Alþýðublaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 15
Boum _____ •* \ „Þarf ekki til; en ég get aft- ur á móti rætt um lækningar við þig. Drengur minn, ég ekil þig ekki. Er nokkuð stórkostlegra en starf læknisins? Ég gæti öf- undað þig hvern dag og hverja stund, sem þú ert hér og færð tækifæri til að sjá og læra allt það, sem hér er á boðstólum. Mér finnst þú vera mjög van- þakklátur. Við höfum fært fórn- ir, til þess að þú getir lært, já, ég get sagt þér, að það hafa ver ið stórar fórnir. Það eru til þús- undir af gáfuðu fólki, sem mundi vilja allt til vinna að geta lært“. „En ég er ekki gáfaður", and- mælti Rainer þrákelknislega. „Ég hefi ekki búizt við* að þú yrðir neinn snillingur, enda er ég ekki annað en sveitalæknir, — það verður þú líka“, ansaði fað irinn eftir augnabliks þögn. „Ég verð ekki einu sinni með alalæknir, pabbi, það er alveg ör uggt. Þú segir sjálfur, að sveita- læknir verði að kunna allt, og ég — ég með allan minn klaufaskap, sem allt eyðileggur. Það eina sem ég get, er að skrifa sjúk- dómsgreiningu, og það er því að þakka, hve fingurgómar múiir eru næmir — hljómleikatæki mín. Ég get ekki barizt misk- unnarlaust gegn dauðanum, af því ég i mínu innsta eðli er í sátt við hann. Enginn læknir má vera .eins og ég, ég er sjálfur á • — svarta listanum. Ef þú sem faðir finnur ekki til ábyrgðar gagnvart mér, hlýtur þú sem læknir að finna til ábyrgðar gagnvart sjúklingunum, sem þú vilt siga mér á, og ef þú hefur ekki aðrar ástæður en þá, að ég erfi starf þitt — „Ég hefi enn eina ástæðu!“ Raddir þeirra voru orðnar há- værari, og feðgarnir stóðu nú hver andspænis öðrum með reiðisvip og rjóðir í andliti. Rainer læknir huldi sig í reykj arskýi og settist, hann seig sam- an einkennilega mikið og sárs- aukadrættir komu í svip hans. Sonur hans horfði á hann og ■kvíðakennd læsti sig um hann „Komdu og seztu þarna. Við skulum ekki vera að rífast Firillei", sagði Rainer læknir rólega og notaði gælunafn frá bernsku hans. Frits komst við; liann settist á stólkollinn og leit aði eftir augum föður síns bak við reykskýið. „Ég hefi talað við leyndarráð ið“, sagði faðirinn „og hann virt ist ekki vera ánægður með þig.“ „Ég hefi gert eins og ég hefi getað upp á síðkastið. Og prófið hefi ég lofað að taka“. „Það er gott, drengur minn, þú tekur prófið og verður góður læknir. — í sátt við dauðann? Drottinn minn dýri, það verð- urðu fyrst fyrir alvöru, þegar þú ert orðinn læknir. Það mun hjálpa þér fremur en hitt. Og hvað hæfileika þína til sjúk- dómsgreiningar snertir — leynd arráðið talaði líka í þá átt — væri mér forvitni á að bera undir þig dæmi úr eigin lífi. Ég flyt þér sjúkrasöguna og þú segir mér skoðun þína. Á eftir hygg ég að við skiljum betur hvor annan“. Læknirinn lýsti nú mjög greini lega öllum einkennum sjúkdóms ins. Ungi maðurinn skaut einni og einni spurningu inn á milli og sagði svo að lokum ákveðið: „Magakrabbi“. Læknirinn kinkaði örlítið kolli. „Mundir þú ráðleggja upp- skurð? Hér er röntgenmyndin." Hann færði andlitið nær synin- um og benti með gulnuðum fingri. „Á að beita uppskurði?" mælti hann aftur og horfði hvasst á myndina. „Sjáðu til,“ sagði pilturinn og brosti, „ég er nú 'eins og ég er, og því muridi ég ekki beita upp- skurði. Eg mundi láta sjúkling- inn fá morfin, mikið af morfíni, og lofa honum svo að deyja í ró- legheitum. Ef til vill mundi ég láta einhver orð falla um hve stóran skammt þyrfti, til þess að sjúklingurinn sofnaði alveg. En þú og aðrir læknar munduð efa- laust skera sjúklinginn upp og treina þannig lífið í honum i nokkra mánuði. „Rétt er það. Það ber að reyna uppskurðinn." Doktor Rainer rýndi um stund í myndina og gekk siðan vand- lega frá henni. „Já, þetta er fremur lítið upp- örfandi mynd,“ bætti hann við. En það var enginn embættissvip- ur á lækninum, og það vakti undr un og ótta hjá syni hans. „Hefi ég staðizt prófið?" Harm reyndi að breyta alvöruþungan- um, sem á þeim lá með léttara lijali. „Það held ég. Þín skýring er sú sama og hjá leyndarráðinu, og einnig hvað sjálfan mig snertir." „Sjálfan þig?“ „Já, sjálfan mig. Þú hefur greint minn sjúkdóm." Læknirinn sat nú beinn í stól sínum. Fritz stóð eftir litla stund á fætur og þreifaði sig fram að glugganum. Það hringsnérist allt fyrir augum hans. Beint á móti honum blasti við gult búðarspjald. Hann las ósjálfrátt. Amaliu S. ullar og prjónavöruverzlun, — og faðir hans var að deyja. Þeir líktust hver öðrum feðgamir, þar sem þeir stóðu næstum saman, hlé- drægir, orðlausir og fullir beizkju. Og faðirinn var að deyja. „Það er miskunnarlaust," — hvislaði hann og hafði ekki kjark í sér til að líta á föðurinn. „Já, það er miskunnarlaust, cn það verður ekki umfiúið, — hvorki fyrir mig né þig. Mér fell- ur það illa þín vegna," bætti hann við blíðlega. Það er mikið, sem ég legg á þig, og þú ert engin hetja. En það er ekki urn annað að gera. Lestin fer eftir klukkutíma; ég fer heim og ráð- stafa ýmsu, svo leggst ég undir hnífinn. Sjálfur hefi ég ekki mikla trú á þvi, en maður fær nokkurra mánaða frest, því ætla ég að gera það. Eg geri skyldu mína og stend á mínu varðbergi meðan stætt er, á meðan verður þú að gera þína skyldu. Þú verð- ur að muna, að nú er hver dag- urinn dýrmætur. Þú verður að bíta á jaxlinn og strita. Eg mun reyna að sjá um fjárhagshliðina, svo að þú getir lokið prófi og unnið af þér bæði kandldatsárin. Eftir það verður þú að taka við mínu starfi og sjá fjölskyldunni farborða. Þú verður að sjá um uppeldi systkina þinna og aðstoða móður þína. — Það siðasttalda verður alls ekki áuðvelt. Lífið er þó ekki heldur létt fyrir mig. Eg gæti svo sem gefið sjálfum mér sprautu — ég veit hve stór mor- fínskammturinn þarf að vera, — ekki satt, Firilei." Hann leit á soninn með sárs- aukafullu brosi. „En ég þori það ekki, því þá fengjuð þið ekki líf- trygginguna mína borgaða. Bros- legt, er það ekki. Það er alltaf eitthvað broslegt í sambandi við hetjuskap borgarans, en þó verð ég að krefjast hans af þér, engu síður en mér sjálfum. Skilurðu nú ?“ „Ó, pabbi’’ „Þú mátt ekki taka upp á þvi að verða veikur, Eg verð að biðja þig að taka þessu rólega." Það er undarlegt, hve stór á- föll gerast hljóðlega. að jafnaði. Þeir virtust báðir rólegir, stungu aðeins höndunum dýpra í buxna- vasana og skiptust ekki á neinum blíðuatlotum. Þeir bjuggu í gler- húsi, báðir tveir. Að gefa tilfinn- ingunum lausan tauminn gat kostað þá alla þá reisn, kraft og vilja, sem í þeim bjó. Þeir gengu stæltum skrefum til brautarstöðv- arinnar. Þeir ákváðu með fáum gagnorðum setningum það nauð- synlegasta, fyrst þegar lestin tók að hreyfast, teygði gamli Rainer höndina út um gluggann, og röddin var ekki laus við meðaumkvun. „Gerðu eins og þú getur, drengur minn.“ — Og Fritz svaraði með þvingaðri ró- semi: „Þegar ég frétti af þér, — mun ég gera nauðsynlegar ráð- stafanir hjá leyndarráðinu." Lestin ók á burt. Um hljóm- list hafði ekki fallið eitt orð. Á leiðinni frá járnbrautarstöð- inni leituðu hugsanir Rainers til Helenu. Ef nokkurs staðar var hjálp að fá, þá var það hjá henni. Hún var svo sterk, hún gat hugg- að og hughreyst. Hjá henni var hægt að gráta út, vera eðlilegur. Hann byrjaði strax í huganum að rekja raunir sínar fyrir henni. — Mér eru lagðar svo þungar byrðar á herðar. Eg verð að hætta við hljómlistina og verða læknir til þess, og þó er ég ekki nema 23 ára — að verða fyrirvinna hjá heilsubilaðri og veiklaðri móður, sem er ennþá aumari en ég, hort ugum bróður og tvíburasystrum, sem ég þekki ekki neitt. Eg gæti tekið á mig þjáningar föður míns, fyrir hann gæti ég dáið. En það er hans eiglð líf, sem ég á að taka að mér. Eg á að skriða inn í tilveru hans eins og lirfan skríður inn í skelina, ég á að lifa eins og hinn gamli mað- ur þvingaður af sorg. Það get ég ekki — ég mun aldrei endast til þess, Helena. Fyrir innri sjónum birtist Hel- ena honum eins og hún leit út í sínum koparlita kjól. Hún lyfti handleggjunupi og hló yfirlætis- lega að öllum erfiðleikum. Rainer gekk hraðar og hraðar, að síðustu hljóp hann við fót og kom lafmóður, en fullur vonar heim að húsi hennar, þar sem ekkja Grosmuckers sagði honum að Helena væri farin, en hún vissi ekki hvert. Hvað hefst þú að, Helena Will- fúer? Hvernig fer þetta, og hvað ætlar þú að gera í þessu öng- þveiti, lífsglaða, viljasterka kona? Ástæður þínar voru nógu , erfiðar áður, það vitum við, en þú barst þá erfiðleika með reisn og glaðlyndi. En hvað í ósköp- unum ætlar þú nú að gera, þegar þú hefur látið tælast frá efna- fræðinnar glaðværa umhverfi út i annað, sem þú veizt mun minna um en ekkjan Grosmulcke? Þú hefur lagt árarnar í bátinn og látið hann reka, það er mergur- inn málsins. Þú hefur gefizt ksrl- manni fremur af örvæntingu en ástríðu, og nú er 'allt í óvissu. Þú vinnur enn að doktorsrlt- gerð þinni, þú leggur ekki hend- ur í skaut, eða gengur niðurlút, en sámt sem áður missa efna- fræðitilraunir þínar og myndun gulrar olíu, sem mikil sprengi- félögum hætta stafar af, nokkuð af þýð- klukku. ingu sinni, og svo situr þú stund- um í tilraunastofunni með hend- ur í skauti og finnur efnabreyt- ingarnar í þínum eigin líkama, sem valda ógleði og óþægindum. Eitt er víst. Maður á að ala, bam. Maður þarf ekki að gera öðrum reikningsskil, er fullkom- lega frjáls, og frá slðferðislegu sjónarmiði ekkert á móti hug- • myndinni ógift móðir. En það er ekki hægt að eiga bam, þegar verið er að semja doktorsritgerð.' í þvi umhverfi, sem Helena lifir' í, er það alveg útilokað. Aðeins huamyndin um bamavagn heima í „skonsunni" er fáránleg. Frá: efnislegu og mannlegu sjónar- miði er það fjarstæða, einnig með tilliti til hennar kvenlegu fé- laga, stéttarinnar, umheimsins og þeirra krafna um fyrirmynd- ar framkomu, sem gerðar eru til hinna kvenlegu stúdenta. Helena Willfúer afneitaði því frá upphafi hugmyndinni um að fæða bam, og full af kvíða fór hún að undirbúa fyrstu skref- in til að forðast það. Nú varð Lionsklúbbur Framh. af 1G síðn um allra þeirra landa, þar sem Lionsklúbbar eru starfandi. Frið- rik Sigurbjörnsson lögreglustjóri í Bolungarvík afhenti gjöfina. — Samúel Jónsson, formaður Lion- klúbbsins á ísafirði færi Lionfé- lögum á Patreksfirði fundarhamar að gjöf og Hilmar Foss umdæmis- stjóri tilkynnti, að Lionsklúbbur- inn Þór i Reykjavík, sem er eÚtiS Lionklúbbur á landinu, myndi géfa á Patreksfirði fundar- 1 í stjóm Lionklúbbsins á Patreks firði voru kjörnir þessir menn: Sigurður Jónasson, form., Ingólfur Arason — og .Takob Helgason. Á. P. Jú, það getur svo sem vel verið um okkur sem glápum á hann? hann sé heimskur. En hvað þá ALÞÝÐUBLADlfi - 9. október 1962 |£

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.