Alþýðublaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 8
Umboðsmenn Happ- drættis Alþýðublaðs- ins á Norður og Aust- urlandi. Hrútafjörður: Magnús Gíslason, kaup- maður, Staðarskála Hvammstanga: Björn Guðmundsson, hafnarvörður Sanðárkrókur: Konráð Þorsteinsson kaupmaður Varmahlíð: Sigurður Haraldsson, hótelstjóri Hofsós: Þorsteinn Hjálmarsson, símstjóri Ólafsfirði: Randver Sæmundsson, kaupmaður Dalvfk: Jóhann G. Sigurðsson, bóksali Akureyri: Stefán Snæbjörnsson, verzlunarmaður Húsavík: Þorgrímur Jóelsson, fisksali Kaufarhöfn: Guðni Þ. Árnason, verzlm. Bakkafirði: Jón A. Árnason, útibússtj. Neskaupstað: Sigurjón Kristjánsson, verzlunarmaður Egilsstöðum: Gunnar Egilsn., útvarpsv. Seyðisfirði: v Ari Bogason, bæjarfulltr. Eskifirði: Bragi Haraldss. verzlm. Reyðarfirði: Egill Guðlaugss., Brú Eáskrúðsfirði: Óðinn G. Þórarinss. kaupm. Höfn, Hornafirði: Dregið verður næst 7. október um Volks- wagen-fólksbifreið árgerð 1963, að verð- mæti 120 þús. kr. Aðeins 5000 númer. Endurnýjun stendur yfir. Látið ekki HAB úr hendi sleppa. g 2. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ eftir BJÖRQVfN GUÐMUNDSSON ÞAÐ er eitt höfuð ágreinings- efni stjórnmálanna, hversu langt hið opinbera eigi að ganga á braut reksturs atvinnufyrirtækja. Ilér á landi hefur Alþýðuflokk- urinn barizt fyrir því, að ríki og bæjarfélög hefðu með höndum vissan atvinnurekstur, en Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið harðasti andstæðingur Alþýðu- flokksins í því efni. Þegar einka- útgerðir höfðu gefizt upp og lagt togurum sinum á kreppu- árunum, kom Alþýðuflokkur- inn í Hafnarfirði á fót Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar. Sú útgerð hóf rekstur togara, sem varð at- vinnulífinu í Hafnarfirði mikil lyftistöng á erfiðustu árunum eftir heimskreppuna. Sjálfstæð- isflokkurinn í Hafnarfirði barð- ist gegn því, að Hafnarfjörður hæfi útgerð togara, þar eð það samrýmdist ekki stefnu Sjálf- stæðisflokksins, að opinberir að- ilar hefðu með höndum víðtækan atvinnurekstur. Alþýðuflokkur- inn átti heldur ekki von á því, er hann hóf baráttu sína fyrir bæjar útgerðum hér á landi, að Sjálf- stæðisflokkurinn ætti eftir að leggja því máli lið síðar meir. En svo fór raunar. Árið 1947 stofnaði Reykjavíkurbær togara- útgerð, Bæjarútgerð Reykjavík- ur, og það gerðist enda þótt Sjálf stæðisflokkurinn hefði hreinan meirihluta I bæjarstjórn Reykja- víkur. Má segja, að er svo var komið, hafi sjónarmið Alþýðu- flokksins I deilunum um bæjar- útgerðir verið búið að vinna al- geran sigur. En enda þótt Sjálfstæðisflokk- urinn hafi samþykkt í Reykjavík að stofna stærsta opinbera út- gerðarfyrirtæki Iandsins, hafa ekki allir í þeim flokki verið á- nægðir með það skref, er flokkur einkaframtaksins þá steig inn á braut opinbers reksturs. Öðru hverju heyrast raddir óánægðra ihaldsmanna, manna, sem telja, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi misstigið sig og gert rangt í því að samþykkja tillögur Alþýðu- flokksins um bæjarútgerð i Reykjavík. Ein slík rödd heyrð- ist í FROSTI, tímariti Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna fyrir nokkru. Birtist í júlíhefti ritsins mikil árásargrein á Bæjarútgerð Reykjavíkur. Vakti grein þessi mikla furðu vegna þess, að Bæj- arútgerð Reykjavíkur er aðili að SH og það þótti heldur óviðeig- andi, að fjármunir aðildarfyrir- tækja SH væru notaðir til þess að kosta áróðursrit gegn þeim sjálfum. Alþýðublaðið benti þeg- ar á, hvað hér var að gerast og stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna kom saman og sam- þykkti að biðjast afsökunar á þeim mistökum, er átt höfðu sér stað í sambandi við ritstjórn FROSTS. Það var alltaf ætlun Alþýðu- blaðsins að ræða efnislega þau atriði, er FROST byggir árásir sínar á Bæjarútgerðina og skal það gert í þessari grein. F R O S T birtir saman burð á opinberum gjöld- um nokkurra togaraútgerða og fær þá útkomu, að Bæjarútgerð Reykjavíkur greiði mun minni gjöld en einkafyrirtæki, er reka togara. Segir FROST, að vegna mikillar skattabyrðar, er einka- útgerðir hafi orðið að bera hafi þær smátt og smátt komizt á framfæri hins opinbera. Hin fyr- irtækin, þ. e. bæjarútgerðir hafi getað sótt fé til skattborgaranna og ekki þurft að greiða nema brot þeirra skatta, er einkafyr- irtækin hafi greitt. Segir FROST að áframhald þessarar stefnu ,Jeiði til lífskjaraskerðingar”. Svo mörg voru þau orð. Það er ekki nýtt deilnefni, hvernig haga beri skattlagningu opinberra fyr- irtækja. Það hefur verið svo, að ríkisfyrirtæki hafa ekki greitt tekjuskatt og mörg bæjarfyrir- tæki hafa ekki greitt útsvör.Mörg nm hefur virzt óeðlilegt, að f jár- sterk opinber fyrirtæki eins og bankarnir, greiddu ekki sam- bærilega skatta og einkafyrir- tæki og vissulega er nokkuð til í því. En hitt get ég ekki fallizt á, að nauðsynlegt sé að skatt- leggja opinber framleiðslufyrir- tæki eins og bæjarútgerðirnar jafnmikið og önnur fyrirtæki. — Hins vegar stenzt það ekki, er FROST heldur fram, að BÚR hafi ekki greitt útsvör eins og önnur útgerðarfyrirtæki. BÚR greiddi ætíð veltuútsvör meðan þau voru álögð og greiðir í ár aðstöðugjald. Og hafi verið um tekjuafgang að ræða hefur BÚR einnig greitt tekjuútsvar. Hins vegar hafa þessi gjöld ekki verið tilgreind í skattskránni, þar eð þaú hafa verið greidd inn á Fram kvæmdasjóð Reykjavíkur, en BÚR hefur aftur fengið lán úr þeim sjóði. FROST segir: Það á að setja alla við sama borð í skatta og fjár- málum án tillits til reksturs- forma. Á það sjónarmið get ég alls ekki fallizt. Við verðum að hafa í huga, hvers vegna hæjar- útgerðunum var komið á fót og hvert er höfuðmarkmiðið með rekstri þeirra. Bæjarútgerðun- um var komið á fót vegná þess, að einkaframtakið hafði brugð- izt. Einkatogararnir lágu bundn- ir í Hafnarfirði, þegar Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar hóf starfsemi sína og einkaútgerðirnar í Reykjavík treystu sér ekki til þess að kaupa þá nýsköpunarteg- ara, sem Bæjarútgerð Reykja- vfkur keypti. Bæði þessi bæjar- fyrirtæki voru stofnuð í því skyni að auka og tryggja atvinnu, hvort á sínum stað. Það er vissu- lega eðlilegt, að bæjarfélögin vilji hlúa að þessum fyrirtækj- um sínnm. Slíkt er í þágu bæjar- félaganna. Bæjarútgerð Reykjavíknr hef- ur nú starfað í 15 ár. Hún er np stærsta útgerðarfyrirtæki land» ins og eitt stærsta atvinnufyrir- tækið í Reykjavík. Bæjarútgerð- in hefur skapað gífurlega mikla vinnu í höfuðstaðnum, þar eð tog arar útgerðarinnar hafa lagt á land í Reykjavik mikið aflamagn til vinnslu á undanförnum árum. Ef litið er á tölur yfir vinnu- laun, sem Bæjarútgerðin hefur greitt frá upphafi sést hversu mihla þýðingu fyrir atvinnulif höfuðstaðarins fyrirtækið hefur haft. Frá stofnun BÚR hafa vinnulaun verið sem hér seglr: 1947 1.7 1948 2.7 1949 5.3 1950 4.8 1951 13.7 1952 24.6 1953 25.8 1954 22.4 1955 31.1 1956 32.2 1957 32.6 1958 45.3 1959 44.3 1960 49.9 Vinnulaun fyrir árið 1961 eni millj. millj. millj. millj. millj. millj. millj. millj. millj. millj% millj. millj. millj. millj.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.