Alþýðublaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 10
iWVWMWMVMVWWWVWWWMWWWW Evrópu- meistarar Á Evrópameistaramótinu í Belgrad, hlutu Bretar 5 gnll- verðlaun, en hér sjáið þio einmitt meistarana við kom- una á flugvöllinn í London. Hinir hamingjusömu fimm- menningar eru Bobby Bright well (efst), 400 m. hlaup, Ken Matthews, 20 km. ganga, Dorothy Hyman, 100 m. hlaup, Bruce Tulloh, 5000 m. hlaup og Brian Kilby. maraþon. Þegar tollverðir spnrðu einn af fararstjórunum, Pat Sage, hvort íþróttafólkið, væri með nokkuð, sem þyrfti að .greiða toll af, sagði Sage: „Já, 5 guUverðlaun, 3 silfur- verðlaun og sex bronzverð- laun“. Flokkurinn fór í gegn án skoðunar. Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON Dráttarbraut og stökkpallur við skíðaskála fR VETUR er nú skammt undan og 1 skemmtUegast er á að horfa og ÍR- skíðamenn hugsa með ánægju til ! ingar ,hafa hugsað sér að efna til skíðaferða. Þegar líður á sumar fara hinir áhugasömu að dytta að skála síns félags, enda mikið í -húfi, að skíðaskálinn sé í góðu standi. Á síðasta vetri var Skíðaskáli ÍR í Hamragili formlega tckinn i notkun. Er skálinn hinn skemmti- legasti og var mikið sóttur i fyrra. Brekkur eru ágætar í kringum skálann og þær voru óspart notað- ar af ungum og gömlum. ★ Stökkpallur og dráttarbraut. í sumar hafa nokkrir skiðamenn félagsins staðið í stórræðum efra. Byggður hefur verið stökkpallur, í sem hægt er að stökkva í ca. 40 m Eins og flestir vita, er skíðastökk- ' ið sú grein skíðaíþróttarinnar, sem (i Tvö sænsk \ sundmet Hinn snjalli sænski sundmaður Hans Rosendahl setur nú hvert metið á fætur öðru. Síðast setti hann met í 400 m. fjórsundi, synti á 5:09,0 mín. í 25 m. laug. Garola metið var 5:19,3. Sigurvegari í sund inu var heimsmethafinn Gerhard Hetz frá Þýzkalandi, synti á 5:03,8 mín Á öðru móti setti Karin Grubb nýtt sænskt rnet í 100 m. skriðsundi kvenna synti á 1:02,8 mín. sem er 2/10 úr sek. betra en gamla metið. stökkmóta í Hamragili næsta vetur Unnið hefur verið að byggingu dráttarbrautar og er sú fram- kvæmd komin vel á veg, þannig að hún mun verða í notkuri í vetur. Ekki er að efa, að Hamragiiið verður enn vinsælla en það var í fyrra eftir þessar endurbætur. Brumel 2,15 m- Briissel, 7. okt. (NTB-Reuter). Á frjálsíþróttamótinu um helg- ina sigraði Brumel í hástökki með 2,15 m. Hann var sá einn af kepp- endunnm, sem stökk yfir 2 metra. Sigurvegarar í öðrum greinum : 100 m. Ovanesjan, Sovét, 10,7, 400 m. Pennewaert, Belgíu 47,0, 800 m. Haupevt, Luxemburg, 1:- 50,1, 1500 m. Eyerkaufer, V-Þýzka- land, 3:51,4, 400 m. grindahlaup, Geerorms, Belgíu 52,2 (belgiskt met), iangstökk, Ovanesjan, 7,79 m., kúluvarp, Lipsnis, Sovét, 17,85 m. nr. 2 Uddebom, Svíþjóð, 17,14 m. Stangarstökk, Balastre, Frakkl. 4,45 m. kringlukast Piatkovski, Pól, 56,28 m. Nr. 2 Uddebon 50,31 m. Spjótkast, Radman, ít. 70,65 m. Há stökk kvenna, Balas, 1,84, 100 m- kv. Heine, Þýzkal. 11,8. Skýrsla frá milliþinga nefnd ISlum fjár MESTU vandamál íþrótta- hreyflngarinnar eru fjárhagsvand ræði. Á íþróttaþingi í Bifröst 1961 var kosin milliþinganefnd til að fjalla um leiðir til fjár- öflunar. A þróttaþingi 1962 sldl- •aði nefnd þessi eftirfarandi skýrslu : Greinargerð frá mUliþinga- nefnd ÍSÍ um fjármál. MEÐ bréfi ÍSÍ, dags. 3. okt. sl. var okkur tilkynnt, að við hefð um verið kosnir í nefnd þessa á siðasta íþróttaþingi ÍSÍ, sem haldið var að Bifröst 2. og 3. sept. f.ó. Með bréfinu bárust okk j ur einnig nokkrar tillögur, sem nefndin skyldi fjalla um, og ósk- að, að niðurstöður nefndarinnar Valerij Brumel er ósigrandi. Leiðrétting Handknattleiksþjálfari ÍK lieit- ir ekki Örn eins og stóð í blaðinu í gær heldur Orri Gunnarsson. skyldu leggjast fyrir fund Sam- j bandsráðs ÍSÍ vorið 1962. Vegna f jarveru formanns • nefndarinnar fram um miðjan | október og anna þar á eftir kom j nefndin fyrst saman 30. nóvem- ber. ( í nefndina höfðu verið kosnir Stefán G. Bjömsson, formaður hennar, Ásbjörn Sigurjónsson, sem nefndin kaus sem varaform., Gunnar Sigurðsson, Gunnar Vagnsson, sem neíndin kaus sem ritara og Bragi Kristjánsson. Nefndin hefur haldið 8 bókaða fundi, en vegna mikilla anna ein- stakra nefndarmanna leið lengri tími á milli þeirra en i uppliafi var ætlað. Á öðrum fundinum mætti einn- ig Hermann Guðmundsson, fram kvæmdastjóri ÍSÍ, og gaf nefnd- inni nánar upplýsingar um það, sem fjalla skyldi um. Einnig mætti formaður ÍBR á einum fundinum og íþróttafull- trúi ríkisins, Þorsteinn Einars- son, á þremur síðustu fundum, og veitti hann nefndinni ýmsar tölulegar upplýsingar, en samkv. bréfi ÍSÍ, dags. 6. febr. sl. var ætlazt til, að „frekari fram- Framhald a 13. síðu. 39 hlaup - 39 sigrar! Hinn snjalli franski hlaup- ari, Michel Jazy, hefur 39. sinnum tekið þátt í keppni í ár og ávallt sigrað. Hann tók þátt míluhlaupi ný- iega og varð að sjálfsögðu fyrstur á sínum bezta tima 3.59,8 mín. Þetta er í fyrsta sinn, sem hann nær svo- kulluðum ,draummílu-tíma.‘ 10 11 október 1962 - alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.