Alþýðublaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 2
^eCEöDIKíJöI) Bltstjórar: Gísli J Ástþórstou (áb) og Benedikt Gröndal.—ASstoSarrltstjórl Björgvin Guðmundsson. — Fréttarltstjórl: Sigyaldl Hjálmarsson, — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903 Auglýsingasimi: 14 906 — ASsetur: AlþýðuhúsiO. — Prentsmiðja Albýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 65.00 4l mánuði. í lausasöJu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. — Fium- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. ; LýÖræöissinnar vinna á [ KOSNINGUM til Alþýðusambandsþings er nú lökið. Lýðræðissinnar hafa unnið yfir 20 nýja full- tíúa og ef Landssamband íslenzkra verzlunar- raanna verður dæmt inn í Alþýðusambandið eins *og sterkar líkur eru til þá fer að verða tvísýnt um þ’að að kommúnistum takizt að halda völdum í AI- þýðusambandinu áfram. *Það er mjög athyglisvert, að lýðræðissinnum tskuli hafa tekizt að bæta aðstöðu sína í verkalýðs- hreyfingunni á sama tíma og stjómarandstaðan hef ur óspart hald:ð því fram, að stjómarflokkamir vteru að stórskerða lífskjör almennings. En úrslit- ini í verkalýðsfélögunum sýna það, að launþegar láta ekki kommúnista blekkja sig. Má telja útkomu 'lýðræðissinna í sjómannasamtökunum ágæta, mið að við aðstæður. . Áróðursaðstaða þess aðilans, sem enga ábyrgð hefur er ætíð betri en hins, sem ber ábyrgðina. Það ef vissulega auðvelt fyrir kommúnista að bjóða bet J og segja launþegum að unnt sé að bæta kjör ‘peirra meira en gert hefur verið. Kommúnistar þurfa síðan engar áhyggjur að hafa af því að fram kvæma gylliboð sín. En meðan kommúnistar sátu sjálfir í st jórn og báru ábyrgð, völdu þeir þann kost inn að lofa engu í verkalýðshreyfingunni. Þeir létu þá beinlínis verkalýðsfélög þau, er þeir ráða, halda að sér höndum. Slíkur er tvískinnungur kommún- ista í kjaramálum verkalýðsins. Launþegar hafa rekið sig á það að gaspur komm únista færir þeim engar raunhæfar kjarabætur. AI þýðuflokkurinn leggur áherzlu á það í kjáramálun um að færa launþegum kjarabætur, sem geta kom- ið þeim að gagni en ekki kauphækkun, sem aftur hjverfi strax í hækkuðu vöruVerði. Það er athyglis vert, að verkalýðsfélög þau, er lýðræðisinnar ráða hafa náð miklum árangri í því að færa félögum sínum kjarabætur í formi ýmis konar hlunninda.. Kommúnistar legg.ja hins vegar enga áherzlu á slík d- kjarabætur. Fyrir þeim vakir það ekki að bæta Mör launþeganna, heldur hitt að skapa glundroða í þjóðfélaginu. Það er vissulega kominn tími til þess ©ð slíkir ævintýramenn verði leystir frá störfum í vprkalýðshreyfingunni. Auglýsingasími Alþýðubladsins HANNES Á HORNINU .b L w ■ er 1490« ★ Enn um símann. ■k Endurreisn Félags síma notenda. k Gagnrýni á framkomu Þ j óðleikhúsgesta. ★ Er búið að færa ölþamb upp í sali. SÍMNOTANDI SKRIFAR: „Lengi hefir mig langað til þess aö fá upplýst frá Bæjarsímanum um ýms atriði í sambandi við gjöld og rekstur símans. Fyrst og fremst langar mig, að fá upplýst hve mörg símtöl mega koma á dag nú og hve mörg voru á dag að jafnaði, þegar sjálfvirka stöðin byrjaði. Mig minnir að það hafi verið um 9 samtöl, en nú eru aðeins 5—6. Afnotagjald símans er hækkað, en auk liækkananna er læðst í að fækka samtölum, þannig að hækk- unin verður meiri en virðist í fljótu bragði. SVO ERU UMFRAMSÍMTÖLIN. Þau eru talin ársfjórðungslega og geta orðið býsna háar uppbæðir. Nú hagar þannig til lijá mjög mörgum, að suma tíma ársins er síminn mikið notaður, en aðra tíma lítið. Það væri því sanngit nis krafa að umframsímtölin væru reiknuð yfir allt árið, en ekki árs- fjórðungslega eins og nú er. SVO ERU ÞAÐ lokanirnar á símanum. Það er sjálfsagt, að loka fyrir símann hjá þeim, sem eltki borga, en að loka hjá verzlunum eða fyrirtækjum, segjum 10,— kr. skuld, og baka fyrirtækjunum, ef til vill stórtjón, nær engri átt. Oft er skuldin svo mistök hjá sím- anum sjálfum. í SÍMASKRÁNNI er gjaldskrá um flutning innlagningu o. fl. Þeg- ar lagður er sími í hús, þá setur rafvirki hússins venjulega pípur i húsið og þarf síminn ekki að gera neitt annað en draga víra í píp úrnar og setja upp tengla. Gjaldið fyrir að draga þessa víra í pípurn- ar, er nákvæmlega það sama og þó síminn verði að leggja allar leiðsl- ur utan á húsinu. Hér er sanngirn- iskrafa, að eitthvað tillit sé tekið til þess, ef allar símaleiðslur húss- ins eru. tilbúnar. FLUTNINGUR Á MILLI her- bergja, sem stundum er ekki nema smáhandtak, er óheyrilega dýr og getur orðið 200—300 kr. fyrir segjum hálftíma vinnu. Einu sinni fyrir mörgum árum, var liér félag talsímanotenda og kom það ýmsu til leiðar til leiðréttinga fyrir sím- notendur, en nú standa þeir alveg varnarlausir gagnvart öllu, sem stjórn símans dettur í htig til þess, að féfletta þá. EF ÞESSU VERÐUR að engu anzað, má búast við að félag sím- notenda, verði lífgað við á ný, 'til þess að símnotendur geti í pað minnsta vitað fyrir hvað þeir eru að borga“. AÐKOMUMAÐUR SKRIFAR „Ég fór í Þjóðleikhúsið nýlega, þar sem ég sá merki þess, að hátt- prýði fer hnignandi. Af því að þú hefir haft þar umsjón með ýmsu, sem þar gerist og stundum átti að gjörast, en varð ekki úr, vegna gagnrýni þinnar, datt mér í hug að minnast á þetta við þig, hvort sem þér finnst ástæða til að svara því. ÞETTA UMRÆDDA KVÖLD, bar töluvert á því, að gestirnir köstuðu sælgætisumbúðum á gólf- ið við sæti sín, eða svo var það í þeim bekk, sem ég sat á. Þegar þeir stóðu upp og fóru út í hléinu, var töluvert af þessu rusli, en hafði aukizt mikið að sýningu lokinni En það var ekki það versta. Þegar maður kom fram í forsalina í hlé- inu, var þar fólk í hópum, drekk- andi ropvatn af stút, eða slangr- andi um með flösku í annari hendi. en maulandi eitthvað úr bréfpoka með hinni. VAR EKKI GERT RÁÐ fyrir því upphaflega, að vcitingasalurinn í kjallara hússins ætti að notast fyr ir þá leikhúsgesti, sem viidu fá sér eitthvað. Ef svo er ekki, væri ckki hægt að „rigga“ upp einhverri kompu handa þessu fólki, sem ekki þolir við þessa stund, sem það er í leikhúsinu. Alltaf finnst mér þetta vatnsþamb af stút, takt- laust og ekki menningarvottur, sízt í samkomusölum. Án þess að ég vilji væna neinn um það, að hafa eitthvað sterkara í rassvas- anum, þá er nú ekki langt í það, hjá þeim, sem óprúttnari eru, MÉR ER FORTALIÐ, að á hin- ar svokölluðu „frumsýningar" sé valin viss tegund manna, sem þg séu í sérstökum viðhafnarbúning- um, karlar í kjól og hvítt sem kall að er, og konur í skrjáfandi silkl- kjólum flegnum niður á rófubein og ref í bak og fyrir. Getur þú frætt mig um það, hvort þetta fólk slangrar líka um 'orsali veit- ingahússins þambandi ropvatn af stút, meðan á hléinu stendur. EÐA ERU RÁÐAMENN þessar- ar stofnunar að ala upp þjóð með tvenns konar háttsemi. Ef svo er, hvers vegna? Er þá ekki fyrst hægt að telja eina þjóð menningar- þjóð, þegar allar stéttir hennar hafa jafn prúða framkomu og sömu siði, og þá náttúrulega fram- komu eins og bezt verður á kosið. „Of aöar kosningar Athugasemd vegna kosninga i HIP w í „ÞJÓÐVILJANUM” sl. sunnu- dag var grein sem ber fyrirsögn- ina „Ólöglegar kosningar í prent- arafélaginu”. Það er ekki furða, þó að „Þjóð- viljinn” tæki þetta upp, eftir að kommúnistar og framsókn höfðu beðið þann herfilegasta ósigur, sem þeir háfa nokkru sinni beðið í Hinu íslenzka prentarafélagi. Svo er mál með vexti, að í H. í. P. hef- ur kosningafyrirkomulag veriö þannig í mörg ár, að þegar kosið er á þing A. S. í. og við stjórnar- kosningar, að kosið er á vinnu- stöðum. Kosningin fer þannig fram, að trúnaðarmaður félagsins á hverjum vinnustað fær afhenta jafnmarga atkvæðaseðla og félags- menn eru á hans vinnustað. Síðan afhendir hann hverjum félags- manni atkvæðaseðil ásamt tveimur umslögum. Félagsmaður kýs og setur atkvæðaseðilinn í annað um- slagið, lokar því og stingur því síðan í hitt umslagið, lokar því og skrifar nafn sitt með eigin hendi á það umslag. Trúnaðarmaðurinn safnar síðan saman atkvæðaseðl- unum og afhendir stjórn félagsins. Síðan koma fulllrúar listanna sam- an á fund ásamt stjórn félagsins og bera saman við kjörskrá. Ytri umslögin ,sem eru tekin utan af og hin ómerktu umslög, sem eru inn- an í, eru sett í stafia og síðan eru þau opnuð og talið. Þetta er að mínum dómi lýðræðislegasta at- kvæðagreiðsla, sem um er að ræða og sú eina, sem kallazt getur alls- herjaratkvæðagrciðsla. Það sem gerir kosningaraðferð H. í. P. enn- þá fullkomnari er það, að bæði er hægt að kjósa listana í heild, eða einstaka menn af báðum listum, þó eðlilega ekki fleiri en tilskilið er hverju sinni. Þessi kosningaað- ferð er einnig nauðsynleg vegna þess, að H. í. P. er landssamtök prentara, og ógerningur að setja upp sérstakan kjörstað fyrir t. d. 2 prentara á ísafirði, 1 á Siglu- firði'og tveir á Selfossi o. s. frv. Kosningafyrirkomulag sem þetta gefur að öllu jöfnu 90—95% og nálgast því að þátttöku hinum | einu og sönnu kosningum að dómi I „Þjóðviljans”, austantjaldskosn- lingarnar, þar sem þátttakan er á- vallt 98—99% (ef ekki yfir 100%). En sá er munurinn sem betur fer, að í H. í. P. geta allir borið fram, en austantjalds aðeins einn flokk- ur. Hví skyldu þessir tveir kommún- istar, Stefán Ögmundsson og Bald- ur Aspar vera að kæra þessa kosn ingaaðferð, sem hefur verið tíðk- uð í áraraðir og var höfð við hönd löngu áður en A. S. í. setti reglu- gerðina 1949, sem „Þjóðviljinn" vitnar i og er því löngu orðin hefð. Hvers vegna breytti Stefán Ög- mundsson ekki þessu kosningafyr- irkomulagi árið 1947, þegar prent- Framhald á 14. síðu. 2- 9. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.