Alþýðublaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 3
JEMENSSTJÓRN TRAUST I SESSI Sanaa, 8. október. NTB-Reuter. Fréttaritari Reuters, Ronald Batchelor kom til Sanaa, höfuð- borgar Jemen, í dag. Batchelor er sennilega fyrsti, vestræni frétta- ritarinn, sem komið hefur til Jemen sl. sex ár. Að sögn hans virðist Salall hershöfðingi vera traustur í sessi, en ekki er með fullu vitað um afdrif Imam Mo- hammeds. Salall, sem áður var yfirmaður lífvarðar konungs, hefur höfuðstað- ina Sanaa og Taiz á sínu valdi og sennilega eru flestir aðrir hlutar landsins einnig á hans valdi. Enn er ekki loku fyrir það skotið, að konunginum hafi tekizt að flýja frá Sanaa og hann fari nii huldu höfði í landinu. Einu verksummerkin eftir upp- reisnina í Sanaa eru stórar, gap- andi holur eftir fallbyssuskot á höllinni og byggingum í nágrenn- inu. Salall hershöfðingi og fylgis- menn halda því ákveðið fram, að Imam Mohammed liggi grafinn undir hallarrústunum, en erfitt er að ganga úr skugga um, hvort að fullyrðingar þeirra hafi við rök að Styðjast. Aðeins tvær efstu hæðir hall- ar Imamins eru algerlega eyðilagð ar, og það eru því litlar líkur til þess, að Imam Mohammed liggi grafinn undir rústum þeirra. Frétt irnar um að honum hafi tekizt að flýja burtu úr höfuðborginni eru alveg eins sennilegar og fullyrð- ingar byltingarmanna. En annars bendir allt til þess, millj. í sjá slysasjóði Vígður barnðskóii á Patreksíirði BRÁTT stendur fyrir dyrum út-j lilutun úr hinum svonefnda sjó- slysasjóði, en sá sjóður er til orð-1 inn fyrir forgöngu nokkurra ein- staklinga undir forystu biskups- ins yfir íslandi. herra Sigurbjörns Einarssonar, en sjóðnum er ætlað að styrkja vandamenn þeirra manna, sem fórust í hinum geig- vænlegu sjóslysum hér við land á síðustu árum. Safnast liafa alls kr, 2.825.088,13. Undirbúningur að úthlutun fjár- ins var hafinn í júnílok sl. og hef- ur dr. Gunnlaugur Þórðarson ver- ið skipaður af félagsmálaráðherra til að annast það starf. Eftir þær athuganir, sem gerð- ar hafa verið, munu um 58 sjó- menn hafa drukknað á því tíma- bili, sem hér um ræðir, en það er frá úthlutun úr síðasta sió- J slvsasjóði, en það var í febrúar. lðfiO. Þessir 58 menn hafa látið j eftir .sig um 30 ekkjur og 75 bprn.j Um 28 foreldrar og 10 einstæðar' mæðnr hafa misst syni sína. Síðasta fjársöfnun. sem efnt var til vegna sióslysa var fjársöfnun á vegnm Bæiarútgerðar Hafnar- fjarðar árið 1959. í stjórn þess sióðs, sem nú á að úthiuta úr eru þessir nienn: Herra Sigurbjöm Einarsson biskup. séra Garðar Þorsteinsson Hafn- arfirði, séra Biörn .Tónsson, Keflavík. séra Erl. Sigurðsson, Sevðisf., E«eert Kristjánsson. stórkpm. Pc’Viqvík. Jén Avel Pétursson bankastjóri, Révkjavík, Siaurður H. Eg*’"'"1 frkvstj. Jóhannes Elíasson ''■’nkastjóri, Re'kiavík, Biörn Dúason, _ sveitarstjóri. Sandgerði, Falur S. G’iðmundsson, útgerð- armaður. Keflavík, Jón Áseeirsson, sveitarstjóri, Ytri-Njarðvík, Jónas B. Jónsson, skátaforingi, Reykjavík, Eggert Gíslason, skipstj. Gerð., Bjögvin Jónsson, kaupfélags- stjóri, Seyðisfirði. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup, sagði á fundi með frétta- mönnum í gær, að nefndin væri öllum þeim, sem stutt liefðu þetta málefni, innilega þakklát. En ljóst væri, að koma þyrfti á fót öflug- um sjóð, sem ætlaður væri til styrktar þeim, sem misstu fyrir- vinnu sína af slysum. Ekknasjóð- ur íslands væri því miður of lítill til þess, að úthlutun úr honum næmi verulegri upphæð, ekknasjóð urinn var stofnaður af sjómanns- konunni Guðnýju Gilsdóttur. Bisk up sagði, að það yrði ekki skírskot að til alþjóðar, þótt tveggja manna far af Austairlandi kæmi ekki til hafriar, en missir hinna nánustu væri jafn mikill, hvort sem skipið væri lítið eða stórt. í tilfellum sem þessum þyrfti að vera unnt að grípa til öflugs styrktarsjóðs. að bylting Salall hershöfðingja og fylgismanna hans hafi heppnast og jemanska þjóðin styðji stjórn- ina. Vestrænu fréttaritararnir komust að raun um er þeir komu til Jemen ,að allt var með kyrrum kjörum. Fátt benti til þess, að nokkur fótur væri fyrir þeim orðrómi, sem er á kreiki erlendis, að konungs- sinnar væru umsvifamiklir — og reyndu að gera gagnbyltingu. Á ýmsum stöðum mætti fréttaritur- unum fagnandi mannfjöldi, sem hrópaði: „Lifi þjóðin, lifi lýðveld- ið.“ Reuter hermir, að stjórnin í Jemen hafi hótað að segja upp samningum við bandarísk olíufé- lög, ef bandariska stjómin viður- kenni ekki hina nýju stiórn. Útvarpið í Sanaa skýrði frá því á sunnudag, að stjórnin mundi draga nýjan fána að hún 1. nóv- ember. Brezka utanríkisráðuneytið vís- aði þeim fréttum á bug í dag, að Bretar hefðu sent þungavopn til stuðnings konungssinnum í Jem- en í baráttu þeirra gegn bylting- armönnum. Formælandi ráðuneytisins neit- aði samtímis, að Bretar hefðu sent mikinn her manna til landamæra Jemen og Aden-verndarsvæðisins. Hann gaf í skyn, að Bretar hyggð- ust ekki fjandskapast: við hina nýju stjórn. Seinna var haft eftir áreiðanlegri heimild, að þær fréttir hefðu borizt til London, að nýja stjórnin hefði vissa hluta lands- ins á sínu valdi. Samkvæmt AFP-frétt frá Kairó hefur Jemen ák%'eðið að koma á nánu stjórnmálasambandi við öll þau ríki, sem viðurkennt hafa nýju stjórnina. Aðrar fréttir hemia, að stjórn- in í Sanaa hafi vígbúið hið nýja þjóðvarðarlið landsins. í þjóðverð- irium eru 10 þús. hermenn, allt sjálfboðaliðar. Liðið var sett á fót fyrir nokkrum dögum til þess að verja landamæri ríkisins gegn her hlaupsmönnum frá Saudi-Arabíu. Tvær herflutningavélar frá Saudi-Arabíu komu í dag til Ara- I biska sambandslýðveldisins. Alls hafa fjórar flugvélar frá Saudi- Arabíu komið til Kairó undanfama fjóra daga. Patreksfirði í gær. NÝR barnaskóli var vígður hér um helgina. Skólastjóri er Jón Þ. Eggertsson. Nýja skólahúsið var vígt við mikil hátíðarhöld. Þetta er glæsi- leg bygging, 664 fermetrar að gólf fleti á tveim hæðum með áföstum leikfimisal. Skólinn er í allt 4530 rúmmetrar. Átta kennslustofur em í skól- anum, en auk kennslustofanna er skrifstofa skólastjóra og kennara- stofa auk leikfimihússins, sem f.vrr er getið. í skólanum verða í vetur 190 börn og unglingar, þar af eru 150 böm í barnaskólanum en 40 unglingar í unglingadeild. Byggingaframkvæmdir við skól- amí hófust 26. júní 1956. Bygg- ingameistarar em Guðjón og Páll Jóhannessynir, en Gunnlaugur Pálsson, arkitekt teiknaði bygging- una. Helgi Árnason, verkfræðing- ur gerði járnateikningu, Geir Zoega verkfræðingur teiknaði hita- og hreinlætiskerfi, teiknun raflagna og raflagnir sáu þeir um Hafsteinn Davíðsson, Valgeir Jónsson og Baldvin Kristjánsson. Múrarameistari var Ólafur Árna- son, málarameistari, Jón Þ. Ara- son, uppsetningu kyndi- og hrein- lætistækja annaðist Benóný Kristjánsson,Viggó Sveinsson ann- aðist pípulagnir í húsið. Vígsluathöfnin fór fram að við- stöddu miklu fjölmenni. Kirkju- kór Patreksfjarðar söng og séra Tómas Guðmundsson flutti bæn. Ásmundur B. Ólsen oddviti flutti þvi næst vigsluræðu og afhenti skólanefnd húsið. Ágúst Pétursson formaður skólanefndar þakkáði fyrir hönd nefndarinnar. Við- staddir vom vígsluathöfnina Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri og Gunnlaugur Pálsson arkitekt. — Fræðslumálastióri flutti kveðju menntamálaráðherra. Að þessu loknu setti skólastjör- inn skólann og að lokum bauð skólanefndin öllum viðstöddum til kaffidrykkju. Fimm kennarar starfa við skól- ann í vetur auk skólastjórans. — Gamla barnaskólahúsið var orðið 50 ára gamalt og alls ófullnægj- andi sem skóli. Það verður nú tek- ið í notkun til opinberrar starf- semi hreppsins. Þar verður konjið á fót héraðsbókasafni og þar verð ur skrifstofa hreppsins. Á. P. Aurskriða lokaði Hvalfjarðarvegi HVALFJARÐARVEGUR lokað- ist á sunnudagsmorgun er skriða féll á veginn úr Múlafjalli, sem er innst í Hvalfirði. Vegagerð rík- isins sendi þegar menn og vinnu- vélar á vettvang og var lokið við að ryðja aurnum af veginum 3 stundum eitir að skriðan féll. Skriðan féll á veginn um kl. 11 á sunnudagsmorgun. Kom hún undan stuðlabergi, sem er efst í fjallinu. Skriðan náði yfir um 20 metra kafla af veginum og var aurlagið um tveir metrar á þykkt sums staðar. Svo heppilega vildi til, að jarð- ýta var í Brynjudal og fór hún þegar í stað þangað sem skriðan hafði fallið. Einnig komu tveir vegheflar til að ryðja burtu aurn- um af veginnm. Umferð um veg- inn tepptist af þessum sökum í - þrjár klukkustundir. Allmargir bílar biðu sitt hvorum inegin skriðunnar eftir því að vegurinn væri ruddur, svo þeir gætu kom- izt leiðar sinnar. Orsök þessa skriðufalls mun hafa verið stórrigning aðfaranótt sunnudags. Skriðuföll eru tíð á Hvalf jarðarveg, einkum þegar mikil úrkoma hefur verið, enda liggur vegurinn víða utan í mikl- um bratta. r hættir aö reykja DÁLÍTILL hópur starfsfólks Ríkisútvarpsins hefur tekið sig saman um að hætta að reykja, — leggja daglega í sjóð þá upphæð, sem þau undanfarin ár hafa dag- lega eytt í tóbak, en liver og einn retlar að verja fénu í eitthvert sérstakt nytsemdar og áhugamál. Alþýðublaðið átti í gær tal við i einn úr hópnum. Líðanin er mis- jöfn hjá fólkinu, en bindindið hef- ur nú varað í um það bil fimm vikur hjá flestum. Fleiri hafa! tekið þátt í bindindinu en þeir, sem í fyrstunni búndust fastmæl- um um að standa saman og hætta, þótt erfitt reyndist. Sumir ætla að verja fénu til að sigla næsta sumar, aðrir ætla að leggja féð í fasteignir eða ann- að þvílíkt. Stúlka, sem ætlar að taka sumarleyfi sitt í ágúst nk. hafði reiknað það út, að þá ætti hún 8300 krónur í bindindissjóðn- um, en önnur hefur reiknað út, að 11,000 krónur yrðu komnar inn á hennar bók. Þeir, sem höfðu fyrir reglu að reykja einn pakka á dag, greiða 25 kr. til sjóðsins, þeir, sem reyktu tvo greiða krónur 50 og þeir, (sem reyktu vindla greiða eftir því. Sérstakur gæzlumaður hefur verið fenginn til að taka við hin- um daglegu greiðslum og leggja inn á bankann. Stúlkan, sem Alþýðublaðið átti tal við í gær, sagði, að sumir teldu, að fyrsta vikan hefði verið allra verst, aðrir væru enn haldn- ir af sterkri löngun í sígareítu eftir fimm vikur. Þetta kemur dá- lítið í köstum sagði hún, og verst er að standast freistinguna, þeg- ar farið er út að skemmta sér. En enginn hefur látið bilbug á sér finna í bindindinu, og ýtir það mest undir mannskapinn að halda áfram, að öllum finnst heilsan allt önnur og betri. Mæðin hverfur, auðveldara er að vakna að morgni ALÞYÐUBLAÐIÐ - 9. ■3 vu pktóber 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.