Alþýðublaðið - 03.10.1962, Page 3

Alþýðublaðið - 03.10.1962, Page 3
Kalonji bor inn ofurliði LEOPOLDVILLE, 2. október. HERSVEITIR kongósku mið- stjórnarinnar hafa yfirráðin í liinu svonefnda námuríki í Suð- ur-Kasai. Þær hafa handtekið Al- bert Kalonji, sem hefnr verið voldugur í ríki þessu í tvö ár. Hann var handtekinn, en flúði úr KANAVERALIIÖFÐA, 2. októb- er: Þar-» sem veðurliorfur hafa batnað, var ekki talið í dag, að geimferð Walters Schirras, sem fyrirhuguð var á miðvikudag, yrði frestað'. Engir tæknilegir gallar hafa fundizt á geimfarinu. í dag var Schirra og varamaður hans, Gor- don Cooper, fræddir um ýmis tæknileg atriði. Schirra á að fara sex sinnum umhverfis jörðu og ferðin á að taka 9 klukkutíma. Schirra á að koma niður á Kyrrahafinu, um 440 km. NA af Midway-eyjum. Rúmlega 40 þús. menn, 30 skip og fjöldi flugvéla, bíða nú eftir geimskotinu á svæð-, inu, þar sem Schirra á að lenda, og á Atlantshafi. fangelsi nýlega og héit þá til Suð- ur-Kasai. Fulltrúi stjórnarinnar, Albert Kangolongo, sem hefur verið ! skipaður yfirmaður hers og lög- j reglu miðstjórnarinnar, ræður nú j lögum og lofum í höfuðstaðnum, Bakwangu. Bærinn er hersetinn af tveim herflokkum stjórnarliðsins. j Formælandi SÞ hefur skýrt svo frá, að undanfama daga hafi ver- ið róstur á götum úti í bænum. Tveir hermenn biðu bana. Neyðarástandið í Suður-Kasai, hefur engin áhrif haft á starf semi hins stóra demantafélags Mi- ! ban, en arðurinn af vinnslu þess ■ úr demöntum, nemur aálega 18000 millj. (ísl.) kr. árlega. Hvorki Mi- ban né félagið Vinidre hafa greitt miðstjórninni skatta. Formælandinn sagði, að Evr- ópumenn hefðu ekki haldið burtu úr Suður-Kasai. i Síðan Kongó öðlaðist sjálfstæði 30. júní 1960, hefur Kaicnji tek- izt að halda Suður-Kásai aðskildu frá öðrum hlutum Kongó bæði í stjórnmálalegu og efnahagslegu íilliti. FRÉTTIR 1 STUTTU MÁLI ★ SALISBURY: Joshua Nkomo, foringi þjóðernissinnaflokks svert- ingja í S-Rhodesíu, ZAPU (sem hefur verið handtekinn), var handtekinn er hann kom méð flugvél frá Nairobi til Salisbury í gær. Nkomo var í N-Rhodesíu er flokkur hans var bannaður, en hélt þaðan til Dar-es-Salaam í Tanganyika. Mikill mannfjöldi var samankominn á flugvellinum, svo og lögreglulið, en ekki kom til á- taka. Ef ákveðið verður, að Schirra skuli fara 3 ferðir í stað 6. á . ★ WASHINGTON: Utanríkisráð- hann að lenda á Atlantshafi. | herrar Ameríkuríkja hófu óopin- Bandaríkjastjórn hefur farið beran fund í bandaríska utanríkis- þess á leit við Sovétstjórnina, að ráðuneytinu í gær til þess að ræða Rússar sprengi ekki kjarnorku- kommúnistahættuna, er vestur- siirengjur í mikilli hæð á meðan heimi stafar frá Kúbu. Rusk utan- á geimferð Schirra stendur. ríkisráðherra var í forsæti. ■ Meredith.... Framhald af 1. síðu. gamall sonur hans og kona nokk- ur. Gripið hefur verið til alira þess- ara varúðarráðstafana, til þess að koma í veg fyrir aðgerðir gegn Meredith og ljóskastarara lýstu upp svæðið fyrir utan. í morgun mætti Meredith sjálf-4 ur til annars fyrirlestrar síns og litu hvítir stúdentar hann fjand- samlegu augnaráði. Til fyrirlcstr- arsalarins gekk Mereditn í fylgd með vopnuðum lögreglumönuum. í Oxford er sagt, að 76% kven- stúdenta, og um það bil helming- ur pilta, er stunda nám við há- skólann, hafi farið úr liáskólanum og haldið heim til sín. Starfsmenn háskólans vilje ekki staðfesta þessar tölur, en játa, að nokkrir stúdentar hefðu feng- ið vikufrí frá fyrirlestrum. MYNDIR: 3-dálka myndin: Vopn. nður vörður fylgir Meredith. Minni myndin er af Barnett. ★ HONG KONG: Blaðið „New Life Evening Post” heldur því fram, að Lin-Piao marskálkur og landvarnaráðherra Kína, hafi ver- ið sviptur störfum. Marskálkur- inn tók ekki þátt í hátíðahöldun- um í sambandi við 13 ára afmæli kínverska alþýðulýðveldisins á mánudag. Blöð og útvarp í Kína hafa ekki minnzt á hann að und- anförnu, segir blaðið. 22. Jbing BSRB 22. ÞING Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hefst föstudaginn 5. okt. n. k. og verður það sett i Hagaskólanum kl. 5 e. h. Aðalmál þingsins mun verða að þessu sinni launamál opinberra starfsmanna. Hefur að undanfömu verið unnið að undirbúningi til- lagna af hálfu B. S. R. B. í vænt- anlegum heildarsamningum um laun ríkisstarfsmanna, en eins og kunnugt er fengu ríkisstarfsmenn samningsrétt með ákvörðun Al- þingis í vor. Þá verða rædd á þinginu laga- og viðskiptamál bandalagsins og einnig mun Kr. Guðmundur Guð- mundsson, tryggingafræðingur flytja erindi um lifeyrissjóði ríkis- starfsmanna. Áætlað er að þinginu ljúki á mánudag. r ^ ■■ ■■ ÆT Framh. af 16. síðu urnar hafa hlotið og áður er lýst. Tók hann einnig fram að kartöfl- urnar væru máske geymdar í verzl unum viku eða hálfan mánuð í þessum loftþéttu pappirspokum, áður en þær koma til neytenda. Að hans dómi mætti búast við að alltof heitt væri á kartöflunum víðast hvar og ættu þær undir slíkum kringumstæðum að vera orðnar alónýtar sem neyzluvara. Hann taldi að strigapokar væru betri umbúðir en pappírspokarn- ir, en bót mundi vera að því að gera göt á pappírspokana, ef þeir eru notaðir. Aðspurður um hvað gert væri þegar kvartanir bærust um skemmdar kartöflur, sagðist Kári annaðhvort fara sjálfur á staðinn og athuga kartöflurnar eða þá benda viðkomandi verzlun á að skipta kartöflunum fyrir hlutað- eigandi. Hann sagðist hafa rætt þetta mál við forstjóra Grænmet- isverzlunarinnar, hefði hann tjáð sér að yfirleitt væri skipt á kart- öflum, þegar kvartað væri um skemmdir. Varðandi flokkun kartaflna, sem koma utan af landi, lengra frá, sagði hann að þær væru yfirleitt flokkaðar þar og ekki endurmetn- ar, þegar þær kæmu til Grænmet- isverzlunarinnar. PÖKKUN Um pökkun á kartöflum héri sagði Kári, að hún væri ekkert sér | viðkomandi, en hann hefði aðstöðu ( til að fylgjast með að pakkað væri samkvæmt mati hans, og kvaðst; hann aldrei hafa orðið var við aðj út af því væri brugðið. Hann léti þess einnig getið að í Grænmetis-! verzluninni væri eftir því sem I hann bezt vissi aldrei meira sett í; pappírspoka daglega, en það sem flutt yrði í verzlanir daginn eftir. Varðandi kartöflur, sem græn- metisverzlunin setur í geymslu og ekki fara á markað fyrr en undir vor, sagði Kári að þá færi fram á þeim endurmat, áður en þeim er pakkað í söluumbúðir. Þá yrði að henda gífurlegu magni af kartöfl- um, jafnvel svo hundruðum poka skipti. ERLENDAR KARTÖFLUR Kári Sigurbjörnsson sagði, að þegar kartöflur væru fluttar hiug- að til lands að utan, þá færi ekkert mat fram hér á landi. Það væri að- eins krafizt heilbrigðisvottorðs frá Atvinnudeild Háskólans, og virtust ekki vandkvæði á öflun þess. Sjald an sagðist hann hafa séð jafn smá- ar og lélegar kartöflur og fluttar voru hér til landsins í sumar. En yfir þeim kartöflum hefði ekki verið kært og kvartanir ekki bor- izt frá neytendum. Rannsókn kartöflumálsins mun nú að mestu eða öllu lokið. Máls- gögn verða síðan send til Saksókn ara ríkisins, sem ákveður hvort’ mál verður höfðað eður ei. > ★ ACCRA: Nkrumah Ghanafor- seti sagði í ræðu, er hann hélt við setningu þjó'ðþings Ghana í gær, að tilræðið er honum var sýnt í ágúst sl. hafi verið gert til Þess að stöðva framfarirnar í landinu og baráttu hans gegn helmsveldis- stefnunni. a ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3- október 1962 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.