Alþýðublaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 13.10.1962, Blaðsíða 9
ForsætisráS- herra Ugancia MILTON OBOTE, forsætisráð- herra Uganda, ríkis þess í Afr- íku, er nýlega öðlaðist sjálf- stæði, er í hópi þeirra stjórn- málamanna í Afríku, sem vert er að fylgjast með. Obote, sem er 37 ára að aldri, kallar sig varkáran byltingarmann”, og hann heyrir til sama hóps austurafrískra stjórnmála- manna og beir Tom Mboya í Kenya og Julius Nyerre í Tanganyika eru £. Allir eru þeir framfarasinn- aðir, nánast sósíaldemókratar. Skoðanir þeirra eru nýtízkulegr- ar, þeir eru vinnuharðir stjórn- málamenn og fullir óþreyju, vilja þeir, að starf þeirra beri árangur. Milton Obote er fæddur í Lango, héraði í Norður-Uganda. Á unglingsárum sínum ferðað- ist hann um og stundaði ýmis störf, en spjótsár varð til þess, að hann gat ekki haldið áfram. í þess stað var hann settur á trúboðsskóla. DVALDIST í KENYA Honum sóttist námið vel, og hann hélt áfram námi við Ma- kerere Gollege í Kampala. Hann lauk kennaraprófi og fékk tilboð um, að halda áfram námi í Bandaríkjunum og Bretlandi, en fékk ekki leyfi til þess hjá nýlenduyfirvöldun- um. í þess stað hóf hann störf hjá einkafyrirtæki, og á vegum þess fór hann til Kenya, þar sem hann dvaldist, þegar Mau- Mau óeirðirnar stóðu sem hæst. í Kenya hafði hann náið samband við flokk KENY- ATTA og Tom Mboye, KANU. Yfirleitt hafa margir flokks- menn hans unnið eða stundað nám í Kenya og stjórnmálin MAÐURÍ þar í landi hafa haft áhrif á þá. Segja má, að hin nánu pólitísku og persónulegu tengsl í Ug- anda, Kenya og Tanganyika sem steðjað geti að kaþólskum svipi mjög til samvinnu Norð- urlanda. „AGALAUS LÝÐSKRUMARI” Obote vildi hins vegar snúa aftur heim og starfa meðal landa sinna. Hann hélt til Lan- go-héraðsins og var kosinn á þ.ing. Sagt er, að í fyrstu hafi hann verið „agalaus lýðskrum- ari”. Hins vegar lærði hann fljótlega hvernig hann átti að koma fram og brátt náði hann miklum stjórnmálaþroska og í ljós kom, að hæfileikar hans sem stjórnmálamanns voru ó- venju miklir. Um þessar mundir var hann ekki fulltrúi neins sérstaks flokks, heldur kjósendasam- taka. Er „Uganda National Con- gress” klofnaði 1959 vegna per- sónulegt ágreinings hófst flokksarmur Obotes handa nm samninga við önnur stjórnmála samtök eða flokkssamsteypu og úr þessu varð „Uganda People’s Congress”. Obote varð sjálfkjör inn foringi þessa flokks, sem stofnaður var í marz 1960. KAÞÓLSK ÁHRIF Auk flokks Obotes var annar stjórnmálaflokkur' í Uganda, Lýðræðisflokkurinn (D. P.) Hið undarlega við stjórnmálin í Uganda er að trúmál hafi hlut- verki að gegna þar, en það er sjaldgæft í Afríku. Litið var á D. P. sem flokk kaþólskra manna, og hann var talinn í- haldssamur í skoðunum. Greinilegt er, að kaþólskir flokkar í Evrópu og hópar ka- þólskra manna í Bandaríkjun- lun veita flokknum f járhagsleg- an stuðning. Einnig fær flokk- urinn bifreiðar og ýmsan ann- an útbúnað, og kaþólskir prest- ar frá Evrópu eru hjálplegir við samningu stefnuskrár han3. Kaþólskir menn eru „hvatt- ir” til að kjósa D. P., og þeir eru varaðir við hættum þeim, mönnum, ef þeir greiða flokkn- um ekki atkvæði. Gegn þessum flokk stendur U. P. C. Hér er um framfara- sinnaðan flokk að ræða og stefnuskrá hans er gjörhugsuð. Til þess að gera hlutina ein- falda er sagt, að U. P. G. sé flokkur mótmælendatrúa og D. P. kaþólskra, en þetta er ekki alls kostar rétt. Sem dæmi má nefna, að ungur upp- lýsingamálafulltrúi U. P. C. er kaþólskur, en fjölskylda hans styður flokkinn og hann sjálf- an vegna þess, að hann kaus að fylgja Obote að málum. Aðrir kaþólskir menn eru einnig £ forystuliði U. P. C. — Flestir kjósenda eru mótmæl- endur, það er að segja ef þeir hafa einhverja trúarlega skoð- un. KONUNGS- SINNAR Auk þessara tveggja flokka eru einnig lausleg samtök, sem styðja konunginn („Kabaka”) í Buganda, en Buganda er hérað I Uganda, sem nýtur sjálfs- stjórnar og er lengst á veg kom ið. Hreyfing þessi kallar sig „Kabaka Yekka”. Hreyfingin hefur engar flokksdeildir í héruðum lands- ins eða skipulagða flokksstjórn eins og U. P. C. og D. P. Hér er um að ræða þjóðernissinn- aða hreyfingu, sem heldur fast við gamlar erfðavenjur og hef- ur það helzta markmið að Framh. á 14. síðu Bindmdisdagur á sunnudaginn Stjórn landssambandsins gegn á fengisbölinu efnir til sérstaks bind indisdags n.k. sunnudag. Samkom- ur verða haidnar á vegum samtak- anna víðs vegar um landið. í Reykjavík verður haldin bindindis samkoma í Dómkirkjunni. Þar talar dómprófastur sr. Jón Auðuns, ennfremur Magnús Jóns son alþingismaður, Skúli Guð- mundsson al(þingismaður og sr. Óskar J. Þorláksson dómkirkju- prestur. Kristinn .Hallsson syngur einsöng á samkomunni, Ingvar Jónsson leikur einleik á fiðlu, en dr. Páil ísólfsson annast undirleik á orgel kirkjunnar. Samkoman í Dómkirkjunni hefst kl. hálf níu á sunnudagskvöldið. Stjórn landssambands bindindis manna hefur fengið menn til að skrifa greinar um bindindismál í blöð víða um land og öll dagblöðin í Reykjavík á sunnudaginn. sr. Ei- ríkur Eiríksson kynnir bindindis- daginn í Ríkisútvarpinu á vegum samtakanna. í kaupstöðum og kauptúnum út um land verður efnt til’bindindis- funda. Pétur Sigurðsson, formaður stjórnar landsambandsins gegn á- fengisbölinu, sagði á fundi með fréttamönnum í gær, að velgengn- in mundi vera grimmasta ljónið á vegi bindindisins. Okkur hætti við að afrækja hugsjónir, þegar vel- gengnin blindaði augu okkar. Pen- ingasöfnunin yrði hin eina hug- Framh. á 11. síðu ekki um sel IVIér varð . . . . þegar ég las greinina í Tímanum um kínverskan list- iðnað á miðvikudaginn var. Þar segir meðal annars: „Kínverjar fundu upp leir- inn“. Keflvíkingar! Blómlaukarnir verða seldir í dag við Sölvabúð. Eifanig mikið úrval af fallegum ódýrum plasfc- blómum o. fl. Blómavagninn. Matvælaútsala Þar sem verzlun okkar við Háaleitisveg er að hætta störfum, seljum við vörubirgðir verzlunarinnar með 20—50% afslætti næstu þrjá daga. KJÖTBORG h.f., Háaleitisborg. Oss vantar fólk til starfa í fyrstihúsi voru nú þegar. — Mikil vinna. Hafið sámband við verkstjórann i síma 1200. ATLANTOR H.F. Keflaví'k.’ Utgerðarmenn - Sjómenn Skipaviðgerðir — Skipasmíði — Bátaviðgerð- ir — Bátasmíði — Bátauppsátur. Vönduð vinna, vanir fagmenn. Skifsasmíðastöðin BÁRAN H.F. Hafnarfirði símar 51461 og 51460. Hafnfirðingar - Reykvíkingar Okkur vaníar nokkra verkamenn í byggingar- vinnu strax. Upplýsingar í dag og næstu daga, í síma 51233. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. (UliftÍ/aldí, Háteigsvegi 2. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. október 1962 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.