Alþýðublaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 2
Ritsljórar: Gísli J Ástþórsson (áb) og Benedikt Gröndal.—Aðstoðarritstjóri Björgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 - 14 902 - 14 903 Auglýsingasími: 14 906 - Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 55.00 A mánuði. í laiui'&ölu kr. 3 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhamiesson. Lincoln og Barnett ÁTÖKIN í MISSISIPPI um það, hvort ungur blökkumaður skuli fá inngöngu í ríkisháskólann, eru hin alvarlegustu, sem komið hafa fyrir í Banda ríkjunum síðan í Þrælastríðinu. Ross R. Barnett, landsstjóri fylkisins, hefur snúizt af hörku gegn inngöngu blökkustúdentsins, og ögrar lögum og fyrirskipunum stjórnarinnar í Washington. Það eru þessi átök milli fylkis og ríkis, sem gera málið eins alvarlegt og raun ber vitni. Ekki má gleyma því, að hér er um raunveruleg bapda-ríki að ræða. Fylkin 50, sem mynda heildar ríkið, hafa mikið vald í eigin málum og geta um margt farið sínar eigin leiðir. Meðal annars eru skólamál í þeirra valdssviði, og skákar Barnett í því skjólinu. Hvert fylki hefur sinn her, sem forseti landsins getur að vísu tekið af fylkjunum og undir sína stjórn, ef ástæða er til. Kynþáttaofstæki er eitt alvarlegasta og and- sIyggHe&asta vandamál mannkynsins, og mega þejr þakka fyrir, sem ekki þurfa að glíma við það í löndum sínum. Byggist það undir niðri á ótta við, að aukin samskipti í daglegu Iífi muni leiða til sam runa kynþáttanna. Samt sem áður hljóta frjáls- iyndir menn um allar jarðir að fordæma slíkt of- stæki og krefjast algers jafnréttis allra kynþátta. í Bandaríkjunum var þrælahald þar til fyrir einni öld. Málið varð svo alvarlegt, að það leiddi til borgarastyrjaldar, einhvers blóðugasta ófriðar 19. aldarinnar. Þegar litið er á kynþáttavandamál Bandaríkjanna má ekki gleyma Abraham Lincoln og sigri norðurríkjanna — ósigri þrælahalds og kyn þáttahaturs. Það hefur tekið langan tíma fyrir alla bandarísku þjóðina að skilja þau málalok, og enn spyrna hvítir menn við fótum, þar sem þeir telja sig eiga hagsmuni að verja. Hins vegar hallar stöð- ugt undan fæti fyrir þeim. Þeir heyja varnarbar- áttu, sem er fyrirfram töpuð, eins og fram hefur komið í úrskurði hæstaréttar í Washington í skóla málum og stefnu alríkisstjórnarinnar síðustu ára- tugi. Mál eins og þetta gæti einræðisherra leyst með einu pennastriki og notað hervald til að hafa allt rólegt á yfirborði. En það væri ekki raunveruleg lausn, af því að hugur fólksins hefði ekki breytzt. Lýðræðið er svifaseinna, en leitar að þeirri varan- legú lausn sem byggist á vilja og hugarfari fólks- ins| Sú breyting hefur gengið hægt í Bandaríkjun- um, en þó miðar stöðugt í rétta átt. Því miður hlýt- ur þin hæga þróun að skaða Bandaríkin og lýðræð ið í augum annara, sérstaklega nýfrjálsra þjóða, seiþ ekki eru hvítar. Aðeins ákveðin afstaða ■■ Kehnedys forseta getur dregið úr því tjóni. Rýmingarsa Vegna eigendaskipta og fyrirhugaðra breytinga, verða vörubirgðir verzlunarinnar seldar á tækifærisverði. — Margt, fyrir hálfvirði eða minna. HOF Laugaveg 4 HANNES Á HORNINU k Börn fá greiðslu fyrir að hjálpa til við upptekt á kartöflum. k Er ástæða til þess að am ast við því? k Um að skera niður nokk núll. BLAÐ SAGÐI FUÁ ÞVÍ, að börn hefðu hjálpað til við upp- tekt á kartöflum og hefðu fengið átta krónur fyrir pokanu. Ég hef fengið bréf um þetta og virðist höfundurinn hneykslast á þessum kaupgreiðslum til barnanna. Ég geri það hins vegar ekki. Börnin voru ekki að hjálpa foreldrum sínum heldur óviðkomandi fólki. Ég held að börnin hafi ekki unnið fyrir aðra endurgjaldslaust fyrr á tíð. Hins vcgar þykir þeim gaman, að hafa eitthvað fyrir stafni og cru ákaflega stolt yfir því, ef þau fá umbun fyrir það. Það er cininitt þetta, sem liefur gerzt í kartöflu- vinnu barnanna. Bréfið fer hér á eftir: málgagn bæjarins, Morgunblaðið, slái því upp með stórtyrirsögn á fyrstu síðu, að börniri fái „8 krón- ur fyrir pokann", finnst niér dálít- ið bjálfalegt. En líklega er þetta aðeins qinn liður í nútímamenninE- arlífi fólksins, þar sem allir hlutir eru metnir til peninga, jafnvel þó þeir séu smátt og smátt að verða lítils virði. JÁ KRÓNAN OKKAR er ekki orðin mikils virði, aðeins rúmir 5 gullaurar. Ég sé að Benedikt Grön- dal skrifar um þá hugmynd, að strika eitt núll aftan af, svo að 10 kr. verði að einni krónu Ég held að þetta sé alveg þýðingarlaust til að. stemma stigu við verðbólgu. Hins vegar mundi það létta ýms- um fyrirhöfn við afgreiðslu í búð- um og almenn reikningsskil, ef hætt væri að reikna með einseyr- ingum og tvíeyringum. Hvernig væri að láta sér nægja þá eina taglskellingu krónunnar, að fella niður allar smærri einingar, en t. d. 25 aura? HIN AÐFERÐIN myndi engum tilgangi þjóna, nema ef vera skyldi að hækka laun ailra manna i land- inu, en rýra afkomu atvinnufyrir- tækja. Það gerir ef til vill ekkert, ef öll atvinnufyrirtæki eru komin á ríkissjóð. SVO ER ANNAÐ. Það kostar ríkissjóð mikla peninga árlega, að „slá“ alla þá smámynt, sem nú- verandi peningamál útheimta, auk fyrirhafnarinnar við bókhald og reikningsskil í sölubúðum og víð- ar. — í dag var ég að borga reikn- ing upp á kr. 583,01. Ég held að vel hefði mátt sleppa þessum eina cyri“. PÁLL SKRIFAR: „Ég las í blaði, að börn væru að hjálpa til við að taka upp kartöflur og að þau fengju 8 krónur fyrir pokann. Það er ágætt, ef hægt er aö finna vinnu handa börnum, sem anpars væru iðjulaus, og kartöflurækt, sáning, hreinsun garða og upptekt, er tilvalið verkefni fyrir börn, og það er sjálfsagt, að hér í þænum sé borgað fyrir þessa vimiu. AUSTIN A60 CAMBRIDGE fólksbifreið með dieselvél. — Þýður gangur ANNARS VAR ÞAÐ talin skyJda ! barna og unglinga á hei.riilum í1 sveit, þegar ég var að alast upp,! að vinna það sem til féli á heim- | ilinu, án þess að greitt væri kaup | fyrir. En sennilega eru þe'u’ tímar liðnir, þar sem börn og unglingar töldu það skyldu sína, að leggja fram sína litlu krafta til hjálpar á heimilinu. ÉG ER EKKI svo undrandi yfir því, að börn hér í bænum fái þókn- un í peningum, fyrir að lína kartöflur upp í poka. En að liöfuð- í vél, ásamt rúmgóðu plássi gerir AUSTIN A60 tilvalda atvmnubifreið fyrir bifreiða- stöðvar. UPPLÝSINGA GARÐAR GISLASON H.F. Reykjavík % 2. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐlfl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.