Alþýðublaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 11
IMMMMi rum a eftir i natt- úrnfræðikenrislu" STEINDOR STEINDÓRS- SON, yfirkennari við Mennta- skólann á Akureyri, kom til landsins suMstluMnn sunnudag eftir mánaðardvöl í Sviss o% á Norðurlöndum. í Sviss sat Steindór ráðstefnu skólamanna frá ýmsum löndum, en þar var rætt um umbætur, sem gera þyrfti og unnt væri að gera á líffræðikennslu í æðri skólum. Ráðstefna þessi var haldin á vegum Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu, og stóð dag- ana 4.-14. september að báðum dögum meðtöldum. Alþýðublaðið náði tali af Stein- dóri á mánudaginn, og spurði hann frétta af ráðstefnunni. Steindór sagði, að umræðurnar hefðu að- allega snúizt um menntaskólastig- ið, en dálítið var einnig rætt um lægri skólana, en það var mun rninna. -Sérstaklega var rætt um að líffræðin fengi meira rúm í námsefni skólanna og kennslan yrði meira í formi tilrauna- kennslu, heldur en hún er víða. Þá er rætt um að kennslan yrði nánar tengd en áður, kennslu í efnafræði, eða efna- og eðlis- fræði. Sá maðurinn, sem setti mestan svip á þessa ráðstefnu, var ame- rískur prófessor, Hermann Mull- er að nafni. Hann fékk fyrir fá- um árum Nobelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar í erfðafræði. — Fundurinn stóð í 11 daga, og mik- ið að gera allan tímann. Þátttak- endur voru frá óllum aðildarríkj- um Efnahags- og framfarastofn- unar Evrópu, sem eru öll Vestur- Evrópulönd, nema Finnland. Þá voru fulltrúar frá Bandaríkjunum, Brazilíu og Columbiu. Kanada sendi engan mann. Fulltrúar gerðu flestir grein fyrir þvi, hvernig þessum málum væri háttað í sín- um löndum, og snérust umræðurn- ar um hvað hægt væri að gera til eflingar líffræðikennslu. . Steindór sagði, að inntak þeirr- STEINDÓR STEINDORSSON. ar ályktunar, sem gerð var í fundalokin, hafi verið á þessa leið: Líffræði er undirstöðugrein fullkominnar fræðslu í nútíma þjóðfélagi. Þá er langt mál þar sem rætt er um þetta, og það rök- stutt, en niðurlag ályktunarinnar er þannig : 1. Vér mælum eindregið með því, að öllum skólaunglingum 11-18 ára verði séð fyrir kennslu í nátt- Próf í pípulögnum Pípulagningameistarar, sem ætla að láta nemendur sína ganga undir verklegt próf í október 1962, sendi skriflega umsókn tilformanns prófnefndar, Benónýs Kristjánsson- ar, Heiðagerði 74, fyrir 10. október 1962. — Umsókninni skal fylgja: 1. Námssamningur. 2. Fæðingar- og skírnarvottorð nemandans. 3. Vottorð frá meistara um, að nemandi hafi lokið náms- tíma. 4. Burtfararskírteini úr Iðnskóla. 5. Prófgjald kr. 1000.00. Prófnefndin. i Sveínaf élag pí pulagnf ngamanna: Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið, að viðhöfð verði allsherjaratkvæða- greiðsla um kjör fulltrúa á 28. þing Alþýðusambands ís- lands. Fer hún fram í skrifstofu félagsins að Freyjugötu 27. laugardaginn 6. okt. kl. 1 — 9. e. h. og sunnudaginn 7. okt. kl. 10 f. h. til kl. 6 e. h. Kjörstjórnin. úruvísindum, þar sem umfangs- mikil og vandiega kennd líffræði skipi sæti sem kjarni í almennu- þjóðaruppeldi. Til að líffræði fái skipað það sæti þarf hún að hafa jafn mikinn stundafjölda í skól- unum og efna- og eðlisfræði. 2. Vegna þess hve ásigkojnulag og þarfir eru ólíkar í ýmsum lönd- um, bendum vér ekki á neitt allsherjar námsefni, sem fylgja beri. Fjöldi ágætra kennslubóka er í sumum löndum, og vér mæl- um með því að þær verði kann- aðar, og hinar beztu teknar til fyrirmyndar eftir ástæðum hvers lands. \3. Námsefni í líffræði verði valið eftir sameiginlegu sjónarmiði og grundvallarreglum, svo sem þróun lífsins. Nemendum verði séð fyrir fullkomnara námi, víðtækara og fyllra 'en nú er, og þeir nemend- ur sem hyggja á þau störf, sem þarfnast sérstakrar líffræðiþjálf- unar, hljóti sérstaka kennslu. 4. Líffræði verði kennd, sem nið- urstöður undanfarandi rann- sóknar í þeirri viðleitni að skilja fyrirbæri lífsins, og þess vegna hljóta tilraunir og skoðun nátt- úrunnar að verða meginþættir í kennslunni. Til þess að þetta geti náð tilgangi sínum, verður að sjá fyrir bættri menntun líffræði- kennara. Til þess að bæta úr því, þarf að koma á fót, eða endurbæta námskeið við háskóla eða aðrar menntastofnanir, sem fullnægi kröfum tímans hverju sinni. Starf- andi kennurum verði séð fyrir' námskeiðum til upprifjuuar, þ. e. til að fylgjast með. 5. Kennaraskortur í mörgum fræði greinum víða — og bendir það til þess, að hér sé ekki um fjár- hagslega eftirsóknarvert starf að ræða. Róttækar ráðstafanir þarf að gera i þeim efnum. 6. Umræður á ráðstefnu vorri hafa leitt til þeirrar ályktunar, að ef um verulega framför í líf- fræðikennslu verði að ræða, þuríi að gera samræmd átök aðildarríkj- anna í þeim efnum. í þessu sambandi gerði ráðstefn- an eftirfarandi tillögur : 1. í hverju landi verði skipuð nefnd, sem fjalli um líffræði- kennslu, og í senn leiðbeini og hafi forgöngu um umbætur á á þessu sviði. 2. Stofnuð verði alþjóðanefnd í sama tilgangi, og sitji í henni fulltrúar landsnefnda. Hún ann- ist samræmingu framkvæmda og sjái um dreifingu á upplýsing- um. 3. Efnahags- og framfarastofnun Evrópu veiti þessu starfi stuðn- ing og leggi fram nokkurt fé til að nefndum þessum verði komið á laggirnar og þær geti tekið til starfa.- Steindór sagði, að íslendingar stæðu aftarlega í öllu sem heitir verkleg kennsla í náttúrufræði, en í sambandi víð stundafjölda og námsefni, stæðum við nokkuð sómasamlega samanborið við önn- ur lönd. í sambandi við verklegu kennsluna væri munurinn ennþá meiri í lægri skólum. TVainh. á 14. síðu Sendisveinn óskast á skrifstofu vora (hálfan eða allan daginn). . • H.f, Hamar ..;•'..' 2-3 herbergja íbúb óskasf um stuftan tíma. Upplýsingar í sima /4905 Leikfimibúningar fyrir pilta og stúlkur HELLAS Skólavörðustíg 17. Sími 1-51-96. 12000 VINNINGARAARI! Hæsti vinnmgur i hverjum flokki 1/2 milljón krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. Bíla og búvélasalan Simca Ariane. Nýr, óskráði* Superluxc. j Simca 1000, nýr, óskráður Opel Reccord '60-81. ) Opel Caravan 60'-61'. Consul 315, ekin 8. þús. 'CfS, Opel Caravan '55. ' Chevrolet '55, góður bill. ' Chevrolet '59, ekin 26. þús. | Bíla- & búvéíasalai) við Miklatorg, sími 2-31-30. Bátasala: , Fasteignasala: ~ya } Skipasala: x. | Vátryggingar: } Verðbréfaviðskipti: Jón ó. Hjörleifsson, viðskiptafræðingur. Sími 20610 — 17270. Trygvagötu 8, 3. bæo". Heimasími 32869. ELPSPÝTUR ERU EKKI BARNALEIKFÖHG! Héseigenðaíálag Reykiavlkm Góðir og cdýrir japanskir hjólbarðar til sölu. I Nylon og Rayon, í flesísm stærðum. | Hjólbarðaviðgerðin ; Strandgötu 9. — Hafnarfirðl. ' ALt:,?ÐUBLAÐIÐ - 3- október 1962 • H

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.