólastjórar gleymst, og nú sé þannig komið málum, að sáralítill og sums staðar enginn launamunur er á skólastjórum og kennurum. .Virðist nú svo, að á- byrgð og skyldur skólastjóra séu að engu metnar. Þá vill fundurinn enn fremar vekja athygli fræðslumálastjornar innar á hinum erfiða og langa starfsdegi skólastjóra í heimavist- arskólum landsins og hve launa- kjör og starfsskilyrði þeirra eru bágborin. Telur fundurinn að hepni legt væri, að sérstaklega þjálfaðír kennarar í æskulýðs- og tómstunda. störfum tækju við gæzlu og' eftir- liti nemenda, þegar daglegvi kennslu er lokið. Þá ræddi fundurinn enn fremur kennaraskortinn og staðaruppbaet- ur til kennara í ýmsum byggðav- lögum íandsins. Taldi fundurinn ekki nema efli- legt að sveitar- og bæjarfélög færu þessa leið, til þess að fá hæía starfskrafta, til kennslu í skólum landsins, en skoraði hins vegar i fræðslumálastjórn, að vinna að því, að þeim kennurum, sem enn halda tryggð sinni við skóla og heimabyggð, verði bættur upp launamissirinn, sem skapast vegna kapphlaupsins um kennara. Fundurinn gerði einnig sam- þykktir um: kennsluskyldur skóla- stjóra; útgáfubækur Ríkisútgál’- unnar; erindisbréf skólastjóra: skólabókasöfn o. fl. og skoraði .i Alþingi og ríkisstjórn að sam- þykkja frumvarp það um almenn- ingsbókasöfn, sem liggur fyrir Ai- þingi. Fundurinn samþykkti að félagið efndi til fræðslu og kynningav- Framh. á 14. síðu Nauðstödd börn Stjórn Barnahjálparsjóðs SÞ hefur samþykkt að verja 670.000 dollurum til kaupa á maivælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum handa alsírskum flóttabörnum og börnum foreldra í Alsír sem órðið hafa að yfirgefa heimiii sín. Talið er að ein milljón barra sé meðal heimilisleysingja í Alsir og 1 hópi þeirra, sem snúið hafa siftur heim eftir flótta til Túnis eða Marokkó ★ San Diego: Hinn frægi, bandaríski njósnari úr síðustu heimsstyrjöld, William Aanvieui Corcoran er látinn, 78 ára að aldri. Þvi er haldið fram, að það hafi verið Concoran að þakka, að Bandamenn fundu og gerðu loft- árás á V-2 flugskeytastöð Þjóð- verja. Bezta yoga ritið þýtt GUNNAR DAL hefur verið að gefa út ritg. um indverska heimsspeki í Iitlum bókum, og eru komnar út fimm. Bækur þessar eru heillegt og skýrt yfirlit yfir indverska heimsspeki, og er vert að færa Gunnari þakkir fyrir að fræða landa sína um þessi mál. En síðasta bókin, Yoga, er þó sérstaklega merkilegt tilefni frásagnar, í rauninni stórmerk- ur bókmenntaviðburður. í þessari bók, sem er 72 blaðsíður að stærð, ræðir Gunn ar fyrst um yoga-heimsspekina yfirleitt, en síðari hlutinn er þýðing á Yoga-Sútra eftir Pa- tanjali. En það rit er ekki einasta eitt helzta heimsspeki- rit indverskt, heldur grundvall- ar rit allra Raja Yoga fræða, og vafalaust merkasta rit, sem til er um það mál. Það er mikið verk að þýða þetta rit, þótt stutt sé, því að hinar sálfræðilegu skilgreining- ar sanskrít-höfundarins eiga engan samanburð við' það, sem þekkist í vestrænum málum. Enn fremur orkar sums stað'ar tvímælis hvað' við er átt. Gunnar hefur haft þau vinnu brögð, að lesa grandgæfilega margar þýðingar á enska tungu og fleiri tungur og semja svo nýja þýðingu eftir þeim. Um þýðingu hans leyfi ép mér að segja, að hún er að mörgu leyti mjög skýr og á sumum stöðum aðdáanleg. Það var mjög þarft verk að þýða þessa bók, því að áhugi er hér vaxandi á því að rækta hugarfarið og notfæra sér reynslu hinna fornu indversku vitringa. S. H. HARMSAGA AB MAÐUR er nefndur Lothar Di- okan og flýði hann fyrir ári síðan frá Austur-Þýzkalandi til Vestur- Þýzkalands, en varð að skilja konu sína og dóttur eftir fyrir austan. Þau höfðu þó gert með sér sam- komulag um að hittast í Varna í Búlgaríu og hugðist Diokan koma þeim þaðan til Tyrklands. AUt gekk eins og í sögu, þar til búlgarskir landamæraverðir fundu konuna og dótturina í „skottinu" á bílnum. Diokan tókst að hrifsa telpuna, sex ára gamla, úr liöndum þeirra og ýta henni yfir landamær in til Tyrklands, enda aðeins um metra þaðan. Hann snéri síöan aftur til að sækja konu sína, én þá skutu búlgararnir hann í brjóstið, svo að hann gat rétt dregizt yfir landa- mærin aftur, en konan varð‘*eftir Búlgaríumegin. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. sept- 196^ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.