Alþýðublaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 4
Hún fer að vinna, þegar aðrir hætta i Úr fukthúsi i: PILTURINN er átján ára • Jieitir Noriholas laacey, og hafnaði í tukthúsinu á Kúbu fyrir „niðrandi ummæli“ um einvaldann Castro. Lacey kannast ekki við jietta, sefr ist bara hafa verið á flakki urn Bandaríkin ogr Mexikó, dottið í hug að skreppa til Kúbu — og farið beint í Bteininn. En hann er nú laus úr prísundinni off kom- inn heim til Englands. ÞAÐ er konan, — sem hirðir gólfin þín, sem situr hérna hin- um megin við borðið. Við getum ef til vill fremur orðað það svo, að hún sé fulltrúi sinnar stéttar. Konan, sem situr við borðið heit- ir Guðbjörg Brynjólfsdóttir og fer að vinna, þegar skrifstofufólk ið fer heim á kvöldin eða kann- ski fer hún svo árla, að enginn annar er kominn á ról. Guðbjörg er fædd að Broddanesi í Strands- sýslu en uppalin á Ytri-Ey á Skagaströnd í Húnavatnssýslu. Faðir hennar, Brj'njólfur Lýðs- son, bjó á Ytri-Ey, en á undan honum afi Guðbjargar, Indriði. í hans tíð var kvennaskóli á Ytri-Ey, en sá skóli var síðar fluttur til Blönduóss. Guðbjörg hefur verið tvigift og misst báða menn sína. Fyrri maður hennar var Hannes Einars son frá Óseyri á Skagaströnd. Hann var sjómaður hér í Reykja vík. Síðari maður Guðbjargar var Lárus Hansson, ættaður úr Borgarfirði. Hann var innheimtu m maður hjá bænum. Nú er Guð- björg búin að vera ekkja í rúni fjögur ár. — Áttu böm — og bamabörn? — Ég átti eina dóttur með fyrri manninum mínum. Hún er ; nú gift Ríkharði Pálssyni frá : Sauðanesi í Húnavatnssýslu. : Hann var að ljúka námi í tann- ;> lækningum í Göttingen í Þýzka- . landi. En nú koma þau heim í : haust. Þau eiga einn dreng. — Annars hefurðu verið ein? — Já, og maður venst því. Ég á indælá litla íbúð og hef ekki yfir neinu að kvarta. á meðan ég hef heilsuna. — Gaztu keypt þér íbúðina sjálf? — Það" var nú byggingarfélag- inu meira að þakka en mér. Bygg .ingafélagið var stofnað árið 1939, og við hjónin gengum strax í það. Hannes var þá orðinn veikur, svo að það varð ég ein, sem flutti inn. Hann fór þá á spítal- ann. — Og þú fórst að vinna við ræstingar? — Ég var byrjuð löngu fyrr. Ég gekk í verkakvennafélagið fyrir einum 30 eða 40 ámm. Fyrstu árin vann ég í fiski, en svo sneri ég mér að ræstingun- um, því að jafnvel þá var sú vihna bezt borguð og þægilegust af öllu, sem hægt var að fá. — Hvað var kaupið, þegar þú byrjaðir? — Árið 1924 var það 80 aurar á tímann. — Hvað er það núna? — 33 krónur og 33 aurar. Það er mlkill munur á. — En verðlagið hefur líka ver- ið annað 1924. — Að vísu, en samt eru kjör- in miklu betri nú. Það er eins og hvítt og svart. Það er allt annað að fást við atvinnuveitendur nú en var. Núna vilja þeir allt gera ' Guðbjörg Brynjólfsdóttir til að létta manni störfin, en áð- ur var ekki um neitt slíkt að ræða. Uppmælingin er nýtilkom- in, en hún hefur mikið bætt okk- ar hag. Nú eru borgaðar 14,94 kr. á uppmældan fermetra á mánuði eða krónur 1494 krónur á 100 fermetra á mánuði. Ég hef alla mína tíð verið hrifin af akkorðs- vinnu. Það finnst mér sann- gjarnast, því að þá fær hver fyrir það, sem hann vinnur. Uppmæl- ingin er nokkurskonar akkorðs- .vinna. — En er ekki vinnan erfið til lengdar? — Jú, þessi vinna slítur manni. En hvað er það nú á við það, sem áður var, þegar þurfti að bogra við að bóna hvert gólf. Nú eru vélar til ails og víða teppalagt út í hvert horn. Égmet það mest við þessa vinnu, hvað ég er frjáis. Ég vinn, þegar mér hentar, ann- að hvort snemma á morgnana, áður en fólkið kemur á skrif- stofuna eða eftir fimm. — Hvað ertu yfirleitt lengi að ljúka verkinu? — Ef ég fer klukkan fimm, þá er ég búin um hálf níu. Þetta er svo indælt. — Þú hefur þó líklega ein- hvern tíma átt erfitt með að kom ast að heiman, þegar veikindi lögðu húsbóndann í rúmið? — Já, það eru erfiðar stundir, sem maður hefur átt. En ég hef alltaf haft góða heilsu og alltaf hugsað mér, að úr því, að ég er skilin eftir með þetta, þá verði ég að standa. — Er það nokkuð, sem þú vild- ir taka sérstaklega fram? — Það væri þá ekki annað en þakka verkakvennafélaginu fyrir þó góðu samninga, sem það hef- ur náð fyrir okkur og atvinnurek endum góða samvinnu á liðnum árum. Ég þvæ núna í Kol og Salt og Löggildingastofunni Og ég er ánægð með mína vinnu. Gunnar Flóvenz: Nýir saltsíldarmarkaðir í hættu ER SÖLTUN Suðurlandssíldar tiófst fyrir alvöru fyrir 13 árum, byggðist sala hennar eingöngu á aflabresti norðanlands- og austan. Þegar söltun Norðurlandssíldar jókst á ný, minnkuðu möguleikarn *r á sölu Suðurlandssítdar og síð^ \istu 6i árin hafa hin gómlu mark aðslönd Norðurlandssíldar, svc sem Sivíþjóð, Finnland og Dan- mörk, > lítið eða ekkert keypt af Suðurlandssíld. Af þessum ástæðum varð að leggja mikla áherzlu á að afla Suð uríandssíldinni nýrra og sjálf- stæðra markaða. Þrátt fyrir ört minnkandi salt síldarneyzlu í markaðslöndunum' Og þrájt fyrir stóraukna eigin salt síldarf amleiðslu ýmsra Austur- Evrópl þjóða, hefur þetta þó tekizt. Nvtj i markaða hefur verið aflað f Vest r Þýzkalandi, Au.stur-Þýzka landi, Bandaríkjunum og Rúmeníu og vonir standi til þess, að unnt reynist að býggja upp nýja inark aði fyrir Suðurlandssild í enn fleiri löndum, svo sem ísrael, Belgíu og Frakklandi og jafnvel einnig í Hollandi. Eru þó Hollend ingar, ásamt Vestur-Þjóðverjum og Norðmönnum, einhverjir erfiðustu j-eppinautar okkar á saltsíldar- markaðnum, en saltsíldarfram- léiðsla allra þessa landa nýtur frá viðkomandi stjórnarvöldum. ýmsra styrkja, beinna og óbeinna Eins og skýrt hefur verið frá í dagblöðum í Reykjavík, hafa þeg ar verið gerðir fyrirframsamningar um sölu á rúmlega 100 þús. tunn um af saltaðri Suðurlandssíld. TM.a. hefur tekizt að fá Rúmena, Pól- verja og A.-Þjóðverja, til að kaupa frá íslandi svo til allt það magn, sem þessar þjóðir gera ráð fyrir að flytja inn af saltsíld á komandi vetri. Þá hafa og samtök saltsíldar inflytjenda í V.-Þýzkalandi skuld- bundið sig til að binda mest öll kaup sín á komandi vetri við síld frá íslandi. Rúmenar, sem kaupa eingöngu heilsaltaða smásíld, settu það sem skilyrði fyrir kaupum, að 10.000 tunnur verði afgreiddar í október. Kváðust þeir myndu beina síldar- kaupum sínum til annarra landa, ef við gætum ekki orðið við þess ari ósk þeirra. Var að lokum samið um aigreiðslu á fyrstu 10.000 tunn unum í „október og/eða nóvem- ber“, en Rúmenum var þó gefið lof orð um, að allt skyldi gert sem unnt væri, til að afgreiða 5000 tunn ur fyrir lok október og 500 tunnur í byrjun nóvember. Viðskiptin við .Rúmeníu eru tii tölulega ný. Undanfarin 3 ár hafa verið seldar þangað árlega 5—6000 tunnur af saltsíld. Á þessu ári tókst að fá Rúmena til að gera fyr irframsamning um kaup á 25.000 tunnum og greiða Rúmenar síldina með olíu, sem seld er hingað á heimsmarkaðsverði. Verður að telja, að þessi viðskipti séu okkur mjög hagkvæm. Enda þótt kominn sé venjulegur söltunartími suðvestanlands, Jiggur síldveiðiflotinn enn bundinn í höfn og ekkert útlit virðist fyrir því, að veiðar hefjist á næstunni. Ástæðúrnar fyrir þessu hörmu- lega ástandi verða ekki ræddar hér en hins vegar skal sérstaklega- vakin athygli á því, að verði ekki unnt að hefja veiðar næstu dag- ana má búast við því að hinn nýi og þýðingarmikli markaður glatist og að Rúmenar verði að beina salt Framh. á 11. síðu 4 6;-«október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ / útlandinu ★ NOKKUR augnablik úr lífi fólks í útlandinu; og reyndar komst einn apaköttur í spilið ★ HANN er á efstu myndinni til vinstri; þið sjáið liann ef þið gáið vel að, hann er að þvælast á milli fótanna dansmeyjatma. Þetta kom fyrir á sýningu í næturklúbb í London. Apakött urinn heitir Remus. Sú var ætl unin að hann „léki“ smáhlut verk; kæmi fram í sviðsljósið eitt augnablik. En Remus var ekki á því. Og strauk frá gæzlu manni sínum og í dansinn og tókst að setja allt á annan end- ann áður en hann náðist. ★ ANNAÐ augnablik: Moham- ed AI Badr ræðir við Nasser, forseta Egyptalands. Þá var öld in önnur. Þá var Moliamed bara krónprins í Jemen — og lifði eins og kóngur. Svo varð hann kóngur eftir föður sinn seint í síðastliðnum mánuði — og viku seinna herrndu fréttir að búið væri að gera hann höfðinu stýttri. En Mohamed lifandi eða dauöur? Þegar þetta er skrifað, hafa komist flugufregn ir á kreik um undankomu hans. Þýzkur maður, sem var á staðn um fullyrðir, að nýi kóngurinn hafi sloppið frá tilræðismönn unum. ★ ENN eitt augnablik, og öllu saklausara en hið síðasta: „Ung frú Alheimur“ (Rosemarie Frankland) í múrverki. Myndin var tekin við Leicestertorg í London. Þetta er að sjálfsögðu auglýsingabrella. ★ FJÓRÐA augnablikið sjáið þið á neðstu myndinni til vinstri Konur í bænum Tarrasa á Spáni sækja vatn í skurðnefnu. Þetta má reyndar kalla kald- hæðni örlaganna. Flóðin miklu á dögunum eyðilögðu vatnsbol borgarinnar og vatnsveitukerfi. ★ SÍÐASTA augnablikið að þessu sinni, og nú tökum við aftur upp léttara hjal. Það er cngin tilviljun að brúðarskart stúlknanna tveggja í hægra horni síðunnar hefur á sér hermannlegan svip. Myndin er tekin á tízkusýningu sem efnt var til í síðastliðinni viku fyrir 600 brezkar herstúlkur. Og sýn ingarstúlkurnar eru báðar dát ar í her hennar hátignar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.