Alþýðublaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 2
á kttstjóiar: Gísli J Ástþórsson (áb) og Benedikt Gröndal.—Aðstoðarritstjórl fejörgvin Guömundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 14 903 Augiýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. —|Preiitsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 65.00 é mánuði. í lausasöiu kr. 4.00 cint. títgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. BORGARHUSIN BORGARSTJÓRN Reykjavíkur hefur nú geng- ið frá kjörum nýjustu borgarhúsanna, sem eru í ismíðum í Álftamýri. Munu kaupendur þessara húsa eiga kost á lánum samkvæmt lögunum um út- rýmingu heilsuspillandi húsnæðis en það eru nú hagkvæmustu lánin, sem húsbyggjendur eiga kost á. Samkvæmt lögum þessum leggur húsnæðismála stjórn fram jafnhátt lán og börgarstjóm til hverr- ar íbúðar, sem reist er til útrýmingar heilsuspill- andi húsnæðis. Er sú lánsupphæð notuð til þess að !koma íbúðunum upp en síðan færist lánið yfir á yæntanlega kaupendur húsanna en auk þess eiga 'kaupendur kost á A- og B-lánum hjá húsnæðis- jnálastjórn og getur það lán gengið upp í að full- igera íbúðirnar. Er óhætt að segja að hér er um jnjög hagkvæm lán að ræða. AJþýðuflokknum er það mikið ánægjuefni að Reykjavíkurborg skuli standa fyrir byggingu íbúða sem unnt er að selja með svo góðum kjörum og hér um ræðir. Sú var tíðin, að Sjálfstæðisflokkur- inn mátti ekki heyra það nefnt að bæjarfélagið byggði íbúðir en þetta hefur breyzt og sjónarmið Alþýðuflokksins hafa náð fram að iganga. Næst fullri atvinnu er ekkert mikilvægara bverjum ein staklingi en að eiga þak fyrir höfuð sér. Áður gátu aðeins 'hinir efnameiri í þjóðfélaginu keypt sér eig ið húsnæði en vegna laganna um verkamannabú- staði og byggingaframkvæmda bæjarfélaga hafa æ fleiri getað klofið það að kaupa eigin íbúðir og þær íbúðir sem Reykjavíkurborg reisir nú eru bein línis ætlaðar hinum efnaminna meðal borgar- anna. En enda þótt borgin bjóði mikil og hagkvæm ián út á hinar nýju íbúðir og útborgun verði mjög lít- il, verður það mörgum er býr í heilsuspillandi hús næði erfitt að kaupa þessar íbúðir. Óskar Hall- grímsson sagði, er málið var til umræðu í borgar- stjórn að leysa yrði vanda þeirra, er verst væru tStæðir með því að byggja leiguíbúðir, sem fólkið fengi leigðar með góðum kjörum. Auk þess lagði hann áherzlu á það að þær sem illa væru staddir þyrftu að eiga kost á hærri lánum en hinir er bet- ur væru stæðir. Gerði ályktun borgarstjómar ein- mitt ráð fyrir því að svo yrði og má því segja, að isjónamið Alþýðuflokksins hafi þar orðið ofan á. i ' Auglýsingasími Ævintýn Framh. af 7. síðu ekki. Til þess hefði ég þurft aö dveljast þama 3-4 vikuia lengur, : því að liann er nú nyrzt í landinu. . En ég hitti einn af íimm hers- j höfðingum hans, sem stjórna hern 1 faðaraðgerðum á stóru svæði í : suðurhluta Kúrdistan. Kúrdar tóku mér mjög vel, enda hafði aldrei komið blaðamaður á þessar slóðir, en aðeins tveir heim sótt uppreisnarherinn í öðrum landshlutum. Þegar nokkrir vopn aðir uppreisnarmenn höfðu smygl að mér inn á yfirráðarsvæði Kúrda, kom sjálfur hershöfðinginn Hilmi Ali Shirif, á móti laér raeð i 30 manna liði, sem vopnað \ar riffl I um og vélbyssum. Ég hélt svo1 kyrru fyrir einn dag í þorpi einu og tók niður viðtal við hershöfð- ingjann. Næsta dag fór ég til aðal stöðva hans, sem eru í klettagiii með hellum og nokkrum skógi. Þar í næsta nágrenni eru þorp, sem orðið höfðu fyrir loftárásum. Hvert sem ég fór hafði ég ailtaf einn hermann, seir. talaði en.rku mér til fylgdar, og stundum var Hilmi hershöfðingi með sjálfur." Þetta eru þættir úr bréfum frá Erlendi, en hann er nú kominn til Indlands og mun senda Alþýðu- blaðinu greinar frá Kúrdistan. Ein lóð Framh. af 16. síðu sem úthlutað hefur verið í þess- um hverfum? 3. Hvenær má vænta þess, að nauðsynlegar verzlanir verði fyr- ir hendi í umræddum hverfum? Borgarstjóri upplýsti það, að út- hlutað hefði verið tveimur lóðum undir verzlunarhús í Háaleitis- hverfi. Annarri þeirra hefði verið afsalað, aftur, en unnið væri að undirbúningi byggingafram- kvæmda á hinni, þ. e. lóð þeirri, er Austurver fékk úthlutað undir verzlunarmiðstöð. Mundi bygg- ingaframkvæmdum þar væntan- lega verða lokið eftir eitt ár. Hins vegar yrði reisU bráða- birgðaverzlunarhúsnæði á lóðinni og yrði það tilbúið um næstu mánaðamót. í Kringlumýrarhverfi hefur verið úthlutað einni lóð undir verzlun, en ekki hafa verið hafnar framkvæmdir á henni. Óskar Hallgrímsson sagði, að dráttur sá, er orðið hefði á fram- kvæmdum við byggingu verzlana í umræddum hverfum, væri mjög bagalegur og hefði bakað íbúum hverfanna mikil óþægindi. Væri nauðsynlegt, að í framtíðinni yrðu skilyrði við úthlutun lóða undir verzlanir og þeim er fengju verzl unarlóðir lögð sú skylda á herðar að sjá íbúum hverfanna fyrir verzlunarþjónustu í bráðabirgða- húsnæði meðan á byggingafram- kvæmdum stæði. Borgarstjóri tók vel í þessa óbendingu Óskars Hallgrímssonar. !> FÉLAG ungra Jafnaðar- <; j ’ manna í Árnessýslu lieldur ; [ ;! fund í Iðnskólanum á Sel- 11 ;! fossi á mánudagskvöld kl. !! !; 8.30. Fundarefni: Rætt um j; j; vctrarstarfið og kjörnir full j [ j; trúar á þing S.U.J. |! ivm vvt'iw » » a> STÆKKANLEG BORÐ , í eldhús og borðkróka taka minna pláss — rúma fleiri Verðið ótrúlega hagstætt Tvær stærðir: Stækkanleg í 6 og 8 manna borð Fást hjá betri húsgagnasölum um land allt. JK húsgögn bera af, forðist eftirlíkingar, aðgætið JK merkið sé á húsgögnunum jk-híisgOgn Framleiðandi: Járnsmiðja Kópavogs Heildsölubirgðir: \ Albýðubladsins •r 14906 f lilliiui Hý<i|jr ■1 L III Á ASBJÖRN OLAFSSON Grettisgötu 2 — Sími 24440 £ 7. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.