Alþýðublaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 8
I I /*V Eftirfarandi bréf birtist í septemberhefti þýzka kvennablaðsins Constanze. — Myndirnar fylgdu. HÉR Á ÍSLANDI hefur sjaldgæfur hlut- ur gerzt. Svo sjaldgæfur meira að segja, að það eina morð, sem framið hefur verið síðustu tvo áratugina, leiddi til háopinberrar heimsóknar. Eögreglumaður frá Scotland Yard, miðstöð br.ezku lögreglunnar, kom í eigin persónu frá I/Ondon til íslands, sem hefur verið sjálfstætt lýðveldi frá 1944, til þess að fuýða sig á því sérstæða fyrirbrigði, íslenzkum morðingja, og gera sér ljósar orsakir hinnar einstaklega litlu glæpahneigðar á íslandi. Fangavörðurinn tók mjög vingjarnlega á móti gestinum, en svo yppti hann öxlum. — Nei, því miður var morðinginn ekki hehna þá stundina. Hann hafði far- ið á ball í bænum, og það gæti verið, að það drægist fram á nótt, að hann kæmi heim. Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því, hvers vegna glæpir eru svo sjaldgæfir á íslandi. íslending- ar hafa einfaldlega engan tima til þess að hugsa ljótt. Hinir 180 þús. íbúr iandsins verða að vinna hörðum höndum frá barnæsku til þess að halda hinum góðu lífskjörum. Og verðlagið er allt annað en lágt. Tnttugu sígarettur kosta 2,50 mörk, vindlll meira að segja tvö mörk — og það er næstum óhugsandi, að ætla sér að kaupa koniaksflösku, — hún kostar 80 mörk. En mik- ilsverðustu fæðutegundirnar eru niðurgreiddar af rík- inu, og svo er fiskurinn, auðæfi íslands. Nákvæmlega 97% af þjóðartekjum íslendinga eru af fiskveiðum. Fólk er alls ekki láglaunað á íslandi, þó verða næst- um 90% allra ungra, nýgiftra kvenna að vinna úti. Leigan hækkar stöðugt, 300-400 mörk á mánuði. Þess- ar dýru íbúðir eru annars miðdepill íslenzks þjóðlífs, þess vegna eru íslendlngar alltaf tilbúnir að taka á móti gestum. Og gesturinn hugsar aldrei tii þess að fara fyrr en klukkan eitt og tvö nm nóttina. Það er aðeins á sunnudagsmorgun, sem enginn ætti að ónáða íslend- inginn, því að á sunnudögum sefur öll eyjan fram á miðjan dag. En eins og tslendingar eru fúsir tU að vera heima, eru þeir fúsir til að fara út. Kvöld eftir kvöld eru 15 stóru veitingahúsin í höfuðstaðnum Reykjavík troð- full, yfir helmingur gestanna er ungar stúlkur, sem geta líka farið hvert sem er einar á íslandi, án þess ' að eiga á hættu að missa mannorðið. Heimsókn á slíkan stað borgar sig, því að hún er falleg, íslenzka konan, tígulleg og vel klædd, og hún þarf ekki á neinn hátt að forðast samanburð við Par- ísardömu. Alls staðar hittum við þessar fallegu, ungu stúlkur með klassiskt, grískt nef og ferskjumjúka húð. Enn er það umdeUt á íslandi, hvaðan þessi fegurð kem- ur, hvort það er keltneska blóðið, sem í æðunum renn- ur, kristalstæra loftið eða fiskurinn. Slái einhver ungri, fallegri gullhamra, þá er alltaf sagt: „Þú ættir að sjá systur hennar.“ Það er alltaf til einhver fallegri systir. Allir íslendingar þúast. Það eru engir ávarpaðir með „herra“ nema forselinn og biskupinn. Konurnar halda föðurnafni sínu eftir brúðkaupið. Það getur vald- ið dálitlum erfiðleikum fyrir hjón, sem Iáta skrá sig í gestabók gistlhúss á meginlandinu. En þið skuluð engar áhyggjur hafa af því: þau eru harðgift, þótt þau heiti mismunandi nöfnum. Oft ern þau það ekki, en það tekur enginn illa upp á íslandi. Óskilgetið barn er ekki heldur neitt hneyksli á íslandi. Rúmur f jórði hluti barna, sem fæddust árið 1960 voru óskilgetin. Til þessa eru tvær ástæður: Á íslandi er of fátt fólk, þess vegna er ekkert barn óvel- komið. Hin ástæðan er af öðrum toga spunnin. Hjón, sem bæði vinna úti, eru skattlögð hærra en ógift fólk. Samt eru margir frjálslyndir íslendingar, sem hafa þá skoðun, að þetta gangi of Iangt. Komi það fyryir, að stúlka í menntaskóla verði ófrisk, þá sjá skólayfirvöld- in tU þess, að stúlkunni sé samt sem áður kleift að ljúka stúdentsprófi. AlUr íslendingar eru fróðleiksfúsir. Engin þjóð í heimi les eins mikið og sú íslenzka. Ef tU vill er það eins konar neyðarráðstöfun, því að hvað er annað hægt að gera við tuttuga stunda vetrarnótt? Það er alltaf sagt sem svo, að annar hver íslend- ingur sé skáld og fimmti hver hafi gefið út ljóðasafn. Ekki færri en 115 rithöfundar fá árlegan skáldastyrk frá rikinu, og ár hvert koma 312 bækur fyrir augu 100 þús. íslendinga. Það er ekki að undra, þótt fjórða hver verzlun í höfuðstaðnum sé bókaverzlun, turn, þar, sem seld eru tímarit eða hljómplötubúð. Það eru líka 45 þús. útvarpstæki á íslandi, svo að í reyndinni er þar ekkert heimili, sem ekki er í sambandl við hinn stóra heim. En íslendingar hafa — fram til þessa — komizt hjá einu: Gremju yfir lélegri sjón- varpsdagskrá, þvl að það eru á eyjunnl um það bil 5000 amerískir hermenn, sem varla hafa nokkur samskipti við þjóðina, en fram til þessa þó ekkert pjónvarp. EFTIR ENGDAHL THYGESEN 8 6. Október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.