Alþýðublaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 15
7 D •« - Baum hún, án þess að lyfta augnalok- unum, sem voru lítilsháttar mál- uð. Svo greip hún upp í hárið, sem bar mjög ljósan lit. Ambró- síus beit saman tönnunum, þeg- ar hún lyfti höndunum. „Sumir eru töfrandi í kvöld,“ sagði hann, „og hættulegir umhverfi sínu. Hafa margir sigrar unnizt’" „Æ-i hættu þessu, það er þreytandi". Ambrósíus sótti sér vindil,' það róaði ögn. „Það er geðugur náungi þessi Kolding, finnst þér það ekki, litli hreysiköttur?“ „Hann er óvenju geðþekkur, verulega aðlaðandi". „Gezt þér vel að’ honum?“ „Gezt mér að? — Nei ekki sér- staklega. — Ég er bara dálítið forvitin gagnvart honum, — það er allt og sumt“. „Forvitin, hum. — Þú ert ó- seðjandi á karlmenn, veizíu það Yvonne?“ Andlit Ambrósiusar, er stóð að baki henni, var ógn- þrungið. En þegar hún sneri sér að honum, brosti hann sviplaust. „Það er ykkur sjálfum að kenna, þið verðið allir s,vo fljótt — útslitnir". „Er það, en þessi Kolding, virðist munu endast eitthvað bet- ur? Hvaða kostum á hann það að þakka að þú hefur fengið áhuga áhonum?“ „Það skal ég gjaman segja þér. Hann er kaldur, það finnst mér mjög athyglisvert hjá karl- manni. Hitt — eins og stendur get ég ekki — það veiztu". „Þú ert brennuvargur Yvonne. Þú hefur ánægju af að kveikja í, en þegar kviknað er í, kærir þú þig. kollótta". „Er þá kviknaði í?“ spurði Pastouri og hætti að glamra á hljóðfærið. ,,Já, það er kviknaði í“ sagði Ambrósíus lágt og rétti fram hendurnar, án þess þó að snerta hana. Hún sá það og brosti háðs- lega um leið og hún sveipaði um sig kínverska silkisjalinu alveg upp að höku. „Hvort á ég nú heldur að kenna í brjósti um þig eða að- eins hlæja að þér? Sjáifur ertu hreinasta mannæta, sem aðeins hugsar um að éta fátækar fiðlu leikskonur. Reyndu að skilja, að ég vii það ekki lengur, það ger ii mig aðeins illa og arga í þinn garð“„ „Yvonne!" Ambrósíus horfði biðjandi á hana. „Yvonne! Ég bið þig að svara mér í einægni. Þyk ir þér ekkert vænt um mig leng- ur? Þú ert þó konan mín.“ „Já, já, já! Ég er konan þín“, lirópaði hún og sneri sér snöggt gð honum, og mér þykir vænt um þig á ótal vegu, en þetta eina — það vantar! Ég get ekki bjargað þér.“ „En þú hefur þó gifst mér litli hreysiköttur. Þú hefur gefist mér Þú tilheyrir mér“. „Já, ég hef gifst þér. Ég var ástfangin af þér, hreykin af þér. Það var dásamlegt að sigra þig og temja, ég, hin smávaxna Avonne Pastouri, þú hinn frægi og stóri prófessor Ambróíus. En þekkti ég þig? Þekkja tvær mannverur yfirleitt hvor aðra fyr ir brúðkaupskvöldið? Æ, því eig um við að vera að tala um allt þetta? Ég er þreytt, og nú vii ég fara að sofa. Þú ættir að gera það líka góði minn. Mér þykir vænt um þig, treystu því, og gerðu þig ánægðan með það“. „Ánægðan, ánægðan! Þetta er hreinasta helvíti, skilurðu ekki, að þetta er alls ekkert hjóna- band, en fullkominn hreinsunar- eldur. 'Litli hreysiköttur, hvernig getur slílsur misskilningur orðið til? Ég — sem er alveg hamstola eftir þér, alyeg brjálaður, töfrað ur, þræll ástríðu minnar. Og þú — verður þú þess alls ekki vör? Ertu svo köld, svo eigingjörn, svo ósnortin? Liggja engir þræð- ir til þín frá mér? Frá mér sem loga af ástríðu? Það getur ekki verið. Ljúktu upp, leyfðu mér að koma til þín, þá verður allt gott“. >,Ég get það ekki — þori það ekki“, svaraði Pastouri lágt. Nú bar andlit hennar svip liörku og alvöru. „Ég þori ekki að gera neitt, sem er gagnstætt mínum eigin tilfinningum". „En hvað hef ég þá gert þér? Er aldrei hægt að bæta fyrir það aftur?" „Ég veit það ekki, veit ekki, hvort það er óbætanlegt. Ef til vill þreytist ég einhverntíma og læt undan. En það yrði slæmt fyrir okkur bæði“. „Hvað hef ég þá gert þér?“ spurði hann úrræðalaus um leið og hann gekk yfir að gluggan- um. „Þú hefur ekki gert mér neitt, og ég hefi ekki gert þér neitt; við eigum bara alls ekki sam- an. Skilningarvitin beita sínum lögum sem viljinn berst árangurs laust. á móti. Það hefi ég ekki vitað áður. Nú veit ég það“. „Litli hreysiköttur. Viltu í al- vöru svara mér einu?“ Ambrós- íus stóð í sömu sporum og sneri baki að henni og sá aðeins óljósa mynd af henni speglast í rúð- unni: „Segðu mér sannleikann, ei' — er annar með í leiknum?“ ,,Nei“. „Segðu mér satt Yvonne“. . „Nei, ekki ennþá. Ég vil ekki ljúga að þér. Ennþá er enginn annar.“ Abrósíus bar hendumar upp að vöngunum og greip í hár sitt. „Já, en ég elska þig þó. Ég þrái þig svo óstjórnlega —“ hvísl- aði hann. Hann fékk ekkert' svar. Past- ouri var farin. Ambrósíus fór að ganga um gólf eirðarlaus. Seinast kveikti hann sér í vindli og reyndi að sökkva eér niður í lestur, en það mistókst einnig. Prófessor Am- brósíus, þessi heimskunni mað- ur með jámviljann, var sigrað- ur. Hans andlegi styrkur hafði brugðist honum og líkaminn stjórnaði honum á svívirðilegan hátt. Yfir blaðsíðum bókarinnar flögruðu fagurvaxnir konuútlim ir, endalaus röð af freistandi hreyfingum. . . . Hann stundi. Hann nötraði eins og tré af vindi skekið. Hann þrýsti knýttum hnef anum að hvörmunum, en mynd Yvonne var þar jafnskýr og áð- ur. Yvonne hafði heitekiö hann, hún gróf undan starfi hans, já jafnvel starfi hans. í gufinni frá öllum tilraunglösunum sá hann aðeins þetta eina: hinn litla hvíta mjúka konulíkama, sem hafði svikið hann. Abrósíus fleygði frá sér bók- inni, og hann gat ekki rétt úr sér fyrr en hann kom inn í eig ið herbergi, þar sem andrúms- loft meinlætamannsins ríkti. Á borðinu lágu tvær töflur og nokk ur útskrifuð blöð með athuga- semdum vegna fyrirlestranna Jæsta dag. Hann las þau utan við sig og róaðist nokkuð. Svo svolgr aði hann í sig fullt vatnsglas. Ali ar hreyfingar hans báru vott um ákafa geðshræringu. Meðan hann afklæddist lék kvöldsvalinn um hans volduga líkama. Þannig stóð liann nokkrar mínútur, risavax- inn og þó umkornulaus eins og lítill drengur. Hann var fertug- ur maður og altekinn af þeim erfiðleikum, sem oft fylgja þessu aldursskeiði, og hann varð nú að komast yfir. Allt í einu gekk hann að skrautlausum speglin- um og horfði í hann rannsókn- araugum. Hvað var að honum fyrst hörfað var undan honum cins og hann væri aðeins skrípa mynd af karlmanni. Hann sá höf öðið með hinu stóra enni og þunnt hárið teygja síg niður eft ir því, augun í djúpum augnatóh unum og fjölda af smáhrukkum í kring. Gagnaugun voru innfall inn of æðaber. Nefið sterklegt og beint, hakan — ennþá festuleg, var það sem greinilegast bar merki um þjáningar hans síð- ustu mánuðina. Og munnurinn, vesalingurinn, næst-um barnsleg- ur með ótvíræðum þjáningadrátt um, sagði frá öllu. Ambrósíus barði krepptum hnefunum á brjóst sér: „Hvað verður um þig? Hvert lendir þetta allt saman?“ í baðherbcrginu við hliðina heyrðist vatnið seitla. Einhver var þar á ferli berfættur; það var líf og hreyfinging þar sinni. Prófessorinn skálmaði að dyr unum, hikaði, hallaði svo höfð inu að dyrakarminum. Allt í einu hló hann með sjálfum sér. „En hvað ég er mikið fión“, hugsaði liann. Þetta pr ekkert annað en venjulegar hjónabands skrípaleik ur, en ekki sorgarleikur. Hann sneri handfanginu; herbergið var ólæst. Yvqnne stóð undir steypubað- inu, þar sem vatnið hrislaðtsi, niður. Loftið var mergað lykt af fann til hans yfir sér stóran og i ruddalegan meðan hann sogaði að sér loftið og þrýsti tönnunum • að hálsi hennar. — Henni fannst •, hann svo ókennilegur, ægilegur eins og dýr úr frumskóginum. „Gerðu það ekki“, hvíslaði „EJ • þú gerir það, er allt búið“. i Hann linaði tökin við illan < grun og stundi upp. „Þú ert mín — mín. Þú ert > mín eigin, tilheyrir mér“. „Ég þoli þig ekki“, hrópaði hún viti sínu fjær. „Ég hefi Ót beit á þér. Farðu, farðu, í guðs bænum farðu“! Ambrósíus hörfaði. Eins og svivirtur og sigraður maður vék hann út úr svefnherberginu. Úti fyrir hné hann niður á þrepin að baðkerinu. Höfuð hans hné GRANNARNIjR Ég fór meir að segja úr skónum til að svína ekki út. Biórn - Grænmeti -1 Góðar kartöflur r Mikið og nýtt úrval af plastblómum ,-r- Bilavasar með falleg j um pottablómum: < Rósir — Nellikkur — Gladyoiur — Christantemum o. fl. Blómalaukar (jólatúlipanar og Hígsyntur) þurfa að látast I strax niður. Útitúlipanar, 8 seg. \ Blómaáburður — Blómapottar — Blómamold. ' Mikið og fallegt úrval af alls konar afskorpum blómum og öðrum blómum. .Alls konar vönir til tækifærisgjafa. Komið og athngið verð og gæði. — eiíthvað fyrir alla. » Blóma- og grænmetismarkaðurinn Laugavegi 63. Blómaskálinn við Nýbýlaveg og Kársncsbraut ,[■ Opið alla daga kl. 10 — 10. t ALÞÝOUBLAÐIÐ — 2. október 1962 3 sápu og öðrum snyrtivörum Hún nuddaði sig í ákafa um mjaðmir og leggi. Hún hafði óvenju fagran vöxt og var með öllu feimulaus. Augnaráði manns síns mætti hún með. kæruleysis- brosi og skvetti lítilsháttar vatni á hann. Það var eitthvað barna- legt við hreyfingar hennar, og þær virtust benda til sáttfýsi. En Ambrósíus var enginn hlát ur í hug. Hann þreif hana í fang ið, lyfti henni hátt upp og fann hvernig hinn voti háli líkami hennar spriklaði í faðmi hans, meðan hann bar hana að rúminu. Hún hafði steinþagnað. Varirn ar klemmdi hún fast saman, en augun voru galopin, og það voru þau eftir að hann þakti andlit hennar með kossum sínum. Hún

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.