Alþýðublaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 8
V 1 Umboðsmenn Happ- drættis Alþýðublaðs ins á Suðurlandi: Vestmannaeyjum: Sigurbergur Hávaðason, útvarpsvirki. Hella, Rangárvöllum: Svavar Kristinsson, verzl- unarmaður c/o. Kaupfél. Þór. Selfoss: Jóhann Alfreðsson, bif- vélavirki. Hveragerði: Ragnar Guðjónsson, kaup- maður. Stokkseyri: Helgi Sigurðsson, fiski- matsmaður. Eyrarbakki: Vigfus Jónsson, oddviti. Þorlákshöfn: Magnús Bjamason, verk- stjóri. Grindavík: Svavar Ámason, oddviti. Sandgerði: Ólafur Vilhjálmss, oddviti. Gerðar, Gerðahreppi: Guðlaugur Tómasson, Símstjóri. Keflavík: Eiríkur Friðriksson, afgr. maður, Hringbraut 82. KeflavíkurflugvöIInr: Helgi Sigvaldason. Yeri-Njarðvík: Helgi Helgason, Holtsg. 30 Brunnastaðir, Vatnsleysu- strönd: Símon Kristjánsson, út- gerðarmaður. Hafnarfirði: Jón Egilsson, verzlunarstj. c/o Verzl. Ásbúð h.f. Höfn, Hornafirði: Sig Insland, kaupm. Kópavogur: Ingólfur Gíslason, Auð- brekku 25. Jón Sigurðsson, kaupfé- > félagsstjóri c/o Kaupfélag Kjalnesþings. Reykjavík: Rafha h.f. Vesturveri. Afgreiðsla HAB, Hverfis- götu 4, sími 17468. Dregið verður næst 7. október um Volks- wagen-fólksbifreið árgerð 1963, að verð- mæti 120 þús. kr. Aðeins 5000 númer. Endurnýjun stendur yfir. Látið ekki HAB úr hendi sleppa. Slllpippi iiiii mmsmm m m » .... " v. 1 . ■ v/’/./v,;.: .'■ I; ■■.i: ■-. - i: ■ /.-,■■' : .. ■ . •;••■.'• •/é/á . mmmm HEILLAR HAMMERFEST liggur á 71 gráðu norðlægrar breiddar og einu sinni var bærinn miðstöð fyr- ir veiðimenn Norður-íshafsins. í þá daga settu íshafsgestirnir svip sinn á bæinn og í höfninni yfir- gnæfði lýsi- og tjörulykt allt ann- að. Með þennan bakgrunn skrifaði Cornelius Moe, skólastjóri bæjar- ins og „heimilisskáld'", þetta skemmtilega kvæði um íshafsgest- ina: Við siglum til Pitsberg við siglum hraðbyri burt frá kátu stúlkunni. Við komum aftur við komum hraðbyri með nóga peninga í buddunni. Við skjótum sel við skjótum vel við skjótum handa góðu stúlkunni. Við siglum til Noregs. Við siglum hraðbyri. Við siglum til Pitsberg við siglum hraðbyri burt frá fláráðu stúlkunni við drukkum brennivín við drukkum fast og áttum ekki neitt í buddunni. I Þjófnaður ársins ÞJÓNAÐUR ÁRSINS: Banda ríska golfsambandið segir, að ill umgengni um golfveili fari stöðugt vaxandi. Sambandið tel ur þó, að sá, sem lengst hafi gengið, sé maðurinn sem eina nótt fyrir skömmu stal heilli flöt af golfvelli, fór með hana heim og lagði hana fyrir fram- an húsið sitt. iwwwwwwwwwwwwwwm Fyrirmyndir að þessu kvæði voru sjálfsagt karlamir, sem fóru á veiðar frá Hammerfest og gátu ekki talað hreina norsku og höfðu slitið barnsskónum í Finnlandi. Um aldamótin voru um 30 ís- hafsskútur í Hammerfest, en nú eru aðeins tvær, sem eru gerðar út þaðan. Og Tromsp hefur nú að ýmsu leyti tekið við þvl hlutverki Hammerfest, að vera útgerðar- höfn íshafsveiðanna. — ★ — Nú er aðeins fiskilykt í Ham- merfest og bæjarbragurinn er að öðm leyti breyttur. I>að er ekki mikið eftir af gamla bænum, — Skipin festust í ísnum; það mátti heita al- gengt. — Og baráttan milli dýra og manna var hörð og miskunnalaus. segja gamllr borgarbúai', þegar þeir hittast á bryggjunni, til að rabba saman og skoða togarana, sem koma inn í höfnina. Hin sorglega kveðjuathcfn og glaðværa móttaka vom áð-ir mik- ilvægar athafnir, þegar íshafs- skúturnar fóru til veiða og komu heim aftur. Um aldaraðir sakna íbúar Hammerfests sjálfsagt þessa atriðis úr bæjarlífinu. Eitt tækifæri fá þeir til að end- urlifa slíkan atburð, þegar stærsta íshafsskúta bæjarins „Veiding", býst til ferðar og þá koma þeir allir og þó helzt fyrrverandi veiði- menn. Þeir eru nú karlar um áttrætt. Einn af þeim, sem stundum reikar angurvær um höfnina og minnist gömlu daganna, er hinn 87 ára Ólafur Alexandersen. Þessi gamli íshafsskipstjóri er hress og hreifur og hann slær ekid slöku við gönguferðir sínar, en hann er ekki sami kraftakarlinn cins og hann var, er hann stóð í brúnni og þrumaði skipanir sínar. Nú gengur hann við staf, og bakið er talsvert bogið, en augnaráðið enn- þá vakandi. Við hittum hann í stofu heima hjá sér á Kirkjugötu i Hamrner- fest. Alexander er í dag einn af þeim, sem veit mest um sögur íshafs- veiðanna. Þegar hann nálgaðist '■ þrítugsaldurinn gaf hann út rit á vegum bókaforlags G. Hagens í Hammerfest, þar sem hann lýsti því, sem hann hafði sjálfur upp- lifað og reynt og það sem hann hafði heyrt aðra tala um víðvikj- andi veiðum í íshafinu. ECtir því sem vitað er hafa verið stundaðar veiðar í íshafinu frá Finr.mork síðan 1789. í Hammerfest var blómaskeið veiðanna milli 1880 og 1890 og á þeim tíma voru um 30 skip gerð út. Tromsp hafði á þeim tíma helmingi m'Tini flota, en seinna varð það einmitt sá bær, sem tók við hlut/erki Ham- merfest í þessum veiðuia. Alexan- dersen brosir angurvært, er hann hugsar til þessara tíma. Hve margra manna áhöfn var á íshafsskipunum á þessum tímum? — Það voru venjulega 30—40 tonna bátar, sem voru nohaðir og á þeim voru 10 menn. Og dálítili mismunur er á þægindum nútim- ans og því sem þekktist áður fyrr. Maturinn var íTeldur ekki eins. Á þeim tíma var síld aðalíæðan, og ég man, að við fengum rétt, sem að við kölluðum finnska smjörið og aðaleiginleiki þess var sá að það var fullt af kvenmannshárum. Sennilega var það frá þeim, sem strokkuðu smjörið, segir Alexan- dersen og hlær létt Tromsp-ingar og Finnmerkur- búar höfðu fiskimiðið alveg út af fyrir sig. Um tíma voru fiskveiðar mikið stundaðar frá Au'.'urlaiids- bæjunum og þá einkum TOns- berg. Þessir karlar notuðu barkar- skip eða 500 tonna þrmiastraðar skonnortur, sem höfðu lika hjálp- arvél. Árið 1889 voru um 30 Aust- urlandsskútur í Hvítahafinu. en þeim gekk svo illa, að þeir fluttu sig yfir í Vesturísinn. En hvað með Rússann, Alexan- dersen? — Á þeim tíma voru þeir ekki byrjaðir að reka neina útgerð í stórum stíl. Þir veiddu dálítið upp við landsteina og notuðu flat- bytnur, en sköðuðu okki veiðar hugsar til þessarra tíma. t g 3- október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.