Alþýðublaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 2
Aitstjörar: Gísli J Ástþórrson (áb) og Bcnedikt Gröndal,—AðstoSanitstjórl Björgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. A uglýsingasími: 14 906 — ASsetur: Alþýðuhúsið. — Prenlsmiöja Aiþýðublaðsins, HverfisgötU 8-10 — Áskriftargjald kr. (.5.09 á mánuði. 1 lausasölu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Fyrst af stöðinni . 79 AF STÖÐINNI, kvikmyndin eftir skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, hefur verið frumsýnd í t'veim kvikmyndahúsum. Enda þótt áður hafi all itiikið af kvikmyndum verið teknar á íslandi, er þetta fyrsta efnismyndin, sem tekin er við full- komnar aðstæður, og verður því að teljast merkur aþenningarviðburður. ’ Kvikmyndir hafa lengi verið eitt 'veigamesta skemmti- og hvíldarefni, sem íslenzka þjóðin á kost á. Hingað til hafa þessar myndir svo að segja allar verið á erlendum málum og margar þeirra hreinasta rusl, sem skaðræði er að vita sýndar kvöld eftir kvöld. Af þessum sökum er það gleðilegur atburður, að íslenzk kvikmynd bætist í hópinn. Ef hún tekst vel fjárhagslega er ástæða til að ætla, að hún reynist byrjun á íslenzkri kvikmyndagerð, sem þá gæti rutt úr vegi einhverju af útlenda ruslinu á hinu hvíta lérefti. Enda þótt íslenzkar myndir verði ekki stórbrotin listaverk í samanburði við hið bezta, sem gert er erlendis, munu þær hafa allt önnur áhrif á íslenzka kvikmyndahúsagesti. Þeir munu skilja málið, meta leikinn og efnið meira, þekkja sögur og umhverfi, ræða myndirnar, gagnrýna eða lofa og fá fyrir bragðið andlegt fóður, þar sem áður var skemmtunin ein, þegar hezt lét. ’ Ef íslenzk yfirvöld vilja fóma einhverju til að > hafa áhrif á alþýðumenningu hinnar uppvaxandi kynslóðar og varðveita íslenzka hugsun, ættu þau að styðja slíka kvikmyndagerð. Það ætti ekki að standa og falla með rekstrarreikningi þeirrar einu myndar, hvort íslenzk kvikmyndagerð heldur á- fram eða ekki. Þetta er sagt þrátt fyrir sæmilegt útlit á, að nógu margir sjái þessa fyrstu mynd til að greiða kostnaðinn við hana. Eftir fá ár tekur íslenzkt sjónvarp til starfa. Það mun þurfa á að halda miklu af íslenzkum frétta- myndum og fræðslumyndum, og þannig geta stutt rekstur eins kvikmyndavers í landinu. Tilkoma þess er enginn lúxus — hún er menningarleg nauð- syn. 89,5 milljónir FJÁRLÖGIN eru mikið rædd manna á meðal — Íg reynir stjórnarandstaðan að gera þau tortryggi ig vegna hækkunar þeirra — jafnvel svo að Þjóð viljinn lýgur upp tíföldum tölum í því sambandi. r Alþýðublaðið vill endurtaka, að hækkun fjár- laga við þær aðstæður, sem ríkt hafa í okkar þjóð- |élagi — velmegun, mikla framleiðslu og öra fjölg tin þjóðarinnar — er í hæsta máta eðlileg. Sem dæmi um .það, hverjar hækkanirnar eru, vill hlað- ið aðeins benda á eitt: Félagsmál hækka um 89,5 þiilljónir, en það eru almannatryggingar, sjúkir og örkumla, byggingarsjóður verkamanna og slík mál. Éru framsókn og kommar á móti bessari hækkun? ?" ............................................ ★ Bréf frá HANNES Á HORNINU 'en sjálft flutningsgjaldið, sem er kr. 230,00 innan 20 m. fjarlaegðar á sömu hæð, annars kr. 375,00. Öll undirbúningsvinna og ferðir bætast við þá vinnu, sem unnin er á staðnum. í mörgum tilfellum þarf að leggja lagnir, þar sem píp ur eru ekki til. í flestum íbúðar- húsum eru aðeins pípur íyrir síma leiðslur á 1 til 2 stöðum í íbúð og þarf því oft að leggja frá p'"punum á þann stað, sem símnotandinn vill hafa símann. Það vita allir að ekki er hægt að framkvæma mik- ið fyrir aðeins 200—400 krónur árið 1962“. bæjarsíma- viðbótar 20 norskir aurar (ísl. kr. 1,20), fyrir hvert samtal. Miðað við 600 samtöl á ársfjórðungi yrði afnotagjaldið þá sem svarar ísl. kr. 1102,00 á ársfjórðungi í Noregi á móti kr. 50,00 hér. stjóra. ★ Um framyfirsamtöl og flutninga á símum. ★ Ódýrara hér en í ná- grannalöndunum. ★ Þarfar skýringar við gagnrýni. BJAKNI FORBERG, bæjarsím- stjóri, sendir mér eftirfarandi aí gefnu tilefni: „í þætti yðar í Al- þýðublaðinu 9. þ. m. birtist bréf frá símnotanda um umframsímtöl o. fl. í bréfinu gætir nokkurs mis- skilnings, sem Bæjarsíminn telur rétt og sjálfsagt að leiðrétta. Þeg- ar sjálfvirka stöðin var tekin í notkun 1932 voru 850 samtöl inni- falin í afnotagjaldinu á ársfjórð- ungi. Síðan liefur umframsamtöl- unum fækkað í 600, eða úr 9,4 í 6,7 á dag að jafnaði. en samtala- fjöldinn, sem fólginn er í fasta- gjaldinu, er sem næst miðaður við meðaisamtalafjölda notandanna, en liann liefur farið lækkandi mcð. fjölgun þeirra. Annars er þróunin í þá átt, að hafa ekkert samlal fólgið í fastagjaldinu, en grciða til viðbótar fyrir hvert simtal, og er slíkt fyrirkomulag nú í öllum nágrannalöndunum. EF SAMTALAFJÖLDI, sem fólg inn er í fastagjaldinu, hefði ekki farið lækkandi, hefði orðíð að hafa fastagjaldið hærra en gcrt hefur verið. Til samanburðar má gcta þess, að í Noregi er fasta afnota- . gjaldið á ársfjórðungi 63.00 norsk- • ar krónur (ísl. kr. 379.40*, sem ekkert samtal er fólgið í og til í DANMÖRKU' er afnotagjaldið 58,00 danskar krónur (ísl. kr 360,65) á ársfjórðungi og auk þess 10 danskir aurar (ísl. kr. 0,67) á hvert viðtalsbil (200 sek. á daginn og 400 sek á kvöldin).'Miðað við 600 viðtalsbil yrði afnotagjaldið þá, sem svarar ísl. kr. 732,65 á ársfjórðungi, en meira, þegar sum- töl standa lengur en eitt viðtals- bil. Af þessum samanburði sést, að venjulegt afnotagjald af síma er hér mun lægra en í nágrannalönd- unum, og þrátt fyrir það að allt símaefni kostar hér um 50'; ó meira en þar, vegna aðflutni igsgjuld- anna UM LOKUN SÍMANLMFRA vegna vangreiddra símareikninga. skal það upplýst, að engum síma- númerum er lokað fyrir lægri reikningsupphæð en kr. 100,C0 og hefur svo verið s. 1. 4 ár. Flutnings gjald af sima er jöfnunargjald. Að flytja einn síma, getur kostað tugi þúsunda, t. d. í nýbyggðu. íbúðar- hverfi, þar sem leggja þarf í dýr- ar jarðsímaframkvæmdir. Ef greiða ætti flutning eftir rcikn- jngi yrði það ofviða einstaklingum í mörgum tilfellum. Að flylja síma í hús, þar sem sími liefur áður ver- ið, er vinnan meiri en rétt að koma með talfærið og skrúfa nokkrar skrúfur. Undirbúningsvinnan, sem símnotandinn getur ekki fvlgzt með cða vitað um, er oft mikil. T. d. að tengja línur til stöðvar í mörgum tengistöðum, vinna á tengigrind sjálfvirku stöðvarinnar, breytingar á spjaldskrám o. fl. SAMA ER AÐ SEGJA um flutn- ingsgjöld af síma milli herbergja, það er jöfnunargjald. í fles. jm tilfellúm, er kostnaðurinn liærri ÉG ÞAKKA BÆJARSÍMA- STJÓRA fyrir upplýsngarnar, sem eru greinargóðar — og nauð- synlegar. Vona ég að bréfið, sem ég birti svo og þessar upplýsingar bæjarsímastjóra, megi verða til þess, að aimenningi verði ljósara en áður viðskipti sín við simann. Hannes á hórninu. Adenauer vill Brefa í E.B.E. Bonn, 11. október. NTB-AFP. Konrad Adenauer sagði í dag, að hann styddi beiðni Breta um aðild að Efnaliagsbandalagi Evr- ópu. Jafnframt gagnrýndi hann harðlega stjórnarandstæðinga á þingi. Adenauer sakaði jafnaðarmenn um að taka aðild Breta að EBE fyrir í áróðursskyni, og vísaði jefn framt á bug þeirri staðhæfrngu jafnaðarmannaforingjans Erich Ollenhauers, að stjórnin væri að- gerðarlaus í ýmsum málum, þar á meðal Berlínarmálinu. Adenauer kanzlari tók óvænt til máls í almennum umræðum þings- ins um stefnu stjórnarinnar til þess að svara gagnrýni Ollenhau- ers. Ollenhauer hafði beðið kanzl arann í umræðunum að skýra við- horf sín, m. a. til aðildar Breta að EBE. Ollenhauer kvað Adenauer hafa valdið óvissu varðandi aðildarmál landa eins og Bretlands, Noregs, Danmerkur og írlands. Adenau- er visaði til viðræðna hans og brezka ráðherrans Heath nýlega og kvað auðveldara að sannfæra Heath en Ollenhauer. 2 13. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.