Alþýðublaðið - 03.10.1962, Síða 9

Alþýðublaðið - 03.10.1962, Síða 9
t;»i veiðigarpur segir frá iiðinni tíð — Og hvað um veiðuðferðir i gamlá daga? —■ Áður en við fengum bak- hlaðninga veiddum við bara stór dýr, eins og seli, rostunga og birni. Veiðisvæðin voru kringum Sval- barða, í Austurísnum við eyjuna Kolquiv og í mynni ^ersjoraár- iimar, eftir vestúrströndinni að Növaia Semlja og að norðurodda Karahafsins, og eftir vesturströnd- inni til Halmalhalv0ya, alveg að mynni' Obárinnar. .— Alexander- sen þekkir rússnesku ströndina eins vel og buxnavasa sína —. — Þegar smábátarnir voru frá móðurskipunum var venja, að hafa fjóra menn í bát, — heldur Ale- xandersen áfram. — Fremst í bátnum sat skutlarinn, á bak við hann línumaðurinn, þá bakborðs- maðurinn og aftast stýrimaðurinn. Hægt var að hafa allt upp i sjö skutulbyssur í hverjum báti. — Hvernig starfaði skutullinn? — Eftir að til dæmis var búið að skutla rostunginn, halaði skutl- arinn taugina yfir borðstokkinn. og tók línumaðurinn pá við. Hann hafði tvo klampa undir þóftunni, sem hann sat á og hann varð að gæta þess að slaka á línunni í hvert skipti, sem rosíungurinn stakk sér. Það voru raunar aðeins karldýrin, sem stungu sér,. Kven- Framh. á 14. síðu mwvtwwwwwwvwv Grænmetissalinn Giovanni Musso á Ítalíu hefur verið kjörinn ljótasti maður ítalíu í fegurðarsamkeppni, sem fram fór í Turin. Musso er 71 árs gamall. Hann er mjög ánægður með titil sinn. Hann vonast nefni lega til að geta náð sér í konu eftir allt það umtal, sem spunnizt hefur af þessu. WWWWWWtWWtWM MIKLU verki er lokið við l 'ðina umhverfis Landsbókasafnið við Hverfisgötu, en því miður geta borgarbúar ekki glaðzt yfir því. í þess að endurbæta lóðina með þeim svip, sem hún áður hafði, hef ur hún verið skipulögð í anda sam tíðarinnar. Það hefur verið klínt atómljóði utan um eitt íegursta rímaða ljóðið í byggingaiist hér á landi. Safnahúsið er eitt fegursta hús Reykjavíkur, og kunnáttunienn um byggingalist, sem hingað koma, skoða það utan og innan Var í upphafi sett girðing í stíl við bygg inguna meðfram Hverfisgötu og plantað trjám á lóðina. Trén þrif ust illa, og sennilega af því að næðingssamt er við hornið á hús inu, nema noklcur, sem eru austur undir Þjóðleikhúsi. Hafa þau ein fengið að lifa, en hin veri5 fjar- lægð. Mikil eftirsjón er að girðingunni sem var umhverfis húsið og jók á fegurð þess og virðuleik. 4 stað þess að brjóta hana niður átti auð vitað að framlengja hana nákvæm lega í sama stil meðfram Ingólfs stræti og aftan við húsið. En nú ríkir sú furðuleg skammsýni, af því að girðingar eru ekki hátt skrifaðar í skipulagsfræðum sam tíðarinnar, að gamíar girðingar eru rifnar niður. íslendingar verða að læra að rrieðhöndla fortíðina með virðingu á þf-fsu sviði sem öðrum Reykjavík á fleiri byggingár, sem vert er að varðveita, en flcsta grunar. Borgin er að vísu að lang- mestu leyti byggð af tveim kyn- slóðum, en það gefur því ríkari ástæðu til að hlúa að hinu, sem eldra er. Það'er ekki víst að stór- hýsin, sem verið er að reisa i dag, standist tímans tönn eins vel og Safnhúsið. Höfuðeinkenni þessarar bygging ar er, hve regluleg hún er „symrne trisk". Nú voru sett noklcur blóma beð á lóðina fyrir framan og um- kririgd höggnum steini. En þessi blómabeð þurfa einmitt að vera óregluleg, „ósymmetrysk“, eins og þeir smákarlar, sem hafa verið að hrófla við á þessari lóð, geti ekki á sér setið að storka húsinú og fegurð þess! Alþýðublaðið harmar þá með- ferð, sem Safnahúsið hefur feng.ð. Hún sýnir átakanlega, að íslend- ingar kunna ekki gott að meta og haga sér eins og nýríkvr smekk- leysingjar. Aðrar borgir hafa sérstakar nefndir kunnáttumanna til að varð veita hús, garða, götur og önnur mannvirki, sem af menningará- stæðum má ekki hrófla við. Þessar nefndir eru látnar hafa mikil ráð til að varðveita verðmæti fortíðar innar fyrir illvirkjum samtíðarinn ar. Virðist vera kominn tími til, að Reykjavíkurborg komi sér upp slíkri nefnd, og að hún standi dyggilega vörð um það, sem enn er hægt að varðveita frá íyrstu 175 árum borgarinnar. !K!! Aquafilter er það nýjasta og ör uggasta gegn skað- legum áhrifum vindlinga reykinga. Aquafilter gerir reykinn geð- feldan með því að kæla hann, jafn- framt því að losa hann við allt að 94% af nicotíni og 74% af tjöru. Rannsóknir hafa leitt í ljós að óveru- legur munur er á því nicotín- og tjöru magni, sem AQUA- FILTER dregur úr reyk venjulegra vindlinga og þeirra, sem eru með filter. WATER-ACTIVATED DISPOSABLE CIGARETTE TIPS PACKET OF TEN PRE-MOiSTENED • RTADY TO’U',1 Hverjum pakka með 10 stk. fylgja ítarlegar upplýsingar um fiðli og notkun Aquafilters. Fæst í ölium verzlunum iUUzlMdí 3 BLÓMLAUKARNIR eru komnir. Hagstætt verð. Lítið í gluggann. Bldm og Ávextir Hafnarstræti. Verkamenn óskasf NOKKRIR VERKAMENN ÓSKAST. SINDRI H.F. Sími 19422. ALÞÝÐUBLAÐIB - 3, október 1962 $

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.