Alþýðublaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 2
Bitstjórar: Gísli J Ástþórsson (áb) og Benedikt Gröndal.—Aðstoðarritstjóri fcjörgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigyaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 - 14 902 -- 14 903 x\uglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja /ilbýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði. í lausasöiu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Fram- * tvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Sjómenn kjósa A s SJÓMENN á svæðinu frá Akranesi til Grinda víkur munu um helgina kjósa fulltrúa sína á Al- þýðusambandsþing. Hafa verið miklar umræður ym málcfni Sjómannasambandsins í tilefni af þess ^ri kosningu, og hefur þetta komið fram meðal ann- £rs: 1) Kommúnistar hafa gert ósvífna tilraun til að afla sér atkvæða með rógsherferð á hendur Jóni Sigurðssyni, formanni Sjómannasambandsins. Þeir kenna honum um gerðardóminn, þótt aug- ljóst sé, að Jón hefur á öllum vígstöðvum bar- izt gegn honum og krafizt betri kjara fyrir sjó- menn. 2) Kommúnistar hafa alla tíð barizt á móti Sjó- mannasambandinu. Þeir voru á móti stofrnm þess, á móti því að taka það í Alþýðusambandið og hafa imnið á móti því við hvert tækifæri. Þeir geta því alls ekki verið fulltrúar þessa sambands. S) Núverandi stjórn Sjómannasambandsins hefur haldið vel á málefnum sjómanna og komið fram hröðum umbótum á kjörum þeirra á síðustu ár um. Hefur aldrei fyrr náðst svo mikill árangur á svo skömmum tíma á því sviði. 4) Margir framsóknarmenn eru á lista stjórnar Sjó mannasambandsins og munu hinir félagsþrosk- uðu flokksbræður þeirra styðja listann. Af öllu þessu er augljóst, að sjómenn verða nú að fylkja liði um samband sitt og stjórn þess og kjósa A-listann. Sigur hans er sigur sjómannastétt arinnar. Verkamenn kjósa B VERKAMENN í Dagsbrún, voldugasta verka- lýðsfélagi landsins, kjósa á morgun fulltrúa sína á Alþýðusambandsþing. Þeir munu við það tækifæri íhuga, hvernig stjórninni hefur tekizt að halda á jnálum þeirra, og hvort rétt er að veita hcnni stuðn ing eða ekki. I Sú furðulega staðreynd blasir við augum allra, að Dagsbrúnarmenn hafa ár eftir ár haft forustu í þjarabaráttu, en þeir hafa um síðir alltaf fengið minnstar kjarabætur, þar eð aðrar stéttir hafa kom ið á eftir og fengið meira en þeir. Þetta er höfuðár Imgur af stjórn kommúnista á félaginu! Verkamenn hafa ærna ástæðu til að veita tjórn Dagsbrúnar og kommúnistum verðuga áminn ngu. Það gera þeir með því að kjósa B-Iistann. HANNES Á HORNINU k Mistök við samantekt. símaskrár. k Vantar mörg nöfn. k Eitt atriði í umferðinni. k Umbót í slátursölu. P. O. SKRIFAR: „Á síðastliðnu vori kom út ný símaskrá fyrir Reykjavík og fleiri staði. Þetta er nokkurs konar sérskrá og mörgu sleppt úr lienni, sem var í gömlu EÍmaskránni, enda er hin nýja minni fyrirferðar. Samt sem áður véit ég ekki betur en að í skránni eiga að vera nöfn allra símanot enda í Rcykjavík. En þarna skortir nokkuð á. Af tilviljun veit ég um fjóra menn, sem eiga að vera í skránni, en eru það ekki. Hér er ekki um að ræða vanrækslu við- komandi símnotenda. heldur ein- göngu þaö, að misfellur liafa orðiö á samningu hinnar nýju, þannig að nöfn hafa fallið út við samlestur. ÞAÐ ER OFT talað um það, að síminn sé ákaflega dýr og margt mætti betur fara í stjórn lians. Hið síðara er áreiðanlega rétt, en hið fyrrtalda stafar af því, að við erum svo fámennir íslendingar, en stöðv ar og tæki og línur svo dýrt, við leggjum síma um land allt, út á yztu nes og inn til innstu dala, þarpa raeður miklu flokkapólitík og kjósendadekur — og um það er ekki hægt að saka stjórnendur sim ans. En mistök í rekstri hans eru annað mál — og þangað beini ég þessu skeyti — og er af meiru að taka.“ G. B. SKRIFAR: „Mig Iangar til að blðja þig að koma orðsendingu til bílstjóra, sem benti mér af kurt eisi að fara yfir götuna fyrir fram an bíl hans í gær, en bílstjórinn stöðvaði bíl sinn til þess að gefa mér tækifæri til að fara yfir. Ég hristi höfuðið og neitaði boðinu, en hann virtist ekki skilja neitun mína svo að ég benti aftur fyrir hann á bifreiðarnar, sem þar voru á íerðinni. ÁSTÆÐAN TIL ÞESS að ég þáði ekki hið kurteislega boð bílstjór- ans er sú, að ég hef orðið fyrir því að bíll ók á mig er ég þáði svona boð fyrir tveimur árum, að visu varð ekki slys, en föt mín skemmd ust og það munaði ekki nema liárs breidd að ég meiddist. Þá stöövaði bílstjóri vagn sinn svo að ég fnr yfir, en bíll sem var á eftir honum sveigði meðfram honum og jók hraðann og skellti mér i götuna. Síðan þori ég ekki að þiggja boð um frjálsa götu. Ég sétidi þér þessa orðsendingu ekki eingöngu til þess að ná til bílstjórans heldur sem aðvörun til fólks og þá um leið til bílstjóra almennt.'- HÚSMÓÐIR SKRIFAR: Slátur: félag Suðurlands selur nú slátur í búð sinni við Bræðraborgarstíg. Þetta er ágæt nýjung og mikil breyting frá slátursölunni í slátur húsinu, sem tíðkaz.t hefur írá upp- hafi. Þá er það ekki lítil umbót að nú skuli innyfli hreinsuð áður en selt er til neytenda. Afgreiðrla er öll fyrsta flokks í búðinn: og gengur margfalt betur heldur en var innfrá. FYRST ÉG FÓR að tala um slát ursöluna vil ég segja það, að slát urkaup fara víst minnkandi i Reykjavík. Hins vegar mun sala á blóðmör og lifrapylsu ekki minnka, því að nú kaupir fólk mat inn tilbúinn. Það tíðkaðist ekki í gamla daga. Ég vildi senda þér þessar línur af því, að alveg eins má geta þess, sem vel er gert eins og hins sem miður fer.“ Iðnaðarmanna- félag stofnað í Ólafsvík FIMMTUDAGINN 28. september var stofnað iðnaðarmannafélag S Ólafsvík. Á stofnfundinn mættu forsett Landssambands iðnaðarmanna — Guðmundur Halldórsson og fram- kvæmdastjóri sambandsins Bragi Hannesson. í stjórn Iðnaðarinannafélaga Ólafsvíkur voru kosnir: Vigfús Vig fússon, húsasmíðameistari, formað ur, Elías Valgeirsson, rafvirkja- meistari, ritari og Böðvar Bjarna son, húsasmíðam., gjaldkeri. Félagsmcnn eru 18. SeBlar úr gildi ATIIYGLI er vakin á tilkynningu frá Englandsbanka um, að 10 shil* linga seðlar, sem eru brúnir á lit og gcfnir út á árunum 1828 — 1961, verða teknir úr umferð og missi gildi sem gjaldmiðill eftir 29. októ- ber n. k. Hér er um að ræða seðla, sem ekki bera mynd af Englands- drottningu gagnstætt nýjum 10 shillinga seðlum, sem byrjað var að gefa út I nóvember 1961. Eftir 29. október n. k. er aðeins hægt að skipta gömlu scðlunum i afgreiðslu Englandsbanka í Lon- don. 2 6. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.