Alþýðublaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 06.10.1962, Blaðsíða 11
Vetrarstarfið í Tjarnarbæ að hefjast ÍÞRÓTTIR Filmklúbbur fyr ir unglinga? Framhald af 10. síðn. fóta sig í blautu flaginu. Þessum leik töpuðum við með 10 mörkum gegn 1. Það voru einkum útverðirn ir sem brugðust í leiknum. Fimm landsliðsmenn léku með skozka liö' inu, sem var mjög sterkt. VETRARSTARFSEMIN í Tjarn- arbæ er nú að hefjast og munu fara fram þar margskonar atriði. Á laugardaginn hefjast sýningar á nýrri DlSNEY-mynd, sem heitir Perry. Mynd þessi er sérkennileg að því leyti að aðalhlutverkið leik- ur íkorni, sem við fylgjumst með frá fæðingu. Sami höfundur og að myndinni Bambi sem bíógestir kannast við, gerði handritið að þessari mynd. í vetur mun leitazt við að sýna vandaðar úrvalsmyndir og c-nn fremur munu bráðlega hefjast fréttamyndasýningar, þar sém SALTSÍLD Framhald af 4. siðn. síldarkaupum sínum aftur til keppi nauta okkar. Jafnframt má búast við, að ýmsir aðrir markaðir okkar verði settir í stórhættu. Höfum við efni á því? Reykjavík 5. október 1962. Með þökk íyrir birtinguna. Gunnar Flóvenz. sýndar verða nýjustu fréttamynd- ir. í undirbúningi er stofnun film- klúbbs fyrir æskufólk 18 ára og yngra, þar sem kynntar verða ýms ar athyglisverðar kvikmyndir .frá ýmsum tímum. Klúbbur þessi verð ur í sameiginlegri umsjón Filmíu og Æskulýðsráðs Reykjavikur. Á sunnudaginn hefjast sérstak- ar barnaskemmtanir, þar sem Leikhús æskuhnar mun annast ýms skemmtiatriði, en auk þess verða sýndar skemmtilegar kvik- myndir fyrir börn. Á sunnudögum, kl. 11 f. h., munu fara fram barnasamkomur Dómkirkjusafnaðarins. Leiksýning á Heraklesi verður á sunnudagskvöldið, en nú mun nemendum framhaldsskólanna verða gefinn kostur á að sjá þetta skemmtilega leikrit. Leiksýning- ar verða snar þáttur í starfsemi hússins, en auk þess eru í undir- búningi sérstakar bókmennta- kynningar og tónlistarstarfsemi hússins er einnig í undirbúningi. Það er takmarkið, að í Tjarnar- bæ geti ungt fólk og aðrir notið fjölbreytts og vandaðs flutnings- efnis, og er þess að vænta, að æsku fólk noti sér vel þau tækifæri, sem þar munu gefast. _ Norrænn bú sýsluh ÁÆTLANIR um norrænan bú- sýsluskóla niunu koma til fram- kvæmda áður en langt um líður. Stjórn skólans skipa tveir fulltrú- ar frá hverju Norðurlandanna fjög urra, Danmörku, Finnlandi, Nor- egi og Svíþjóð og einn frá íslandi. Er það Vigdís Jónsdóttir, skóia- stjóri Húsmæðrakennaraskóla ís- lands. Menntamáiaráðuneyti land- anna tilnefna stjórnarmeðlimi. — Formaður stjórnarinnar er pró- fessor Birgir Bergersen frá Nor- egi, og boðaði hann til fundarins dagana 25. og 26. september. — Stjórnin gekk þar frá reglugerð, sem lögð verður fyrir ráðuneyti landanna. í stórum dráttum hefur stjóm- in byggt á nefndaráliti um sam- norrænan búsýsluháskóla, sem gef ið var út 31. des. 1959 um tilhög- un og uppbyggingu skólans. Á fundinum var gerð grein fyrir undirbúningi að stofnun hinna þriggja deilda, sem áformað er að taki til starfa á næstunni — tek- stil-deild við Chalmers teknisKe högskola í Gautaborg árið 1963, heimilishagfræðideild við Árósar- háskóla 1964 og næringarefna- fræðideild við Óslóarháskóla 1965. Einnig var svipuð nefnd til und- irbúnings verkfræðideildar í bú- sýslu. Stjórnin samþykkti að skora á ráðuneyti landanna að vinna að framgangi þessara mála. Inntöku skilyrði í allar deildirnar eru hús- mæðrakennaramenntun auk stúd- entsprófs. Stúdentar úr máladeild- um þurfa auk þess sérstakan und- irbúning í stærðfræði og eðlis- fræði. Áformað er, að nemendur áskóli Ijúki kandidatsprófi á tveimur og hálfu til þrem árum. Ekki er á- kveðið hvaða titil þeir bera að prófi loknu. Finnar taka þátt í þessu sam- starfi, þótt þeir hafi sérstöðu með því að þeir hafa þegar komið upp í landi sínu háskóladeild í búsýslu. Búizt er við, að eftirspurn verð.i mikil eftir nýju sérfræðingunum, þegar þeir hafa lokið námi, eink- um til kennslu í húsmæðrakenn- araskólum, við rannsóknarstörf í þágu iðnaðar og til ráðunauts- starfa. Meistaraprófs- fyrirlestur MEISTARAPROFSFYRIRLEST- UR verður fluttur í I. kennslustofu Háskólans iaugardaginn 6. októ- ber kl. 5 e. h. stundvíslega. Fyrir- lesari vcrður ungfrú Arnheiður Sigurðardóttir, og er þetta loka- þáttur í meistaraprófi hennar í ís ; lenzkum fræðum. Efni fyrirlcstrar ins verður: STÖRF BENEDIKTS SVEINBJARNARSONAR GRÖN- DALS AÐ ÍSLENZKUM FRÆÐ- UM. Þess má geta, að 6. október er fæðingardagur Benedikts Grön- dals og að tæp hundrað ár eru liðin síðan hann lauk mcistara- prófi í norrænum fræðum fyrstur íslenzkra manna. Öilum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Eins og fyrr segir voru móttökur ímeð ágætum. Veglegar veizlur voru okkur búnar og gjafir gefnar Boðið að sjá ýmsa góða leiki og vera viðstaddir æfingar, skoða ,,klúbb“ hús og féíagsheimili auk víðra og verkmikilla valla, og ann arra íþróttamannvirkja. Um rosafrétt þá, sem hingað barst með skozkum blöðum, og „þýdd var og endursögð" í ísl blöðum, um viðskipti íveggja þátt takenda í förinni við bílstjóra nokk urn og tvær stúlkur, sagði Har aldur, að hér væri aukið í, endur- bætt og fært til verri vegar. Þetta væri smámál, að vísu rétt, að lög- reglan hefði blandazt í það, en talið þetta svo lítið, að ekki tæki að „færa það til bókar“. Blaða- menn eru alltaf á höttunum eftir einhverju fréttnæmu, „sönnu eða lognu“ komust í þetta, og þá vcr ekki sökum að skyrja, en þeir fengu engar upplýsingar hjá lög- reglunni, sem ekki taldi málið á neinn hátt frásagnarvert. Þeir komu til okkar og vildu fá upp- lýsingar og helzt að fá að ljós- mynda ,,þá seku“ o.s.fir.. Þar sem ekki var um neinar upplýsingar að ræða, bjuggu þeir bara til sinar eigin upplýsingar og lögðu svo út af þeim. Blátt, grænt og hvítt Sloppanælon Terylene í pils, buxur og kjóla. Verzlunin SNÓT Vesturgötu 17. K.F.U.M. Á morgun: Kl. 10,30 f. h. Sunnudagaskóli. Kl. 1,30 e. h. Drengjadeildirn ar. Kl. 8,30 e. h. Almenn sam- koma. Vetrarstarfið hefst. Séra Jónas Gíslason talar. — Fórnar- samkoma. Fram - Valur í dag (laugardag) kl. 4. Hvor sigrar nú? SUNDÆFINGAR í REYKJAVÍK Sundæfingar sundfélaganna í Reykjavík hefjast í Suntk. höll Reykjavíkur, mánudaginn 8. október n.k. K.R. og f.R. Sund: Mánudagar og miðvikudagar kl. kl. 6,45 til 8,15 e. b, og föstudagar kl. 6,45 til 7,30 e. h. Sundknattleikur: Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 9,50 ilij^ 10,40 e. h. Ármann og Ægir Sund: Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 6,45 til 8,15 e. h.cg föstudagar kl. 7,30 til 8,15 e. h. Sundknattleikur: Mánudagar og miðvikudagar kl. 9,50 fH' 10,40 e. h. Sundráð Reykjavíkur. Fulltrúaráð Alþýðuflokksins j í Reykjavík. Hverfisstjórar Alþýðuflokksins í Reykjavík eru beðnir M koma strax til starfa á flokksskrifstofunni Opið kl. 9 — 22. Stjórnin. Bíla og búvélasalan Simca Ariane. Nýr, óskráður Superluxc. Simca 1000, nýr, óskráður Opel Reccord '60-61. Opel Caravan 60’-61’. Consul 315, ekin 8. þús. '62. Opel Caravan '55. Chevrolet ’55, góður bill. Chevrolet ’59, ekin 26. þús. Bíla- & búvélasalan við Miklatorg, sími 2-31-36. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. október 1962 EIPSPÝTUR ERU EKKl BARNALEIKFÖN&! Húseigendaféiag Reykjavlknr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.