Alþýðublaðið - 10.10.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.10.1962, Blaðsíða 8
ÞETTA KVÁÐU VERA FLJÖG- m9 AND DISKAR LJÓSMYNDIN hérna fyrir ofan er tekin af 14 ára gömlum enskum dbreng, Alex Birch, á túninu fyrir framan heimili hans nálægt Shef- field. Hún er tekin á einfalda kassamyndavél, sem hann á. Alex er sannfærður um að svörtu dílarnir á myndinni séu fljúgandi diskar. Og flugmálaráðnneytið og sérfræðingar þess hafa skoðað þessa augnabliksmynd af hinni mestu nákvæmni, auk þess sem þeir hafa spurt Alex spjörunum úr. Þeir vísa til hinna svörtu bletta sem óskilgreindra fljúgandi hluta og loftfræðilegs fyrirbrigðis. Þeir segja að myndin sé ekki fölsuð, hvað sem þetta svo sem sé. Hverjir eru þessir fimm hlutir á myndinni? Og hvaða skyldleiki er á milli þeirra og annarra und- arlegra fyrirbrigða, sem sést hafa nótt eftir nótt á himninum nálægt Sheffield? Enginn veit svarið. Tilvera fljúgandi diska hefur aldrei hlotið opinberlega viðurkenningu. Yfir- völdin hlægja kurteislega, þegar á þá er minnst. Ég hef nýlega verið í Sheffield. Ásamt ljósmyndaranum talaði ég við fólkið sem séð hefur þessa fljúgandi diska. Ég vakti meira að segja heila nótt og horfði upp í himininn í von um að sjá þá. En ég sá ekkert. En maður að nafni Walter Re- will sá eitthvað nokkrum nóttum fyrr. Og svipað sáu nokkrir aðrir. Og ef að þeir allir hafi verið haldnir skynvillu, þá- er það í meira lagi skrítið. Það er ekki hægrt að rægja þessi vitni eins og samræmdan bófaflokk. Þið þyrftuð að hitta Walter Re- will. Hann er verkamaður, og raunsæismaður, sem hélt að sagan um hina fljúgandi diska væri gabb, — þangað til 19. ágúst sl. Það kvöld hafði hann farið á bar að fá sér drykk ásamt vinkonu sinni. Þegar þau komu til baka opnaði vinkona hans bakdyrnar á húsinu vegna þess hve heitt var inni. Hún stanzaði full undrunar á tröppun- um og starði á það sem hún sá, og síðan kallaði hún á Rewill. Þau stóðu þar og horfðu upp í loftið í stundarf jórðung — á hvað? — Það var ljósrautt á litinn, sagði Rewill mér, og var í lögun líkt tveimur diskum, hvolfdum saman. Mér fannst þeir vera næstum gagnsæir, og hliðarnar lýstu enn þá meira, — eins og neonljós. Eftir að hafa horft á fyrirbrigð- ið í nokkrar mínútur, þaut hann inn og náði í myndavélina sína, en þá voru fyrirbrigðin tekin að f jarlægjast óðum, og voru að hverf í þann mund sem hann kom til baka með myndavélina, en eigi að siður smellti hann af á eftir þeim, og Ijósið af þeim kom á filmuna. Á meðan þessu fór fram, hafði vinkona Rewills hlaupið í næsta hús og kallað út fólk þar, sem sá diskana og staðfestir framburð RewiUs um þá. — Nokkru síðar, þann 28. ágúst var slátrari að nafni John Nedd- ham að búa sig undir að fara í sumarleyfisferðina. Hann gekk út í garðinn sinn og leit til himins til að geta sér til um veðurútlitið. Beirtt fyrir ofan sig sá hann fyrir brigði,!_ sem gaf frá sér bláleitt Ijós. —„Það leit út eins og tveir disk- ar samanhvolfdir og meðfram því var eitt hvað, sem minnti mig einna helst á tennisbolta”. „Það var stærra í ummál að sjá en tungUð”, segir Neddham, — „en þar sem ég stóð furðu lostinn og horfði á þetta flaug það í burt og smækkaði”. Þá þaut hann inn og hringdi í blað bæjarins, sem þegar í stað sendi þrjá fréttamenn og einn ljós- myndara á vettvang. Þeir sáu all- ir sömú sjón og Neddham, nema hvað diskurinn var að hverfa. — Ljósmyndarinn tók myndir, en fyr- irbrigðin voru orðin of fjarlæg til þess að koma fram á filmunni. — Fleira fólk var þarna á staðnum og sá fyrirbrigðið, og það var sömu skoðunar og Neddham, litl- ir hnettir virtust vera við rend- ur disksins. Myndina af disknum, sem hér er birt, tók Alex Birch sunnudag- inn 25. janúar þessa árs. Hann var að leika sér ásamt tveimur vin- um sínum fyrir utan heimili sitt í Mosborough og var önnum kafinn að taka myndir af félaga sínum stökkvandi ofan af stórum steini. Síðan tók hann stein að gamni sínu og henti honum upp í tré ekki langt frá. Horfði síðan á eft- ir honum til að sjá hvort hann hefði hitt. Þá tók hann eftir ein- hverju undarlegu á himninum, — fl.iúgandi diskum. Hann og félag- ar hans horfðu á þetta um stund, en síðan mundi hann allt í einu eftir myndavélinni sinni. Hann þreif hana og tók meðfylgjar/li mynd af þessu undarlega fyrir- brigði, þar sem það var að fjar- lægjast. Félagar hans staðfesta framburð Alex Birch. Stuttu eftir að fyrsta myndin hafði verið birt, fékk faðir drengs- ins boð frá flugmálaráðuneytinu um að fá í hendur filmuna og negativuna úr vélinni til rannsókn- ar. Feðgarnir fóru báðir til ton- don, þar sem þeir voru þaulspurð- ir, hvor út af fyrir sig. Þeim bar nákvæmlega saman, og framburð- ur drengsins var alltaf eins, — jafnvel í smáatriðum. Sérfræð- ingar lýstu því yfir að myndin væri óföisuð. — Þeir í ráðuneytinu lofuðu að láta okkur vita um niðurstöður sínar bráðlega”, segir faður drengsins, — „en ekkert hefur heyrzt frá þeim ennþá“, *- það er eins og þeir vilji ekki kannast við tilveru þessarra fyrirbrigða”. Og þannig standa málin í dag. Öðru hverju eru að sjást óútskýr- anlég fyrirbrigði á lofti í Eng- landi — almenningur ræðir málin, en yfirvöldin virðast þegja þau í hel. i. bók frá Bret- landi UT. ER KOMIN hjá Almenna bókafélaginu bók mánaðarins fyr- ir septembermánuð. Nefnist hún BRETLAND og er eftir bandaríska rithöfundinn John Ostoorne, en þýðandi er Jón Eyþórsson, veður- fræðingur. Er þetta fjórða bókin, sem út kemur hjá bókaforlaginu í flokknum LOND OG ÞJOÐIR, en. áður eru komnar í þessum flokki, FRAKKLAND, RÚSSLAND og ÍTALÍA. Bretland er í sama sniði og fyrri bækur þessa bókaflokks, hátt á annað hundrað mynda, litmynda og BREYTINGAR þær, sem orðið hafa á viðskiptum Evrópulanda, undanfarði, eru gerðar að umtals- efni í ritgerð, sem birtast mun í næsta hefti af „Economic Bulletin for Europe“, sem Efnahagsnefndf SÞ í Evrópu gefur út. Fyrri hluti ritgerðarinnar, f jallar um þátt Evr- ópu í heimsviðskiptunum, en þau jukust ekki jafn hröðum skrefum 1961 og framan af þessu ári og áð- ur. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að viðskiptaþróunin varð hægari í þeim ríkjum, sem miða framleiðslu sína við markað. Þegar á árinu 1900, hafði dregið verulega úr við- skiptaaukningunni í þeim löndum, þar sem rikið rekur áætlunarbú- skap og dró ekki jafn mikið úr við- skiptum þessara ríkja á árinu 1961. Hins vegar varð viðskiptaþróun- in örari í Evrópulöndum yfirleitt en annars staðar. Viðskiptaþróun- in var hægari í Bandaríkjúnum og hjá þeim ríkjum, sem framleiða hráefni, en um var að ræða í heimsvlðskiptum. yfirleitt. Og hjá meginlandi Kina og öðrum Asíu- ríkjum, þar sem ríkið rekur áætl-: unarbúskap, minnkuðu viðskiptin á árinu 1961. Þáttur Evrópu í heimsviðskiptunum jókst þannig enn 1961 og er ástæðan aukin við- skipti Evrópulandanna innbyrðis, aðallega Vestur-Evrópurikjanna. I Vestur-Evrópu, hélt utanrikis- verzlunin áfram að vaxa hraðar en iðnaðarframleiðslan á árinu 1961 og fyrri hluta þessa árs . Á árinu 1961 jókst útflutningur mest hjá írlandi, Ítalíu, Sambandslýðveld- inu Þýzkalandi og Grikklandi. En í byrjun ársins 1962 jókst útflutn- ingurinn mest hjá nokkrum hinna smærri ríkja Vestur-Evrópu: ís- landi, Grikklandi og Tyrklandi. ít- alir hafa einnig haldið áfram að auka útflutning sinn, en dregið hefur úr útflutningi Vestur-Þýzka- lands, það sem af er þessu ári. HINN 31. ágúst s. I. námu ó- greiddar kröfur SÞ á hendur aðild- arrikjunum um 140 milljónum dollara, og vegna gæzluliðs SÞ fyr- ir botni Miðjarðarhafs, 31 miUjón dollara. Einnig skulda nokkur riki fastagjöld sín til samtakanna, sam tals 22 milljónir fyrir 1962 og 4,6 milljónir fyrir árið 1961. Sovétrík- in og Frakkland eru meðal þeirra ríkja, sem mest skulda, vegna að- gerðanna í Kongo skulda Sovét- ríkin 32 milljónir og Frakkland 14 milliðnir og vegna gæzluliðs fyrir Miðjarðarhafsbotni skulda Sovét- ríkin enn 14 milljónir dollara. AI- þjóðadómstóllinn hefur úrskurðað, að öllum aðildarríkjum SÞ beri að anna í Kongó og gæzluliðsins fýrir botni Miðjarðarhafs. I TILEFNI AF DEGI SÞ 24 okt óber, hafa samtökin gefið út landa- kort, ætlað skólum. Samkvæmt því svart-hvítra mynda, af laudi og þjóð. Texti svipaður á Iengd og áð- ur, iim 160 bls., ef reiknað er með venjulegu bókarbroti. Jón Eyþórsson, segir m. a. í for- mála, er hann ritar fyrir bókinni: „Yfirléitt má líkja þessari bók, við könnunarferð um völundarhús brezks þjóðlífs, skapgerðar og heimUisháttar — undir Ieiðsögn höfnndarins Johns Osborne. Hann segir frómt frá og er sums staVar jafnvel berorður. Bókin er engan veginn til þess gerð, að þóknast Bretum eða bera þá lofi. Að þvi leyti, er hún algerlega óhlutdræg. 10. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ i\ i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.