Alþýðublaðið - 03.10.1962, Blaðsíða 16
ÍMMMXÞ
43. árg. - MiSvikudagur 3. október 1962 - 217. tbl.
eftir gildandi reglugerð þaraðlút-
andi, þannig að hann skoðaði a'5
| minnsta kosti tíunda hvern poka,
— væri um að ræða 50 poka eða
fleiri af sömu tegund. Þegar kart-
öflurnar koma frá framleiðanda
eru þær greinilegá merktar, bæði
tegund og nafn framleiðanda.
Kári tók það fram, að hann
teldi að kartöflurnar, sem komu á
markað eftir að matið tók til starfa
í haust, hefðu ekki verið flokkun-
arhæfar eftir ströngustu feglum.
Kvaðst hann hafa bent forstjóra
Grænmetisverzlunarinnar á þetta.
Hefði hann talið Kára hafa á réttu
að standa, en við þessu væri ekk-
ert að gera, því annars yrði land-
ið að vera kártöflulaust.
Kári benti á, að meðferð kart-
aflnanna væri, eins og á eftir segir,
áður en þær koma í hans hendur
TixriYir. í f.r, íTvTím, ANNAN FLCIIK?"
?kaNNSÓKN kartöflumálsins,
svokallaSa, er nú aS mestu lokið, I
gærdag mætti fyrir Sjó- og Verzl-
unardómi Reykjavíkur, Kári Sig-
urbjörnsson, yfirmatsmaSur kart-
aflna. Kom margt athyglisvert
fram í vitnisburSi hans. Meffal ann
ars sagSi hann, án þess þó aS þaS
væri bókaS í réttarhaldinu, aS
kartöflur, sem fluttar væru hing-
aS frá útlöndum, væru aldrei metn
ar, heldur þyrfti um þær aSeins
heilbrigSisvottorS frá Atvinnu-
deild Háskólans. SagSist Kári
sjaldan hafa séS jafn smáar og lé-
legar kartöflur og þær, sem fluttar
voru hingað til Iands í sumar.
\ í réttarhaldinu lét Kári þess
gétiS, aS hann" hefSi bent forstjóra
grænmetisverzlunarinnár á, aS sér
þættu kartöflurnar ekki vera mats-
haefar snemma í haust. Forstjór-
itm hefði talið hann hafa á rétlu
aS standa, en viS því væri ekkert
að gera, landið yrSi" annars kart-
öflulaust.
Sjó- og verzlunardóminn skip-
uðu ValgarSur Kristjánsson, dóms-
forseti og meSdómendur, HafliSi
Jónsson og Jóhann Ólafsson.
MAT OG MEÐFEEÐ
Kári Sigurbjörnsson hefur ver-
ið yfirmatsmaður kartaflna um
18—19 ára skeið, en hætti störf-
um nú um síðastliðin mánaðamót.
Aðspurður í réttinum sagði
hann, að starf sitt væri alveg óháð
Grænmetisverzlun landbúnaðar-
ins, og væri flokkun og mat kart-
aflnanna algerlega utan við henn-
ar verksvið.
Aðspurður um hvernig hann hag
3i staifi sínu, kvaGst Kári fara
til mats: Fyrst eru þær teknar upp,
oftast með stórvirkum vélum, síð-
an eru þær fluttar af kartöfluökr-
unum og í geymslu. Þaðan fara
þær á flokkunarvélar. Eru þær
síðah settar í poka og fluttar til
Reykjavíkur til Gi-ænmetisverzí-
unarinnar og þar er þeim staflað
upp í geymsluhúsi, sem þó ekki er
sérstök kartöflugeymsla.
Þaðan fara pokarnir svo á færi-
bandi upp á loft og á flokkunar,-
vél, síðan er þeim pakkað í sölu-
umbúðir, 5 kg. bréfpoka, sem eru
alveg loftþéttir. Taldi Kári, að slík
pökkun gæti valdið skemmdum,
þ. e. a. s. að pakka þeim þannig
meðan á uppskerutímanum stend-
ur, því þá og þá fyrst á eftir sé út-
gufun úr kartöflunum mjög mikil.
Pokarnir gætu þannig orðið gróðr-
arstía allskyns skemmda, einkuni
þar sem oft væru þeir geymdir í
verzlunum á heitum stöðum jafn-
vel, og gæti þessi meðferð þvi
valdið mjög örum skemmdum. —
Hinsvegar sagði hann, að kartöfl-
urnar hefðu ekki verið í því ásig-
komulagi, þegar hann flokkaði
þær, að hann hefði talið sig geta
neitað að framkvæma matið.
Hann tók það fram, að reglu-
gerðin um mat garðávaxta greini
ekki hve lengi hvert mat fyrir sig
eigi að gilda, og hafi honum
hvergi tekizt að fá úr því skorið.
UMBÚÐIB
Varðandi skýrsluna frá Atvinnu
deild Háskólans kvað Kári það
hafa komið sér mest á óvart hve
mikið var um smælki í rannsökuð-
um sýnishornum; annað í niður-
stöðu rannsóknarinnar kvaðst
hann eftir atvikum telja eðlilegt,
eftir þeirri meðferð, sem kartöfl-
Framh. á 3. síðu
EFRI MYNDIN: Val^arður Kristjánsson, dómsforseti, til
vinstri við hann, Hafliði Jóns, og til hægri Jóhann Ólafsson,
meffdómendur. NEDRI i MYND: Kári Sigurbjörnsson, yfir-
matsmaSur.