Alþýðublaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 8
MAÐUR í FRÉTTUNUM EUNICE GAYSON: „Þær sem treysta á fegurð sína eru glataðar." TSAI CHIN: “Freistarinn er sífellt á hælum þeirra.“ JOAN COLLINS: “Mikil fegurð gretur orðið mikill skaðvald.ur.“ ADRIENNE CORRI: „ Þær virðast halda að fegurð afsaki iðjuleysi." JOYCE BLAII um harla 1 FEGURÐ getur verið böl. Á nokkr um síðastliðnum árum hefur hún orsakað byltingu í lífi Liz Taylor, rekið Birgitte. Bardot til sjálfs- morðstilraunar og gengið af Mari- lyn Monroe dauðri. Þessar eru aðeins þrjár þeirra kvenna, sem guð hefur gefið — til blessunar eða bölvunar, — frítt andlit og fagran líkama. Þú þarft aðeins að líta á málin af raunsæi, þá kemstu að raun um það að hvar sem fegurð er á ferð- inni, þá er líka um að ræða óham- ingju og jafnvel harmleik. Slys veikindi, morðtiiraunir, hræðileg bílslys, iíf í rústum... og á bak við allt þetta gefur að líta fagran kvenmann, sem hvorki, er hæf til að lifa í samræmi við feg urð sína, — né lífið. Þær segja fegurðina guðsgjöf, en svo eru nokkrar aðrar sem álíta fegurðina bölvun. Tökum til dæmis Joan CoIIis frá Englandi, sem getið hefur sér frægð í Hollywood fyrir fegurð. Hún hefur ekki gifzt aftur eftir skilnað sinn við fyrsta manninn, og hún hefur yndislegt heimUi, á alla hluti, sem kona getur girnst, og að sjálfsögðu líka fegurð. En hún segir: Fjölskylda mín að- varaði mig alltaf: Fallegt andlit er ekki nóg, Joan, — og það hef ég ávallt munað. Joan áUtur, að margt kvenfólk geri fegurð sína sér að enn þá meiri bölvun en hún þarf að vera þeim. — Ef þú ert gæddur mikiUi feg- urð, getur hún orðið óvinur þinn, beinlínis vegna þess, að þú hirðir ekki um neitt annað í fari þínu, persónuleika, þokka og gáfur. j Ég hef alltaf haft það hugfast að fegurðin endist ekki. Hún dugir aðeins í 30 ár eða svo. Og þegar sá tími er liðinn þá verður þú að hafa eitthvað annað til að viðhalda persónu þinni. Ég þekki margar stúlkur sem hafa lent í óhamingju snemma vegna fegurðar sinnar og aUst upp einmana og fyrir utan hið siðaða þjóðfélag. Joyce Blair vinkona Joan Col- lin, 22 ára gömul balletdama, sam- þykkir það sem Joan segir um ein- manaleikann. Hún sagði: Gefið fagurri stúlku fimmtíu pund og sendið hana til Suður- Frakklands og á nokkrum dögum mun hún fá allt sem auga hennar girnist. Vandinn er sá, að ekkert þess endist. — Stúlka, sem hefur ekkert til að sýna nema fegurð flettir ofan af fáfræði sinni. Útliti hennar byrj ar að hraka — og þar með er hún ekki lengur hæf fyrir venjulegt lif í hjónabandi. Eunice Gayson, þrítug Ieikkona í London álítur þær stúlkur dauða- dæmdar, sem einungis byggja á útUti sínu. — Það er eitt það dapurlegasta sem ég hef séð, segir hún, þegar Pat Marlowe. sú sem framdi sjálfs- morð fyrir stuttu — kom til ipín og sagði: Það er farinn gljáinn af hlutunum — ég fæ ekki jafnmörg tilboð nú og áður. — Ef kona treystir aðeins á fal- legan líkama og andlitsfegurð, kemur það henni í koll er ár líða og fegurðin fölnar. Sjáið Liz Tay- lor. Hún leyfði heiminum að skoða sig og líta á sig sem aðeins fagra kvenpersónu, ekki meir. Vegna MARGIR hafa verið til nefndir sem hugsanlegir eftirmenn Aden- auers, kanzlara Vestur-Þýzka- lands. Meðal þeirra eru Erhard, I efnahagsmálaráðherra, Schröder, utanríkismálaráðherra, og Strauss landvarnaráðherra. En svo að lítið hefur borið á hefur Adenauer ákveðið, að allt annar maður skuli taka við kanzl- araembættinu, þegar hann fer frá. Maður þessi er ekki eins þekktur og áðurnefndir ráðherrar og hann er aðeins ráðherra án ráðuneytis. Þessi maður er dr. Heinrich Krone. Þeim, sem vel þekkja til i vestur-þýzkra stjórnmála, kemur j það ekki á óvart, að Adenauer vilji; að Krone verði eftirmaður hans. Sagt er, að kanzlarinn taki enga mikilvæga stjórnmálaákvörðun án þess að spyrja hann fyrst ráða. 1 Adenauer tekur meira tillit til skoðana hans en nokkurrs annars ráðherra síns. Krone mun þó vera lítt hrifinn af því, að vera kallaður „krónprins Adenauers.” Hann á eitt sinn að hafa sagt: „Víst heiti ég Krone (þ. e. kóróna), en það merkir alls ekki, að ég vilji vera krónprins. En þeir, sem eru honum nákunn- ugir, telja víst, að Krone muni hlýða kallinu, ef Adenauer Ieggi nógu hart að honum og skírskoti til skyldu hans gagnvart flokki og þjóð. ★ SONUR FÁTÆKRAR EKKJU. Enda þótt Krone sé hlédrægur maður og kurteis, er hann í hópi eftirtektarverðustu stjórnmála- manna Vestur-Þjóðverja áranna eftlr heimsstyrjöldina. Krone er verkamannssonur, en fáir foringj- ar flokks hans, Kristilega demó- krataflokksins, eru af lágum stig- um, og mætti því ætla, að Krone ætti frekar heima í Jafnaðarmanna flokknum. Krone átti tvo bræður og faðir hans lézt af slysförum á vinnustað er þeir voru litlir. Fjölskyldan átti heima í Weserbergland. Móð- irin varð að sjá Iitlu, fátæku fjöl- skyldunni farborða eftir Iát eigin- mannsins. Krone hefur sagt: — „Þessi rólega kona skapaði okkur bjarta framtíð með vinnu handa sinna.“ Með því að strita myrkranna á milli tókst henni að koma hinum gáfaða syni sínum i latínuskóla og síðan í háskólann í Göttingen, þar sem hann tók kennarapróf og dokt- orspróf 1923. Hann hóf kennslustörf, en það stóð ekki lengi, enda gagntóku stjórnmálin huga hans. Þar sem hann var kaþólskrar trúar gekk ÆJAR Glundroðinn í rússneskri bókaútgáfu hefur verið til umræðu í tímariti Sovéthöf- unda, „Literaturnaya Gaze- ta,“ segir í frétt í Times. Rit ið hefur af því áhyggjur, hve margar bækur eru gefnar út um sama efnið. Dæmi: Þeg- ar það var efst á baugi í Sov- ét, að lífið lægi við, að eggja framleiðsla yrði aukin, gaf ríkisútgáfan út eftirfarandi rit: „Hænan sem verpti 255 eggjum,“ „Hæna verpir 216 eggjum,“ 166 egg undan einni hænu“ og loks „165 egg undan hverri hænu.“ Krone er krón- prins Adenauers t8 7. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.