Alþýðublaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 1
Skortur á matvælum veldur WASHINGTON 8. október (NTB- Reuter) Bandaríska utanríkisráðu nej'tinu hafa borizt fréttir um óró á Mutova-svæðinu í suðurhlutum Sovétríkjanna. Margar heimildir eru fyrir frétt um þessum, að því er opinberar, bandariskar heimildir herma. Hins vegar neitaði formæl. utan- rikisráðuneytisins, sem skýrði frá þessu í daé, að segja nokkuð nánar um málið. Samkvæmt þessum frétttim var hér um meirihóttar óró að ræða. Fjöldi manns féll í átökum, som urðu i bænum Novotsjeikassk, íðn aðarbæ, um 32 km. norðaustur af Rostov við Assov-haf. Orsökin til óróarinnar mun hafa verið óánægja íbúanna með skort á kjöti og matvælum yfirleitt. Tveir seldu ytra í gær Tveir togarar seldu afla sinn ytra í gær. Þorkell Máni seidi 130 lestir í Grimsby fyrir 11.965 stpd. og Svalbakur seldi í Cuxhnven 127 Iestir fyrir 110.500 mörk. Átt þú þetta númer? ÞAÐ var dregið í IIAB - Happdrætti Alþýðublaösins, á sunnudaginn, og upp kom: 3590. — Vinningurinn er ekkert smáræði, glænýr fólksvagn. En hver er sá hcppni? Hann á að snúa sér til Altýðublaffsins og fær þá bílinn afhentan. Utanríkisráðuneytið hefur ekki nákvæma vitneskju um það. hvað hér hafi verið um víðtæka óró að ræða. En margt bendir til þess, að margir hafi fallið í átökum. NEW YORK 8. okt.: í dag urðu nokkrar róstur á allsherjarþinginu er fulltrúi Cúbu flutti ræðu sína. Hann hafði farið nolikuð hörðum orðum um afstöðu Bandaríkjauna til stjórnar Cubu. Á áheyrenda- bekkjunum sátu nokkrir flótta- menn frá Cúbu og gerðu þeir hróp að fulltrúanum. Varð að ryðja á- heyrendapallana og komst ekki ró á fyrr en eftir drykkianga stund. Það var forseti lýðveldisins á Cúbu sem flutti ræðuna og var hann mjög gagnrýninn á stefnu Bandaríkjanna. Sagði hann m.a. að Bandaríkjamenn ynnu nú að því öllum árum að kollvarpa lýð- ræðinu á Cúbu. Berlín, 8. okt. NTB-Reuter. ★ Vesturveldin báru í dag fram mótmæli við sovéska ambassador- inn frá Berlín vegna atburðarins er austur-þýzkir verðir skutu flóttamann niður við múrinn og 1 meinuðu síðan brezkum sjúkrabil i að koma honum til hjálpar. Sovézka sendiráðið neitaði að taka við mótmælunum. ★ París. Menntamálaráðherra Frakka, Pierre Sudreau, skýrði frá því í gær, að hann hefði afhent de Gaulle forseta lausnarbeiðni rína fyrir hálfum mánuði. Franska stjórnin sagði af sér sl. laugardag éftir að þjóðþingið hafði samþykkt tillögu um vantraust vegna þeirrnr I stefnu de Gaulles, að þjóðin skuli | framvegis kjósa forseta Frakka. — ; Stjórnin mun þó sitja áfram til I bráðabirgða. ★ Nýju Dehli. Blaðið „Hindust- an Timés" segir, að Indverjar muni kaupa nokkrar orustuflugválar af ' gerðinni MIG-21 i desember. Með ■ vorinu koma fleiri slíkar flugvélar ! sem fljúga hraðar en hljóðið, frá ' Rússum. Frétt blaðsins héfur ekki í veriö neitaö. —lllll—M Mll III ■ !■ GETUR ÞÚ HÆTT LÍKA? JÁ, getnr þú hætt að reykja? Það hefur mörgum tekizt, og á 3. síðunni er sagt frá fólki, sem hefur tekið hönd- um saman og hætt að reykja, en hyggst nota féð, sem spar- ast á þann hátt á ýmsan gagnlegan hátt. VATNIÐ ER ORÐIÐ 50 GRÁÐUR Ólafsfirði í gær. VATNH) í borhoípnni hér í Ólafsfirffi, sem sagj var frá í blöðunum á dögunum, er nú orðið heitara en ' það var fyrst eða 52 gráður. — Magnið er nú að meðaltali 35 sekúndulítrar, og er þetta betri útkoma en áður hefur verið um að ræða hér, þótt komíþ' hafi upp heitara vatn, en magnið var minna. Þessu vatni hefur nú verið veitt á bæjarkerfið. Nú á að flytja horinn um 60-70 metra og bora nýja holu. R. M. IGIIR I SAMTOK- SJÓMANNA AÐFOR kommúnista að sjó- mannasamtökunum mistókst ger- samlega. Listi stjórnar Sjómanna sambandsins, A-Iisti hlaut 637 at- kvæði, en listi kommúnista. B-listi hlaut 422 atkvæði. Höfðu komm- únistar ggrt sér miklar vonir í sambandi við kosninguna í Sjó- mannasambandinu vegna gerðar- dómsins »en þær vomr urðu að engu. Ekki hefur áður farið fram alls herjaratkvæðagreiðsla í Sjó- mannasámbandinu þannig. að sam aitburður allur er erfiður. Við stórnarkjör í Sjómannafélagi Reykjavíkur stendur kosning ætíð í nokkrar vikur og er þv' kjör- sókn alltaf mun meiri en nú er kosið var aðeins tvo daga. Þessir verða fulltrúar Sjó- Hyað villt þú, að börnin f I 4 u sjá OPNU , mannasambands íslands á þingi | ASÍ: j Börgþór Sigfússon, Skúlaskeiði ! 14 Hafnarfirði, Einar Guðmunds- json, Tunguvegi 90 Reykjavík. Ein ar Jónsson, Köldukinn 21, Hafnar- firði, Garðar Jónsson, Skipholti 6, Reykjavík. Guðlaugur Þórðar- son, Keflavík. Guðmundur H. Guð- mundsson, Ásvallagötu 05, Reykja vík. Haraldur Ólafsson, Fjafnar- götu 10 Reykjavík. Hilmar Jóns- son, Nesvegi 37, Reykjavík Hjalli ' Gunnlaugsson, Kvisthaga 21 Reykjavík. Jón Helgason, Hörpu- götu 7 Reykjavík. Jón Júníusspn, Meðalholti 9 Heykjavík. Jón Sig- jurðsson, Kvisthaga í Reykjav,ík. Karl E. Karlsson, Skipiiolti 6, Frh. á 5. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.