Alþýðublaðið - 03.10.1962, Side 7

Alþýðublaðið - 03.10.1962, Side 7
( BRÉF: SJÓMENN MUNU EKKI LÁTA BLEKKJAST „GIRÐI ég mig enn í brók,“ er haft eftir óþekkum strák, sem búið var að ílcngja 4 sihn- um sama daginn. Þetta rifj- aðist upp fyrir mér nú við framboð kommúnista í Sjó- mannasambandi íslands við kjör fulltrúa á þing Alþýðusam bands íslands. Langstærsti hluti Sjómannasambandsins er Sjó- mannafélag Reykjavíkur og hafa félagar þess að sjálfsögðu úrslitajþýðingu við kosningár þær er nú standa fyrir dyrum. Á undanförnum árum hafa kommar boðið fram við stjórn- arkjör í Sjómannafélagi Reykja víkur og alltaf fengið verri og verri útkomu (flengingu) og er nú komið svo, að til fram- boðs við stjórnarkjör fást ekki fyrir kommúnista aðrir en sauðtryggir og umkomulaus- ir kommar og hafa þeir til að reyna að „punta upp á“ lista sína sett nöfn hinna og þess- ara manna í algeru heimild- •arleysi og oft gegn mót-mæl- um þeirra eins bg dæmin sanna. Þrátt fyrir þessar stað- reyndir girða þeir sig enn í brók og nú skal vega að S. R. í gegnum Sjómannasambandið. þefr vita, að síldvéiðisjómenn eru óánægðir með gerðardóm- inn og er það að vonum. Á grundvelli þeirrar óánægju hyggjast kómmúnistar nú reyna að fá fulltrúa kjörna í Sjó- mannasambandinu. En þeir „feilreikna" sig enn eins og svo oft áður á sjómönnum, því þótt óánægja riki með perðardóminn, fara sjámenn^ áreiðanlega ekki að fleygja samtökúm sínum í hendur kommúnista. Þeir muna, að eitt fyrsta verk hins kommún- iska forseta ASÍ, þegar hann illu heilli komst í ráðherra- stól, vár að ræna alla laún- þega þeim kaupuppbótum, sem þeim bar samkvæmt lög- um. Þá „þjenaði" það kommún- istaflokknum, sem var í ríkis- stjórn. Þá talaði Þjóðviljinn ekki um að stolið hefði verið af launþegum. Þó þeir Þjóðviljamenn haldi, að þeir geti fiskað fulltrúa í Sjómannasambandinu í hinu grugguga vatni gerðardómsins, þá skjátlast þeim hrapalega. Víð félagsmenn í Sjómanna- félagi Reykjavíkur erum orðnir vanir árásum kommúnista í fé- lagi okkar. Við munum því nti sem endranær gera þeim sömu skil, og ég þess fuil- viss, að sömu útreið fá þeir hjá hinum félögunum innan sambándsins. Flestir útsendarár komma leggja nú ofurkapp á að rægja Jön Sigurðsson, formann Sjó- mannasambandsins. Þeir vita sem er, að þeir eiga við harð- an andstæðing að etja. Svo fáránlegar sem ýmsar fullyrð- ingar þeirra erú um aðra for- ustumenn samtakanna kastar fyrst tólfunum, þegar þeir nú eru að blása því út, að Jón hafi skrifað undir gerðardóm- inn og því sé hann honum sam- þykkur. En hér sem oftar sýna þeir vanmát sitt á sjómönnuin, ef þeir halda að sjómenn trúi þessu, þar sem sérálit Jóns fylgir dómnum að sjálfsögðu og hafa sjómenn áreiðanlega lesið það. Ef það álit hefði hlotið meirihluta innan dóms- ins, hefðu sjónarmið samn- inganefhdar sjómanna náð fram að ganga og sjómenn búið við svipuð kjör og áður. Félagi í SJR. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 3- október 1962 7 HEIMSFRÆGIR einleikarar koma fram með Sinfóníuhljóm sveit íslands á hljómleikum í vetur, en þeir verða hinír f jöl- breytilegustu að efni. Samkv. upplýsingum, sem Aíþýðuhlað- ið hefur aHað sér, eru áformað- ir tónleikar, sem hér segir; og er Ameríkumaðurinn Wiíliam Striekland stjórnandi, þegar annars er ekki getið: Fyrra misseri. 1. Tónleikar fimmtud. IX. okt. C. M. v. XVeber: Forleikur að óp. „Euryanthe" Antonín Dvo- rak: Konsert f. píanó og hlfóm- sveit í g-moll op. 33 Einleikari: Rögnvaldur Sigurjónsson. I.ud- wig van Beéthovén: Sinfónía nr. 7 í A-dúr, öp. 92 ían) Eduard Lalo: S.vmphoie espagnole f. fiðlu og hljómsveit Einleikari: Béla Detreköy. Carl Nielsen: Sinfónía nr. 5 op. 50 3, Tónleikar fimmtud. 8. nóv. Hector Berlioz: Le Carnaval romain. Panl Hindemith: Kon- sertmúsik f. píanó, blásara og hörpu. Einleikari: Gísli Magn ússon. Magnús Bl. Jóhannsson: Púnktar. Leifur Þórarinsson: Epitapium. Þorkell Siguvbjörns son: Flökt. Bedrich Smetana: Vltavo (Mold- á). 4. Tónleikar fimmtud. 22. nóv. Girolamo Frescobaldi: Tokk- ata. Johannes Brahms: Vier ste Gesange (Fjögur and- leg Ijóð). Einsöngvari Kristinn Hallsson. Claude Debussy: Þrjár Noktúrnur. Igor Strav- insky: Scherzo á la Russe. 5. Tónleikar fimmtud. G. des. Franz Schubert: Sinfónía nr. 7 í C-dúr. P. I. Tschaikow sky: Píanókonsert nr. 1 í b-moll op. 23. Einleikári: Victór Schi- öler. 6. Tónleikar sunnud., 30. des. Antonio Vivaldi: Veturinn (úr ,,Árstíðunum“). Mozart: Konsert fyrir flautu, hörpu og hljómsveit. Georg F. Handel: Concerto grosso op. G. 7. Tónleikar fimmtud. 10. jan. Jan Sibélius: En 'Saíýa. Sin- fónísk ljóð, op. 9. Ýrjö Klipi- nen: 3 sönglög. M. Mussorgsky: 3 atriði úr op. „Boris Godunov". Einsöngvari: Kim Borg. M. Mussorgsky: Nótt á Nornastóli. 8. Tónleikar fimmtud. 24, jan. Stjórnandi: Shalom Ronly Riklis frá ísrael. 9. Tónleikar fimmtud. 7, fe!jr. Stjórnandi: Ragnar Björns- son. M.a. I. P. A. Ilartmann: Völuspá. Karlakór «tg hijóm- sveit. Karlakórinn Fóstbræður. 10. Tónl. fimmtud. 21. febr. Mozart tónleikar. Einsöngv- ari Irmgard Seefried. Einleik- ari: VVolfgang Schneiderhan. Stjórnandi: Óráðinn. 11. Tónl. fimmtud. 7. marz. Ludwig v. Beethoven: For- leikur að „Egmont" og söngvar úr leiknum. Alban Berg: Sieben fruhe Lieder. Einsöngvari: Sylvia Stahlman. Mary Hower Sand and Stars (með hörpu). Giacomó Puccini: Aríur úr óper unum „Tosca", „ðladame Butt erfly“ og „Gianni Schicchi“. Finsöngvari Sylvia Stahlman. Erich Korngold: Forleikur að óp. „Die tote Stadt.“ William Strickland 12. Tónl. fimmtud. 21. marz Samuel Barber: First Essay f. hljómsveit. VV. Riegger: Study in Sonority. Jón Leifs: Gáldra- Loftur, mélodrama. Framsögn og hljómsveit. Framsógn: Gunn ar Eyjólfsson. F. Mendelssöhn- Bartholdi: Sinfónía nr. 4 I A- dúr. 13. Tónl. pálmasunnud. 7. apr „Fílharmonía“ og Sinfóníu- hljómsveitin undir stjórn Ró- berts A. Ottóssonar. G. F. Hand el: Messias. Einsöngvarar: Hanna Bjarnadóttiv, Álfbeiður Guðmundsdóttir, Sigurður Björnsson, Kristinn Hallsson. 1*4. Tónl. fimmtud. 25. apr. Páll ísólfsson: Hátíðarfor- léikur. Johannes Brahms: Kon- sert f. fiðlu og celló með udir- leik' hljómsveitar. Einleikarar: Björn Ólafsson, Einar Vigfús- son. F. Ðelius: Walk tó the Pdradise Garden. Aaron Cop- land: E1 Sálon Mexico. 15. Tónl. fimmtud. 9. inaí. Franz Schubert: Forleikur í ítölskum stíl í C-dúr. Wolfgang A. Mozart. Konsert f. píanó og hljómsveit. Einleikari: Paul Badura-Skoda. R. Vaughan Williams: Fantasía um stef eft ir Tallis. Rimsky Korsakoff: Capriccio espagnol. 2. Tónleikar fimmtud 25. okt. Joseph Haydn: Sinfónía nr. 104, í D-dúr, (Lundúna-Sinfón- \Heimsírægir listamenn lelka með Sinfóníuhljómsveitinni 16. Tónl. fimmtud. 23. maí. Jahannes Brahms: Sinfcnía nr. 1 í c-moll, op. G8. Antonin Dvorak: Te Deum. Einsöngvar ar, kór og hljómsveit.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.