Alþýðublaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.10.1962, Blaðsíða 3
NEYTENDASAMTÖKIN HYGGJA Á SÓKN i Er ætlunin, að út komi þrjú slík blöð fyrir áramót. Þetta blað munu | einungis meðlimir samtakanna fá, og er það innifalið í árgjaldinu, NEYTENDASAMTOKIN köll- uðu blaðamenn á sinn fund í grær til að skýra þeim frá, að nú væri í undirbúningi að hefja mikla sókn til eflingar starfsemi samtakanna. sem er aðeins 45 krónur. í því er Meðlimir í Neytendasamtökunum einnig innifalin lögfræðileg að- eru nú rúmlega fimm þúsund. í stoð vegna kaupa á vörum eða undirbúningi er að breyta og auka ; þjónustu. í fyrsta blaðinu, sem útgáfustarfsemi samtakanna. Þess j kemur út eftir viku verður aðal- má geta að samtökin hafa opna greinin um gólfteppi. Meðlimir skrifstofu daglega og Ieitar þang- að mikill fjöldi manns á degi hverjum. Á síðastliðnu ári nam fjöldi bókfærðra kvartana 800. Neytendasamtökin hér á landi eru þau þriðju elztu í heimi. Sveinn Ásgeirsson, formaður neytendasamtakanna, skýrði blaða mönnum svo frá, að mikil sókn væri nú í undirbúningi og mundi hún hefjast í dag. Tekið væri á móti tilkynningum um nýja með lirrii í eftirtöldum símum: 19722, 15659 og 36042. Ráðgert hefur verið að breyta allmikið útgáfustarfsemi samtak- anna. í stað leiðbeiningabæklinga og félagsrits verður nú gefið út neytendablað stærra og fjölbreytt ara að efni en framangreind rit. samtakanna eru hvattir til að senda blaðinu bréf um það sem þeim liggur á hjarta í þessum málum. Sveinn sagði, að mörg verkefni biðu úrlausnar og það væri von stjórnar samtakanna, að margir nýjir meðlimir bættust nú við, þannig að hægt yrði að sinna hin um ýmsu vandamálum í vaxandi mæli. Neytendasamtökin hér eru aðili að alþjóðastofnun neytendasam- taka, og hefur því eitt allra hér á landi rétt til að birta niðurstöð- ur rannsókna, sem fram fara á veg um alþjóðastofnunarinnar, eða þeirra félaga, sem þar eru aðilar. Á skrifstofu samtakanna hér er jafnan mikil ös þá tvo tíma, sem hún er opin daglega. Sl. ár voru m m mmm - < #. ^ % * ** Börnin eru næstum alltaf að leita að einhverju til að borða eða drekka. En þau skortir ekki umliyggju. Börnin þarna eru elskuð af öllu lijarta. AÐ DEYJA 0R HUNGRI Framh. af 1. síðu kemur í veg fyrir allar tilraunir. 'Eins og það væri ekki nóg. að náttúran bannfæri og guð og Allah. Nei, mennirnir líka! Mennirnir hafa alltaf lagt fram sinn skerf frá örófi alda. Þurrmjólkin var blönduð inni í borginni, langt hér frá. Volvo- bíllinn með skiltinu „Barnahjálp- in”, sem hangir í snúru í gluggan- um, kemst tæpast áfram eftir veg- um, sem engir vegir eru. Jú, þjóð- vegirnir eru góðir, byggðir af ágæt- um, frönskum verkfræðingum. En sem er óvanur að útbýta matnum. Við hverju var að búast? Að börnin hrifsuðu brauðið úr hötid- um manns, að þau dyfu nefjun- um í mjólkurglösin og vildu aldrei hætta að drekka? Þá væri ef til vill ekki eins erfitt að hjálpa. En það er erfitt eins og það er. Við erum óvön. En við vöknum með reynslunni með sýn- um, sem grópast í net- hnnnuna. Við vildum standa á herjaðri jörðinni meðal herjaðs fólksins og hrópa burt örvænting- una. Hrópa þar til lungun blæddu inni í þorpinu . . . Það brakar í og reiða kreppta hnefa til gneist- bílnum, — og fullu mjólkurbrús- andi himins. arnir hristast til. Hefur þú nokkurn tíma séð sár- soltið barn eta? Hefur þú séð barn, sem ekki b»fur séð vatnsdropa í marga mánuði, fé mjólkurglas? Og nú á ég vjð hungur. Og þorsta. Það er nefnilega ti1 '"mgur, sem er svo sárt, að það er i unnt nð neyta matar, þegar kemur. Og það er til sá þors ’ =em hefur verið svo drepandi, að þegar mjóik in kemur er ekki lengur eftir orka til að drekka hana. Það er erfiðast fyrsta daginn. Og — það er erfiðast fyrir þann, Okkur finnst við vera að kafna af vanmætti. En hvað tjóar að steyta hnefa mót himninum, þegar það eru mennirnir á sviðnu jörö- inni, sem þarfnast hjálpar?" Þetta er kafli úr grein eftir sænska blaðamanninn Barbio Bolinder, en hún fór til Alsír til að kynnast ástandinu þar. „Það þarf ekki að hrópa". Myndirnar gefa svar við þeirri spurningu, hvort lijálpar sé þörf. bókfærðar kvartanir alls 800, og berast nú 5 til 10 mál á hverjum degi. Varðandi kartöflumálið vill stjórn Neytendasamtakanna sér- staklega benda á það að rannsókn þess máls hefur víðtækara gildi fyrir neytendur, en hvað varðar gæði kartaflna, og er það þó ærið hagsmunamál eitt sér. Einnig vill stjórnin geta þess að ástæða er til að fagna því að ný reglugerð hef- ur verið sett um mat á smjöri og ostum og voru allar tillögur sam- takanna við samningu hennar tekn ar til greina. Neytendasamtökin hyggjast ekki einbeita sókninni að öflun nýiTa meðlima í Reykjavík. Samtökin eiga nú von á kvikmynd frá neyt endasamtökunum í Bandaríkjun- um, verður hún sýnd í Reykjavík og í kaupstöðum úti um land inn an skamms. Kvikmyndin heitir „Neytendur vilja vita“. Verður hún sýnd á útbreiðslufundum, sem samtökin halda til að kynna starfsemi sína. Barn á sjúkrahusiru í Tiemcen. Algengustu sjúkdómarnir eru hung- ur vannæringarsjúkdómar, uppþornun af vatnsskorti. (í flestum þorp- um er ekkert vatn). Fyrstu hljóm- leikarnir FYRSTU tónleikar Sinfðníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói s. 1. fimmtudag íókust í heild sinni mjög vel og lofa góðu um starfið í vetur. Hinn nýi stjórnandi, Banda ríkjamaðurinn William Strickland, hefur mjög góð tök á sveitinni og var minna um ónákvæmni í )eik sveitarinnar, en búast hefði mátt við með sanngirni eftir sumarlcyf- ið og vegna breytinga á henni. Euryanthe-forleikur Webers var mjög vel leikinn og symfónía nr 7 eftir Beethoven tókst mjög vel. Minnist ég þess varla að hafa þrátt fyrir minniháttar mistök, heyrt hljómsveitina leika betur. Píanókonsert Dovráks tókst vel. flutningurinn leið nokkuð undir því, að verkið er afskaplega leiðin- legt, svo leiðinlegt, að varla virð- ist ástæða til að flytja það. Ein- leikur Rögnvaldar Sigurjónssonar var góður og á stundum „brili- jant“. Ánægjuleg byrjun á leiktímu- bili og lofar góðu um framhald. G.G. Bindindisdag- ur í Hafnarf. Bindindisdagsins verður minnzt í Hafnarfirði með helgistuhd í Hafnarfjarðarkirkju klukkan i3:30 í kvöld. Erindi flytur Helgi Tryggvason, kennari. Séra Garðar Þorsteinsson, prófastur, "lytur á- varp. Einsöng syngur Árni Jóns- son. Orgelleik annast PállCcKr. Pálsson og kirkjukórinn syngur. Hafnfirðingar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. . — 14. \>któber 1962 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.