Alþýðublaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 5
Benedikt Gröndði skriiar um heigina: ■ ■ IMWIIIWIWWMWWHWWWMMWWWMMWWWWWWWWW _ 4t kröfur til sérkunnáttu ogr menntunar hins vinnandi fólks, en þeim kröfum mætir ríkið með stórauknu fræðslustarfi. LOGGJOF UM ÞEIR, scm tekið hafa eftir röddum Aiþýðuflokksins und- anfarið, eins og þær hafa kom- ið fram í ályktunum kjördæma ráðs, Alþýðusambands Vest- fjarða, ræðu viðskiptamálaráð- herra og skrifum í Alþýðublað- inu, hafa veitt einu athygli. Flokkurinn krefst þess nú, að gerðar verði ráðstafanir til að bæta kjör lægst launuðu stétta þjóðfélagsjns, áður en reynt verður að hindra, að>verðbólg- an fari annan, stóran hring. Þessi krafa nýtur vafalaust almenns stuðnings landsmanna, og hún hefur verið borin fram fyrr. En það hefur gengið illa að gera hana að veruleika. Fé- lög verkamanna og verkakvenna hafa samkvæmt gamalli hefð haft forustu, þegar verkalýðs- hreyfingin hefur barizt fyrir kjarabótum. Svo hafa önnur félög komið á eftir, þegar hin- ir lægst launuðu voru búnir að brjóta ísinn, og oftast fengið mun meiri hækkanir en þeir. Af þessum sökum efast marg- ir um, að leiðrétting muni fást með samningaleiðinni. Hver getur hindrað, að önnur félög komi á eftir og fái aftur meiri hækkanir en verkamenn? Og hver getur þá hindrað, þegar hækkanirnar eru orðnar al- mennar, að þær berist út í verðlagið og fólkið týni þeim aftur í nýrri verðhækkunar- öldu? Hér verður að Ieita nýrra ráða, og kemur þá til hugar ein augljós leið : Að setja lög um lágmarkslaun, sem mundu hafa þær afleiðingar, að kaup hinna lægst launuðu hækkaði. Slík lög mundu ekki verða fordæmi fyrir aðrar stéttir til að krefjast nýrra hækkana strax á eftir. Löggjöf um lágmarkslaun er til í ýmsum löndum, og hefur verið rætt um það áður hér á landi, að reyna þá leið. Nú virð- ast vera þær aðstæður, að ein- mitt þetta ráð mundi geta leyst aðkallandi vanda og gert okkur mikið gagn. Þess vegna er rétt að íhuga nú, rétt fyrir setningu Alþingis, hvort ekki ætti að fara þessa leið í haust og reyna svo að koma á allsherjar vopna- hléi í kaupgjalds- og verð- lagsmálum einhvern ákveðinn tírna, til dæmis eitt ár. Gæfan hefur að ýmsu leyti brosað við okkur á þessu ári. Viðreisnin hefur gengið vel og styrkt efnahag þjóðarinnar með hagstæðum gjaldeyrisskiptum, miklu sparifé almennings og traustum ríkisfjárhag. Til við- bótar hefur tvennt gerzt, sem ekki varð séð fyrir síðastliðið vor, þegar vinnudeilurnar stóðu yfir. í fyrsta lagi hefur síldar- vertíðin orðið hin mesta í sögu þjóðarinnar, og í öðru lagi hafa viðskiptakjör okkar gagnvart öðrum löndum batnað verulega, enda er verðbólga í flestum markaðslöndum okkar. Þetta ástand getum við því að cins hagnýtt okkur, að við höld- um vel á málum á næstu vikum. Ef okkur tekst að fyrirbygg'ja, að ný verðbólgusveifla skelli yfir, verður um varanlega bót á hag þjóðarinnar að ræða. Öðr- um kosti getum við tapað því, sem unnizt hefur. Þjóðfélag okkar er á athyglis- vcrðu stigi um þessar mundir, eiris og segja má um flestar aðr- ar frjálsar þjóðir. Það samein- ar margt það bezta úr jafnaðar- stefnunni og hinni frjálsu sam- keppni, og byggist efnahagslega á góðum lífskjörum og miklum kaupmætti hins breiða fjölda, en ekki hinna fáu ríku, eins og áður var. Til að tryggja þetta kcrfi verður atvinnulífið að leggja megináherzlu á að greiða eins há laun og það framast getur, en til þess verða fyrir- tæki að taka tækni og skipuleg- an rekstur I þjónustu sína. — Jafnframt eru gerðar meiri Okkur Islendingum gengur vel að tileinka okkur tæknina, skipuleggja hina ýmsu þætti þjóðfélagsins og breyta því í nútíma horf. Aðeins eitt vanda mál hefur okkur gengið illa að leysa. Það er skipting á þjóðar- tekjunum milli stétta og ein- staklinga. Nú ríður á að halda þannig á því máli, að allt stefni í rétta átt — án þess að við kollsiglum skútunni með því að skipta meiru, en við framleið- um. Þegar við gerum það, hringsnýst verðbólgan og krón- an minnkar að vcrðgildi. Af stórum hópum þjóðfélags- þegna hafa flestir bent á, að lag færa þurfi kjör opinberra starfs manna og lægst launuðu verka- manna og kvenna. í fyrra var sett löggjöf um gerbreytingu á kjaramálum starfsmanna ríkis- ins, og eru þau mál á umræðu- stigi innan ramma þeirrar löggjafar. Nú vill Alþýðublaðið benda á Iöggjöf um lágmarks- laun sem hugsanlega leið til að Ieysa hinn þáttinn og ætti þá að vera rétti tíminn til að gera heildarátak til að stöðva verð- bólguskrúfuna, þannig, að kaup- hækkanir í næstu framtíð bygg- ist eingöngu á vaxandi frarri- leiðslu þjóðarinnar, Síðustu tvö ár hefur framleiðsluaukning viðreisnarinnar verið mjög riiik- il, sem svarar um 5% árlega,. svo að allar stéttir geta verið vongóðar um framtíðina á þeim trausta grundvelli, ekki sízt, ef vcrðbólguhjólið verður' nú stöðvað. tWWWWtWWMMWWWMWWWWWWWW WVWWWWVWWWWWWWWWWMIWWWMMWMIM WWMWMWMWMWWWWWWWVWtWVWWM*' Eftir því sem byggðin eykst og fólkinu fjölgar er þöfin æ brýnni fyrir ódýran lipran og Öruggan sendibíl Volkswagen sendibíllinn er einmitt ★ Ódýr í rekstri ★ Léttur í akstri ★ Fljótur í förum fyrir yður Sendillinn sem síðast breazt - Alltaf f jölgar volkswagen - Heildverzlunin HEKLA h.f. Hverfisgötu 103 sími 11275. ALÞÝÐUBLAÐtÐ - 5. október 1962 5. 'T^'irrr^r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.