Alþýðublaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 07.10.1962, Blaðsíða 15
fl Baum „En hvað þctta er snoturt hjá yður frú. Þér eruð eins og bezti læknir“. „Það má segja svo. í minni stöðu verður maður að vita hvernig þetta er allt. Hefur ung frúin gaman að brúðum?“ „Ekki sérstaklega frú, þegar ég hugsa mig um, þá hefi ég aídrei leikið mér að brúðum. — Ég kom annars til að biðja yð- ur að lána mér gamla kastar- liolu“. „Gamla? Hvað ætlar ungfrúin að gera með hana?“. „Það er viðvíkjandi efnafræði. Mig langar til að búa mér blóð- hreinsandi te, 'ég er ekki góð i maganum". ^ „Það er dálítið dularfullt", liugsar frúin með sér. þegar ung frú Helena er farin með áhaldið. „Já, ástin tekur á taugarnar. það er gömul saga.“ Ungfrú Helena tekur að brugga uppi i kytru sinni og tek ur upp sitt af hverju. Það gýs upp sterk lykt af sinnepi, pipar, sterkum möndlum og einhverju væmpu. Þetta er hennar eigin uppfinning, eiginlega það fyrsta sem hún vinnur sjálfstætt. Gull vör fer að hósta úti í horni. „Drottinn minn góður! Hvers konar eiturbras ert þú að fram ' leiða?" „Ég er að búa mér til meðal. Ég þarf að reyna að hressa ögn upp á heilsuna". „Meðal? Hvað er eiginlega að þér?“ „Ekki nejtt sérstak — bara svona eins og gerist". Gullvör lítur rannsakandi á Æerminnr „Þú ert þó ekki.orð- in veik mín vegna? Það er mildi og kvíði í rómnum, kvíði sem hún vill leyna. „Ég veik, vitleysa, Gullvör“. „Það er got“, segir Gullvör, og miidin og kvíðinn eru aftur horf in úr röddinni ásamt niður bældri hjálpfýsni. „En það er hreinasta pestarlykt að þessari mixtúru þinni. Ef ég væri í þín um sporum léti ég heldur Rain er útbúa meðal handa mér“. „Nei, ég vil ekki leita til hans með neitt þess konar“, svarar Helena og reynir að drekka blönduna. Bragðið er svo hræðilegt, að sem snöggvast finnst henni betra að eignast barnið en að drekka þetta. En svo herðir hún sig upp og kyngir smátt og smátt hinum rauðbrúna vökva. Það bogar af henni svitinn, en jafnframt eru gagnaugun ísköld. Svo fleygir hún sér útaf í rúmið og gefur sig á vald þeirrar vonar, að þetta hrífi, en hálftíma síðar má hún rjúka á fætur og kasta öllu upp. I'ölkiitn á iinvla lilaiíviilli siað Föl og niðurdregin snýr hún aft ur. Lyktin af sinnepi og beiskum möndlum þrengdi sér um allt hús- ið. Ekkjan sogaði loftið með upp spretum nösum og skildi. Hún var mjög næm fyrir öllu, er snerti leigendur hennar. Þegar Helena kom aftur með kastarholuna, var hún blágræn í andliti, en hún hló glaðlega og þakkaði fyrir lánið. „Dugði þetta ungfrú Willfuer?" „Það finnst mér ekki frú Gros mucke. Nú fyrst er ég verulega slök. Ef til vill hefur það verið heldur sterkt“. „Hvernig er það með unga herr ann, sem komur hér svro oft — er hann ekki læknanemi? Ég mundi leita til hans“, sagði frú in með sérstakri áherzlu á leita. „Rainers? Svo ungra lækna- nema leitar maður ekki til“. „Þá mundi ég ráðleggja ung- frúnni að leita til reglulegs læknis þeir kunna ráð við öllu“ bætti frúin við og leit á Helenu. Helena skotraði óttablöndnu augnaráði til gömlu konunnar, hvað eftir annað. Jú, gam'.a kon an horfði stöðugt á hana skiln- ingsríku augnaráði. „Haldið þér — frú Grosmuske? spurði hún hægt. Hún blátt á- fram gafst upp. „Já, ég veit um mörg dæmi. í síðasta mánuði hjálpaði einn mjaltakonunni okkar. Hún leit- aði til fullkomins læknis“. „Var mjaltakonan — var hún veik?“ „Hún átti við sitt'að stríða“, svarið frúin. „Jæja þá — góða nótt, og in tók aftur til við brúuna. „Ég þakka þér kærlega fyrir lánið“. Helena opnaði hurðina, og frú in tók aftur til við brúðuna. „Ég get svo sem leitað uppi heimilis fangið“, bætti hún við hljóm- lausri röddu og án þess að líta upp. Hún lokaði hurðinni þegj- andi á eftir sér. „Jú, ég þakka", sagði hún úti í dimmum stiganum 03 varp önd inni. -0- Þegar Frits Rainer beygði inn í Marstallgötu, kom hann auga á Marx. Hann hafði ekki séð hann lengi og blistraði til merk is eins og venjulega. En Marx virtist bæði sjónlaus og heyrn- arlaus og skálmaði sitt á hvað milli bíla og sporvagna hinum mcgin á götunni. Þar féll hann alveg í stafi framan við osta- verzlun. Það var undarlegt að sjá til hans. Reiner e'lti hann. „Góðan daginn Marx. Loksins rekst maður á hig. Þú liefur ver ið alveg ósýnilegur“. Marx tautaði eitthvað um, að hann þyrfti að vinna. „Vinna! En Helena kvartar yf ir því, að þú svallir og mætir ekki í kennslustundum. Og Fri- del gengur um sorgmædd á svip. Ertu að gera einliver strákapör? Hafið þið rifist, krakkar?" „Riftist —Marx líktist dreng hnokka, þar sem hann stóð, beit saman tönnunum og varirnar titruðu. Það dugði ekki. Tárin komu fram í augun á honum, og nú líktist hann fullkomlega of uriltlum drengsnáða. „En Marx, kvað er að? Hefur eitthvað komið fyrir?“ spurði ■Rainer og lagði handlegginn á herðar honum. Marx kyngdi og kinkaði kolli til svars. „Ég kem beint frá lækni“, sagði hann svo lágt, að varla heyrðist og starði á ostaglugg- ann, meðan hann reyndi árang- urslaust að ná valdi á tilfinning um sínum. Rainer skildi ekki, hvað um var að vera, fyrri en eftir nokkrar sekúntur. Er það — þannig? sagði hann og lét handlegginn ósjálfrátt falla niður frá herðum Marx, en lagði hann svo strax aftur ró- andi á sama stað. „Komdu drengur, við skulum ræða þetta nánar. Þetta kemur oft fyrir. Er það slæmt?”. „Það versta“, hvíslaði Marx og tróð höndunum niður í vasana. Augnaráð hans og framkoma lýstu svo miklu sakleysi, þar sem hann stóð framan við sýningar gluggann og stundi upp hinni hræðilegu játningu. „Hvemig lentirðu út í þetta?“ Rainer klappaði honum sefanrti. „Manstu eftir ferðinni okkar í maí?“ Marx átti erfitt með að opna munninn —• „Þegar við syntum saman í fyrsta skipti og vorum í skóginum. Um kvöldið dönsuðum við, það sat negri við flygilinn. Ég reri fýrir Fridel og fylgdi henni svó heim til sín. Þessi nótt var svo undarleg — síðar komu þrumur. Það fór í taugarnar á mér. Ég hafði enga eirð í herbergi mínu, og svo fór ég í „Bláu stjörnuna" til þess að fá mér kaffisopa . . . “. „Fnamburðarstúlkan?" spurði Rainer og hélt áfram að klappa sefandi á herðar Marx. „Já“, heyrðist Marx hvísla. „Vesalings drengurinn“, sagði Rainer vandræðalega. En það var sem steini hefði verið létt af Marx, og hann vildi nú létta meir á hjarta sínu. „Þess konar má víst ekki koma fyrir, eða hvað? En það gerir það nú samt. Ég er enginn óþokki, það veistu Rainpr. Ég elska Frídel og er trúlofaður henni, mér hefur verið trúað fyrir henni og daginn út og daginn inn er ég í návist hennar, án þess að þora að snerta hana. Það er hpeinasta þjáning — nei, þú getur ekki ímyndað þér hve erf itt það er. Ég hefi svarið for- eldrum hennar að láta hana í friöi, og það loforð hefi ég hald ið. Nú verður mér á þessi vit- leysa og það eyðileggur allt. Mánuðum saman getur maður pínt sjálfan sig. Og svo allt í einu missir maður stjórn á sjálf um sér, svo maður er búinn að vera — búinn“. „Það er það alls ekki. Eins og stendur ertu sjúkur, seinna verð urðu aftur heilbrigður“. „Seinna — !“ Marx kipraði varirnar. „Já, þú verður að vera þolin- móður, og svo verðurðu að reyna að hugga Fridel". „Frídel! Heldurðu að ég geti nokkurn tíma látið hana sjá mig framar? Ég hefi andstyggð á sjálf um mér! Eins og hún er hrein og saklaust". — Augun fylltust aftur af tárum. Nei, það er ekki hægt að tala um slíkt við Frí- del, því verður maður að vera einn um að ráða fram úr. — Ég veit líka, hvað ég á að gera“. „Hvað er það?“ spurði Rainer. „Það er ósköp einfalt”, hvísl aði Marx. Svo gekk hann snögg lega af stað, án þess að líta til baka. Rainer stóð um stund í sömu sporum, svo lagði hann- af stað heim hryggur og ráðalaus. Þegar hann gekki inn í her- bergi sitt, rakst hann þar óvænt á föður sinn. Gleðin yfir að hitta hann var því miður blandin nokkr um kvíða. Hinn ungi Rainer hafði í bréfum sínum heim, gef- ið ýmislegt í skyn' sem hafði raskað sálarró gamla mannsins, og því sat hann nú hér gegnt syni sínum. Hann hafði elzt, var horaðri og strangari í útliti, og það var eitthvað, sem hann ekki kannaðist við í svipnum. Rainer minntist Helenu og herti sig upp. Gajnli maðurinn líktist syni sín- um að sumu leyti, en augnaráð ið var fast og ákveðið — reglu- leg læknisapgu eins og syni hans datt í hug. „Hvernig líður heima?“ spurði Rainer og hallaði sér fram á leiguflygilinn, eins og hljóð- færið væri verndandi vinur. Heima gekk víst allt vel bæði með tvíburas.vsturnar og dreng- inn, en móðirin — drottinn minn góður, hún var alltaf haldin þess ari taugaveiklun og Rainer lækn ir endaði skýrslu sína með and- varpi, sem gaf í skyn erfiðleik- -ana heima. Rainer yngri sá sem í leiftursýn andlit móður sinnar með hinn sífellda höfuðverk, sem stóð í nónu sambandi við niður dregin gluggatjöld, bakstra og kamillute. Það lá við, að hann gæti þreifað á hinum máttlausu höndum, sem alltaf virtust kald- ar, þegar hún ætlaði að klappa, ó, Helena! — hugsaði hann og andstæðan milli þeirra fékk hjarta hans til að taka þung slög. „Þú hefur skrifað mér“, sagði faðir lians snögglega og rétti úr sér, svo að syni hans stóð ógn> af. „Þú hefur ski-ifað mér, að —“ „Já, pabbi“. „Hugmynd þín um að leggja námið á hilluna á ég erfitt með að taka alvarlega, en ég er þó fús á að ræða það við þig“. Þaff var eins og gamli maðurinn kynni setninguna utan að. „Mér er fullkomin alvara með það“, svaraði Rainer. „Ég verð, því miður að láta þig vita, að af því getur ekki orð, ið. Þú verður að gerast læknir og taka við starfi mínu; ég get ekki leyft þér að taka nein hlið arspor. Það er að vísu dálítið harðneskjulegt, sem ég segi, og mér þykir fyrir því, því ég er að eðlisfari enginn harðstjóri;, en maður verður að vera harð- ur, þegar nauðsyn krefur, ég ekki síður en þú“. „Ég get líka verið harður, þeg ar því er að skipta — og hljóm- listin er mér nauðsyn. Læknis- starfið er engin konungsstaða. Það er engin nauðsyn að gera krofur til mín, eins og ég væri erfðaprins. Já, þú fyrirgefur pabbi, en — „Hljómlist er nautn, ekki nauðj synjar", svaraði faðir hans með stuttum hlátri". , „Ég get ekki rætt hljómlist við, þig pabbi“. Mamma, það er síminn. ALÞÝflUBLAOIÐ - 5. október 1962 J5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.