Alþýðublaðið - 26.09.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 26.09.1962, Blaðsíða 13
v-j : • - • ’ •*■ ;• fi , | f '" . • . v -..- : . ro ■ x "H't. y,i&& ■■' *■; .«*< **«?# ■ / ■■ ; ■ ^v//;:; ;■;///•-;/•;; - ;■■■■,-//•■■■ • ' ' Þrjár þjóð- legar bækur Síam er eitt af mestu menningarlöndum Austurlanda, og sérstak- lee/a er fræg þeirra bygeingarlist. tilkomumikil musteri, og þessi mynd er af einu slíku í höfuðborginni Bankok, geysitilkomumikil bygging. Þarna verður stanzað á leiðinni, og markverðir blutir skoð- aðir.. Meb Sunnu til Austurlanda Ferðaskrifstofan SUNNA hefir um nokkurt skeið haft í undirbún- ingi skipulagða ferð til Japans og fleiri Austurlanda. Hefir Sunna haft nána samvinnu við svissnesku ferðaskrifstofuna, Kuoni í Zurich. Með samvinnu við svo reyndan aðila á þessu sviði vinnst tvennt. Verð ferðarinnar verður laegra en með nokkru móti öðru og tryggt er að farþegarnir eigi völ á þeirri beztu þjón- stu, sem hægt er að fá. Tíminn til Austurlandaferðarinn ar hefur verið valinn að vorinu, þegar blómaskrúð og fegurð er mest í Japan og regntímabili lokið í Ihdlandi og Síam, sem eru meðal I viðkomustaða. Flogið verður héðan til Zurich og lagt þaðan upp i | ferðina 20. marz og komið aftur tii Evrópu 18. apríl. Tekur Austur- landaferðin sjálf því 30 daga. Ferðatilhögun verður á þá leið, að frá Sviss verður flogið til írak og stanzað dag í höfuðborginni Te- heran. Þaðan verð”r flogið næsta dag til Pakistan, Karachi með við komu í Isfahn, fornmerkri borg í íran. Frá Pakistan liggur leiðin með viðkomu i Indlandi, Nýju- Delhi til Rangoon höfuðborgarinn ar í Burma. Frá Burma er síðan fiogið til Hong Kong og þar stanz að.í tvo daga. Frá Hong Kong er flogið til Japan, Tokyo með skammri viðdvöl á Formósu. í Japan er svo lengsta vlðdvöl ferðarinnar í 9 heiia daga. Gefsb kostur á að ferðast mikið um Ja: an á þeim tíma, en vorfegurð þessa lands er mjög rómuð og. gestrisni fólksins framúrskarandi. Meðal þeisrra staða, sem heimsóttar verða í Japan eru borgirnar Hirosima, Kyoto og Osaka. Frá Japan liggur leiðin til Fil- ipseyja og þar dvalið tvo daga um kyrrt. Þaðan er flogið til Siam og dvalið þar þrjá daga um kyrrt. Frá Siam er flogið til Ceyion. Þar er dvalið í tvo daga og gefst tækifæri til að skoða hið furðulega gróðrarríki og dýralíf frumskóg- anna. Frá Ceylon er flogið til Beirut í Libanon með viðkomu í Bombay á Indlandi. Gefst tækifæri til að skoða þessa helztu stórborg á vest urströnd Indlands. í Libanon er stanzað í heilan dag og verður far ið í skoðunarferð um Libanons- fjöll og fomar strendur Fönikiu- , manna. Síðasta dag ferðarinnar er | svo flogið frá Libanon til Sviss. J Ferðakostnaður verður allur um 70 búsund íslenzkar krónur, og er I þá innifalið auk allra flugferðanna dvöi á beztu hótelum og allar mál- tíðir í 30 daga frá því farið er frá Reykjavík og komið þangað aftur. f ferðahópnum verða alls um 60 manns, Danir og Svisslendingar I auk fslendinga, og verður sérstak- 1 ur fararstjóri fyrir Svisslendinga 1 annar fyrir Danina og fslenzkur jfararstjóri frá Sunnu. Allar frekari upplýsingar um það sem á dagskrá er hvern dag ferðarinnar er hægt að fá hjá Ferða skrUstofunní Sunnu Bankastræti 7 Nýlega eru komnar á bókamark | aðinn þrjár bækur um þjóðleg ! ræði. Þetta eru: Þjóðsögur og sagnir, útgefandi er Elías Halldórs on í Hafnarfirði, en hann hefur innig tekið bókina saman. Raað- vinna séra Jóns Thorarensen, út 'etfandi ísafoldarprenr.smiðja og Skyggnir, safn íslenzkra alþýðu- fræða, en Guðni .Tónsson prófessor hefur tekið saman. Útgefandi er einnig ísafoldarprentsmiðja. Bæk urnar eru allar prentaðar hjá henni Elías Halldórsson virðist vera nýr maður í söfnun þjóðlegra Hann hefut áður gefið út bók, sem nefots' Heiðinginn. Þessi nýja bók er nokkuð sérstæð. Þarna er sægur af söjum og sógnum. en I 1 er eins og Elías só með bros á vör er hann segir frá. Einn Kail inn heitir Forlög eru tilviljanir. Annar kaflinn ber yfirskriftina: Dægurlög undir sálmalögum. Skemmtilegustu kaflarnir eru: Kröggur í vetrarferðum og Sér- kennilegt fólk og atburðir. — Bók in er um 220 bls. að stærð Jón Thorarensen hefur gefið út 12 hefti af Rauðskinr.u. Það er orðið -merkilegt rit og vrmdað. Presturinn boðar, að rann hætti nú alveg við Rauðskinr.u og munu margir sakna ritsins, en ef til vill finnst honum, að efnið sé tæmt. í þessu riti cr sagt írá Hvalsnes- prestum og er þetta stórfróðleg ritgerð.. Að lokum fylgir svo nafna skrá fyrir safnritið allt. Skyggnir er annað bindið af þessu safni Guðna prófe isors. Hér er meginuppistaðan: Þáttur af Þor varði hreppstjóra £ Sandvik og niðjum hans, en Þorvarður var mik ilúðlegujf persónuleiki í Arnes- þingi á sinni tíð. Páll Lýðsson sagnfræðingur í Sandvík, liefur rit að þáttinn um langafa sinn. Þá er Bjarni ættfræðingur Guðmundsson mikill þáttur um ævi hans og rit- störf. Æviágrip Þuríðar formanns, sem hvergi hefur áður birst, en þáttinn lét húri sjálf rita og fannst nýlega. Mjög mikið er og í bók- inni af smáþáttum og margvlsleg um fróðleik. — Allt eri< þetta eigu leg rit og forvitnileg fyrir þá, sem unna sögum og sögnum úr ísienzku þjóðlífi. Kyrming á Singer vélum Kammermúsík tónleikar Kammermúsikkiúbburinn er nú að hef ja 6. starfsár sitt og verða fyrstu tónleikarnir Z7. þ.m. í sam komusal Melaskólans, þá leikpr hinn ameríski strokkvartett tón verk eftir Haydn, Webern, Stra- vinsky og Ravel. Að vanda verður fvrirhuguð efn isskrá fyrir starfsárið fjöibreytt bæði hvað snertir fjölda flytjenda og aldur tónverka. Meðal þess, sem ráðgert er að flytij, má nefpa Debussy: Sónata f.vrir flautu. lág fiðlu og hörpu. Revel: Tónverk fyrir flautu, ktarinett, hörpu og strengjakvartett Mozart: Klarinctt tríó. Þá er sónötukvöld og munu Árni Kristjánsson og Björn Ólafs son flytja Fantasíu eítir Schubcrt og sónötu eftir Beethoven. Sungin verða lög úr Schwanengesang eftir Schubert. Loks má benda á að haldið verð ur áfram flutningi Braudenborear konsert eftir Bach og verða tveir fluttir. á þessu ári. Þssir tónleikar Kammermúsikklúbbsins með lítilli' hljómsveit hafa verið mjög vinsælir Tónleikar klúbbsins eru nú orð inn fastur liður i tónlistarlffi bæjarins og hafa flest;r meðlimir hans verið hinir sömu frá upphaíi Þó hefttr töluvert bætzt við af yngra fólki. Mikill fjöldi íslenzkra tónlistar manna hefur komið fram á þess um tónleikum og javnframt nokkrir heimskunnir erlendir. Snorri Sturluson Framh. af 16. síðu bornir saman við íslendingasögurn ar sérstaklega. í báðum tilfellum kom í ljós sama sérstaðan varð- andi Eglu. Hallberg telur, að einnig megi nota þessa aðferð tll að ákvarða aldur íslendingasagna innbyrðis og vinnur hann nú að slíkri rann- sókn. Niðurstaða þeirra rannsókna sem að framan getur, bendir mjög til þess að sú aðferð sem notuð er, sé traust og þykja sterk rök fyrir því, að Snorri hafi samið Eglu. Dr. Sigurður Nordal stofnaði ritgerðasafnið Studia Islandica ár- ið 1937 og var útgefandi þess til ársins 1951, að heimspekideild Há- skólans tók við útgáfunni. Nú hafa heimspekideildin og Mennlngar- sjóður sameinast um útgáfuna. — Ritstjóri ritsafnsins hefur verið síðastliðinn áratug dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor. í nýja sýniugarsalnum í Kirkju stræti 10 var í fyrradag opnuð sýn ing á vcgum Véladeildar S.Í.S., á sauma- og prjónavélum frá Singer og ýmsum hlutum þeim tilheyrandi Sýndar verða 3 gerðir sauinavéla sem þegar hafa hlotið miklar vin sældir hérlendis. Auk þess ein ný gerð, sem er að koma á markaðinn frá verksmiðjum Singer i V.- Þýzkalandi. Er hún einkum frá- brugðin þeirri fyrri að því leyti að hún hefur svokaPaðan „frjáls an arm.“ Prjónvélin, sem sýnd er, hefur á þeim stutta tíma sem hún hefur verið hér á markaðinum, náð mik illi hylli, vegna þess h\ c hún er auðveld í notkun og fjöihæi. Á sýningunni staría íjórar konur sem sýna hvemig vélarnar vinna og veita gestum hvers konar upp- lýsingar og leiðbeiningar um með | ferð þeirra. Sýningin verður opiu daglega frá klukkan 2-7 e.h. Leitar bréfvinar Japönsk stúlka, Kayokj Vamam oto, 15 ára að aldri, óskar að kom ast í bréfasamband við einhvern íslending. Hún skrifar á ensku, hefur áhuga á að lesa, safoa brúö um og skrifa bréf. Heimilisfang hennar er 1317 loshidacho Meri- maku, Tokíó, Japan. Fulbright námsstyrkir MENNTASTOFNUN Banda- ríkjanna hér á landi, Fulbright- stofnunin, auglýsir hér með eftir umsóknum um náms og ferðastyrki handa íslenzkum liáskólaborgurum, sem þegar hafa lokið háskólaprófi og hyggja á frekara nám við banda ríska háskóla á háskólaárinu 1963- 1964. Umsækjendur um styrki þessa verða að vera íslenzkir ríkisborg- arar og hafa lokið háskólaprófi, — annað hvort hér á landi eða ann- ars staðar utan Bandarikjanna. Umsóknir um námstyrki þessa skulu hafa borizt Menntastofnun Bandaríkjanna, pósthólf 1059, R- vík, fyrir 20. okt. nk. Sérstök um- ! sóknareyðublöð fást á skrifstofu stofnunarinnar, Kirkjutorg 6. III. (Frétt frá Fulbright- stofnuninni). ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. sept- 1962 13 ,,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.