Alþýðublaðið - 13.10.1962, Síða 1

Alþýðublaðið - 13.10.1962, Síða 1
Frá frumsýningunni Mynrtirnar eru teknar í gaerkveldl, |>egar kvikmyndin „79 af stöðinni" var frumsvnd í Háskólabíó. Efri myndin sýnir höfund sögunnar, Indriða G. Þorsteinsson, rithöfund, og konu hans. er dyravörður tekur á móti þeim i anddyri Háskólabíós. Á neðri myndinni eru aðalieikararnir í kvikmyndinni, talið frá vinstri, Róbert Arnfinnsson, Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson. Frumsýningargestir fögnuðu þeim ákaft að sýningunni lokinni. Sjá frétt á 3. síðu. 43. árg. - Laugardagur 13. október 1962 - 226. tbl. elgíu Briissel, 12. október. (NTB-Reuter). Lögreglan I Briissel er við öiiu búin í sambandi við fyrirhug- aða mótmælagöngu á sunnudag- inn. Líklega munu um 100 þús. manns taka þátt í mótmælagöng- unni, sem Flæmska ncfndin í Brussel skipulcggur. Ástæðan til kröfugöngunnar er 28 SIÐUR Á MORGUN SUNNUDAGSBLABIÖ okk- ar nýja hefur göngu sína á morgun; það er tólf síður — eins og víð sögðum frá í gær; Alþýðublaðið verður semsagt framvegis 28 síður um helg- ar. Takið eftir þessum ná- unga með geislabauginn í Sunnudagsblaðinu. Hauu er söguhetjan í nýjum þætti, sem við efumst ekki um að eigi eftir að vekja athygli. Þátturinn heitir: JÓN JÓNS- SON í DÓMSSALNUM. tungumálastríð flæmsku-mælandi íbúa landsins, sem telja um fimm milljónir og Vallóna, sem tala frönsku og eru um þrjár milljónir. Deilt er um landamerkin milli svæðanna sem þjóðarbrotin byggja en þau hafa aldrei verið ákveðin nákvæmlega. Nú hefur ríkisstjórn in gert þrjár' tillögur um þessi landamerki, og er það innanríkis- ráðherrann, Gilson úr Kristilega sósíalistaflokknum, sem lagt hef- ur þær fram. Lagafrumvörp þessi hafa mætt mikilli andspymu af hálfu Vall- ‘ óna. Þar við bætist svo kvörtun af flæmskri hálfu þess efnis, að á- , hrif VaUóna í höfuðborg Belgíu, Brussel, séu yfirgnæfandi og því í verði Flæmingjar að þola síaukið misrétti. Á málinu er enn fremur pólitísk hlið: fulltrúaskiptingin á þjóðþing- inu. ■’TmZfi j „SUMT af þeim kartöflum, sem viðskiptavinirnir hafa skilað aftur, er ekki mannamatur." Þetta sagði Reynir Eyjólfsson, verzlunarstjóri; og eigandi Reynisbúðar fyrir Sjó- og Verzlunardómi Reykjavíkur í gærmorgun. Gert er ráð fyrir, að rannsókn kartöflumálsins ljúki í dag, þá , kemur Kári Sigurbjörnsson, yfir- matsmaður «iftur fyrir dóminn. í ; gær komu eftirtaldir menn fyrir : dóminn vegna rannsóknar málsins: Reynir Eyjólfsson verzlunarstj , Jóh. Guðmundsson verkamaður, hjá Grænmetisverzlun Landbúnað- ins, Þorgils Steinþórsson, fulltrúi I hjá sama fyrirtæki og loks for- I stjóri Grænmetisverzlunarinnar. Þegar rannsókn málsins er ]ok- ið verða gögn varðandi það scud ’ til saksóknara ríkisins, sem síðan ,ákveður hvort höfða skuli mál. Yerzlunarstjórinn, Fyrstur kom fyrir réttinn í gærmorgun Reynir Eyjólfsson, | verzlunarstjóri og eigandi Reynis búðar. Hann kvaðst kaupa kartöfl- | ur til verzlunar sinnar tvisvar í viku, og væri fyrri sending jafn- an svó til eða alveg upp- seld, þegar sú seinni kæmi. Kart- öflurnar kvaðst hann geyma í geymslu bak við búðina og væri fremur kalt á þeim þar. Kvað hann kvartanir út af kartöflum; hafa verið óvenju miklar í haust og hafi viðskiptavinir stunöum komið og skilað aftur kartöflum, sem alls ekki væru mannamatur. Hann sagði, að ef viðskiptavinir kæmu aftur með skemmdar kart- öflur, þá skipti hann jafnan við þá. Verkamaðurinn. Næstur kom fyrir dóminn Jóhann Guðjónsson verkamaður. Hann hefur það starf hjá Græn- metisverzlun Landbúnaðarins að tína skemmdar kartöflur af færi- bandinu, áður en kartöflurnar fara á vigt og þær eru settar í bréfpokana. Aðspurður greindi hann frá því, að ef um miklar skemmdir væri að ræða, að hann annaði ekki að tína, þá væri bætt við öðrum manni. Hann kvaðst og tína úr kartöflur, sem væru cf smáar. Ekki kvaðst hann tilkynna forstjóranum sérstaklega, hvað mikið væri um úrgang úr kartöfl- unum. Hann skýrði og frá því, að alltaf þyrfti að tína eitthvað úr úr- valsflokki, en þó ekki eins mikið og úr fyrsta flokki. Komið hefur það fyrir, sagði hann, að þurít heí ur að stöðva pökkun og kalla á matsmann, því álitamál hafi þótt hvort kartöflurnar væru pökkunar i hæfar. Ekki minntist hann þó þess að matinu hefði verið breytt a£ þessum sökum. > FuIItrúinn. Þorgils Steinþórsson skýrði svo frá, að öðru hverju öærusfc alltaf kvartanir um kartöflur, eink um þó, þegar komið væri fram á Framhald á 3. síð» Blaðið h-efur hlerað AÐ blöð á Kúbu hafi skýrt frs því, að Magnús Kjartans. son ætli að skrifa bók unt Kúbu. Skyldi sú bók eigt að koma á undan orðabók inni hjá Magnúsi?

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.